Þjóðviljinn - 23.11.1979, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 23.11.1979, Blaðsíða 20
DtöÐVIlllNN Föstudagur 23. nóvember 1979 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til iöstudaga. kl 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. C 81333 Kvöldsími er 81348 Siguröur Ágústsson h.f. í Stykkishólmi: Ætla að fullvinna físk í neytendapakkningar og selja til Evrópu ★ Vélasamstœðan komin til landsins Oft hefur veriö á þaö minnst hver nauösyn þaö væri aö tslend- ingar færu aö fullvinna fisk- afuröir sinar og selja þannig til útlanda I staö þess aö flytja alltaf út hráefni fyrir útlendinga til aö græöa á aö fullvinna. Ef til vill er þetta nú loks aö breytast. Alla vega hefur fyrirtækiö Siguröur Agústsson hf.f I Stykkishólmi nú ákveöiö aö fara aö fullvinna fisk hér á landi I neytendapakkningar og selja þannig út. Og hér er meira á feröinni en oröin tóm, þar sem vélasamstæöan sem þarf til aö finna ifiskinn er komin til landsins. — Ég er sannfæröur um aö þetta er þaö sem koma skal Grændlendingar gera þetta og fyrst þeir geta þetta, þá hljótum viö aö geta þaö lika, sagöi Magnús Þ. Þóröarson, framkvæmdastjóri frystihúss S.A. h.f. I Stykkishólmi er viö inntum hann eftir þessu i gær. Magnús sagöi nú þegar væri hörpudiskurinn unninn i neytendapakkningar, þ.e. laus- frystur og pakkaöur i 5 kg. pakkn- ingar tilbúinn til matseldar. Og ákveöiö væri aö taka t>il viö aö fullvinna annan fisk. Vélarnar væru komnar, en sennilega yröi þó biö á þvi til vors aö framleiöslan hæfist af fullum krafti. Meiningin er aö fiskurinn veröi settur I deig og brauömylsnu og pakkaö þannig og væri hann þá tilbúinn á pönnuna. En þaö er einmitt þetta sem gert er I verksmiöju SIS og SH i Banda- rikjunum. Sagöi Magnús aö þeir myndu selja sinar afuröir til Bretlands og annarra Evrópu- landa, en samkvæmt EFTA- samningi væri fiskurinn tollfrjáls i þeim löndum, sem aö EFTA standa. Þess má geta, aö fyrir 1. kg. af venjulegu fiskflaki fæst jafn mik- iö verö og fyrir 1 kg. af full unnum fiski I neytendapakkningum, en þess bæri aö geta, aö brauömylsna og deig væru frá 20 til 50% af þyngdinni, slikt færi nokkuö eftir samningum hverju sinni. Aö lokum gat Magnús þess aö markaöurinn I Evrópu fyrir þess- ar afuröir væri mjög góöur, en aö sjálfsögöu tæki þaö sinn tima aö vinna nýju merki nafn á markaönum. — En viö erum sannfæröir um aö þetta er þaö sem koma skal og höfum tröllatrú á þessu, annars heföum viö heldur aldrei lagt út i þetta, sagöi Magnús Þ. Þóröarson. — S.dór Láns- kjara- vísi- talan 130 stig Meö tilvisun til 39. gr. laga nr. 13/1979, hefur Seölabank- inn reiknaö út lánskjaravisi- tölu fyrir desembermánuö 1979 og gildir lánskjaravisi- tala 130 fvrir desembermán- uö 1979. Ragnar Arnalds um niðurskurð á vegafé Þurfum ad yerja vegaáætlunina fyrir niðurskurðaráformum Sjálfstœðisflokks og Alþýðuflokks „Þaö er rétt ein flugeldasýn- ingin hjá krötum.” sagöi Ragnar Arnalds I samtali viö Þjóöviljann I gær. „Eins og menn vita var ákveöiö aö hefja stórátak i vega- gerb á næsta ári meb 50 til 60% aukningu vegafjár. Þegar Alþýöuflokkurinn gerir tillögu um aö 2.5 miljaröar af vegafé sé skoriö niöur sýnist manni aö hann ætli sér aö gera þessi áform aö engu fái hann aöstööu til.” Ragnar benti ennfremur á aö i fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi kæmi fram aö endurskoöa bæri vegaáætlun i samræmi viö veröbólguþróun þannig aö hún yröi veröbætt ef veröbólga yröi meiri en áætlaö var. Eins og horf- ir heföi þurft aö bæta heldur viö til þess aö áætlanir stæöust. Tillögur kratanna ganga i þveröfuga átt og bitna fyrstog fremst á nýbyggingum vega og brúa, þvi ýmsir liöir á vegaáætl- un svo sem viöhald vega, snjó- mokstur, skrifstofuhald og vferk* fræöilegur undirbúningur hækka sjálfkrafa vegna aukins tilkostn- aöar og veröbólgu. Til þess aö menn átti sig á stæröargráöunni I þessu-sagöi Ragnar aö fjárveiting til nýbygginga vega og brúa heföi á þessu ári veriö 5 miljaröar króna en kratar ætluöu nú aö skera niöur þaö fé um 2.5 miljaröa króna. Þetta þýöir minni framkvæmdir en ella og ,,ég tel” sagöi Ragnar ,,aö allir þeir sem skilja mikilvægi þessa átaks I vegamálum þurfi aö sam- einast um aö verja hina nýgeröu vegaáætlun gegn niöurskuröar- áformum Alþýöuflokks og Sjálf- stæöisflokks.” * — ekh t þularstofu útvarpsins I gær: Stefán Þór Steinsen I stólnum, Jóhanna og Björn fyrir aftan hann meö þulunum Jóhannesi Arasyni og Geröi G. Bjarklind. — Ljósm. Jón. Útvarpiö undirlagt í gær Börnin stóðu sig með prýði Hikstuöu aðeins á leiöurum dagblaöanna! „Éghéltaö hann Pétur Péturs- son væri gamall kall en hann Jó- hannes Arason svona tuttugu ára”,sagöi Jóhanna Sveinsdóttir, 10 ára nemandi úr Melaskóia, þegar hún var spurö hvaöa hug- G-listinn hvetur stuðningsmenn slna til að láta skrá sig tii aksturs kjördagana 2. og 3. des. n.k. Fyrirsjáanlegt er, að meiri þörf er á bílum en áður, vegna árstímans. Gera þarf ráð fyrir að bifreiðarnar verði útbúnar til aksturs í snjó og hálku. Skráið ykkur tímanlega í simum: 28118, 28364, 28365 og 17500. G-LISTINN Bifreiðar óskast til aksturs á kjördag myndir hún heföi gert sér um þulina eftir röddum þeirra f út- varpinu. Jóhanna hlaut góöan koss aö launum frá Jdhannesi en hann og Geröur G. Bjarklind fylgdust I gær meö því hvernig hún og tveir strákar, Björn Gunnlaugsson 10 ára og Stefán Þór Steinsen 12 ára, leystu þeirra daglegu störf, — þuiarstörfin — af hendi frá kl. 12—19. Þegar Þjóöviljann bar aö garöi kringum fjögur fréttirnar höföu öll hin blööin veriö á staönum og krakkarnir greinilega orönir vanir blaöasnápum. Þau sögöust ekki vera oröin þreytt, enda höföu þau fengiö fri i skólanum um morguninnsvoþau gætu sofiö út. Þetta eru samt ekki stuttar vinnuvaktir fyrir krakka á þessum aldri og dáöust starfs- menn útvarp6ins óspart aö dugn- aöi og hörku krakkanna. Ofaná vinnuna, — lestur til- kynninga, frétta og kynningu dagskrárefnis, bættust svo si- felldar gestakomur. Milli kynn- inga og afkynninga voru þau mynduö og afmynduö af ljós- myndurum bæjarins auk þess sem umsjónarmenn Vikulokanna tóku þau I viötal. Þaö kom I ljós aö sá þáttur er uppáhaldsefni þeirra allra. Björn Gunnlaugsson sem er i Melaskóla sagöist þess utan helst hlusta á fréttir og þætti um málefni barna og börn, — Jóhanna sagöist ekkert biöa neitt sérstaklega eftir fréttunum, en þó hlustaöi hún þegar þær væru komnar. Stefán sem er i Æfinga- deildinni sagöist aftur hlusta á iþróttafréttir, morgunpóstinn og svo auövitaö þáttinn ,,1 vikulokin”. Morgunþulir frá kl. 7—12 voru Signý Pétursdóttir 10 ára, Birgir Armannsson 11 ára, og Agústa ólafsdóttir 12 ára. Kvöldþulir frá 19—24 voru Ellen Gunnarsdóttir 12 ára, Ingólfur Asgeirsson 13 ára og Tómas Sig- urösson 13 ára. Allir stóöu krakkarnir sig meö prýöi og lásu allt hikstalaust nema þá helst leiöara dagblaö- anna á morgunvaktinni og mættu leiöarahöfundar huga aö orönotkun sinni i ljósi þess. En þaö var ekki aöeins þular- hlutverkiö sem börnin lögöu undir sig f gær á barnadegi útvarpsins, heldur öll dagskráin nema fréttir. Auk þess voru gangar útvarpsins veglega skreyttir myndverkum barna, og var hvoru tveggja góö tilbreyting. — AI Dregið í Happdrætti Þjóðviljans 1. des. — Gerið skil

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.