Þjóðviljinn - 28.11.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.11.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. nóvember 1979 r" ÁHRIF KAUPRÁNSLAGA GEIRS OG ÖLAFS: Eftirviraiuálag 6,6 % næturvinmiálag 37% Fyrsta verk vinstristjórnar- innar haustiö 1978 var aö af- nema kaupránslög Geirs Hall- grimssonar og Ólafs Jóhannes- sonar. Þannig varð launa- mönnum kjörseðillinn vopn i kjarabaráttunni. En hvernig voru kaupránslögin? Akvæöi þeirra voru umþaðaöhelminga visitölubætur á laun og á allar álagsgreiðslur. Þetta kom við alla launamenn, og Þjóöviljinn hefur athugað áhrif þessara laga ef þau væru enn i gildi. Samkvæmt þeirri athugun væri eftirvinnuálag nú komið niður i 6—7% ofan á dagvinnu, en næturvinnuálag væri komið niður i 37% ofan á dagvinnu. Eins og kunnugt er er eftir- vinnuálag 40%, en næturvinnu- álag 80%. Allir launamenn gera sér ljóst hverjar afleiðingar slikt hefði i för með sér. Enhvaöum dagvinnukaupið? Samkvæmt kaupránslögunum var gert ráð fyrir skerðingu á öllum töxtum ofan viö miðjan launastigann eða svo. Hefðu kaupránslögin verið I gildi áfram hefðu öll miðlungslaun I ■ I ■ I m I ■ I ■ I B þvi þurftaö hækka nú um 31.3% til þess að ná þvf sem þessi laun j eru í dag. ■ Þetta var hið sameiginlega | kauprán ihaldsins og fram- ■ sóknar. Er það þetta sem menn I vilja kjósa yfir sig um næstu J helgi? Hefur einhver launamað- ■ ur efni á þvi að gefa þriðjung I launa sinna? j Geir Hallgrfmsson á verðbólgu- metið. Tveir fundir í Fiskveiðasjóði: 90 þúsund Var Kjartan að greiða skuldina? Kjartan Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra sem gengið hefur á un.dan meö ,,góðu fordæmi” og afsalað sér visitölubótum á laun nokkra daga i desembermánuði, ber ekki eins mikla umhyggju fyrir ríkisútgjöldunum þegar um annað er að ræöa. Þjóðviljinn hef- ur góðar heimildir fyrir þvi að hann hafi nýlega hækkað laun stjórnarmanna f Fiskveiðisjóði úr tæpum 40 þúsundum króna á mánuöi I 90.000 krdnur eða um 120%'. Fá stjórnarmenn þessi laun fyrir fundarsetu tvisvar i mánuði að jafnaði. Um ára bil hafa stjórnarmenn i fjárfestingarlánasjóðum og i bankaráðum haft sömu laun fyrir störf sinog hafa þau laun undan- farna mánuði veriö tæp 40.000. Þessi laun hafa ekki hækkað i samræmi við önnur laun undan- farin ár og er greinilegt að Kjartani Jóhannssyni finnst þetta of lágt. Eftir höföinu dansa limirnir var einhvern timann sagt og nú er þess áreiðanlega að vænta að allir menn sem sitja i bankaráðum og i stjórnum fjár- festingarlánasjðða fái viðlika kauphækkun á meðan Kjartan leggur til að launþegar fylgi for- dæmi sinu og fórni vísitölubótum á laun sin. Ekki er að efa að Kjartan og aörir krataráðherrar þóttust græða i það minnsta nokkur at- kvæði út á fórnfýsina, og þvi hlýt- ur sú spurning að vakna — hvað telur Kjartan siggræða á hækkun inni til stjórnarmanna i Fisk- veiöisjóði? Eöa var hann bara að borga gamla skuld fyrir liðlegheit fiskveiöasjóðsmanna i sambandi viö Barðamálið? — ekh Kjartan Jóhannsson hækkaði þóknunina um 120% Undirróðursdeild íhaldsins þjófstartaði með hvatningu p— — •— • ^jLLLH ■ | t lu^ftíí xnu «»ur« Intur riágftar Srimst>n ; tla hltta m Xi í mutiinoyttnvi. Yl& tel jum þíí '' a tsixa eu 'xtt'xík fííldiri’sicu hjá þéeeuia a? kosia og vt& starfa.f<Sllc fyrlr- rm hefur imzt nitt «i ur í r ðu og ritti íUutcar hre i« ófors'xöæ&ughíílt* Vií á £ÚA a seui vilja J>or imXa tiX a' msta e'&xt t :i l ÍÍSVÖ rfte r, iíjeft&e ðlafur ilagmir ávelax i mtfttofu. Skárrá (*r a5 vuma allan tímcn fnrn fyrr hlýtn d ðl&fs M gnars. oíushug. Askorunin sem hengd var upp I gærmorgun. til Fluleiðafólks: Sveltið frekar en að hlýða áólaf Ragnar 1 gærmorgun kl. 9 var fest upp auglýsing i húsakynnum Flug- leiöa á Reykjavikurflugvelli þar sem frá þvi var skýrt að ólafur Ragnar Grimsson ætlaði að hitta starfsfólk aö máli i mötu- neytinu i hádeginu. Er skorað á alla sem vilja og hafa þor til að mæta ekki til hádegisverðar, þvl skárra sé að vinna allan timann og fara fyrr en hlýöa á málstað Ólafs Ragnars. Þarna er þjófstartað þvi Ólaf- ur Ragnar var i matsal Hafnar- hússins í hádeginu i gær og mun þvi ekki hitta starfsfólk Flug- leiða fyrr en i hádeginu á fimmtudag. En augljóst er að undirróðursdeild ihaldsins ótt- ast mjög málflutning ólafs Ragnars og vill gera sitt til þess að koma i veg fyrir að hann nái fundum starfsfólksins til þess að skiptast á skoöunum viö það m.a. um þá gagnrýni sem Olaf- ur Ragnar hefur borið fram á rekstur Flugleiða. _____ -ekh. Geir á metið! prósent verð- bólga Sjálf stæðisflokkurinn heldur uppiþeim áróðriað verðbólgan sé nú 81%. Hann rennir stoðum und- ir fullyrðinguna með þvi að margfalda hækkun visitölu fram- færslukostnaðará siðustu þremur mánuðum fjórum sinnum. Slikt segir vitaskuld ekkert um verð- bólguna — slikur útreikningur er aðeins spá um verðbólguna á heilu árief hún allan tímann héldi sama hraða. Með sömu reikningsaðferðum mætti halda þvi fram aö verö- bólgan hefði farið miklu hærra en þetta: Eftir stjórnarskiptin 1974 fór verðbólgan þannig reiknuð i 174% og imars-april 1976 i 164%. Slikar reikningskúnstir eru að- eins til þess ætlaðar að villa mönnum sýn. Staöreyndin er hins vegar sú að vi'sitala framfærslu- kostnaðar hækkaði um 42% á valdatima fráfarandi vinstri- stjórnar, en sama visitala hækk- aöi um liðlega 52% á næsta ári á undan — hjá rikisstjórn _Geirs Hallgrimssonar. Þá varinnlenda verðbólgan tiföld innflutta verð- bólgan en i tið vinstristjórnarinn- ar var veröþenslan tvöföld inn- flutta verðbólgan. Ólafur ætlar sér I ,,æöra veldi”. Ólafur í „œðra veldi” og Guðmundur G. á þing Það er farið að grilla iskyggi- lega mikið i felumanninn á lista Framsóknarflokksins i Reykja- vik þessa dagana, Ólafur Jóhannesson, dráttarklár Guð- mundar G. Þórarinssonar, lætur ófeiminn i það skina á vinnu- staðafundum að hann sé orðinn fullsaddur á stjórnmálum og muni taka þaö til alvarlegrar at- hugunar ef hann fái áskoranir um að gefa kost á sér til forsetakjörs á næsta ári. „Það þarf tvo til”, sagði Olafur er hann var spurður um forseta- framboð á vinnustaöafundi i vik- unni, og bætti síðan við. ,,Ef þjóö- Kjósendur Framsóknar I Reykja- vik munu sitja uppi með Guð- mund G. in vill þá gæti það komið sterk- lega til greina.” t viðtali við Visi hefur ólafur Jóhannesson sagt: „Það hefur ekki verið skorað á mig ennþá að gefa kost á mér til forsetakjörs, en ef það veröur gert mun ég taka þann kostinn til alvarlegrar íhug- unar.” Og ennfremur: „Ég verð þingmaður áfram, auövitað meö þeim fyrirvara að lif og heilsa endist, nema ég verði hafinni æðra veldi.” Kjósendur Framsóknarflokks- ins geta þvi allt eins átt von á Ólafi i „æðra veldi” á næsta ári en Guðmundi G. Þórarinssyni á Alþingi i stað Ólafs Jóhannesson- ar. Hægri fáninn blaktir i hálfa stöng i 2 sæti Framsóknarflokks- ins i Reykjavik, þar sem huldu- maðurinn Guömundur G. Þórarinsson situr i skjóli Fljóta- mannsins.Að loknum kosningum verður hægri fáninn væntanlega dreginn að hún i hinu nýunna riki Fljótamannsins, sem hverfa mun úr rikinu og hefjast i æðra veldi. Eftir sitja kjósendur Fram- sóknarflokksins meðGuðmund G. Þórarinsson á Alþingi. -ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.