Þjóðviljinn - 23.11.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.11.1979, Blaðsíða 1
UOBVIUINN Föstudagur 23. nóvember 1979 — 256. tbl. 44. árg. Rekstrarfé Heilbrigðiseftirlitisins búið: Eigum jafnvel ekki fyrir frimerkjum — segir Hrafn V. Friöriksson yfirlæknir FRAMSÓKNARFLOKKURINN Afstöðulaus í hermálinu ,Herinnferþóekkiánæstakjörtímabili’ sagði Ólafur Jóhannesson Rekstrarfé okkar er gjörsam- lega þorriö og i raun og ‘veru ættum við að loka stofnuninni nii þegar. Við eigum ekki einu sinni fyrir frimerkjum, sagði Hrafn V. Friðriksson forstöðumaður Heil- brigðiseftirlits rikisins I samtali við Þjóöviijann i gær. Undanfarna 4 mánuöi hefur stöðugt veriö beðið um aukafjar- veitingar til hinna mikilvægu verkefna sem stofnunin sinnir en ekki hefur fengist meira en það að . nú er algjör þurrð. Þá hefur verið beðið um ýmsar stöðuveitinar m.a. 2 menn tilþess að hægt sé að halda matvælaeftirliti I lág- markshorfi en þeim hefur verið synjað. Hrafn sagði aö heilbrigðiseftir- litið væri með mjög mörg mikil- væg mál á sinni könnun t.d. eftir- lit með salmoellamálinu sem væri siður en svo lokiö þó aö bilið væri að koma i veg fyrir mestu smithættuna en þaö eftirlit er nU i hættu vegna fjársveltis og mannafæðar. Þá nefndi Hrafn einnig könnun á lagmeti, mengunarvarnir f stórum verk- smiðjum o.fl. Þá hef ég undanfariö beöið um að ráöinn veröi læknir til að fylgja eftir athugunum á heilbrigði og sjúkdómum á vinnustöövum ení án árangurs. Þetta veröur aö skrifast á reikning yfirvalda, sagði Hrafn aö lokum. —GFr „Ég tei að það sé ekki svo frið- vænlegt i heiminum að ástæða sé til þess að láta varnarliðiö fara á næsta kjörtimabili” sagði ólafur Jóhannesson frambjóðandi Framsóknarflokksins I Reykja- vlk I sjónvarpsþætti I fyrrakvöld. óiafur kvaðst eiga sér þann draum að herliðið færi af landinu, en vildi að öryggismálanefndin skilaði árangri fyrst og hann yrði slðan metin og tekin ákvörðun um næstu skref Ihermálinu. Þá opnaði Ólafur fyrir þann möguleika að Framsóknarfiokkurinn vildi stuöla að þjóðaratkvæðagreiðslu um herinn I kjölfar þess að öryggismálanefndin skilaði áliti. Aðrir frambjóðendur Fram- sóknarflokksins svo sem Harald- ur Ólafsson og flokksformaöurinn Steingrimur Hermannsson hafa heldur ekki tekið af skarið með afstöðu Framsóknarflokksins i hermálinu.og Steingrimur aðeins vlsaö til þess að flokksþing muni fjalla um afstöðu Framsóknar- flokksins eftir kosningar. — ekh Sighvatur á ríkis- bifreid um Vestfirði: Löglegt en sið- laust! Alþýöuflokksráöherrarnir hafa nú gert ráðuneytin að kosninga- skrifstofum slnum og gefa þar upp kosningaslma sfna. Þeir hafa verið mjög á móti þvi að ráðherrarnir notuðu bila til einkaþarfa, en sjálfur siða- meistarinn Sighvatur Björgvins- son skirrist ekki við að nota rikis- bifreið slna til kosningaferðalaga um Vestfirði Þannig lét hann aka sér I rikisbifreið á kosningafund á Patreksfirði, og svo aftur til Reykjavikur til þess að halda auglýsingafund um 7.5 miljón króna niðurskurö, og er svo aftur á leiö til Isafjaröar I ríkisbifreið- inni. Löglegt en siðlaust hefði ein- hver sagt fyrrum. 45 raðhús í Hvömmunum í Hafnarfirði: Einn með einkaleyfi á hönnun Talsverðrar óánægju hefur gætt meðal sumra sem fengið hafa lóðir undir raðhús I Hvömm- unum IHafnarfirði, vegna þess að ÓIi G. H. Þórðarson arkitekt, sem skipulagði hverfið, hefur jafn- framt fengiö einkaleyfi til að teikna öll húsin, sem þar eiga að rlsa. Verða menn þvl aö sæta þvl að skila lóðum sinum afturef þeir vilja ekki sætta sig við teikningar óla. ,,Já,% þetta er rétt,” sagði Sigurþór Abalsteinsson skipu- lagsfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, er hann var spurður um þetta 1 gær. „Þarna er um að ræða 45 Ibúðir i raðhúsum,” sagði hann. „Þau eru I sex lengjum og tvær þeirra eru á milli Reykjanesbrautar og klausturgarðsins. Þar eru aðstæður svo sérstæöar, að skipu- lagsstjórn rlkisins krafðist þess að húsin yrðu sérhönnuö áður en byggðin y röi skipulögð og höfundi skipulagsins var falið að sýna fram á hvernig hægt væri að byggja á þessu sérstæða svæði. Hann skilaði þessum lausnum og þær féllu I það góðan jarðveg Framhald á bls. 17 Krakkarnir I Ármúlaskóla fylgdust f gær spennt með frammistöðu útvarpsþula á barnadegi. (Ljósm. Jón) —Sjá bakslðu. Kosningabarátta Bókmenntir fhaldid Umhverfismái Barnaárið Benedikt Daviðsson Benedikt Davlðsson svarar I viðtali spurningum um helstu verkefni verkalýðs- hreyfingarinnar, um herinn og atvinnumál Suðurnesja, um samræmda launastefnu og uppmælingaaöal svo- nefndan og blátt áfram um það, hvort hann „gangi með þingmann f maganum”. Sjá siðu 8. Búálfarog Ijósmyndir „Ég er með ýmislegt f poka- horninu. Ef „Búálfarnir” fá . góðar viðtökur skrifa ég kannski meira um þá” segir Valdis óskarsdóttir, rit- höfundur og Ijósmyndari. Um þessar mundir er aö koma út bók eftir sænsk- finnska skáldkonu og hefur Valdis unnið Ijósmyndir I bókina. Einnig er nýútkomin barnabók eftir Valdisi, „Búálfarnir”. Sjá siðu 11 Hækkun orkuverðs 1 tillögum Sjálfstæðis- flokksins um efnahagsmál er m.a. gert ráð fyrir þvi að Rafmagnsveitur rfkisins verði reknar hallalaust og verðjöfnunargjald verði lækkað úr 19% I 13%. Hvað þýðir þetta I raun? Hjör- leifur Guttormsson svaraöi þessari spurningu m.a. á framboösfundum á Austur- landi og er greint frá svörum hans I blaðinu I dag. Sjá siðu 2 Náttúruvernd er kosningamál Við, þessi kynslóö allsnægtanna, ættum siðust allra að drýgja þær höfuö- syndir gegn móður náttúru, sem aldrei verða bættar, segir Steingrimur Jóhann Sigfússon á Gunnarsstöðum I dagskrárgrein. Sjá opnu Eru börnin báknið? „Barnaár, ha hvað er nú það? Jú, það var einhvern timann um daginn þegar kosningar voru ekki I nánd og við máttum vera að þvi að tala um sllkar dægurflugur. En sem betur fer er það liðið, tók hvorki frá okkur tima né peninga. Nei, nú setjum við peningana I kosninga- baráttuna og tökum það sem á vantar frá börnunum.” Sjá opnu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.