Þjóðviljinn - 28.11.1979, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 28.11.1979, Blaðsíða 24
DJOÐVIUINN Miðvikudagur 28. nóvember 1979 Gublaugur Arason: Skrifar um sjómannsfjölskyiduna Valið til sýninga á Norðurlöndum: Sjónvarps- leikrit Guðlaugs Arasonar Fyrsta fullgerða vcrkið eftir margumtalað leikrita- námskeiö sjónvarpsins sl. vor, „Drottinn biessi heimil- ið” eftir Guðlaug Arason, vakti mikia athygli á sýningarfundi sjónvarps- stöðva Noröurlandanna i sl. viku og var strax vaiiö til sýningar I Noregi. Finnlandi ogDanmörku, að þvi er Hin- rik Bjarnason forstöðu- maður Lista- og skemmti- deildar sagöi Þjóöviljanum. Leikritið verður jólaleikrit sjónvarpsins. Leikstjóri er Lárus Ýmir Óskarsson og Tage Ammen- drup próddsent. Leikritið tekur uþb. 65 minútur í út- sendingu og f jallar um lif is- lensks sjómanns annarsveg- ar og konu hans i landi hins- vegar, Hannes óg Olgu. Þau eiga tvö börn, standa i skilnaði og tveir mánuðir eru siðan Hannes flutti að heiman og hafa þau þróast sitt i hvora áttina á þeim tima. En er sonur þeirra stórslasast færast þau nær hvort öðru á ný... Hjónin eru leikin af þeim Þráni Karlssyni og SÖgu Jónsdóttur, en önnur hlut- verk i höndum Sigurveigar Jónsdóttur, Baldvins Hall- dórssonar, Arna Tryggva- sonar, Péturs Einarssonar og f leiri. 70-80% verksins eru tekin upp i stúdióisjónvarps- ins, annað útivið. —vh Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga. kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Ltan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. C81333 Kvöldsími er 81348 Heilbrigðisráðherra hundsar kröfu HR Loftmengunarrannsóknum á Grundartanga hætt Magnús H. Magnússon, heil- brigðisráðherra hefur fallist á kröfu Járnbiendifélagsins um að loftmengunarrannsóknum á Grundartanga verði hætt nú þeg- ar og um leið hundsað kröfu Heil- brigðiseftirlits rikisins um aö þeim verði haldiö áfram i hálft ár I viðbót. Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri i heilbrigðisráðuneytinu staöfesti i samtali við Þjóðviljann i gær að ráðherra hefði gefið fyrirmæli um að rannsóknum HR verði hætt nú þegar. Páll sagði að rannsóknirnar myndu siðan hefj- ast á nýjan leik eftir að ofn nr. 2 hefði tekið til starfa á næsta ári og stand i hálft ár eða eitt, eftir þvi hvort ráðherra teldi rétt. Eyjólfur Sæmundsson, deildar- verkfræðingur, sem hefur umsjón með rannsóknunum sagði i gær aö Heilbrigðiseftirlitið teldi nauð- synlegt að þessar eftirlitsrann- sóknir stæðu i 1 ár samfleytt. Hann sagði að forrannsóknir sem stóðu frá april 1978 — april 1979 heföu sýnt að dreifiskilyrðin fyrir útblástur verksmiðjunnar væru nokkuð mismundandi eftir árstið- um. Meira væri um stöðugt loft yfir vetrartimann en á sumrum, en þær 6 mánaða rannsóknir sem nú hafa verið stöövaðar stóöu að- eins yfir sumartimann. Þvi væri nauðsynlegt að mati HR að halda þeim áfram og hefði ráðuneyt- inu verið send ýtarleg greinargerð með þeim tilmælum, þegar stjórn Járnblendifélagsins ákvað að þeim skyldi hætt. Eyjólfur sagði aö i starfsleyfi verksmiðjunnar væri ákvæði sem heimilar HR að gera kröfu til rannsókna, ef ráðherra samþykk- ir þá kröfu, en i þessu tilfelli hefði ráðherrann ekki fallist á sjónar- mið stofnunarinnar. Það er Járnblendifélagið sem kostar þessar eftirlitsrannsóknir sem eru allviöamiklar og hafa þegar kostaö miljónatugi að sögn Eyjólfs. Rannsóknirnar fela i sér kort- lagningu á rykmengun frá verk- smiðjunni, athugun á þungmálm- um i rykinu, á fjölhringa-kol- vetnissamböndum, mörg hver eru krabbameinsvaldar og á brennisteinsdioxiði. Markmiðið með þessum rann- sóknum var m.a. að setja upp reiknilikan fyrir dreifingu út- blástursins um svæðið umhverfis verksmiðjuna en út frá þvi hefði mátt framreikna loftmengunina miðað við stækkun verksmiðj- unnar. Niðurstöður forrannsóknanna liggja nú fyrir i handriti og sagði Eyjólfur að eftirlitsrannsóknirn ar bentu ekki til umtalsverðrar aukningar á rykmengun. Hins vegar hefði brennisteinsdíoxið i andrúmsloftinu hækkað, sérstak- lega á Klafastöðum, sem er næsti bær við verksmiðjuna, en það væri þó undir viðteknum meng- unarstöölum sem notaðir eru i Framhald á bls. 21 Hvað gerir Kjartan viðskiptaráðherra? Bankaráö Seðlabankans á inóti vaxtahadkkun nú A fundi bankaráös Seðlabankans i gær lá fyrir til- laga bankastjórnar um 4% hækkun innlánsvaxta og 2 1/2% hækkun útlánsvaxta, og upplýsti bankastjórnin að rikisstjórnin hefði enn ekki tekiö afstöðu i málinu. A fundinum geröist það i fyrsta skipti f sögu Seölabankans að meirihluti bankaráðs studdi ekki tillögur bankastjórnarinar um vaxtabreytingu. Fulltrúar Framsóknarflokksins, Eirikur Tómasson og Geir Magnússon, vildu fresta vaxtaákvörðunar til áramóta, og fulltrúi Alþýðu- bandalagsins, Ingi R. Helgason, sem nú er formaður bankaraðsins vifdi fresta málinu um óákveðinn tima. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði I málinu eins og i framboðsmálum sinum og Sverrir Júliusson studdi hugmyndir bankastjórnarinnar, en Pétur Sæmundsen kvaðst ekki geta tekið þátt i afgreiöslu máls- ins þar sem „vaxtastefna sem ekki styðst við styrka og samræmda stjórn allra megin- þátta efnahagsmála, sé i raun óframkvæmanleg.” Samkvæmt verðlagsreglu Seðlabankans um útreikning vaxtakjara á grundvelli Ölafs- Framhald á bls. 21 Eggert Asgeirsson framkvœmdastjóri Rauða krossins: Ummælin um RK eru ekki rétt Harðar ásakanir komu fram á hendur RK í sjónvarps- þcettinum frá Kampátseu Menn hrukku illa við i fyrra- kvöid, þegar sjónvarpiö sýndi hina frægu bresku fréttamynd frá Kampútseu, en þessi fréttamynd hefur vakið gffurlega athygli um alla Evrópu að undanförnu. í myndinni kemur fram mjög hörö gagnrýni á Rauða krossinn. Sagt var að hann haldi að sér höndum og að I aðalstöðvum hans f Genf sitji menn og skipuleggi hjálpar- starf i stab þess að hefjast handa, enda ekki nema 6 mánuðir tii stefnu, eftir þann |ima verða engir eftir til að hjálpa i Kampútseu. Hörmungarnar i Kampútseu: Benedikt studdi stjóm Pol-Pot án þess aö bera það undir rikisstjórnina kvæði um hvort það sem kallað er Þeir sem horfðu á bresku fréttamyndina frá Kampútseu i sjónvarpinu i fyrrakvöld, munu flestir hafa setiö lamabir eftir. Og svo mikið er vist, aö um annaö var ekki meira rætt manna á meöal f gær en þessa ógnvekjandi kvikmynd. Sennilega hafa íslend- ingar aldrei veriö leiddir jafn rækilega í sannleikann um glæpa- starfsemi Bandarikjamanna i Indókina og i þessari mynd og þá ekki siður þær afieiðingar hennar aö stjórn Pol-Pot komst til valda i Kampútseu. Þaö hafa ef til vill ekki allir Islendingar gert sér grein fyrir þvi að utanrfkisráöherra Islands, Benedikt Gröndal, studdi stjórn Pol-Pot á þingi Sameinuöu þjóð- anna i haust, þegar greitt var at- rikisstjórn Pol-Pot eða rikisstjórn Kampútseu skyldi taka sæti á þingi SÞ. 1 málum sem þessu er það venja að Norðurlöndin standi saman, en það gerðist ekki að þessu sinni, Sviþjóö og Finnland sátuvhjá, á meðan Benedikt og utanrikisráðherrar Danmerkur og Noregs greiddu Pol-Pot at- kvæöi sitt. Þá er þess að geta, að Benedikt Gröndal bar það aldrei upp innan rikisstjórnarinnar hvort Island ætti aö taka þessa afstööu eöa ekki. Hann tók þessa ákvörðun uppá eindæmi. Bresku fréttamennirnir sem geröu kvikmyndina sem sýnd var I fyrrakvöld sökuðu Vesturveldin um að hafa stutt stjórn Pol-Pot af ótta við að styggja hina nýju vini sina i austri, Kinverja og stefna þar með i voða viöskiptum við Kina. Þetta er þung og alvarleg ásökun, en þeim mun alvarlegra er þaö fyrir okkur Islendinga að utanrikisráðherra okkar skuli vera svo bundinn á klafa Vestur- veldanna að hann gat ekki eða mátti ekki sýna þann manndóm, að styðja viö bakið á þvi hrjáða fólki sem við sáum i kvik- myndinni frá Kampútseu i sjón- varpinu i fyrrakvöld. Þjóðviljinn reyndi árangurslaust i allan gærdag að ná tali af Benedikt Gröndal. Hann var viðlátinn i for- sætisráðuneytinu en samt var ekki hægt aö fá að tala við hann um þetta mál. -S.dór — Ummæli breska frétta- mannsins um RK eru ekki rétt. Þessi fréttamynd hefur veriö sýnd um alla Evrópu i haust, og ég sat fund i aðalstöðvum RK i Genf þar sem þessi mynd var til umræðu með meiru og þar kom fram að ekkert sé hæft i fullyrð- ingum bresku fréttamannanna, sagði Eggert Asgeirsson fram- kvæmdastjóri RK á Islandi, er við ræddum við hann um myndina i gær. Eggert fullyrti að það sem kæmi i veg fyrir að RK gæti hjálpað i Kampútseu væri að stjórnvöld þar vildu ekki að erlent hjálparfólk kæmi inni landið. Rauði krossinn aftur á móti tæki það ekki i mál að senda hjálpar- gögn, lyf og matvæli inni landið án þess að geta tryggt það aö þeir sem þeirra þyrftu með fengju þau. Alltaf væri hætta á að slikum varningi væri stolið og hann kæmist ekki til þeirrasem ættu aö fá þau. Eggert var spurður hvers vegna RK á Islandi og raunar viðar einbeitti sér að hjálpar- starfinu i Thailandi, þar sem ástandið er margfalt betra, eftir þvi sem bresku fréttamennirnir sögðu, en þeir fullyrtu að engin höft væru á þvi að hjálparmenn fengju að koma inn i Kampútseu. Eggert svaraði þvi að höft hefðu verið þar á. En varðandi starfið i Meðan börn deyja er háð strið um það um hvaða hendur hjálpin fer. Thailandi sagði hann að bæði væri þörf á hjálp þar og svo hitt, að hjálparfólk RK biði við landa- mæti Thailands og Kampútseu eftir þvi að þau yrðu opnuð þann- ig að hægt væri að koma fólki i Kampútseu til hjálpar. Þá benti hann á að ástandið varðandi matvæla og lyfjasend- ingar til Kampútseu hefðu batnað mjög eftir að þessi fréttamynd var tekin og að i nóvember hefðu um það bil 14 þúsund tonn af hjálpargögnum verið send og nú þessa dagana væru um það bil 1100 tonn að berast Kampútseu- mönnum. — Það er alrangt að pólitik spili hið minnsta inni starf RK, hann er alls ekkert háður rikisstjórn- um þeirra landa þar sem hann starfar og hjálparstarf hans fer ekkert eftir þvi hvaða afstöðu rikisstjórnir hinna ýmsu landa taka. En eins og ég sagði áðan hefur það komiö i veg fyrir að RK gæti hjálpað i Kampútseu að stjórnvöld þar hafa ekki viljað hleypa hjáiparfólkinu inni landið, sagði Eggert Asgeirsson að lok- um. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.