Þjóðviljinn - 23.11.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.11.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 23. nóvember 1979 Frá F j ölbrautaskólanum í Breiöholti Af óviðráðanlegum ástæðum er valdegi fyrir vorönn 1980 frestað til miðvikudags 28. nóv. n.k. Allir nemendur, er ætla að stunda nám á vorönn skulu koma á valdag i skólann, nema nýnemar, er ekki hafa áður þreytt nám á framhaldsskólastigi. Allar umsóknir um að hef ja nám á vorönn, er bárust fyrir 20. nóv., hafa verið sam- þykktar , en svör berast umsækjendum á næstu dögum. Skirfstofa Fjölbrautaskólans i Breiðholti, simi 75600, veitir nánari upplýsingar um valdag og inntöku nemenda. Skólameistari. Happdrætti Þjóðviljans 1979 Skrá yfir umboðsmenn Vesturland: Akranes: Sigrún Gunnlaugsdóttir, Vallholti 26, s. 93-1656. Borgarnes: Siguröur Guöbrandsson, Borgarbraut 43, s. 93-7122. Borgarfjöröur, sveitir: Rikharö Brynjólfsson, Hvanneyri. Hellissandur: Hólmfriöur Hólmgeirsd., Báröarósi 1, s. 93-6721. Ólafsvlk: Rúnar Benjamlnsson, Túnbrekku 1, s. 93-6395. Grundarfjöröur: Matthildur Guömundsdóttir, Grundargötu 26, Stykkishólmur: Óiafur Torfason, Skólastig 11, s. 93-8377. Búöardalur: GIsli Gunnlaugsson, Sólvöllum, s. 95-2142. Vestfirðir: Vestur-Baröastrandarsýsla: Gunnlaugur A. Júliusson, Móbergi, Rauöasandshreppi, s. 94-1100. Bolli Ólafsson, Sigtúni 4, Patreks- firöi, s. 94-1477. Austur-Baröastrandarsýsla: Glsela Halldórsson, Hrlshóli, Reykhólasveit. Jón Snæbjörnsson, Mýrartungu, Reykhólasveit. Þingeyri: Davlö Kristjánsson, Aöalstræti 39, s. 94-8117. Flateyri: Guövaröur Kjartansson, Ránargötu 8, s. 94-7653 Suöureyri: Þóra Þóröardóttir Aöalgötu 51, s. 94-6167. Isafjöröur: GIsli Guömundsson, Fjaröarstræti 5, s. 94-3386. Bolungarvlk: Gísli Hjartarson, Skólastlg 18, s. 94-7458. Hóimavlk: Höröur Asgeirsson, Skólabraut 18, s. 95-3123. Bæjarhreppur, Strandasýsia: Guöbjörg Haraldsdóttir, Borö- eyri, s. 95-1100. Norðurland vestra: Hvammstangi: Orn Guöjónsson, Hvammstangabraut 23, s. 95- 1467. Blönduós: Sturla Þóröarson, Hllöarbraut 24. s. 95-4357. Skagaströnd: Eövarö Hallgrimsson, Fellsbraut 1, s. 95-4685. Hofsós: Jón Guömundsson, Suöurbraut 2, s. 95-6328. Sauöárkrókur — Skagafjöröur:Stefán Guömundsson, Vlöigrund 9, Sauöárkróki, s. 95-5428. Siglufjöröur: Alþýöubandalagsfélagiö. Austurland: % Vopnafjöröur: Gunnar Sigmarsson, Miöbraut 19, s. 97-3126. Egilsstaöir: Ófeigur Pálsson, Artröö 15, s. 97-1413. Seyölsfjöröur: Guölaugur Sigmundsson, Bröttuhllö 2, s. 97-2113. Eskifjöröur: Þorbjörg Eirlksdóttir, Bleiksárhllö 69. Fáskrúösfjöröur: Birgir Stefánsson, Tunguholti, s. 97-5224. Reyöarfjöröur: Arni Ragnarsson, Hjallavegi 3, s. 97-4191. Stöövarfjöröur — Breiödalsvlk: Guöjón Sveinsson, Mánabergi, Breiödalsvlk, s. 97-5633. Djúpivogur: Ivar Björgvinsson, Steinsholti, s. 97-8856. Höfn Hornafiröi:Benedikt Þorsteinsson, Ránarslóö 6, s. 97-8243. Suðurland: Vestmannaeyjar: Ólafur Viöar Birgisson, Faxastlg 34. Hverageröi: Sigmundur Guömundsson, Heiömörk 58, s. 99-4259. Selfoss: Iöunn Gisladóttir, Vallholti 18, s. 99-1689. Þorlákshöfn: Þorsteinn Sigvaldason, Reykjabraut 5, s. 99-3745. Eyrarbakki: Rúnar Eirlksson, Háeyrarvellir 30, s. 99-3388 Stokkseyri: Margrét Frlmannsdóttir, Eyjaseli 7, s. 99-3244. Laugarvatn: Birkir Þorkelsson, Hlíö, Laugarvatni, s. 99-6138. Biskupstungur: Gunnar Sverrisson, Hrosshaga. Hrunamannahreppur: Jóhannes Heigason, Hvammi, s. 99-6640. Flói: Bjarni Þórarinsson, Þingborg. Hella: Guömundur Jón Albertsson, Nestúni 6a, s. 99-509. Hvolsvöllur: Helga Gestsdóttir, Noröurgeröi 4. s. 99-5203. Vlk, Mýrdal: Magnús Þóröarson, Austurvegi 23, s. 99-7129. Kirkjubæjarkiaustur: Hilmar Gunnarsson, Fossi 1. s. 99-7041. Reykjanes: Mosfellssveit: GIsli Snorrason, Brekkukoti, s. 91-66511. Kópavogur: Alþýöubandalagsfélagiö. Garöabær: Þóra Runólfsdóttir, Aratúni 12, s 42683. Hafnarfjöröur: Alþýöubandalagsfélagiö. Seltjarnarnes: Þórhallur Sigurösson, Tjarnarbóli 6, s. 18986. Keflavfk: Alma Vestmann, Hátúni 4, s. 92-2349 Njarövlk: Sigmar Ingason, Þórustlg 10, s. 92-1786. Geröar, Garöi:Torfi Steinsson, Grindavlk: Ragnar Þór Agústsson, Vlkurbraut 34, s. 92-8020. Sandgeröi: Elsa Kristjánsdóttir, Holtsgötu 8, s. 92-7680. Geriö skil til umtfoösmanna og á skrifstofu Alþýöubandalagsins I Reykjavlk aöGrettisgötu 3, slmi 17 500,eöa á afgreiöslu Þjóövllj- ans Siöumúla 6, slmi 8 13 33. Skjöldur Eiríksson: Nýju föt keisarans Nú er keisarinn nýi sem kollega hans foröum I ævintýrinu stiginn fram á sjónarsviöiö, svo aö allir megi sjá og dást aö hans dýrölegu klæöum, sem sérlegir hönnuöir Mannons hafa fært hann I. Klæðnaöur þessi er geröur af mikilli list, enda hönnuöir verðugir arftakar sinna fyrir- rennara I ævintýrinu. Hirð hins nýja keisara I Frjáls- hyggjuhjúpnum góða er hætt aö trúa eigin skynfærum, enda dáleidd af blekkingameisturum auðshyggjunnar. Hiröin er sem sé hætt aö trúa eigin skynfærum eöa vill ekki trúa þeim, enda talin trú um að nakiö hrörið sé glæsilegur keisari I skartklæöum og aö hver, sem ekki viðurkenni þaö, sé hreinn imbi og þvi ekki hæfur i návist tiginna herra og annars fyrir- fólks. Sjálfstæöisflokkurinn, eða öllu heldur forusta hans, i gerfi hins nýja keisara, er farin aö triía á ágæti þessa hjúps, enda sef juö af imbahjörö sinni. Þetta nakta hrör rotins þankagangs löngu liöinna tima er nú fært I búning, sem hannaður er af blekkinga- meisturum i þjónustu fjand- samlegra afla mannlegrar lifs- hamingju, hinu alþjóölega auö- hringavaldi. Falsi, lygum og hvers konar blekkingum er beitt til þess aö villa mönnum sýn. Helsi er frelsi, fjárhyggja er frjálshyggja, kúgun er lýðræöi, og annað i þeim dúr, m.ö.o. lygin er sannleikur. Meir en nokkru sinni áöur fer nú alþjóöaauö- hringavaldiö hamförum I taum- lausri græögi sinni eftir fé og meira fé. Fráneygt beinir þaö nú sjónum sinum I æ rikari mæli að helstu auðlindum Islendinga, fallvötnunum og jarövarmanum. Hinn nýi keisari og hirö hans mænir nú vonaraugum á möguleika slna um hlutdeild sér til handa viö sölu auðlindanna. Keisarinn og hirö hans mun að sjálfsögðu veita drjúgan afslátt á þvl matsveröi, sem Herra Luns á sinum ti'ma verölagöi land vort og þjóö, gegn þvi aö aurarnir renni I rétta vasa, þ.e. til sölumanna Islensks þjóð- frelsis. Feitir þjónar hins alþjótiega auöhringavalds fara nú hamförum I boöskap sinum um glæsileika hinna keisaralegu klæöa og æpa i kór : ,,Sjá, viö boöum yöur mikinn fögnuö. I dag er yöur nýr frelsari fæddur meö helgan baug frjálshyggjunnar um höfuö. Eingetið afkvæmi vors dýrölega guös, herra Mammons. Hlýðiö honum, þvl að þá munu pyngjur yöar fylltar veröa. En þeim sem þverskallast viö boö- skap vors herra mun út kastað L ystu myrkur þar sem sól gullsins nær aldrei að skina.” Istööulitlar aurasálir munu aö sjálfsögöu taka knéföll stór frammi fyrir svo dýrölegum herra. En einhverntima sagöi einhver við einhvern:,,Allt þetta skal ég gefa þér, ef þú fellur fram og til- biður mig.” En Frjálshyggju- menn kunna vlst litil skil á svari þess, sem hafnaöi sllkum dásemdum, enda trúlega þeim algjörlega óskiljanlegt. Ætla má þó, aö flestir þeirra hafi lært kristinfræði i barnaskóla, en slik barnafræði eru að sjálfsögöu píp I eyrum ábyrgra Frjálshyggju- manna. Og nú eru jólin aö nálgast. Þá er mikiö um dýröir hjá boðberum „frelsisins”. Hinn nýi frelsari lýtur með velþóknun yfir sitt söluglaöa liö og blessar arögæft starf þess, en Jesúbarniö sjálft er gleymt og grafiö, en gægist þó stundum fram sem þokumynd frá bernsku I huga sumra þeirra, sem ekki hafa alveg gleymt tilefni jólahátlöarinnar. Fyrir Frjálsyggjumenn er jóla- barniö ekki af þessum heimi og boðskapur Krists „ábyrgum” athafnamönnum óskiljanlegur, en sjálfsagt er þó aö halda jólin hátíöleg, vegna þess aö komu þeirra fylgir mikiö innstreymi peninga I réttar pyngjur. Hitt skiptir ekki máli hvernig annarra pyngjur eru útleiknar eftir vertiðina. Nei, keisarinn er nakinn. Or blekkingarþráðum verða engin klæði ofin, sem skýla nekt hans, ef menn neita þá ekki hreinlega ð sjá það sem þeir þó sjá og righalda i blekkinguna um glæsiklæðin, sem þeir vilja sjá, en sjá þó ekki. Sé svo skyldu þeir ekki þukla hinn Imyndaða hjúp, þvi að hið nakta hrör mundi trúlega ekki gæla við fingurgóma þeirra, né þefurinn af honum minna á blómaangan. Að lokum er hér ein lltil vlsa tileinkuö , ,Frjálshyggjunni Klækjarefir keisarans kveða upp sina dóma, að frelsi okkar föðurlands fella skuli i dróma. Skjöidur Eiriksson. Opið bréf til Vilmundar Gylfasonar: AF VETTVANGI DÓMSMÁLA „Ég hefi I hyggju aö skrifa nokkra þætti, sem ég vil leggja fyrir þig sem prófverkefni I með- ferð dómsmála. Þú getur að sjálf- sögðu svarað mér I þessu blaði eða stefnt mér fyrir dómstóla tii að ég geti fært frekari sannanir fyrir máli minu”tsegir Markús B. Þorgeirsson I upphafi opins bréfs til Vilmundar Gylfasonar. Þar greinir hann frá þvi hvernig Mánafossmálið svonefnda varð til þess að hann kynntist Hall- varði Einvarðssýni f.v.vararikis- saksóknara, Asgeiri Friðjónssyni fikniefnadómara, Kristni ólafs- syni toligæslustjóra og Hauki Guðmundssyni rannsóknarlög- regiumanni — en I maí 1975 var sjóréttað I hinni frægu Mánafoss- veltu. Siðan vlkur hann aö hugsanlegum tengsium þess máls við hvarf Geirfinns Einarssonar og segir þá: „Þegar rannsókn stóð yfir á hvarfi Geirfinns Einarssonar úr Keflavik var hringt til min af rannsóknaraðilum i þvl máli og ég beðinn að koma til skýrslu- gjafar. Þegar rannsóknaraöilar komu eftir mér spuröi ég þá aö þvi, hver heföi bent á mig til sllkra hluta. Svar þeirra beggja var Hallvaröur Einvarösson, vararlkissaksóknari. Hvert er til- efniö? Viö höfum fengist viö rannsókn undanfariö á ýmsum þáttum, er varöa örlög Geirfinns Einarssonar frá Keflavlk. Hann hvarf meö sviplegum hætti aöfaranótt hins 20. nóvember 1974. Markús, er þaö ekki rétt aö þú ert skráöur á Mánafoss hinn 22. nóvember 1974? Þaö er rétt svara ég. Við erum að komast eftir þvi hjá þér, hvort þú þekktir til þeirra skipverja er fóru af skipinu I höfn I Reykjavik er skipiö kom þangaö hinn 20. nóvember um morguninn, eins hvaö þú þekktir til annarra skip- verja er þú réöist á Mánafoss. Ég svaraöi þvl til, aö ég þekkti engan af áhöfninni. Hverjar eru aörar forsendur fyrir komu minni hingaö? spyr ég rannsóknaraöila. Svar þeirra var þetta: „Markús, Mánafoss kemur til Reykjavlkur frá útlöndum I september, þá meö smygl. Hann kemur einnig i októ- ber meö smygl. Hann kemur frá útlöndum I nóvember um morguninn 20. þess mánaöar, þá ekki meö smygl, en þá um nóttina hverfur Geirfinnur Einarsson. Síöan kemur Mána- foss aftur I desember og þá meö smygl. Og svo úr hinni umtöluöu ferö er skipiö lenti á hliöinni og tollgæslan fann 220-230 lítra af spira er varpaö haföi veriö út- byröis frá Mánafossi viö Gróttu- bauju hinn 9. janúar 1975. Það liggur sterkur grunur á að hér sé ekki allt eins og það á að vera.” Svo mörg voru þau orö. Þvl fer ég þess á leit viö þig dómsmálaráöherra að þú kynnir þér rækilega þessi orö þessara rannsóknaraöila og hvað að baki þeirra liggur. Ég er reiðubúinn að staðfesta þau fyrir dómi ef þú óskar þess dómsmálaráðherra. Ennfremur beini ég þeirri áskorðun til þin ráðherra að þú hlutist til um að skipverjum er voru á Mánafossi er skipið kom til Reykjavíkur hinn 20. nóvember verði gefinn kostur á að hreinsa sig af nefndum grun um aö hvarf Geirfinns sé tengt komu skipsins I - umrætt skipti, hafi þeir ekki veriö til þess kvaddir áöur. Virðing þeirra og mannorð er I veöi. Eimskipafélag Islands hf. liggur undir grun og ámæli sem ráöa- menn þess nú ættu aö sjá til að veröi hreinsaður af starfs- mönnum félagsins I einu og öllu. Það er I þessum anda sem ég skrifa þér dómsmálaráðherra Vilmundur Gylfason. Ég er reiðu- búinn að staöfesta með eiði fyrr- greind ummæli rannsóknaraöila I samtali viö mig er þeir leituöu samstarfs viö mig i rannsókn þessa máls.” FORELDRARÁÐGJÖFIN HVERFISGÖTU 8 10 SÍMI 11795 Hjartans þakkir fyrir vinsemd og hlýleik á sjötugs-afmæli minu. Svavar Guðnason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.