Þjóðviljinn - 23.11.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.11.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. nóvember 1979 Vísust aðferð til að tryggja hag launafólks er að ef la einn sterkan flokk, sem verkalýðshreyfingin getur treyst í baráttu við þá afturhaldsstefnu sem nú hefur verið boðuð með brauki og bramli... Svo segir Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingarmanna, annar maður á lista Alþýðubanda- lagsins í Reykjaneskjördæmi í eftirfarandi viðtali við Árna Bergmann. — Hvernig list þér á slaginn, Bcnedikt? — Mér list vel á hann. Eins og eðlilegt er stendur hann milli Alþýðubandalagsins og verka- lýðshreyfingarinnar annarsvegar og ihaldsaflanna hinsvegar. Ég er ekki i vafa um það, að þaö sem við tók eftir úrslit siöustu kosn- inga, eftir þá reynslu verkafólks, átti æ fleiri sig á þvi hvað gera þurfi á hinu pólitfska sviöi. Á vinnustöðum. — Nú er kosningabaráttan mikið i formi vinnustaöafunda. Hvernig kannt þú við það? — Ég þekki hiö eldra form framboðsfundanna lika vel héðan úr Kópavogi, þar sem ég hefi átt heima I aldarfjóröung. Og ég kann bara vel viö þessa nýju aöferð. Þaö er eins og i beinu framhaldi af minu starfi aö taka þátt i svona vinnustaðafundum. Þetta er dálitið svipað þvi og við gerum i Sambandi bygg- ingarmanna. Við förum ekki á vinnustaöi með einhver algild sannindi heldur til að heyra viðhorf manna til vandamálanna og undirbúa kröfugerö okkar i kjaramálum i samráði við fólkiö á hverjum stað. Undirbúningur faglegu kjarabaráttunnar fyrir komandi vetur stendur nú sem hæst með þessu móti og sá undir- Allt er þetta Benedikt Daviðsson, 2. maður G-listans i Reykjaneskjördæmi á fundi i Vélsmiöju Hafnarf jaröar I gær. Ljósm. jón KIARABARATTA * búningur fellur ágætlega saman við þær umræður um hinn pólitiska þátt málanna sem nú fer fram á vinnustöðunum I framboðshriöinni. Að efla einn flokk. — Hvað finnst þér brýnasta verkefniö i verkalýöshreyf- ingunni? — Ég minni á þaö, að Alþýöu- flokkurinn var upphaflega stofnaður til þess aö vera pólitiskur bakhjarl verkaiýös- hreyfingarinnar og gegndi þvi hlutverki allvel framan af. Siöan þróaðist hann smám saman frá verkalýöshreyfingunni með þeim hætti sem við getum ekki rakiö hér. Þangað til að svo var komið eftir stóru átökin 1955, en þá var sex vikna allsherjarverkfall, þá þótti heildarsamtökum launa- fólks, ASl nauðsynlegt að efla nýjan pólitiskan flokk til starfa á einmitt þessum grundvelli. Við skulum ekki gleyma þvi, að Alþýöubandalagið var stofnaö I anda samþykktar sambands- stjórnar ASl um þessi mál frá þvi i mars 1956. Núna þegar flokkur er til staðar til að vinna aö þvi ásamt heildarsamtökum launa- fólks að samræma kjara- baráttuna, þá er þaö sem helst skortir á að fólk geri sér nógu glögga grein fyrir þvi að árangur við samningaborðiö tryggir ekki kjörin. Visust aðferð til að tryggja kjörin er aö efla þennan pólitlska bakhjarl verkalýðshreyfingarinnar sem við komum okkur upp 1956. Efla einn sterkan vinstri flokk, launa- mannaflokk, sem verkalýðs- hreyfingin getur treyst i baráttu ýiö þá afturhaldsstefnu sem nú hefur verið boðuö með brauki og bramli. Uppmælingaraðall! — Nú eru sum blöð að kalla þig og þina lika uppmælingaaðai. — Já, það hefur lengi verið aðferö auðstéttarinnar að etja saman einstökum hópum launamanna i þeirri von að þar með sé unnt að koma I veg fyrir að þaö nýti þá möguleika sem i samstööu felast. Ég er ekkert hissa á þvi þegar Morgunblaðið heldur áfram þessari iðju. En ég held það hafi sannast — og má visa til útreikninga kjara- rannsóknarnefndar á þróun kaup- máttar launa allar götur frá 1971, að það hefur verið samstaða innan heildarsamtakanna, innan ASl um að jafna kjörin. Þau sambönd innan ASI sem heldur skár hafa veriö sett, hafa lagt sig fram um að ná árangri i þessu efni. Hinsvegar hefur okkur I ASI ekki tekist að tryggja hlut okkar fólks I samanburði viö aðra hópa i þjóöfélaginu. Okkar meginmarkmið hlýtur að vera aö allt launafólk, hvar i samtökum sem það er — geti snúið bökum saman gegn þeim andstæðingi sem reynir hvað hann getur til að sundra okkar rööum. Herinn. — Sem frambjóðandi I Reykja- neskjördæmi ertu væntanlega oft spurður að þvi hve mikilvægt hermáliö sé þér — og svo um ótta sumra Suðurnesjamanna við að brottför hersins mundi leiða til atvinnuleysis. — Vissulega er ég oft spurður að þvi. Mér er þaö alveg ljóst að við verðum ekki sjálfstæð þjóð hvorki efnahagslega né menningarlega nema að herinn fari og við segjum okkur úr hern- aðarbandalagi. En okkur hefur ekki tekist að koma þessu I verk, blátt áfram vegna þess að til þess er ekki þingstyrkur og þrýstingur utan frá hefur ekki verið nægilegur til að sveigja þingmenn aöra flokka til herstöövaand- stöðu. Til þess aö einhver veru- legur árangur náist i þessu máli þarf bæði að fjölga ákveðnum herstöðvaandstæðingum á þingi og auk þess þarf hið almenna starf utan þings gegn hersetu að aukast stórlega. Það starf varð fyrir verulegu áfalli, þegar það stórhneyksli gerðist með Vörðu landi svonefndu að mikill fjöldi fólks vildi kalla yfir sig áfram- haldandi hersetu með undir- skriftum. Einungis öflugt starf utan vettvangs þingsins getur tryggt aö árangur verði i samræmi við þann vilja okkar aö koma hernum úr landi. Aö þvi er atvinnumál á Suðurnesjum varöar held ég það sé tiltölulega auövelt að standa svo aö málum að enginn þurfi að sækja atvinnu I herstöðina. Þing- menn Alþýðuflokksins i Reykja- neskjördæmi fengu i vor samþykkta þingsályktunartillögu um Suðurnesjaáætlun — sem gerir ráð fyrir alhliða uppbygg- ingu innlends atvinnulifs á þessu svæði, atvinnulffs ætti aö geta skapaö öllu fólki sem þar býr góð lifskjör. 1 þeim efnum er mikill akur óplægður — en það er alrangt að viö séum með nokkr- um hætti dæmdir til að vera upp á herinn komnir i atvinnulegum efnum. Eldskirn. — Þú hefur lengi unniö aö verkaiýðsmálum og öðrum stjórnmálum. Hver var þin eidskirn i þeim vettvangi? — Ég get varla sagt að ég hafi átt mér „eldskirn.” En þegar ég fór að starfa i Trésmiðafélaginu þá var það ekki stéttarfélag i okkar skilningi, heldur samtök allra þeirra sem unnu i iöngrein- inni, bæöi meistara og sveina. Eitt af fyrstu verkefnum okkar sem komum inn i félagiö um 1950 var að efla starf aö hinum pólitisku og faglegu málum og beita okkur fyrir þvi að ekki aðrir en launamenn væri I þvi, ekki þeir sem höföu aðra I vinnu. Þetta leiddi til þess að félagiö skiptist i tvennt meö brauki og bramli. Annarsvegar vorum við, um 4/5 félagsmanna, sem vildum aðfélagið yrði hreint verka- lýðsfé'.ag, og svo hinsvegar sá fimmtungur sem taldi sig eiga samleið með atvinnurekendum og stofnaði nýtt félag atvinnu- rekenda, Me i s t arafé1ag húsasmiða. Upp úr þessum átökum varð til það Trésmiðafélag sem við nú þekkjum, öflugt félag, nú aldar- fjóröungs gamalt. Þetta var það sem einna helst mætti kalla mina eldskirn i verkalýðshreyfingunni. Vissi hvar ég átti heima. Annars er ég uppalinn i verka- lýðshreyfingunni. Faðir minn var formaður verkamanna- félags á Patreksfiröi og erind- rekar Alþýðusambandsins voru heimagangar á æsku- heimili minu — Jón Sig- urðsson, Hannibal og fleiri. Svo kom ég hingað suður 1 striðs- lok og skömmu siðar hófst kalda striðiö með miklum átökum milli hægri og vinstri manna i verka- lýöshreyfingunni. Þá voru menn annaðhvort — eða, annaðhvort róttækir eöa á bandi þriflokkanna svonefndu. Þaö var ekkert erfitt fyrir mig að sjá hvorum megin ég ætti heima. Og það undirstrikaöist hvað best 30. mars 1949 á Austurvelli en þar opinberaðist betur en áöur samþjöppum þrlflokkanna gegn vinstri stefnu og verkalýðs- samtökunum, sem höföu forystu i andófi gegn þvi sem þá var veriö að leiöa yfir okkur. Um nokkurra ára bil eftir það mótaðist verkalýösbaráttan mjög mikið af þeirri skiptingu sem þá rikti milki þriflokka og vinstri manna. Og ég óttast alltaf að enn verði reynt að sundra verkafólki á þann hátt sem þá var reynt: með þvi aö láta málin fara á yfir- borðinu að snúast um eitthvað annað en stéttaátökin milli auövaldsins og þeirra sem auð- inn skapa með vinnu sinni. Sömu verkefni. — Hefur þú gengiö meö þing- manninn I maganum svo ég spyrji eins og fábjáni? Benedikt hlær. — Nei, mér er óhætt að segja að svo er ekki. Það hefur oft verið minnst á þetta við mig, að ég ætti aö fara meira út i hina pólitisku kjarabaráttu með þáttöku I kosn- ingaslag. En mér hefur fundist að i Alþýðubandalaginu væri nokkuð vel séð fyrir þeim hlutum meö skipan framboðslista — og svo er enn. Og ég hefi haft mikið aö gera i minum stéttarsamtökum og mér hefur fundist ég eiga þar meira erindi en i pólitikina. Nú er komið upp mikið af ungum og vöskum mönnum i minu stéttarsambandi og enginn vandi að skipa þar mitt rúm ef til þess kæmi að ég starfaði meira á öörum vettvangi en þeim sem ég hefi best þekkt hingað til. A öðrum vettvangi að sönnu — en i þvi falli að þessum sömu verk- efnum: allterþetta kjarabarátta. -áb. Viðtal við Benedikt Davíðsson, annan mann á lista Alþýðubandalagsins f Reykjaneskjördæmi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.