Þjóðviljinn - 28.11.1979, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 28.11.1979, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. nóvember 1979 4sháh Umsjón: Helgi Ólafsson Interpolismótid Þaö væri ekki sanngjarnt aö af- greiöa Interpolismótið I Hollandi meö einni til tveimur greinum. Þegar svo margir snjallir skák- menn eru saman komnir hljóta auðvitaö aö vera tefldar margar snjallar og skemmtiiegar skákir þó auövitaöséu innanum og sam- an við heldur dauflegar og leiöin- legar jafnteflisskákir, en hjá þvi verður aldrei komist þegar jafn . margir sterkir skákmenn leiöa saman hesta sina. Undantekningarlitið er þó bar- ist hart I skákum heims- meistarans Karpovs hvort sem þær enda meö jafntefli eður ei. Hér fer á eftir, án skýringa, skák hans við Spasski og þó skákinni ljúki með tiltölulega stuttu jafn- tefli þá er bardaginn engu að siður mjög svo athyglisverður. Hvitt: Spasskí Svart: Karpov Kóngspeðsleikur 1. e4-e5 2. Rc3-Rf6 3. g3-d5 4. exd5-Rxd5 5. Bg2-Rxc3 6. bxc3-Bd6 7. Re2—o—o 8. o—o-c6 9. d3-Rd7 10. f4-exf4 11. Bxf4-Re5 12. Hbl-Hb8 13. C4-Bg4 14. h3-Bxe2 15. Dxe2-Rg6 16. Bxd6-Dxd6 17. Df2-f5 18. c5-Dc7 19. Hbel-HÍ6 20. Bf3-Hbf8 21. d4-b6 22. cxb6-axb6 23. He2-Dd8 24. Hfel-f4 25. g4-Hd6 26. C3-Rh4 27. He7-Rxf3 + 28. Dxf3-Da8 29. Hle2—c5 — JafntefB. Stórfelld uppskipti eru framundan. Bent Larsen náði sér vel á strik á mótinu i Tilburg, einkum i upphafi þess. Hér kemur ein af vinningsskákum hans. Eins og sjá má er hér um að ræða sömu byrjun og i' skák Karpovs og Larsens i 7. umferð mótsins. Larsen teflirþó öllu nákvæmar að þessu sinni: Hvitt: Sax Svart: Larsen Caro — Kann 1. e4-c6 2. d4-d5 3. Rd2-dxe4 4. Rxe4-Rf6 5. Rg3-g6 6. Rf 3-Bg7 7. Be2-o—o 8. o—o-Db6 9. b3-a5 10. a4-Ra6 11. h3-Rb4 12. Hel-Dc7 13. Bb2-b6 14. Dd2-Bb7 15. C3-Rbd5 16. c4-Rb4 17. Bc3-Had8 18. Hadl-e6 19. Db2-Rd7 20. Re4-Hfe8 21. c5-Rd5 22. cxb6-Dxb6 23. Rd6-Rxc3 24. Dxc3-Hf8 25. Rxb7-Dxb7 26. Dxa5-Dxb3 27. Hbl-Da3 28. Hal-Dd6 29. Hedl-Ha8 30. Dd2-c5 31. Ha2-cxd4 32. Rxd4-Rc5 33. Db4-Dd5 34. Ha3-De5 35. Bf3-Hab8 36. Da5-Hfd8 37. He3-Dg5 38. Rb3-Hxdl + 39. Bxdl-Bf8 40. Rd2-Dd8! — Hvitur gafst upp. Hvers vegna ? Tökum aó okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignam. Smið- um eldhúsinnréttingar, einnig viðgerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila. TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simi 41070 AKUREYRI — AKUREYRI Herstöð vaandstœðingar halda sinn fyrsta fund i kvöld, miðviku- daginn 28. nóvember, kl. 8 i húsi verka- lýðsfélagsins Einingar, að Þingvallastræti 14. Á dagskrá er vetrarstarfið, stjórnarkosn- ing og spurningar fyrir frambjóðendur á framboðsfundinum i Borgarbió á fimmtu- dagskvöldið. Mœtum öll í kvöld! Herstöðvaandstœðingar á Akureyri Séö yfir hluta af Sauöárkróki. Stóra, hvfta húsiö á miöri mynd, — austan Skagfiröingabrautar, er ein af byggingum Kaupfélags Skagfiröinga. Kaupfélag Skagfirðinga Minnist afmælis síns Kaupfélag Skagfiröinga á Sauðárkróki átti 90 ára afmæli hinn 23. aprD I vor sem leiö. Þann dag var aöalfundur félagsins haldinn og jafnframt var ákveðiö að minnast afmælisins betur sföar á árinu. Þaö geröi félagiö siöan dagana 9. lO.og 11. nóv. Af þvl tilefni bauð það norður fjórum vel þekktum söngvurum ásamt undirleikara og gekkst slðan fyrir afmælissamkomum á þrem stöðum á félagssvæðinu. Einnig kom Erlendur Einars- son, forstjóri Sambandsins norður og flutti hátiðarræður á öllum þremur samkomunum. Söngvararnir voru þau Ruth Little Magnússon, Elín Sigur- Umsjón: Magnús H. Gislason vinsdóttir, Halldór Vilhelmsson og Friðbjörn G, Jónsson, en Jónas Ingimundarson lék undir. Afmælissamkomurnar voru á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi, og fluttu söngvararnir þar bæði islenska tónlist og óperutónlist. Samkomurnar voru.vel sóttar þrátt fyrir aö ýmsu leyti óhagstætt veður, en samtals sóttu þær hátt á fjórða hundrað félagsmenn. Tókust þær mjög Útflutningur Fyrir liggja nú upplýsingar um útflutning á dilkakjöti frá siáturtiö 1978. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandinu nam endanlegt magn af útfluttu dilkakjöti hjá Búvörudeild StS 4.619 lestum og skiptust þær þannig: Til Noregs fóru 2.708 lestir. Til Færeyja 777 lestir.Til Sviþjóðar 621 lest. Til Danmerkur 353 lestir. Til V-Þýskalands 156 lestir.Til Bandaríkjanna 2 lestir og aðrar 2 lestir til Frakklands og Luxemborgar. Til samanburðar -má geta þess, að af framleiðslu ársins 1977 var flutt úr 4.441 lest og af framleiðslunni 1976 nam útflutningurinn 4.780 lestum. vel og var mikil ánægja rikjandi meðal samkomugesta á öllum stöðunum með þetta framtak félagsins. Auk þessa heimsóttu söngvararnir svo Sjúkrahús Skagíiröinga á Sauðárkróki og fluttu þar hálfrar klst. söngskrá. Voru það aðallega islensk lög og var heimsóknin þakksamlega þegin af sjúkl- ingum. — mhg dilkakjöts Hlutfallslegur útflutningur af dilkakjötframleiðslu áranna. var 34.5% árið 1978 , 36.8% árið 1977 og 36.5% árið 1976. Nú um miðjan nóv. höfðu verið sendar úr landi 1500 lestir af frystu dilkakjötiog er það um þriðjungur þess,semgerter ráð fyrir að flytja þurfi út af þessa árs framleiðslu. Talsverð verð- hækkun I erlendri mynt hefur orðið á útflutningsmörkuðunum frá siðasta ári og nemur hækkunin i prósenttölum: 1 Færeyjum um 15%, I Svíþjóð um 17%, I Danmörku um 10%. Verðstöðvun I Noregi, sem gildir til áramóta, hefur komið I veg fyrir hækkun þar að þessu. — mhg Meiri slátrun — minna kjöt Tap sauðfjárbænda 2000 míljónir króna Sauöf járslátrun mun aö I mestu lokiö. i einstaka slátur- I húsi hefur fullorönu fé þó veriö * slátraö fram aö þessu,en litiö er | um aö dilkum sé slátraö. Þann 15. nóv. hafði verið I slátrað samtals 960.999 dilkum ■ og 123.363 fullorönum kindum, | að þvl er Upplýsingaþjónusta I landbúnaöarins segir okkur. I Meöal-fallþungi dilka reyndist ■ vera 13.08 kg. en var I fyrra I 14.38. 1 ár var slátrað tæpum 29 I þús. dilkum fleira en I fyrra en I kjötmagniö reyndist vera 839 ■ tonnum minna. Nú hefur verið I slátrað 33.805 kindum fullorön- I um umfram það sem gert var I I fyrra og kjöt er 616 tonnum • meira. Slátrun dilka er mun minni en I gert var ráö fyrir I upphafi slát- I urtiðar, vanhöld hafa orðiö mun ■ meiri en áætlaö var. Miðaö við I verðlagsgrundvallarverð I I haust nemur tap sauöf járbænda I um 2000 milj. kr. vegna mis- ■ munar á fallþunga dilka nú og I Ifyrra. Tap framleiðenda á þessu ári vegna vanhalda, aukins fóöurkostnaöar og lækkaös * meðalfallþunga er mjög tilfinn- I anlegt. Mestur munur I einu slátur- húsi á fallþunga nú og I fyrra var I sláturhúsi hjð Afurðasölu Friðriks Friörikssonar i Miðkoti I Þykkvabæ, en þar var meðal- fallþunginn 0.22 kg. lægri en i fyrra. 1 öllum sláturhúsum Slát- urfélags Suðurlands var munur- inn tæpt 1 kg. I Arneshreppi á Ströndum var munurinn 2.52 kg., en þar hefur meöalfallþungi dilka undanfarin ár veriö með þvi besta, sem gerist á landinu. Hæstur var meöalfallþungi dilka 15.80 kg. og var það hjá KF Tálknafjaröar á Sveinseyri. I fyrra höfðu bændur I Arnes- hreppi á Ströndum vinninginn. Þá var meöalfallþungi i slátur- húsi Kf. Strandamanna á Norö- urfiröi 16.22 kg. — mhg Meðalfallþungi dilka í nokkrum héruðum 1979kg. 1978 kg. Sláturfélag Suöurlands .. 12.65 13.62 Borgarnes 14.07 Stvkkishólmur .... 15.02 15 45 Búðardalur Isafjörður 15.65 Hólmavlk 16.00 15.06 Hvammstangi Blönduós 14.40 14.43 Sauðarkrókur Akureyri 14.81 Húsavlk 12.28 14.64 Þórshöfn 13.60 15.31 Höfn.Hornafiröi 13.62 14.35 1 — mhg j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.