Þjóðviljinn - 28.11.1979, Blaðsíða 9
MiOvikudagur 28. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Ámi Indriðason, sagnfræðingur og handknattleiksmaður,
i 17. sæti á lista Aiþýðubandalagsins i Reykjavik:
Alþýðubandalagið
er eini raunhæfi
valkosturinn gegn
o o
íhaldsstefnunni
Arni Indriöason: Sósialistar ættu að beita sér meira I
félagslegu starfi innan iþróttahreyfingarinnar.
„Ég hef trú á þvi að Alþýðu-
bandalagið geti og eigi að taka
forystuna i því sem við köllum i-
þróttapólitik og þvi fyrr þvi
betra,” sagði Árni Indriðason,
hinn þekkti handknattleiksmaður
i viðtali við Þjv. fyrir skömmu.
Hann er sagnfræðingur að mennt
og kennir við Menntaskólann i
Reykjavik. Arni er kvæntur
Kristinu Klöru Einarsdóttur og
eiga þau tvö börn, Einar Baldvin
og Eriu Kristinu.
Viðhorfin hafa
breyst
Arni, nokkra athygli vakti i
haust að þú lýstir þvi yfir aö þú
værir hættur að leika með
islenska handboltaiandsliðinu.
Hvað olli þeirri yfirlýsingu?
— Þetta er fyrst og fremst
spurning að hafa tima til þess að
sinna þessu. Viðhorfin hjá mér
hafa breyst mikið frá þvi ég lauk
námi og hóf kennslu og hef ég
þurft i æ ríkara mæli að taka með
mér heim verkefni til þess að
vinna að. Þann tima sem i það ó-
hjákvæmilega fer gat ég ekki tak-
markað meira með þvi að æfa og
leika með landsliðinu ásamt þvi
að spila með Vikingi.
— Hinu er heldur ekki að leyna
að mér finnst nú vera rétti timinn
til þess að byggja landsliðið upp
frá grunni, hleypa ungu strákun-
um að. Það verður heimsmeist-
arakeppni 1982 og þátttaka þar
krefst mikils og markviss undir-
búnings.
Boltinn á uppleið
Hvenær vaknaði áhugi þinn á
þátttöku í keppnisiþróttum?
— Ætli ég hafi ekki verið 12 til 13
ára. Sfðan lá leiðin i KR og þar
æfði ég og keppti til 19 ára aldurs,
en þá fór ég yfir i Gróttu.
Hvernig stóð á þvi?
— Þetta var nú einfaldlega inn-
anhússvandamál hjá KR og það
hafði þær afleiðingar að 12 strák-
ar fóru yfir i Þrótt og aðrir 12 yfir
i Gróttu. Þar stofnuðum við
karladeild i handboltanum og
vorum komnir upp i 1. deild eftir 2
ár. Arin 1975—1977 lékum við i 1.
deildinni og þvi næst lá leið min
yfir i Viking þvi mig langaði til
þess að leika með toppliði þar
sem valinn maður var i hverju
rúmi.
Minn fyrsta landsleik lék ég
gegn Austur-Þjóðverjum 1974 og
skoraði 2 mörk. Eftir það hef ég
ekki misst úr marga landsleiki
þvi það vill oft verða erfiðara að
detta út heldur en að komast inn.
Finnst þér að handboltinn sé
betri nú en áður?
— það er alveg ljóst að hand-
boltinn hér innanlands er nú á
uppleið. Það eru greinilegar
framfarir, en þær ganga ekki
jafnt yfir alla.
— Það var mikill uppgangur i-
þróttarinnar uppúr 1970. Hand-
boltinn þá var mjög spennandi,
skemmtileg lið og einstaklingar
og góðir þjálfarar, á þeirra tima
mælikvarða, störfuðu. En það
kom siðan hálfgerð stöðnun i
þetta, framfarirnar urðu ekki
nægilega miklar og við misstum
marga góða leikmenn úr landi.
Eftir nokkur slæm ár fór að rofa
til með komu Janusar Czer-
winsky og siðar Bogdan, þjálfara
okkar Vikinganna. Reyndar var
byrjað á öfugum enda þegar Jan-
us var fenginn hingað, þvi hann
þurfti að glima við kennslu undir-
stöðuatriða i landsliði grunnþjálf-
unar sem félagsþjálfararnir
hefðu átt að vera búnir að fást
við. Það er min spá, að á næstu
árum muni flest ef ekki öll 1.
deildarliöin hafa hjá ser erlendan
þjálfara.
Vantar heildarstefnu
Nú er mikið rætt um erfiðleika
iþróttafélaganna við fjármögnun
starfsemi sinnar.
— Já það er dýrt að reka góð fé-
lög. Það þarf að borga þjálfurum
allra flokka laun, leigja hús osfrv.
Fjáröflunarleiðirnar eru enn
nokkuð frumstæðar og e.t.v. er
það framtiðin að hvert félag ráði
launaðan fjáröflunarstjóra. Það
er ljóst að eitthvað verður að ger-
ast i þessum málum þvi álagið á
stjórnendum og keppnismönnum
félaganna er gifurlega mikið. Ég
er t.a.m. á æfingum meira og
minna á hverjum degi og þá 2-3
tima i senn. Svonalagað gengur
ekki til lengdar, en er hægt i örfá
ár, meðan menn sjá árangur, en
ég á erfitt með að sjá framhaldið.
Hvað með stuðning rikisvalds-
ins við iþróttahreyfinguna?
— Ef við miðum við t.d. Skandi-
naviu þá er greinilegt að hér
vantar alla heildarstefnu i þvi
sem við getum kallað iþróttapóli-
tik. Það eru tugir þúsunda sem
stunda iþróttir sér til ánægju og
hollustu, en framkvæmdavaldið
vill greinilega sem minnst vita af
þessu. Stjórnmálaflokkarnir
harðsjóða e.t.v. almennt orðaðar
klásúlur i stefnuskrár sinar um i-
þróttir, en ekkert verður sióan úr
raunhæfum framkvæmdum.
Stefnuleysið i þessum málum hér
á landi sést einna gleggst i sam-
bandi við byggingu iþróttaman-
virkja. Þar er eingöngu um að
ræða handahófsaðgerðir.
Flokkarnir standa
sig ekki
Hverjar eru þá iuhiii úrbæt-
urnar sem þyrfti að gera i
iþróttapólitíkinni?
— Það er ákaflega margt sem
kemur til greina. Fyrst og fremst
þyrftu iþróttirnar að verða að
umræðuefni i samfloti með lands-
málapólitikinni. Þá vona ég að á-
kveðinn þrýstingur komi frá i-
þróttamönnunum sjáfum og for-
ystumönnum i samtökum þejrra.
Það má t.d. nefna að til okkar
sem stöndum i fremstu viglinu
handknattleiksmanna eru gerðar
miklar kröfur um góðan árangur,
enda eigum við góöa möguleika á
að standa öðrum þjóðum fylli-
lega á sporði, en það er nánast
ekkert gert til þess að aðstoða
okkur. Þessu verður hreinlega að
breyta.
Hvernig hefur Alþýðubanda-
lagið staðið sig i þessum málum
miöaö við aðra stjórnmála-
flokka?
— Það sker sig i rauninni ekkert
úr. Það rikir algjört stefnuleysi
alls staðar. Reyndar er það nú
þannig, að á milli stjórnmála-
flokka þarf ekki að vera rigur i
grundvallaratriöum i iþróttapóli-
tikinni. Alþýðubandalagið hefur
alla möguleika til þess að ryðja
veginn, getur tekið forystuna i
þessum málaflokki eins og i
skólamálum, dagvistunarmálum
o.fl. málaflokkum. Alþýðubanda-
lagið getur markað skynsamlega
stefnu fyrst stjórnmálaflokka og
þvi fyrr þvi betra.
Hafa vinstri menn verið nógu
virkir i félagslegu starfi fþrótta-
hreyfingarinnar?
— Þeir hafa alla vega ekki verið
áberandi meðal forystumanna.
En ég hef ekki orðið var við að af-
staða manna til meginatriða i-
þróttapólitikur fari eftir stjórn-
málaskoðunum þeirra að öðru
leyti
Hitt er annað mál að sósialistar
ættu að beita sér meira i félags-
legu starfi innan iþróttahreyfing-
arinnar en hingað til.
Höldum sókninni
áfram
— Hvað finnst þér um ástandið i
hinni almennu landsmálapólitik i
dag?
— Ég held að við séum að ganga
i gegnum svipað gerjunarskeið i
pólitikinni og á árunum 1940 til
1942. Þetta á e.t.v. eftir að birtast
i þvi að flokkarnir koma sér ekki
saman vegna þess að þeir eiga
erfitt með að átta sig á breyttum
innbyrðis styrkleikahlutföllum.
Það getur þannig orðið rótleysi
næstu 2 árin. Ég á jafnvel von á
þvi að ekki takist að mynda starf-
hæfa rikisstjórn að afloknum
þessum kosningum og að kosið
verði tvisvar á næsta ári vegna
væntanlegra stjórnarskrárbreyt-
inga.
Hver finnst þér að sé staða Al-
þýðubandalagsins i kosningabar-
áttunni nú?
— íhaldið tók visst frumkvæði i
slagnum með þvi að birta stefnu
sina, hina margfrægu leiftursókn.
Þannig riður á að Alþýðubanda-
lagið nái að kynna sina stefnu til
mótvægis, en það hefur ekki tek-
ist alveg nógu vel hingað til.
Skoðanakannanir benda til þess
að mjög stór hluti kjósenda sé enn
óákveðinn. Til þessa fólks þarf
Alþýðubandalagið að ná og það er
best með þvi að kynna stefnu þess
sem er auðvitað eini raunhæfi
valkosturinn gegn ihaldsstefn-
unni. Það má ekki koma fyrir aö
sókn Alþýðubandalagsins i siðusti
kosningum linist. Við látum okk-
ur ekki nægja hin gömlu 17% sem
flokkurinn hafði löngum.
Að lokum, Arni, hvernig leggst
barátta næstu daga i þig?
— Nokkuð vel. Það skiptir öllu
máli fyrir Alþýðubandalagið að
ná til óákveðna hópsins sem ég
minntist á áðan. Stefna Alþýöu-
bandalagsins i iandsmálapólitik-
inni er það traustvekjandi að hún
á að skila sér i auknu fylgi og
sóknin haldi þannig áfram.
— IngH
Arni i stellingum sem flestir handboltaáhugamenn kannast viö. Hér svifur hann glæsilega inn I vita-
teiginn og skorar i landsleik gegn Bandarikjamönnum.