Þjóðviljinn - 23.11.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.11.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Föstudagur 23. nóvember 1979 Landssamtökin Þroskahjálp skrifa flokkunum: Eggert Jóhannesson, form. Þroskahjálpar, Jóhann Gu&mundsson, læknir, og Jón Sævar Alfonssson, varaform. Þroskahjálpar. reglugerðir gera ekki allt” Landssamtökin Þroska- hjálp hafa sent stjórn- málaflokkunum bréf, þar sem bent er á ýmsar stað- reyndir varðandi aðstöðu þorskaheftra í landinu. Samtökin lýsa yfir ánægju sinni yfir þeim skjótu svörum, sem stjórnmála- flokkarnir gáfu við spurn- ingum frá samtökum lam- aðra og fatlaðra og blindra, og benda jafn- framt á að fleiri eru fatlaðir í landinu. Fjöldi einstaklinga nýtur ekki fullra mannréttinda og samhjálp er mjög tak- mörkuð fyrir fjölmennan hóp þroskaheftra og aðstandendur þeirra. A blaöamannafundi, sem sam- tökin héldu, kom fram, aö van- gefnir eru hvaö verst settir, enda hafa þeir litla möguleika á aö berjast fyrirsínum málum vegna fötlunar sinnar. Á meöan heil- brigö börn eru skólaskyld og sótt heim, ef þau mæta ekki í skóla, er fjöldi barna, sem ekki nýtur skólágöngu viö sitt hæfi. Hér er um aö ræöa mannréttindamál, auk þess sem þjóöfélagsiö gæti nýtt mikinn hluta þessa fólks i ýmis störf, ef þaö fengi kennslu og þjálfun viö sitt hæfi. „Viö ættum ekki aö skamma aörar þjóöir, fyrir aö viröa ekki lágmarks mannréttindi á meöan viö gerum þaö ekki sjálf”, sagöi Jóhann Guömundsson læknir. Þrátt fyrir lög sem sett voru s.l. vor skortir enn mikiö á fram- kvæmdir og þegar er fariö aö skera niöur af þvl fé, sem lögin áttu aö tryggja til þessara mála. „Þaö er misskilningur aö stööugt fæöist færri vangefin börn, vegna þess aö þótt ákveön- um tilfellum fækki fjölgar þeim börnum stööugt sem lækna- visindin bjarga frá dauöa. Sum af þessum börnum hefðu dáiö, ef þau heföu fæöst fyrir nokkrum áratugum, og þaö er hart, aö þjóðfélagiö skuli bregöast þessum börnum, þegar lækna- visindin hafa bjargað lifi þeirra. Þetta eru tslendingar eins og viö hin og eiga rétt á stuöningi, hversu illa sem árar i þjóð- félaginu”, sagöi Jón Sævar Alfonsson, varaform. Þroska- hjálpar, á blaöamannafundinum. I niöurlagi bréfs, sem stjórn- málaflokkunum var sent, segir: Fjölda einstaklinga, sem veröa aö ganga viö hækjur eöa eru i hjólastól, er hægt aö lækna, ef til aöstaöa. Fjöldi einstaklinga nýtur ekki þeirra grundvallarmannréttinda aö hafa möguleika til atvinnu viö sitt hæfi. Þessir þjóöfélagsþegnar verða oft ævilangt aö dvelja á mismunandi þroskandi stofn- unum vegna skorts á nauösyn- legri aöstöðu. Fjöldi barna og fulloröinna nýtur ekki lögboðinnar kennslu. Fjöldi einstaklinga nýtur ekki fullra mannréttinda. Samhjálpin er mjög takmörkuö fyrir fjöl- mennan hóp þroskaheftra sem og aðstandendur þeirra. Meöan þessi og mörg fleiri grundvallarmannréttindi eru ekki fyrir hendi i þjóöfélaginu, er sú spurning áleitin, hvort þessi atriöi hljóti ekki aö hafa forgang á Alþingi Islendinga, þegar teknar eru ákvaröanir um mál- efni þeirra, sem viö sérþarfir búa, og viö ákvörðun fjárveitinga til úrbóta. Að siöustu er lögö á þaö þung áhersla, aö lög og reglugeröir, þótt góöar séu, veröa aöeins pappirsgagn, meöan þeim er ekki fylgt eftir meö fjármagni og framkvæmdum, og full ástæöa til að minna stjórnmálamenn á þá staðreynd. þs Leiftursókn gegn lífskjörum”: TAXTAR RARIK HÆKKA UM ALLT AÐ 54% Þar með yrði rafmagn á RARIK-svæðunum allt að 184% dýrara en á Reykjavíkursvœðinuy en mismunurinn er nú um 53.5% í tillögum Sjálfstæðis- flokksins um efnahagsmál er meðal annars gert ráð fyrir því að Rafmagns- veitur ríkisins verði reknar hallalaust og að verðjöfn- Kapprædufundur í Sigtúni 27. nóv. Um hvað er kosið? Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins og Heimdallur efna tfl kappræðufundar í Sig- túni þriðjudaginn 27. nóvember næstkom- andi kl. 20.30. Umræðuef nið er: Um hvað er kosið? Ræðumenn ÆnAb:! Svavar Gestsson, ólaf-j ur Ragnar Grimsson, Guðrún Ágústsdóttir og Sigurður G. Tómas- son. Ræðumenn Heimdall-1 ar: Friðrik Sófusson, Jón Magnússon, Davið Oddsson og Haraldur Blöndal. Fundarstjór3r: Snorri: Styrkársson og Pétur Rafnsson. ÆnAb. Heimdallur Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins Heimdallur unargjald verði lækkað ú 19% í 13%. Hvað þýði þetta í raun? Hjörleifu Guttormsson, fyrrv. iðn aðarráðherra, 2. maður i G-listanum á Austurlandi svaraði þeirri spurningu , f ramboðsf undum ; Austurlandi, og þá kom þetta meðal annars fram Gerum ráö fyrir aö rekstrar halli RARIK sé nú um 1.000 milj kr. á ári sem er sist of i lagt. E: þennan halla á aö jafna meö raf orkuveröinu hækkar þaö um 26 54% að meðtöldum þeim áhrifun: sem lækkun veröjöfnunargjalds ins hefði. Verðmismunur á töxt um RARIK annars vegar og Raf magnsveitu Reykjavikur hin: vegar yröi þá 125-184%, en þess munur er nú 53,5%. Þessi mis munur var 88% þegar vinst'ri stjórnin tók við í fyrra, en mef markvissum jöfnunaraögeröum tókst þáverandi iönaöarráöherra að draga verulega úr þessum mismun. Þetta dæmi er eitt af mprgum um áhrif „leiftursóknarinnar” til lifskjaraskeröingar og aukins lifskjaram unar i landinu Pípulagnir i Nýlagnir, breyting- ar, hitaveitutenging- I ar. Simi 36929 (milli kl. j; 12 og l og eftir kl. 7 á kvöldin)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.