Þjóðviljinn - 28.11.1979, Blaðsíða 1
WÐVIIIINN
Miðvikudagur 28. nóvember 1979—260. tbl. 44. árg.
Munið baráttufundinn
í Háskólabíói annaðkvöld
kl. 21
G-listinn í Reykjavík
Sjá síðu 14
Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins
Með atkvæði sínu er
fólk að ákveða kjörin
Laimamenn verða að gera sér ljóst
að það er ekki hægt að halda uppi
launakröfum í stéttarfélögum og
kjósa samtímis kauplækkunarflokka
„í kosningunum um
helgina verður tekist á um
launakjör almennings",
segir Lúðvík Jósepsson
formaður Alþýðubanda-
lagsins í viðtali sem birt
verður í heild í blaðinu á
morgun. „ Ég dreg það ekki
í efa af margra ára
reynslu að launamenn telja
sig síst ofhaldna af sínum
launum og kaupmætti
launanna. Þar gildir einu
hvort um er að ræða verka-
menn, í fiski eða baéjar-
vinnu, iðnaðarmenn, iðn-
verkafólk, skrifstofufólk,
kennara eða aðra starfs-
menn," segir Lúðvík enn-
f remur.
Verjumst í kosningunum
„Þetta fólk gerir allt kröfu um
þaö i stéttarfélögum sinum að
það fái haldið launakjörum sin-
um og i félögunum er allt þetta
fólk reiðubúið til þess að hefja
verkfall til að verja kaup-
mátt launanna. En getur það
þá verið að stór hluti þessa
sama launafólks láti
blekkjast svo i átökunum að það
gangi að kjörborðinu og kjósi þá
flokka sem hafa það að yfirlýstri
stefnu að skera niður kaupið?
Það væri i rauninni mikið
ábyrgðarleysi ef launamenn við
þessar aðstæður kysu yfir sig
ihaldsstjórn kauplækkunar-
flokka, en gerður siðar kröfu til
þess rétt á eftir að stéttarfélögin
snúist til varnar. Launamenn
verða að gera sér ljóst að það er
ekki hægt að halda uppi launa-
kröfum i stéttarfélögum en kjósa
samtimis kauplækkunarflokka til
alþingis. Slikur tviskinnungur
mundi leiða yfir þjóðina hörð og
mikil átök og margvislegar hætt-
ur. Það er fráleitt að skilja milli
kjaramálanna og stjórnmálanna.
Meö atkvæði sinu er fólk að
ákveða kjörin.”
Leið Alþýðubandalagsins
Lúðvik Jósepsson gerir einnig
grein fyrir þvi að til þess að ráða
niðurlögum verðbólgu séu aðeins
til tvær leiðir. Þar eigi hið sama
við hér á landi og alls staðar
annarsstaöar: Annars vegar að
gripa til róttækra samdráttar- og
kauplækkunaraðgerða sem
venjulega fylgir atvinnuleysi og
Lúðvik Jósepsson: Deilurnar um
lausn verðbólguvandans eru þær
sömu og annarsstaðar og
fylkingar skiptast á svipaðan
hátt.
hinsvegar að vinna sig fram úr
vandanum með aukinni fram-
leiðslu og framleiðni, ströngu að-
haldi og sparnaði. „Deilurnar hér
á landi eru i þessum efnum þær
sömu og annarsstaðar”, segir
Lúðvik, „og fylkingar skiptast
með svipuðum hætti i grund-
vallaratriðum. Hér á landi birtast
meginfylkingar þessar annars
vegar i Alþýðubandalaginu, en
hinsvegar i Sjálfstæðisflokknum.
Þegar fjallað er um þessi mál
kemur svo i ljós að aðeins stigs-
munur er á tillögum Alþýðuflokks
i þessum efnum annars vegar og
Sjálfstæðisflokksins hinsvegar.”
ÍSAL
gefur
falskar
upp-
lýsingar:
Kostnaðurinn við að halda áfram taprekstri Alusuisse á breska markaðinum var borinn af dótturfyrir
tækjum okkar á lslandi og i Noregi sagði Mayer i ræðu.
Mayer forstjóri Alusuisse upplýs-
ir aö Ragnar Halldórsson for-
stjóri tsals hefur komist upp með
stórlygar.
Gróði af álverinu borgar
tap Alusuisse í Bretlandi
• Taprekstur svissneska álfélagsins ALUSUISSE á ál-
verksmiðjum í Breflandi á undanförnum árum hefur
verið borinn uppi af hagnaði álverksmiðjunnar í
Straumsvík og álverksmiðju ALUSUISSE i Noregi.
• Niðurgreiðslurnar til verksmiðjanna í Bretlandi
nema tugum miljóna svissneskra franka, en hafa verið
bókfærðar sem taprekstur hérlendis og í Noregi. Stór-
felld skattsvik og stórfalsanir skrifast á reikning for-
ráðamanna ISALS á islandi.
Þessar upplýsingar koma fram
I ársræðu stjórnarformanns
ALUSUISSE, Mr. Emanuels R.
Meyers, sem hann hélt með hlut-
höfum félagsins 1977 og 1978. I
ræðu sinni sem Mr. Meyer hélt á
aðalfundi þ. 20. april 1977, sagöi
hann ma.: „Bæði i Frakklandiog
i Bretlandi.... gengu viðskiptin
betur en 1975. Engu að siður
mættum við erfiðleikum i báðum
þessum löndum vegna verðstöðv-
unar stjórnvalda. Við neyddumst
til að selja undir kostnaðarverði i
alllangan tima, og einkum i Bret-
landi. Attum við að þola þetta tap
sem nam tugum miljóna (franka)
eða áttum við að hætta við breska
markaðinn? Við ákváðum að
þrauka. Kostnaðurinn var borinn
af dótturfyrirtækjum okkar á
islandi og í Noregi, en cndanlega
færður af ALUSUISSE i formi
hárra greiðslna sem rekstrar-
tap.”
t ársræðu sinni til hluthafa 19.
april 1978 sagöi sami stjórnarfor-
maður: „Bæði bræðsluver okkar
á Norðurlöndum hafa gengið án
vandkvæða. Nýting álversins i
Noregi er 90% en á islandi 97%.
Bæði verin eru rekin með gróða.”
Þessar upplýsingar stangast
mjög á við orð forstjóra ISAL en
hann segir i grein i Morgunblað-
inu þ. 17. nóvember s.l.:
„Slðasti aðilinn, sem hérna á
hagsmuna að gæta, þ.e.a.s. eig-
endur fyrirtækisins, hinn útlendi
aðili Alusuisse, hefur hins vegar
ekki farið vel út úr þessum rekstri
það sem af er. tSAL hefur ekki
getað greittarð til þessa, þar sem
reksturinn hefur barizt i bökkum,
stundum verið verulegt tap eða I
bezta falli að reksturinn hefur
staðið i járnum.”
Samkv, ársskýrslu ÍSAL fyrir
árið 1977 var hagnaðurinn 338
miljónir króna af 16 miljarða
króna veltu, en samkvæmt árs-
skýrslu fyrir árið 1978 var hagn-
aðurinn 543 miljónir af 23 mil-
jarða króna veltu, en það árið
borgaði ÍSAL 416 miljónir króna i
skatta. Upplýsingar stjórnarfor-
manns ALUSUISSE gefa hins
vegar til kynna að hagnaðurinn
hafi verið mun hærri og er þvi um
stórfelld skattsvik að ræöa hér-
lendis af hálfu Alfélagsins, auk
þess sem reynt hefur verið að fela
þá staðreynd að hið lága orkuverö
hér skapar auðfélaginu ofsa-
gróöa. -im
• Millifærslur bókfœrðar
sem rekstrartap hérlendis
Stórfelld skattsvik
ÍSALS til margra ára