Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Þjóðviljinn - 30.09.1979, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 30.09.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 30. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir PETUR POSTULI Fjórar s+elpur sendu rétta lausn á Reykjavík. krossgátunni. Pétur þýðir klettur. Hildur Runólfsdóttir, 10 ára, Tröð, Jesús gaf Símoni þetta nafn af því að Reykjadal, S.-Þing. hann átti að vera eins og klettur. Embla, 6 ára, Laugateig 35, Þessar stelpur fengu kort frá Reykjavík. Kompunni í þessari viku: Helena Sigurbergsdóttir, 10 ára, Vigdís Klara Aradóttir, Hraunbæ 8, Digranesvegi 72a, Kópavogi. Þessa mynd teiknaði Embla, 6 ára, teiknaði Pétur postuli eftir Helenu Vigdís Klara Aradóttir. Þessa mynd af Pétri post- Sigurbergsdóttur, 10 ára. ula með grænt hár og voða marga putta, af því að hann gat svo margt. Talnaleikur Það á að flytja tölurnar í reitunum 9 hérna fyrir ofan og raða þeim þannig upp að útkoman verði 12 úr öllum dálk- unum, hvort sem lagt er saman lárétt, lóðrétt eða á ská frá horni í horn. Sendið Kompunni lausn innan hálfs mánaðar, og þeir sem hafa raðað töl- unum rétt fá kort frá Kompunni. Að hverju er Anna Sóley að hlæja? Það liggur afskaplega vel á Onnu Sóley. Hún er orðin sjö ára og það er gaman. Það sést vel að hún er sjö ára þegar hún hlær. Hún er búin að missa framtennurnar í efragómi, þær fóru allar sama daginn og nú eru farnar að vaxa nýjar framtennur, raunveru- legar fullorðins tennur! Svo hefur Anna Sóley eignast skemmtilega bók. Það er japönsk bók og maður byrjar aftast og flettir frá vinstri til hægri, samt er Anna Sól- ey ekki að því, henni finnst það ekkert skrítið. Einu sinni átti hún heima í Japan og var þar á dag- heimili og sá margar bækur. Hún er að hlæja að sögunni sem er fyndin. Sagan er um skrímsli. Lítill fugl villtist inn í stóran kastala og varð svo hræddur að hann ímyndaði sér að hann hefði séð ógurlegt skrímsli þar inni. Þegar hann kom til dýranna í skóginum sagði hann þeim að í kastalanum byggi ægilegt skrímsli og lýsti því nákvæmlega. Dýrin urðu dauðhrædd og héldu fund um það hvernig þau ættu að fara að því að reka burtu þetta Ijóta skrímsli og hræða hitt burtu. Svo límdu dýrin sig saman, höfðu gíraffann fyrir uppistöðu og slönguna notuðu þau í hala, og smám saman varð úr þeim hin ferleg- asta ófreskja. Þegar þau þrömmuðu af stað upp í kastalann urðu öll dýr sem þau mættu dauðhrædd og hrædd- astur varð litli fuglinn sem átti upptökin að þessu öllu. Þetta gerviskrímsli settist svo upp á kastala- þakið til að bíða eftir skrímslinu. Dýrin voru sjálf orðin að kastala- skrímslinu Ijóta. (Ljósmynd Dana Jónsson). Fuglinn lýsti skrlmslinu nákvæmlega og öll dýrin urftu daufthrædd vift þaft.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 216. tölublað (30.09.1979)
https://timarit.is/issue/222667

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

216. tölublað (30.09.1979)

Aðgerðir: