Þjóðviljinn - 30.09.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.09.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 30. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 o mér /9\ Böðvar Guðmundsson skrifar: datt það í hug | FYRIRBURÐUR ik? VIÐ SUNDAHÖFN Þaö er undarleg reynsla aö finna sig staddan i köldum norBangusti þessa haustnapra árs viB Sundahöfnina i Reykja- vik til aB mótmæla komu NATOherskipa og þátttöku Is- lands i hernaBarbrölti og svina- rii. Reynslan er ekki undarleg fyrir þá sök þaö sé ekki sjálfsagt aö fara á þennan staö meö beiskjuna i hjartanu, heldur vegna þess sem var. Sá sem man Þingvallafund og Hval- fjarðargöngu trúir vart sinum eigin augum. I Noröangustinum fremst á bryggjunni hima nokkrar sálir. Þær hafa þorsk- hausa á prikum, kústsköftum, einn er meö hrosshaus Ur plasti á endanum á trönurá úr skreiöarhjalli. Inni I bil ein- hvers staöar i grenndinni er ein- hver aö lesa ljóö. Ég sé hann ekki, og hljóöiö er eins og vana- lega, loöiö og matt. Ég heyri ekki hvaöa ljóö þetta er, en mig grunar aö þaö sé ættjaröarljóö, sennilega ættaö Ur Borgarfiröi. Nokkrar hetjur fyrri tiöa heilsa mér, viö horfumst andartak I augu, kannski brennur hjarta okkar svipaö. Skömm, reiöi, sorg. Svo lftum viö undan. Ráð- herrafrú kemur á ská aftan aö mér, fólk fer aö reyna aö syngja fjöldasöngva. HUn tekur ekki, undirsönginn. Ég heröi mig upp og reyni aö skipta oröum viö þetta fólk, einu sinni hélt ég aö ljósiö landsins logaöi i hjörtum þeirra. Skyldi þaö hafa slokknaö þegar Mondale kom i heim- sókn? Og fólk heldur áfram aö reyna aö syngja, hjáróma og dálitið feimiö, rokiö ber söng þess undir stefniö á freigátunni Karlsruhe. Hvaö erum viö mörg? 70? Eöa kannski 150? Þaö er erfitt aö átta sig á þvl. Svo er spilaö lag af plötu inni I bilnum meö hátalarann á þak- inu. Fundi er slitiö. Gömlu hetjurnar þreyttu draga sig i hlé. Horfa niöur fyrir fætur sér, færa sig nær bilum sinum. Geö- veikur maöur er aö reyna aö ausa rauöri málningu á fólk. Þaö gengur illa, fólk er svo fátt. Fræöimaöur fær á sig slettu, gömul kona nokkra dropa. Svo er maöurinn tuskaöur til, lam- inn. Hann liggur óvigur efst á bryggjunni eftir smástund. Hann liggur þar áfram þegar ég lít þangaö næst. Krakkarnir I Fylkingunni eru komin I ham. Þau stóöu fyrir aö- förinni aö manninum meö málninguna. „Útsendari Heim- dellinga”, — heyri ég þau segja: „helvitis löggan.” „Djöfuls löggur,” — segir annar, — „blóöhundar,” — segir sá þriöji, „tökum skipin” - segir sá fjóröi: „Djöfuls löggan.” Löggan veröur órðleg. Oftustu Fylkingarkrakkarnir ýta á þá fremstu sem lenda á „varnar- múr lögreglunnar.” Varnar- múrinn brestur, djöfuls löggan, tökum skipin. Svo er farið aö lemja lögguna. Enn ýta öftustu Fylkingar- krakkarnir á þá fremstu. Þorskhaus lendir á lögreglu- haus. Kylfa fer á loft. Til hliðar við kösina sem er aö myndast og umbreytist senn I beöju handa og fóta, blóös og tára, bölvs og forbæna stendur Birna Þóröar- dóttir. Gamla kempa, -liöur þér likt og mér? Þannig er þá oröiö allt okkar strit I sjöhundruð sumur. En Birna lætur ekki þau orö falla, hún lætur ekkert orö falla. Nokkrir lögregluþjónar koma grenjandi, hrinandi. Takiö þiö helvitiö, - segir sá elsti. Ungu löggurnar ráöast á Birnu, vööla henni saman I hnút, troöa henni inn i bil, aka af staö meö hana I steininn, — burt. Hvaö geröi hún af sér? Af hverju var ég ekki tekinn lika? Og viö sem erum oröin sómakær og dálitiö kulvis drögum okkur ofar á bryggjuna, mjökum okk- ur inn I bflana okkar, dokum þar viö og horfum á, - æ, meö sorg I hjarta. Kösin berst fram og aft- ur um bryggjuna. 20 til 30 Fylkingarkrakkar tuskast viö 40 - 50 lögregluþjóna, sviviröa þá, lemja þá meö jwrskhausum, velta af þeim húfunum — og finnst þeir vera aö gera bylt- ingu. Lifi frelsiö. Nokkrar nasa- æöar springa, lögreglunni er sárt um húfurnar sinar, sárara um mannorðiö. Blóöhundar segja krakkarnir i Fylkingunni, handleggur brotnar, nýra springur. Lögreglan hefur feng- iö sérþjálfun i aö bæla niöur uppþot. Viö ökum burt og þorum ekki aö horfast i augu. Af hverju tók ráöherrafrúin ekki undir fjöldasönginn? Daginn eftir kemur Þjóövilj- inn meö myndir og fréttir. Voöalega er löggan vond, hún lætur varnarmúr sinn bresta, þvilik lögga. HUn lætur lika beinin bresta, þeir handleggs- brutu hana Veru litlu, djöfuls blóöhundarnir, á forsiöu meö fólsku þeirra, — seljum vel I lausasölu i dag. Lika á morgun, fleiri myndir, djöfuls löggan... blaöiö rýkur Ut. Þaö sýnir sam- stööu meö málstaönum, djarfa, einaröa, flokkurinn vill ekki hafa þennan her, hann vill hann alls ekki, — lsland Ur NATO, herinn burt! Næsta dag skal lika koma ný mynd, — Ur þvi fer þetta aö veröa leiöinlegt. Heppni aö hafa þessa Fylkingarkrakka, ekkert sýnir betur einaröan vilja okkar I her- málinu, — þau taka heldur eng- in atkvæöi frá okkur, — svo til engin. Nei, þaö hefur sýnt sig og sannað, — einmitt þaö sem viö þurftum á aö halda, — aö viö er- um bæöi á móti ofbeldi lögregl- unnar og aöild Islands aö NATO. Stjórnarsáttmálinn var náttúrlega helvitis vandræöa- plagg, — en hvaö gerir maður ekki, hverju fórnar maöur ekki, þegar veriö er aö kveöa niöur veröbólgudrauginn? Og I mörg- um tilfellum hefur þessi stjórn næstum þvi staöiö viö sumt sem hún lofaöi, þvi getur enginn neitaö. Viö bara gleymdum okk- ur þegar hann Mondale var I heimsókn. Island Ur NATO og herinn burt, eöa alla vega þannig.... Böövar Guömundsson (Greinin hefur áöur birst I NORÐURLANDl) milljonir krona. Þínar eftár 6 mánuöi. Dæmi um rokkravalkDSti. af mDigum sem bjóöast. SPARNAÐAR- TÍMABIL DÆMIUM MÁNAÐARLEGA INNBORGUN SPARNAÐUR í LOK TÍMABILS IÐNAÐARBANKINN LÁNARÞÉR RÁÐSTÖFUNAR- FÉ MEÐ VÖXTUM MÁNAÐARLEG ENDURGREIÐSLA ENDURGR. TÍMABIL 3 30.000 90.000 90.000 182.650 31.515 man. 70.000 210.000 210.000 425.850 73.536 ^ / 100.000 300.000 300.000 609.000 105.051 man. 40.000 240.000 240.000 495.000 43.579 70.000 420.000 420.000 866.375 76.264 inaii. 100.000 600.000 600.000 1.238.350 108.948 maii. 12. 50.000 600.000 600.000 1.272.750 58.510 12 70.000 840.000 840.000 1.781.950 81.914 ÍKJ , man. 100.000 1.200.000 1.200.000 2.545.500 117.020 man. Gerum ekki einfalt dæmi flókið: Það býður enginn annar IB-lán. BaDMÞeirra sem iiyggja aö framtíöinni Mnaðaibankinn AöalbanM og útíbú GciBEpnssofil

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.