Þjóðviljinn - 28.11.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlövikudagur 28. nóvember 1979
Islensk orkustefna
Enn eru um 40% íslenskra húsa kynt
upp meö oliu. Stefna ber aö því að leysa
húshitunarolíu af hólmi að mestu árið
1983.
Áhersla verði lögðá að hraða athugunum
á sjóefna- og steinefnavinnslu hér á
landi.
Mótuð verði langtima framkvæmdaáætl-
un um hvernig innlent eldsneyti leysi af
hólmi i áföngum allan innflutning á
eldsneytisgjöfum.
Alþingi móti ýtarlega orkustefnu sem nái
til næstu 10 ára.
Innlendar orkulindir
Innlendar orkulindir veröi
hagnýttar til uppbyggingar og
eflingar á atvinnulífinu í landinu
svo og til almennra nota
meðhagsmuni alls landsins I fyr-
irrúmi. Réttur samfélagsins til
orkunnar í rennandi vatni verði
lögfestur á ótviræðan hátt og all-
ur jarðhiti neðan viö 50—100 m
dýpi verði talinn almenningseign.
Við ákvörðun á hagnýtingu ork-
unnar verði tekiðfullt tillit til um-
hverfisverndar og framtiðar-
þarfa þjóðarinnar fyrir orku.
Innfluttir orkugjafar
Innflutningur eldsneytis til
landsins, flutningur þess til
birgðastöðva og afhending I
heildsölu til dreifingar verði i
höndum opinberra aðila hliöstætt
þvi sem er um innlenda orku-
gjafa. Fylgt verði sveigjanlegri
stefnuí oliuinnkaupum þannig að
landsmenn verði ekkialfarið háö-
ir einum aðila i þessum efnum I
framtiðinni. Ákveönum aðila á
vegum rikisins veröi þegar falið
að annast oliuinnkaupin þannig
að unnt verði að reka miklu virk-
ari innkaupastefnu I oliumálum
en fylgt hefur verið. I oliuvið-
skiptum verði lögð áhersla á að
tryggja öryggilandsmanna i bráð
og lengd, og þegar i staö veröi
gerðar ráðstafanir til að koma
upp öryggisbirgðum af oliu i
landinu. Sérstök áhersla verði
lögð áað draga sem mestúrnotk-
un innf luttra orkugjafa með auk-
inni nýtingu innlendra orku-
gjafa og með hagkvæmri orku-
nýtingu.
Orkuvinnsla,
flutningurog dreifing
Eitt fyrirtæki opinberra aðila
annist alla meginraforkufram-
leiðslu og flutning raforku um
landið. öryggi i raforkuöflun
verði aukið með frekari samteng-
inu orkusvæða og skynsamlegri
dreifingu virkjana um landiö.
Þegar verði hafinn undirbúningur
aðvirkjun Jökulsár I Fljótsdal og
lokið verði hringtengingu lands-
ins I eitt orkuveitusvæði fyrir
1983. Rannsóknum á frekari gufu-
öflun fyrir Kröfluvirkjun verði
haldið áfram af fullum krafti á
næsta ári en frekari fram-
kvæmdir taki mið af þeim niöur-
stöðum og mati á þvi hvað hag-
kvæmt geti talist með tilliti til
landskerfisins I heild. Sérstakar
ráðstafanir veröi gerðar til að
koma sem mest f veg fyrir raf-
orkuframleiðslu með oli'u vetur-
inn 1980—81. Rannsóknir á raf-
orkudreifingu verði efklar, og
hafnar verði aðgerðir til að
minnka töp i raforkukerfinu.
Nýting innlendra
orkugjafa i stað
innfluttra
Skipulega verði unnið aö
húshitun með innlendum orku-
gjöfum með það að markmiði aö
oliukyndingu veröi að mestu út-
rýmt áriö 1983. Raforkudreifi-
kerfi i þéttbýli og dreifbýli veröi
styrkt i þessu skyni og fjar-
varmaveitum, þar sem þær eru
hagkvæmar og öllum hitaveitu-
framkvæmdum verði lokið á
þessu tfmabili. Fjármagn til
þessara framkvæmda hafi for-
gang og verði tryggt timanlega.
Rannsóknir á frekari nýtingu
innlendra orkugjafa i stað inn-
fluttra á öðrum sviöum, verði
efldar verulega.
Hagkvæm
orkunýting og
orkusparnaður
Markvisst verði unnið að orku-
sparnaði og hagkvæmri orkunýt-
ingu i atvinnurekstri, samgöng-
um og i heimilisnotkun. Fræðsla
um orkubúskap þjóðarinnar, gildi
orkusparnaðar og möguleika ein-
staklinga og fyrirtækja til að
stuðla að árangri á þvi sviöi verði
aukin. Þegar á næsta ári verfá út-
vegað verulegt fjármagn til lána
vegna orkusparandi aðgerða i
húshitun og til betri orkunýtingar
i atvinnurekstri. Við skipulag
byggðar, hönnun húsnæöis, end-
urnýjun fiskiiskipa og stjórn veiða
o.fl. verði hagkvæm orkunýting
höfð I huga. Innflutningsgjöld á
bifreiðum taki mið af eldsneytis-
notkun. Rannsóknir á leiðum til
orkusparnaöar og hagkvæmari
orkunýtingar verði efldar veru-
lega.
Framleiðsla á
innlendu eldsneyti
Hafinn verði undirbúningur aö
framleiöslu á innlendu eldsneyti.
Sérstök rannsóknaráæthin veröi
lögö fram I þessu skyni og henni
lokið á árinu 1983. Stefnt verði að
þvi að innlent eldsneyti komi að
mestu I stað innflutnings á
bensini á næstu tiu árum þar á
eftir, ef niðurstöður hagkvæmnis-
athugana reynast jákvæðar. Þá
veröi einnig mótuð langtima
framkvæmdaáætlun um hvernig
innlent eldsneyti leysi af hólmi i
áföngum allan innflutning áorku.
Orkufrekur iðnaður
Orkufrekur iönaöur og efriaiðn-
aður i tengslum við orkulindir
landsmanna lúti íslenskum yfir-
ráöum, taki miö af efnahagsleg-
um og félagslegum sjónarmiöum
og ýtrustu kröfum um fulla um-
hverfisvernd. Islenska rikið eigi
ætiö meiri hluta I orkufrekum
iðnaðarfyrirtækjum og að jafnaöi
séu þau óskipt I eigu Islendinga.
Orkuverð verði breytilegt og
aldreilægraenáætlaö meðalverð
frá þeirri stórvirkjun sem i
byggingu er á hverjum tlma eða
siðast var lokið við. Hafist veröi
handa um stækkun áburöarverk-
smiðjunnar þannig aö hún full-
nægi innanlandsþörfum fyrir
áburð. Ahersla verði lögð á að
hraða athugunum á sjóefna- og
steinefnavinnslu hér á landi. Sér-
stök athugun verði gerð á þvi
hvaða kostir séru vænlegastir I
nýtingu orkulinda landsins þegar
litið er til langs tima og tekið hef-
ur verið tillit til skynsamlegrar
auðlindanýtingar svo og æski-
legrarar atvinnu- og byggða-
þróunar i landinu Engar
ákvarðanirverði teknar um orku-
frekan iðnað i samvinnu við er-
lenda aðila á kjörtimabilinu.
O rkurannsóknir
Undirstöðurannsóknir vegna
orkumála veröi skipulagslega á
einni hendi og ætiö á vegum
lslendinga .Orkurannsóknir verði
efldar til muna þannig að sem
fyrst fáist heildarmynd af
orkulindum landsins og hugsan-
legrihagnýtingu þeirra.Virkjana-
rannsóknum verði hagað þannig
aöfyrir liggi ávallt 2 til 3valkost-
ir um næstu stórvirkjun I lands-
kerfinu. Rannsóknir á hugsan-
legum ollulindum á Islenska land-
grunninu verði undir forystu
islenskra stofnanaog stjórnvalda
og verði eigi farið hraðar I sakirn-
ar en svo að islenskir aðilar hafi
fulla sýn yfir málin og hugað
verði vandlega aö afleiðingum
hverju sinni áður en ákvarðanir
eru teknar.
Umhverfismál
Undirbúningi að orkuvinnslu og
orkunýtingu veröi hagað með
hhösjón af umhverfisrannsókn-
umog ætið verði tryggt aö fram
hafi komiö þau umhverfissjónar-
miö sem meta þarf áður en
bygging orkumannvirkja eða
iðjuvera er ákveðin. Tryggð
verði varanleg verndun fágætra
vistkerfa og timabundin frBun
ákveðinna vatna- og jarðhita-
svæða og rannsóknir á mögulegri
orkunýtingu á slikum svæðum
lagðar niður á meðan. Engar
ákvarðanir um oliuleit I formi
borana á islenska landgrunninu
verði teknar fyrr en að undan-
genginni viðtækri og ýtarlegri at-
huguná hugsanlegum áhrifum af
völdum oliumengunar á vistkerfi
sjávar.
Verðlagning á orku
Verðlagning á orku verði að
verulegu leyti við það miðuð að
rekstur orkukerfanna standi und-
ir heildartilkostnaði að rannsókn-
arkostnaði meðtöldum. Beitt
verði sveigjanlegri verðlagningu
til að hvetja til hagkvæmrar
orkunotkunar og til að hamla
gegn orkusóun jafnt i atvinnu-
rekstri sem til almennra nota.
Markvisst veröi unnið aö aukinni
jöfnun orkuverös I landinu.
Núgildandi orkuverö til stóriöju
veröi endurskoöað og nauösyn-
legar lagabreytingar geröar I þvi
skyni aö hækka megi það
verulega.
Alþjóðleg samskipti
i orkumálum
Fylgst verði vel með þróun
orkumála á alþjóöavettvangi á
næstu árum og samvinna við er-
lendar upplýsingastofnanir efld I
þessu skyni. Tekið verði þátt i
einstökum rannsóknarverkefn-
um, sem hagnýta þýöingu hafa
fyrir landið, likt og verið hefur.
Hins vegar verði um sinn mörkuð
hlutleysisstefna gagnvart
erlendum bandalögum á sviði
orkumála. tslendingar gangi þvi
ekki i Alþjóðaorkustofnunina
(IEA) aö svo stöddu og ekki fyrr
en að undangenginni nánari
greiningu á hugsanlegum áhrif-
um, sem slik aðild hefði i' för meö
sér.
íslensk orkustefna
Alþingi móti ýtarlega orku-
stefnu sem nái til næstu 10 ára.
Þar verði kveðið á um helstu
markmið ásviöi orkumála ogsett
fram rammaáætlun um leiðir aö
þeim markmiðum.
Útdráttur úr stefnu Alþýðubandalagsins f orkumálum