Þjóðviljinn - 23.11.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.11.1979, Blaðsíða 16
X • 16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. nóvember 1979 4skáh Umsjón: Helgi ólafsson mikiö rými til athafna en veröur aö vera mjög vel á veröi þvi aö i stööu svarts reynist dulinn sprengikraftur.) 14. ..Ha7 15. Dd2-Ba8 Interpolismótid Eins og kunnugt er þá er nýbúiö aö draga i Áskorendakeppninni. 1 fyrstu fjórum einvigjunum tefla þessir saman: Spasski og Port- isch, Tal og Polugajevski, Kortsnoj og Petrosjan og Híibner og Adorjan. Adorjan og Ribii hafa útkljáö einvigi sitt um þátttöku- rétt I Áskorendakeppninni. Jafn- tefli varö 3:3 og kemst Adorjan þvi áfram á betri stigatölu i miili- svæöamótinu. Nánar veröur greint frá komandi Áskorenda- keppni siöar en ekki er aö efa aö um mjög skemmtilega keppni veröur aö ræöa. Einkum og séri- lagi renna menn hýru auga til einvigis Kortsnojs og Petrosjans. Stórmeistaramótinu i Tilburg, Hollandi, lauk i siöustu viku meö sigri Anatolys Karpov heims- meistara. Viröist litiö lát ætla aö veröa á sigurgöngu heimsmeist- arans en það heyrir til undan- tekninga ef hann hreppir ekki 1. sætið á mótum þeim sem hann tekur þátt i. Frá þvi aö hann varö heimsmeistari 1974 hefur hann tekib þátt i 14 skákmótum (15 ef talið er með mótið i Miinchen á siöasta vetri, en þar hætti hann keppni eftir 5 umferöir og var þá i efsta sæti (ásamt Spasski ). Hann hefur 12 sinnum unniö 1. verölaun og ætti þaö aö segja nokkuö vel til um yfirburði hans i skákheimin- um. Landi Karpovs, Romanishin, varö nr. 2, en i 3. sæti kom svo ungverski stórmeistarinn Lajos Portisch. Portisch kom svo aö segja beint frá millisvæðamótinu i Rio De Janeiro og háöi þaö hon- um greinilega. En meö glæsileg- um endaspretti var 3. sætiö tryggt. Annar sem kom frá Rio var Timman frá Hollandi, ekki minna dasaöur eftir átökin. Þaö voru þvi tveir þreyttir menn sem settust að tafli i 3. umferö Inter- polismótsins: Hvitt: Jan Timman Svart: Lajos Portisch. Enskur leikur: 1. C4-C5 2. Rf3-Rf6 3. Rc3-e6 4. g3-b6 5. Bg2-Bb7 6. 0-0-Be7 7. d4-cxd4 8. Dxd4-d6 9. b3-Rbd7 (Eftirlætisafbrigöi Svíans Andersons.) 10. Bb2-a6 11. e4-0-0 12. De3-Db8 13. Rd4-He8 14. Hael (Aörir möguleikar eru t.d. 14. Khl, 14. h3, 14. Hfdl og 14. Hacl. í fæstum tilvikum breytast stööu- elementin mikiö. Hvftur hefur 16. Khl-h6 (Annar möguleiki er — Bf8, áasmt — g6 og — Bg7. Svartur getur hægt og bitandi stefnt aö framrásinni d6-d5 eða ef verkast vill b6-b5. Það er dálitö athyglis- vert aö i einni tapskák Portisch i Rio gegn Brasillumanninum Sunnye hafði hann hvitt i þessu afbrigöi. Viröist svo sem þessi staöa eigi ekki sérlega vel viö hann.) 17. f4-Hc8 18. He2-Rc5 19. HÍE1-BÍ8 20. Ddl-Hac7 21. He3-Hd8 22. Ðe2-Hcc8 23. f5-a5 (Það er erfitt að gera viðhlitandi skýringar viö siöustu leikina eins og oft vill veröa meö þær hring- sólsstöður sem koma upp úr þessu afbrigði. Siöasti leikur Portisch hafði þaö aö markmiöi aö hindra b4. Gallinn er sá að I staöinn fær hvitur mjög traust tak á b5-reitnum.) - 24. fxe6-fxe6 25. Hfl-He8 26. a3-He7 27. Rcb5-Rcd7 28. Hcl-H7e8 29. Rc3-Re5 30. Bh3-Kf7 31. Hfl-Hcd8 32. Hxf6+! (Eitthvaö varö undan aö láta. Þessi skiptamunsfórn leiöir rak- leiöis til vinnings og ennfremur rakleiöis til spurningarinnar: Hvar geröi Portisch mistök?) 32. ..Kxf6 (Eöa 32. -gxf6, 33. Dh5+ o.s.frv.) 33. Dfl + -Ke7 (33. —Kg6 strandar á 34. Bf5+! o.s.frv.) 34. Rxe6-Hc8 35. Rd5+-Bxd5 36. exd5-a4 37. Rf4-Kd8 38. Bxc8-Kxc8 39. Re6-Kb7 40. Bxe5-dxe5 41. Df7 + — Svartur gafst upp. Hann fær ekki foröaö liöstapi. LAUSSTAÐA Staða yfirmatsmanns við Framleiðslu- eftirlit sjávarafurða með búsetu á Suður- nesjum er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 17. desem- ber 1979. Sjávarútvegsráðuneytið 21.nóvember 1979. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS óska að ráða innkaupastjóra Umsóknir er veiti upplýsingar um mennt- un og fyrri störf sendist Rafmagsnveitum rikisins, Laugavegi 118, Reykjavik fyrir 9. desember n.k. Þær eru mestu myndargripir kvfgurnar I holdanautastööinnl, Holdanautin í Hrísey komin í gagniö Eins og áður hef ur ver- ið skýrt frá hér í blaðinu voru nú í haust 3 ár liðin síðan farið var að sæða kýr í sóttvarnarstöðinni í Hrísey með sæði úr Gallo- way nautum í Skotlandi. Þetta er lágmarkstími sem ákveðið er í lögum að liða skuli áður en flytja megi í land úr eynni sæði úr nautum, sem fædd eru í stöðinni. Samkvæmt heimildum frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins hófst sæðistaka fyrir nokkru, og , að undangenginni ýtarlegri rannsókn á sæð- inu, hefur nú verið heim- iluð sala á sæði úr tveim nautum. Ákveðið hefur verið að Nautastöð Bún- aðarfélags fslands á Hvanneyri selji búnaðar- samböndunum sæði á 2000 kr. hvern skammt (strá), umfram það verð, sem innheimteraf hverri sæddri kú. Þessi tvö naut heita Árni og Fetill. Arni fæddist i Hrisey 16. júli 1977. Móöir hans er Eygló, alis- lenskten faöir Repute of Castle Milk. Hann er þvi 1/2 hreinn Galloway og 1/2 af hreinu is- lensku kyni. Arni er ljósmósótt- ur og kollóttur. Þann 2. okt. nú i haust vó hann 555 kg. en þá var hann 26 og hálfs mánaöar gam- all. Fetill fæddist i Hrísey 28. júli 1977. Móöir hans er Snegla, holdablendingur undan nauti frá Gunnarsholti, en faöir hans er Burnside Remarkable. Fetill er þvi 1/2 hreinn Galloway, 1/4 hreinn islendingur og 1/4 skoti frá Gunnarsholti. Þann 1. okt. sl. vó hann 600 kg. Fetill er svartur, meö gjörð og kollóttur. Kvigurnar á sóttvarnarstöö- inni, sem eru jafnöldrur naut- anna þar, eru nú farnar aö bera. Handa þeim var notað sæöi úr ' nauti fengnu frá Skotlandi, sem ekki haföi verið notaö úr áöur á stööinni. Þessir kálfar, sem fæöst hafa nú»eru þvi aö 3/4 hlutum Galioway, þ.e. annar ættliöur og sumir nokkru betri þvi aö stofnkýrnar úr Mýrdaln- um voru sumar blendingar. Nautkálfar i þessum hópi ættu aö vera orönir kúnýtir I árslok Umsjón: Magnús H. Gíslason 1980, svo aö upp úr þvi ætti aö mega aö fara að safna sæöi úr þeim til notkunar i landi. Meiri skyldleiki nauta til notkunar I landi fæst ekki fyrr en nautkálf- ar undan kvigunum, sem fædd- ust I haust að 2. ættliöf.veröa kynþroska. Þær munu bera eftir tvö ár og ári siðar ætti aö mega aö fara aö nota nautkálfa undan þeim, eöa i ársbyrjun 1983. Þau naut yröu aö 7/8 hlutum af Gallowaykyni eöa þvi sem næst hrein. Heimildarmaöur aö ofan- greindri frétt er ölafur E. Stefánsson, nautgriparæktar- ráöunautur Búnaöarfélags Islands. Til fróöleiks má geta þess, aö leiötoga kinverska Kommún- istaf lokksins Hue-Kuo-Feng var gefiö Gallowaynaut þegar hann var fyrir skömmu I opin- berri heimsókn I Bretlandi. Þetta naut var frá sama staö og nautin, sem valin voru til sæöis- töku fyrir kvlgurnar I Hrisey, svo á næstu árum munu fæöast Galloway kálfar i Kina, sem eru mikið skyldir kálfum ættuöum úr Hrisey. -mhg Hann heitir Arni, þessi föngulegi tarfur,og er annar þeirra holda- nautablendinga, I Hrfsey, sem fariö er aö nota. Mynd: Guöjón Fetill og Arni I hýbýlum sinum i Hrisey.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.