Þjóðviljinn - 30.09.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.09.1979, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. september 1979 Rætt við Hjörleif Sigurbergsson um Kötlugosið 1918 KortiO sýnir aö nokkru svæöi þaö, sem Kötluhlaupiö 19X8 Iagöi undir sig. Þaö náöi yfir svæöiö frá jökli til sjávar, vestan frá Höföabrekkujökli (1) og Múiakvisl (2) og austur á Flöguengjar f Skaftártungu ogSkuröbæjar mýrar i Meöallandi, (3). Hlaupiö náöi býlinu Söndum i Meöallandi, (4), — en þaö var á eyju I Kúöafljóti — og fyllti kjallara I- búöarhússins. Fólkiö flúöi bæinn og gekk þurrum fótum yfir Kúöafljót Hkt og Gyöingar yfir Rauöa hafiö foröum. Ballið í Meðallandi bjargaði okkur” Senn er nú liðið 61 ár f rá síðasta Kötlugosi, en það hófst laugardaginn 12. okt. 1918. Fyrsta bending um gosið var jarðskjálfta- kippur, sem kom um kl. 1 e.h., allsnarpur í nágrenni gosstöðvanna. Um kl. 3 sáu svo íbúar Víkurkauptúns í Mýrdal einkennilegt þykkni í hánorðri. Bar það hátt á loft yfir Hetti og Hrafna- tindum og virtist breiðast til norðausturs. Þykkni þetta var alldökkt nema vestast,en þar líktist það þoku eða snjóklökkum, sem voru mjög Ijósir og hlóðust þeir hver yf ir ann- an. Bráðlega sást gríðar mikill mökkur þyrlast upp úr Mýrdalsjökli með feikna hávaða og krafti. Fór hann sífellt dökknandi eftir því, sem nær dró kvöldi og mátti um sólar- lag nokkurnveginn heita- biksvartur orðinn. Brátt sáust í mekkinum leiftur, sem þutu með ógnar hraða frá vestri til austurs og öf ugt. Um svipaö leyti og þessir at- buröir uröu sást jökulhlaup bruna eftir farvegi Múlakvlslar og I sjó fram. Bar þaö meö sér geysileg jakabákn og fleytti fram á sjó. Er draga tók úr hlaupinu i Múlakvisl siöla dags ruddist annaö enn stór- fenglegra hlaup fram vestan Hjörleifshöföa og bar þar viö himin hrikaleg jakabákn. Um 5- leytiö óx flóöiö enn geysimikiö og kom þá fram milli Hafurseyjar og Selfjalls svo mikið ishröngl að likast var þvi að þar brunuðu fram heilar heiðar, snævi þaktar. Stærð hlaupsins má marka af þvi að það náði yfir svæðið frá jökli til sjávar vestan frá Höfða- brekkuafrétti og Múlakvisl aust- ur á Flöguengjar í Skaftártungu og austur i Skuröbæjarmýrar á Meðallandi. Hefur það þvi verið um 40 km á lengd og 15-20 km. á breidd. Flatarmál þess var um 800 ferkm. Framanskráðar upplýsingar eru eftir samtimaheimildum. Þeim fer nú fækkandi, sem muna og litu með eigin augum þetta siöasta Kötlugos og þær ógnar hamfarir, sem þvi fylgdu. En þegar undirritaður ræddi fyrir nokkrum vikum viö Vestur-Skaft- fellinginn Hjörleif Sigurbergs- son, um áratuginn næsta fyrir heimskreppuna, þá var Hjörleif- ur aö þvi spurður hvort hann hefði verið þar eystra þegar gosiö átti sér staö. Jú, hann var þaö og kom reyndar við sögu með nokkuö sér- kennilegum og afdrifarikum hætti. Féllst hann á að segja les- endum Þjóðviljans gerr frá þess- um atburðum og fer frásögn hans hér á eftir: Saltlaust í Vík — Þú fluttir aö austan, Hjörleif- ur, árið 1919. Þú hefur þá verið staddur eystra þegar Kötlugosið varö 1918? — Jú, ég var þá eystra og man vel eftir þvl. Ég býst ekki við aö neinum, sem varö vitni aö þeim hamförum, liði þær nokkru sinni úr minni. Svo vildi til að ég var einn af þeim, sem siðastir fóru austur yfir Sand fyrir gosiö og mátti ekki Hjörleifur var meðal þeirra seinustu, sem fóru yflr Mýrdalssand fyrir gos. Ef hann hefði fallist á að draga förina til laugardagsmorg- uns, eins og félagar hans vildu, í stað þess að fara á föstu- dagskvöld, hefði enginn þeirra kunnað fra tíðind- um að segja mikiö tæpara standa að viö næö- um það I tæka tið. Ég hygg að þetta hafi verið ærið örlagarik ferð og tildrög hennar einnig dá- lltið sérstæð. Ég skal nú segja þér frá henni og þá skýrist betur við hvað ég á með þessum ummæl- um. Það vildi nú þannig til, að við Steinsmýringar úr Meöallandi og menn úr Landbroti fórum meö þungan sláturfjárrekstur út yfir Mýrdalssand og til Víkur rétt fyrir gosiö, sem varð laugardag- inn 12. okt. Mun þetta sennilega hafa veriö siöasti sláturfjárrekst- urinn út yfir Sand það haust. Nú gerist það, að saltlaust verður I Vik, en þá var allt kjöt saltað. Salts var ekki að vænta I bráð og nú reið á að bregða við og senda hraðboða austur til þess að stöðva frekari fjárrekstur til Vik- ur. Til þessarar farar réðist ég og unglingspiltur með mér. Óvenjulegur brottfarartími Klukkan 10 á föstudagskvöldiö er ég tilbúinn að fara og ætla þá að leggja af stað. Astæðan til þess að ég lagöi svo mikiö kapp á að komast austur sem fyrst var sú, aö á laugardagskvöldið, 12. okt., átti að vera ball I Meðallandinu og af þvi vildi ég ómögulega missa. Böllin voru nú ekki á hverju kvöldi þá eins og nú til dags en að þeim voru þá lika þeim mun meiri hátíðabrigöi. Til þess að ná á ballið i tæka tlð mátti ég engan tlma missa. Þetta þótti ráösettum bændum hið mesta óráð, aö leggja á Mýr- dalssand undir nóttina, þvl þar er mjög dimmt að næturlagi á þess- um árstíma. Reyndu þeir hvað þeir gátu að telja mig af þvi. Ég sat hinsvegar viö minn keip og sagðist þá fara einn. Og þegar engu varö um þokað ákváðu þeir að fyglja mér eftir. Samferöa- menn mínir voru frá Króki I Meðallandi ég einn frá Efri- Steinsmýri. Mikiö bllöskaparveö- ur var um kvöldiö þegar viö lögð- um á Sandinn. Þegar „blandið” brást A þessum árum var það siður hjá ýmsum eldri bændum að fá sér á vasapela I kaupstaðarferð- um, til þess aö hafa I nestiö á heimleiðinni. Mjöðurinn var meö- alaspiritus, sem þeir fengu hjá héraðslækninum, og ekki átti vatnið að skorta á heimleiðinni, til að blanda. Ég var þá ekki far- inn að smakka vln, var algjör templari. Þegar komið var austur að Múlakvlsl fara menn nú heldur aö hugsa sér til hreyfings meö að blanda spiritusinn. En þá bregður svo við, að þar er ekki nokkurn deigan dropa að finna. Múlakvisl- arfarvegur gersamlega þurr. Auðvitað skildum við ekki hvað mundi valda þessum undrum. Sextiu ár voru liðin frá siðqsta Kötlugosi og þó að i ferðinni væru sextugir menn þá mundu þeir ekki þá atburði. Við áttuðum okk- ur þvl ekkert hvers vænta mátti og héldum ótrauðir áfram ferð- inni, áöum I þessum ákveðnu áfangastööum en hröðuðum okk- ur samt. Ef við hefðum skilið bendingu Múlakvlslar þá áttum við náttúrlega að snúa við hið snarasta þvi þegar farvegur hennar er algjörlega þurr má bú- ast við gosi á hverri stundu. Þetta heppnaðist samt sem áð- ur hjá okkur þvi gosið hófst ekki fyrr en kl. 3 á laugardag og þá vorum viö komnir austur að Botnum, efsta bæ i Meðallandi. Stendur hann alveg upp við Skaftáreldahrauniö. Eg man vel eftir veðrinu þennan dag. Það var ákaflega gott, glaöa sólskin og blæjalogn. Gosið hefst Þegar við höfðum áö um stund i Botnum og erum að láta upp klyfjarnar heyrum við skyndilega hávaða, sem helst liktist ógn- þrungnum þrumum og skiljum auðvitað ekkert hvað á seyði er. En þegar okkur varð litið til jök- ulsins kom skýringin. Jökullinn sýndist blátt áfram lyftast upp og um leið gaus upp mikill ösku- strókur, sem náði iangt upp á loft. Nú vill svo til að hann fer að kalda af vestri og þá er ekki að þvi að spyrja aö það skellur strax á svartamyrkur vegna öskufalls- ins, og það var sannarlega „myrkur um miöjan dag”. 1 þessu svartnætti leggjum við svo af stað frá Botnum, en þaðan er um 5 klst. lestagangur að Steinsmýri. Urðum við aö fara meö hrauninu alla leiðina. Eiginlega er ógerlegt að lýsa meö orðum þeim ósköpum sem á gengu. Annan sprettinn var myrkrið svo svart að engu var likara en við værum innan I tjöru- tunnu. En öðru hvoru riöu yfir reiðarslög með þeim hávaða og gauragangi, að ætla mátti að himinn og jörð væru að forganga. Reiðarslögunum fylgdu eldingar, sem ristu geilar I svartnættið og varð þá svo bjart sem um hádag væri. Bölvuð „skepnan Leifi Svona paufuöumst við áfram og komumst loks að Króki. Ég

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.