Þjóðviljinn - 28.11.1979, Blaðsíða 23
Miövikudagur 28. nóvember 1979 ^ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23
Þeir kveöja i kvöld.
Vélabrögðum linnir
Sjónvarp
kl. 21.25
i kvöid verður sýndur sjötti
og siöasti þáttur mynda-
flokksins Vélabrögö i
Washington. Flokkur þessi
hefur haldiö óvenjustórum
hluta landsmanna limdum við
skerminn undanfarin miö-
vikudagskvöld, ef marka má
umræður á vinnustööum á
fimmtudagsmorgnum.
Þetta er i rauninni ekkert
undarlegt, þvi aö flokkurinn er
sérhannaður með það fyrir
augum að ganga i augu
áhorfenda. öllum Hollywood-
formúlum er fylgt út I ystu
æsar. Svo vel gefst þessi að-
ferð, að jafnvel grandvarir
áhorfendur fara ósjálfrátt að
trúa þvi að yfirmaður CIA sé
besti gæi innvið beinið, og
reyndar jákvæðasti maðurinn
i Washington. Allar syndir, öll
vélabrögðin, skrifast á reikn-
ing Moncktons — Nixons og
þeirra vondu stráka sem hann
safnaði i kringum sig.
Bandariska lýðræðið stendur
það allt af sér.
Allar deildir háskólans veröa kynntar i þáttunum Cr skólalifinu
næstu vikurnar.
Lögfrœðideildin kynnt
c Útvarp
kl. 20.45
— Þátturinn i kvöld veröur
með þessu heföbundna sniöi,
sem við erum búnir að koma
okkur upp — sagði Kristján E.
Guðmundsson, stjórnandi
þáttarins Or skóialifinu.
Þessir þættir eru hugsaðir
sem náms- og starfskynning-
arþættir, og næstu vikur og
mánuði verða allar deildir há-
skólans kynntar. Kynningin er
fyrst og fremst ætluð þeim
sem hyggja á nám i við kom-
andi deildum, en einnig öllum
almenningi.
Þættirnir eru þriskiptir.
Fyrst er rætt við kennara eða
prófessor, þvinæst við náms-
menn, og loks við menn sem
lokið hafa námi og eru teknir
til starfa i viðkomandi fagi.
t kvöld er það lögfræðideild
háskólans, sem við fáum að
kynnast. Rætt verður við
Gunnar G. Schram prófessor
um námstilhögun og náms-
greinar, sem kenndar eru við
deildina. Þá verður spjallað
við nokkra stúdenta um þeirra
viðhorf til námsins. Þeir verða
einnig spurðir um félagslif i
Orator, félagi laganema, og
um það hvernig félagslifið þar
tengist náminu.
Næst verður rætt við Pál S.
Pálsson hæstaréttarlögmann
um starf lögmannsins og um
það hvaða starfsmöguleika
lögmenntaðir menn hafa. Og
loks verður spjallað við
dómara um dómarastarfið, en
þegar við töluðum við Kristján
var enn óákveðið hvaða
dómari það yrði.
Um barnamenningu
Útvarp
kl. 20.50
I kvöld er á dagskrá útvarps
annar þátturinn af þremur um
barnamenningu, sem fluttir
eru að tilhlutan framkvæmda-
nefndar barnaársins.
Flutt verða tvö stutt erindi,
sem upphaflega voru flutt á
Listamannaþingi um barna-
menningu að Hótel Borg, n.
nóvember s.l.
Pétur Gunnarsson talar um
Börn og bækur.og segir m.a.
frá ýmsu sem fram kom i
sambandi við alþjóðlegu
barnabókasýninguna að
Kjarvalss'öðum i haust. Ingi-
björg Haraldsdóttir fjallar um
Kvikmvndir fyrir börn,
ástandið einsog það er i bióun-
um i Reykjavik. hugsanlega
valkosti og þær kröfur sem
gera verður til góðra barna-
kvikmynda.
lögfræðideildin..
Fékkstu þér
Tropicana
í morgun?
1 nýjasta tölublaði Noröur-
lands birtist eftirfarandi grein
eftir Starra í Garöi:
1 sögum og ævintýrum er oft
getiö töfradrykkja ýmisskonar.
Drykkja sem tryggöu mönnum
langlifi, jafnvel ódauöleika,
drykkja sem skópu mönnum
yfirmannlegt afl og hreysti, örv-
uðu til ásta o.s.frv. (þaö var sko
ekkert djöfulsins dópné deyfiiyf
einsog nú tfðkast.) Éghélt I ein-
feldni minni, aö öld ævintýra og
yfirnáttúrulegra kraftaverka
væri liöin tiö. Nú sé ég og heyri
að svo er ekki.
Svo sem fram hefir komið nú
um hrið í Rfkisútvarpinu stend-
ur oss enn til boða að neyta
tð'fradrykkjar, og sé hann ekki á
borðum hvers Islendings hvern
dag, einkanlegaá morgna, þá er
þar engu um að kenna, nema
tregðu og sinnuleysi viðkom-
anda, svo rækilega hefir þetta
fagnaðarerindi, sem fæst i
næstu búð, verið kynnt hverju
mannsbarni oft á dag. Sem
dæmi um þá dæmalausu elju,
skal þess getið, að fyrir fáum
dögum heyrði ég i útvarpinu um
miðjan daginn tilkynningu þar
um lesna tiu sinnum á fimm
minútum, stutta og gagnorða,
enda ómerkilegri skilaboðum
skotið inn á milli. Og hver er svo
þessi töfradrykkur?
Hann heitir hvorki meira né
minna en Tropicana. Og hvert
er svo innihaldið? Aðstandend-
ur fullyrða, að hér sé um aö
ræöa hvorki meira ne minna en
Sóiargeisla frá Florida í fljót-
andiformi.Þaðliggurljóst fyrir
hvar Davið keypti ölið. Sólar-
geisli frá guðs eigin landi beint i
magann á hverjum þeim Islend-
ingi,sem þessóskar. Haldið þið,
að það sé „munur fyrir oldcur
sem þraukum hér I skamm-
degismyrkri noröurhjarans?
Þeir gera það ekki endasleppt
með umhyggju fyrir okkur
óverðugum, blessaðir Kanarnir,
þó að bölvaður Rússinn sé hér
allt um kring meö gapandi
byssukjafta, reiðubúnir að læð-
ast hér á land i skjóli náttmyrk-
urs til að meiða og myrða
mannfólkiö og loka afganginn
inm á geðveikrahælum. Við
getum óhræddir lagst til hvildar
hvert kvöld og sofiö jafn óhult
sem nýfædd börn. Þeir saidu
okkur nefnilega hóp af
drengjunum sinum, blessaðir
Kanarnir, sem dvelja á Miðnes-
heiði og vaka yf ir v öggunni okk-
ar svo Rússinn þorir hvergi á
land að stiga, þvi ekki má, ekki
má, kross er undir og ofan á. Og
þegar við vöknum að morgni
endurnærðaf svo værum svefni,
þá rennum viö niður vænum
skammti af sólargeisla frá
Flórida, andleg og likamleg vel-
ferö er þar með tryggð þann
daginn. Og þó er ekki öll sagan
sögð um ágæti þessa drykkjar.
I tiu miljónustu fernunni leynast
nefnilega fimmhundruð þúsund
krónur (sennilega álkrónur) til
viðbótar hinum venjulega og
óviðjafnanlega solargeisla.
Já, það er notaleg öryggis-
kennd, að vita sig geta gripiö til
þessa töfradrykkjar hvenær
sem er. Hvað er s jálfsagöara en
fá sér bara Tropicana á morgn-
ana næst þegar mjólkin hækkar,
vegna þess að bændaskrattarnir
vilja hrif sa til sin me!ra kaup en
allar viðmiöunarstéttir? Það er
heldur aldrei neitt spennandi að
eiga kaup við þá kurfa. Hvenær
hefir þeim dottið i hug, að láta
þó ekki væri nema fimmþús-
undkall i eina mjólkurfernu og
láta svo alla þjóðina vita i gegn-
um útvarpiö, svo allir hefðu
jafna aðstöðu til að hreppa
hnossið? Aldrei nokkurntima.
Haldið þið það hefði ekki verið
munur, þegar Smjörfjallið
fræga var að setjá Seölabank-
ann og þjóðarbúið á höfuðið i
fyrra, ef þeim hefði hugkvæmst
að setjasvo sem fimm miljónir
inn I eina smjörsköku og láta
svoalþjóðvita.aðsúskaka væri
staðsett inn i miðju fjalli, svo
öllum væri ljóst, að fyrst þurfti
að éta fjallið utan af henni?
Halda svo áfram að tilkynna
þjóðinni um tilvist þessarar
smjörskiku svo sem viku eða
hálfan mánuð eftir að hún var
seld og étin, eða þar til fjallið
var uppétið aö fullu. Nei, það
datt þeim aldrei i hug, en settu
fjallið i staðinn á útsölu um
tima, og ást það þó aldrei niður i
miðjar hliðar. Þá eru nú betur
rekin tryppin þar sem ein-
staklingsframtakið fær að njóta
sin og endurreisa I anda frjáls-
hyggju. Tökum Trópicanafyrir-
tækið, sem dæmi. Mig minnir aö
ég hafi heyrt aðalforsvarsmann
iðnrekenda lýsa þvi átakanlega
hvernig vinstri stjórnin (friöur
sé meö henni) bjó að iðnrekstri
meðskattpiningu, samningana i
gildi, óðaverðbólgu og fjár-
magnssvelti. (Fjármagnssvelti
er nú um stundir hið eina hung-
ur, sem þekkist í velferðarrik-
inu islenska. Hungurkvalir
genginna kynslóða voru hreint
einsog meinlaust garnagaul hjá
þeim sultarkvölum). Það er
sem sagt ekkert framundan
nema bullandi tap og ekki annað
að gera en pakka saman og
loka. Þaö er dtrúlegt, hvernig
Tropicanafyrirtækiö getur,
þrátt fyrir þetta, gefið þeim sem
kaupir tiumiljónustu fernuna
hálfa miljón og kostað enn hærri
upphæðum, til að láta lands-
menn vita umþetta rausnarlega
boð. Hvernig á að skilja svona
merkilegt fyrirbæri? Ég fæ ekki
betur séð en hér ráði takmarka-
laus fórnfýsi eiganda Trópi-
canafyrirtækisins, umhyggja
fyrir þjóðinni. Hérerhelst til að
jafna umhyggju ástrikrar móð-
ur fyrir velferð barna sinna.
Mætti ég nefna dæmi: I
nokkra daga eftir að konan á
Blönduósi haföi teygað sólar-
geislann úr fernunni sinni svo aö
hálfamiljónin stóð á þurru á
botninum, hljómuðu látlaust til-
kynningar i útvarpinu um hálfr-
ar miljónar fernuna, rétt eins og
hún hefði ekki komið i leitirnar.
Auðvitað gat gefandinn ekki
hugsað til að svipta þúsundir
manna voninni kannski einu von
ævinnar um stórkostlegan fjár-
hagslegan vinning. A hér ekki
við spakmælið góða: Gefur góð
móðir þótt hún geti ekki.
Og svo er það tilkynningin al-
kunna: Fékkstu þér Trópicana i
morgun áður en þú fórst aö
heiman? Er ekki sem maður
heyri umhyggjusama móður
segja við barnið sitt: Tókstu
lýsið þitt i morgun áður en þú
fórst i skólann elskan min?
Svo að endingu þetta: Þó nú
hafi um sinn skroppið æði mikið
saman sá dagskrárliöur Rikis-
útvarpsins, sem helgaður var
Trópicana, þá vona ég samt aö
þar hljómi að morgni 2. des.
næstkomandi svofelld áminn-
ing: Fékkstu þér Trópicana i
morgun áður en þú fórst að
kjósa?
Oft var þörf, en þá verður
nauðsyn.
10. -11.
Starri i Garði.
Sr. Sverrir Haraldsson, Borgarfirði eystra.
\