Þjóðviljinn - 23.11.1979, Blaðsíða 19
Föstudagur 23. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19
Stjórnun fiskveiöanna var mikið hitamál á fiskiþingi fyrir
skömmu. t kvöld verður raett um þaö I Kastljósi.
HJAKTAÁFÖLL
OG FISKVEIÐAR
Hermann Sveinbjörnsson fréttamaður hefur umsjón með
Kastljósi I kvöld, en honum til aðstoöar verður Kjartan Stefáns-
son, blaðamaður á Visi.
— Við ætlum að taka fyrir tvö mál, — sagði Hermann. — 1
fyrsta lagi hjartaáföll, sem valda u.þ.b. þriðjungi dauðsfalla á
Islandi. 1 þvi sambandi ætlum við að kanna hvað gerist þegar
sjúklingur fær hjartaáfall, einkum á þeim tima sem liður frá þvl
hann fær áfallið og þangað til hann kemst undir læknishendur.
Þaö kemur i ljós, að miklu máli skiptir að þeir sem nærstaddir
eru kunni aö bregðast rétt við.
Við ræðum við nokkra lækna:
Magnús Karl Pétursson á
Landspitalanum, Einar
Baldvinsson og Asbjörn
Sigfússon á
Borgarspitalanum. Við spyrjum Magnús Karl m.a. að þvi, hve
langur timi megi liða ef um alvarlegt hjartaáfall er að ræða, og
spyrjum siðan varaslökkviliðsstjóra hversu lengi þeir séu á leiö-
inni, þ.e. hve langur timi liður i raun.
Asbjörn Sigfússon kemur með tölur um árangur af endur-
lifgunartilraununum, sem reynist harla litill. En það kemur lika
fram, að ekki er alltaf um alvarlegt tilfelli að ræða, þótt
sjúklingur fái hjartaáfall.
Hitt málið sem við tökum fyrir er stjórnun fiskveiðanna. Það
var mikið hitamál á nýafstöðnu fiskiþingi, en blaðamönnum var
meinaður aðgangur að þeim umræðum, þótt þingið væri að öðru
leyti opið.
Við tölum viö mannin sem stóð fyrir þessu banni, Tómas Þor-
valdsson i Grindavik, og einnig fyrir Martein Friöriksson á
Sauðárkróki. Einnig verður rætt við Sigfús Schopka fiskifræðing,
og Björn Dagbjartsson, og mun hann segja frá stefnu sjávarút-
vegsráðuneytisins i þessu máli, — sagði Hermann að lokum.
SJónvarp
kl. 21.05:
Þögn reiöinnar
— Þetta er ágætis mynd, —
sagði Dóra Hafsteinsdóttir,
þýðandi föstudagsmyndar
sjónvarpsins, ,,Þögn reiðinn-
ar”.
— Hún gerist i enskum
smábæ, þar sem er ein verk-
smiðja og eitthvert lif i king-
um hana. Verkamenn eru að
reyna aö koma á samtökum.
Það er ákveðið með atkvæða-
greiðslu að fara I verkfall ef
ekki verður gengiö að kröfum
verkamannanna um öryggis-
ráðstafanir og bættan vinnu-
aöbúnað i verksmiðjunni.
Sumir verkamennirnir eru
ekkert æstir I að fara i þetta
verkfall, t.d. er einn sem hefur
nýlega frétt að hann eigi von á
einu barni i viðbót, og hann
telur sig ekki geta farið I verk-
fall. Þar að auki telur hann
verkfallið ólöglegt. Það kemur
til átaka og fylgir þvi mikil
dramatisk spenna. I ljós kem-
ur að utanaökomandi öfl hafa i
raun ráöið öllu, þótt verka-
mennirnir hafi ekki vitað það.
Kemur þá til sögunnar maður,
sem hefur verið að nota
verkamennina i eiginhags-
Sjónvarp
kl. 22.10
munaskyni. „Góöi gæinn” I
myndinni er hinsvegar sá sem
neitaöi að fara I verkfall.
Svo mörg voru þau orð
Dóru. En okkur hér á blaðinu
finnst þessi lýsing á efni
myndarinnar einna helst bera
það meö sér að breska vinnu-
veitendasambandiö hafi kost-
aö gerð hennar og ráðið hug-
myndafræðinni. En þetta
hlýtur að koma i ljós þegar
sest veröur við kassann i
kvöld. -ih
SOGUROGLOG
Viiborg Dagbjartsdóttir þýddi
smásögurnar, sem lesnar
verða i Litla barnatimanum I
dag.
Litli barnatiminn er á dag-
skrá útvarps i dag. Stjórnandi
er Sigriður Eyþórsdóttir.
— Vilborg Dagbjartsdóttir
hefur þýtt allt lesefniö I
þáttinn, — sagöi Sigríður. —
Fyrst verður lesin saga frá
Pakistan, sem heitir
„Bomball Dass”, og fjallar
um strák sem heitir þessu
nafni. Karl Guömundsson
leikari les þá sögu.
Sföan les ég tvær sögur, sem
Vilborg hefur lika þýtt: rúss-
nesku söguna „Þrep” og sögu
sem birtist i kompunni I Þjóö-
viljanum fyrir skömmu og
heitir „Snjókarlinn ráö-
snialli”.
Svo verður lika tónlist I
þættinum. Rögnvaldur Sigur-
jónsson leikur á pianó þrjú lög
úr barnalagaflokki eftir Leif
Þórarinsson. Lögin heita
Striðni, Skopparakringla og
Aukalag.
Þennan barnalagaflokk
samdi Leifur úti I Vin fyrir
mörgum árum, og gaf syni
Rögnvaldar I afmælisgjöf
þegar hann varö sex ára.
Þetta eru mjög skemmtileg
Útvarp
kl. 16.20
lög, og mættu heyrast miklu
oftar, — sagði Sigriður.
— ih
Hringið í síma 8 13 33 kL 9-5 alla virka
daga eða skrifið Þjóðviljanum
Síðumúla 6, 105 Reykjavík.
Einkaritarinn —
Ný þjónusta
Tökum aö okkur vélrttun é ís-
lensku eöa ensku. Semjum bréf,
i grolnar, lesendabréf og hvers-
konar annaö efnl, ef óskaö er.
I Skllum tllbúnu tll viösklptavlna.
Fullum trúnaöi heltlð. Uppl. í I
sima 23533 eftlr kl. 7 á kvöldln.
Ný at-
vinnugrem
Frænd-
semin
ræöur
Iðnaðarbankinn taldi fyrir
nokkru ástæðu til að guma mjög
af ráðningu nýs aðstoðar-
bankastjóra. Hins láðist að
geta, að sá maður virðist ekki
hafa verið ráðinn I starfið vegna
námsafreka eða starfshæfni,
heldur er hér um að ræða
náfrænda eins aðalhluthafa
bankans, og jafnframt banka-
ráðsmanns. Enn siður var þess
getið, að þarna var freklega
gengið fram hjá mörgum hæf-
um mönnum innan bankans,
mönnum með mikla starfs-
reynslu.
Starfsmaður I Iðnaðarbankan- Guðrún Hallgrimsdóttir, matvælaverkfræðingur og frambjóðandi
um Alþýðubandalagsins, var hér I gær.
Góðir félagar.
Ég veit ekki almennilega
hvernig ég á að byrja, nema
kannski með spurningunni:
Hefur fólk gert sér grein fyrir
þvi hversu ægilegt félag fri-
múrarareglan er? Og má ekki
spyrja ennfremur: Er það félag
ekki meöölluólöglegtsem hefur
lög sem ekki þola dagsbirtu? Er
það ekki brot á stjórnarskránni
að semja sig undan henni í
leynifélagi? Getur nokkur em-
bættismaður, t.d. saksóknari
eða dómari, verið frimúrari,
þ.e.a.s. má hann gegna slikum
embættum, þar eð einn fri-
múrari getur aldrei dæmt
annan?
Svona félag, sem sumir segja
að sé með öllu siðlaust en starfi
undir helgislepju, getur ekki
samrýmst hugmyndum manna
um réttlátt þjóðfélag. Fjarri sé
mér að hæla mönnum eins og
Hitler og Stalin en þeir báöir
bönnuðu frúmúrararegluna og
er það mat sumra að þar hafi þó
veriö ljós blettur á þeirra þó
görótta ferli.
Manni er sagt að enginn hér
fái stöður (á vissum stöðum)
nema um þær sé fjallað i æðsta-
ráði frimúrara. Það voru og
daglangir fundir hjá frimúr-
urum I kringum siðustu
stjórnarslit og sagt að þar hafi
þeir ei haft litil áhrif.
Sprengiframboðineru og sögð
undan rótum frimúrara. Æðstu-
prestar Sambandsins og um leið
frimúrara vilji herja á
kaupmannavaldið i Sjálfstæðis-
Lesandi sendi okkur þess
úrklippu úr smáauglýsingu
Moggans, og spurningu meö:
Ætli Geir R. Andersen fái ekki
lengur inni i blöðum fyrir eigin
framleiðslu?
- '
Frímúrarareglan: ægilegt félag
lcsendum
flokknum og beiti fyrir sig, eða
öllu heldur sparki fótboltanum
A.G., mönnum úr röðum fri-
múrara, þvi að þeir veröa að
standa og sitja eins og æðstu-
prestunum þóknast. (Sumir
segja að Öli Jó hafi ekki mátt
hætta).
Það er óhugnanlegt hvernig -
friihúrarar planta slnum mönn-
um i stofnanir rikisins (látum
dómskerfið eiga sig) svo sem
flugmálastjórn, póst og si'ma,
orkustofnun o.fl. Frimúrarar
eru meö hlerara sina út um allt
sem siðan gera opinskáa vit-
neskju sina i leyndardóms-
höllinni við Skúlagötu (eöa
Borgartún, nema að inngang-
urinnsébaraá allt öðrum stað).
Eins og sést af ofanrituðu er
margt sagtum þetta leynifélag,
en hvað sem af þvi er satt eöa
logið (þó sjaldan ljúgi almanna-
rómur) þá er áreiðanlega
kominn timi til að rannsaka
starfsemi þessarar hreyfingar
sem hefur miklu meiri og ég vil
segja óæskilegri áhrif e.n nokkur
annar félagsskapur á Islandi og
erþá reyndar mikiö sagt. Égvil
meina aö það félag sé algjöriega
ólöglegt og siðlaust sem ekki vill
birta lög sin. Það hlýtur að vera
óþolandi að liða svona leyni-
klúbb að fikta við stjórn lands-
ins við hliðina á opinberlega
kosnum alþingismönnum og
stjórnsýslumönnum yfirleitt.
Iðnverkamaður.
Fellum fuglinn
Við látum ekki blekkjast þótt Geirfugiinn hátt gali
og gefi bestu vonir með sinu hála tali,
við þekkjum best af reynslunni, hann svikur allt og alla
þótt orðin góð hann láti úr nefi sinu falla.
Reynum eftir mætti að felia fuglinn þann
að fái hann skeli á bossann svo að lengi muni hann,
og brosum aðeins við þó hann glenni nefið gleitt
þótt góðu öllu lofi, hann meinar ekki neitt.
Gamli