Þjóðviljinn - 28.11.1979, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 28.11.1979, Blaðsíða 19
Miövikudagur 28. nóvember 1979 'ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 íbróttir í/m íbróttir (7) iþróttir v V ■ Umsjón: Ingólfur Hannesson V J ■ 8 leikir verða í UEFA- keppitinni í kvöld UEFA-keppnin i knattspyrnu veröur á dagskrá i kvöld, en þá fara fram fyrri leikirnir í 16 liöa úrslitunum. Feyenoord, liö Péturs Péturssonar fær erfiöan mótherja, þar sem Eintracht Frankfurt er. öllu léttari má búast viö aö róöurinn veröi hjá Ásgeiri Sigurvinssyni og félögum i Standard þvi þeir mæta tékkneska liöinu Brno, sem sló IBK úr i siöustu umferöinni. Annars eru vestur-þýsku liöin mjög i sviösljósinu þvi þaöan leika 5 félög og öll drógust þau á móti fremur léttum mótherjum, aö Frankfurt undanskildu, auö- vitað. Borussia Mönshenglad- bach leikur gegn rúmenska liðinu Universiatea Craiova. Bayern Munchen þarf aö glima viö Red Star frá Júgóslaviu og Keiser- lautern leikur gegn ungverska liöinu Miskolc. Þá leikur Stugg- gart gegn svissneska liðinu Grasshoppers. Þá leikur Lokomotiv Sofia frá Búlgariu gegn Dinamo Kiev vrá Sovétrikjunum. Úr þvi að knattspyrna er á dag- skránni má geta þess aö Notting- ham Forest sigraði i gærkvöldi egypskt úrvalsliö meö 3 mörkum gegn 1. -IngH Páll Björgvinsson, fyrir- liöi Vfkinganna, leikur sinn 300, leik meö liöinu i kvöld. jlWB Stórleikur í kvöld Leikurinn sem handknattleiksunnendur hafa beöiö eftir meö mikilii óþreyju, VALUR-VIKINGUR, veröur I Laugardalshöll- inni I kvöld og hefst kl. 19. Jackson, KR-ingur og Simon, Framari háöu mikla rimmu i gærkvöldi og komust báöir vel frá þeim slag. A milli þeirra sést I besta mann vallarins, dómarann Kristbjörn Albertsson, sem dæmdi mjög vel ásamt félaga sinum Siguröi Val Halldórssyni. Mynd -eik- Slakt þegar KR sigraði Framara //Þetta var ákaflega krítískur leikur því bæði liðin hreinlega urðu að sigra til þess að halda sér í toppbaráttunni. Við unnum/ en ég er ekki ánægður með leik okkar, þetta var þvingandi allan tímann. Reyndar vilja leikir verða leiðinlegir á að horfa þegar bæði liðin leika svæðisvörn/" sagði fyrirliði körfuboltaliðs KR/ Jón Sigurðsson eftir að Vesturbæingarnir höfðu lagt Framara að velli í gærkvöldi 70-63 eftir óvenju lélegan leik beggja liða. KR-ingarnir hófu leikinn af miklum krafti, 9-2, en Framar- arnir bitu vel frá sér, 9-9 og tóku forystuna 19-15 og 21-17. Þá tóku KR-ingarnir mikinn kipp, skoruöu 12 stig i röö án svars frá Fram, 29-21. Staöan i hálfleik var 37-33 fyrir KR. Fyrri hálfleikurinn var óvenju daufur og vonuðust menn til þess aö lifna myndi yfir leiknum i seinni hálfleiknum. Sú varö ekki raunin, heldur uröu mistök beggja liöa æ verri. Sáust t.a.m. ýmiss afbrigöi þess hvernig ekki á að skora i upplögöum færum. KR-ingar héldu forskoti sinu, 41- 37, 45-42, 51-44 og 60-59. Framarar fengu tækifæri til þess aö ná undirtökunum, en Simon missti boltann klaufalega frá sér og þar með var draumurinn úti. KR tryggöi sér siöan sigurinn meö yfirveguöum leik lokamin- úturnar, 66-61 og loks 70-63. Eftir frammistöðu Framaranna i þessum leik en nær óskiljanlegt aö þeir skuli hafa sigrað Val fyrir skömmu. Liklega munar mestu um aö Johnson náöi sér aldrei á strik i þessum leik og einnig var Þorvaldur óvenju daufur. Johnson voru ákaflega mislagöar hendur i langskotum sinum, skotanýting hans mjög slæm. Eini leik- maðurinn sem verulega kvað að i Framliðinu var Simon, leikmaöur sem sjaldan bregst. Sömu sögu er að segja um KR og Fram. Vesturbæingarnir náöu sér aldrei almennilega á strik, þeir voru einfaldlega ekki alveg eins lélegir og Framararnir og tóks þvi aö merja sigur. Stigin fyrir Fram skoruöu: Simon 26, Johnson 16 Fyrir KR skoruöu: Jackson 32, Garöar 9, Jón 8, Arni 8, Agúst 5, Vikingarnir hafa átt jafna og góöa leiki undanfariö og eru vissulega sigurstrang- legri. I liöi þeirra er hvergi veikan hlekk aö finna, en þeirra helsta vandamál 1 kvöld veröur aö halda jafn- væginu, á hverju sem kann aö ganga. Of sveiflukenndur leik- ur getur oröiö þeim dýrkeypt- ur. Valsmenn fóru mjög illa af staö á Islandsmótinu, töpuöu VALUR 1. Brynjar Kvaran 12. Ólafur Benediktsson 2. Brynjar Haröarson 3. Björn Björnsson 4. Bjarni Guömundsson 7. Steindór Gunnarsson 8. Stefán Gunnarsson 9. Þorbjörn Jensson 10. Jón H. Karlsson 11. Stefán Halldórsson 13. Þorbjörn Guömundsson 14. Gunnar Lúöviksson I............. illa fyrir FH-ingum. Þeir hafa siöan sótt mjög I sig veöriö og þaö viröist vera svo aö þegar Valsmenn leika gegn Viking- um nái þeir ætiö fram sinu besta. Hvort svo sú verður raunin i kvöld skal ósagt látiö, en vist er aö það stefnir i jafna og spennandi viðureign, sem hugsanlega ræöur úrslitum á Islandsmótinu. Liöin sem leika i kvöld veröa þannig skipuö: VÍKINGUR 1. Jens Einarsson 12. Kristján Sigmundsson 2. Magnús Guömundsson 3. Steinar Birgisson 4. ólafur Jónsson ■ 5. Guömundur Guömundsson 6. Siguröur Gunnarsson ■ 7. Páll Björgvinsson 8. Erlendur Hermannsson 9. Arni Indriöason 10. Þorbergur Aðalsteinsson 8 ____________________________j Stellan er nú betri en þegar hann varö heimsmeistari Sænski borötennissnillingurinn Stelian Bengtsson geröi sér litiö fyrir um siöustu helgi og bar sigur úr býtum á opna sænska meistaramótinu i borötennis (SOC). Meðal þátttakenda voru allir bestu borötenniskappar heimsins, m.a. send Kinverjar alla sina skæöustu keppnismenn til mótsins. En allt kom fyrir ekki, Stelian sió þeim öllum viö. t úrslitaleiknum i einliöaleik keppti Stellan gegn Xie Saike frá Kina. ,,Ég var ákveöinn i aö sigra hann vegna þess aö viö höföum keppttvisvar áöur, I bæöi skiptin hlaut ég hroðalega ú.reiö. Mér tókst vel upp og sigurinn var minn, 3-1,” sagöi Stellan hinn hressasti að leik loknum. Sviar hrifust mjög af leik Stellan á mótinu og m.a. sagöi hinn frægi Kjell Johansson að hann hafi ekki leikið svo vel siöan aö Stellan varö heimsmeistari áriö 1971. „Hann er jafnvel enn betri en þá,” sagöi Kjell ennfremur. I tvenndarleiknum sigraöi Stellan einnig, en hann lék meö Evu Strömvall. Þau léku i úrslita- leiknum gegn kinverska parinu Wang Yan-sheng og Xie Chung- ying og sigruðu 2-1. Sigur Svianna var næsta öruggur og kom þaö nokkuö á óvart þvi Stellan og Evu hefur ekki alltaf gengið vel i keppni gegn löndum sinum. Borötennis er mjög útbreidd iþróttagrein i Sviþjóö og opna sænska meistaramótiö er eitt sterkasta mótiö sem haldiö er á hverju ári. Sigur Stellan i tveimur greinum var þvi ákaflega kær- kominn og vonast sænskir nú til þess aö honum takist að gera stóra hluti á komandi Evrópu- móti eða heimsmeistaramóti. -IngH Skellir Stellan i úrslitaleiknum á opna sænska meistaramótinu vöktu mikla athygli. Eins og sjá má hér aö ofan er fagmannlega staöiö aö verki hjá honum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.