Þjóðviljinn - 28.11.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.11.1979, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. nóvember 1979 Frá F j ölbr au taskólanum í Breiðholti Aðstoð vantar á skrifstofu skólans næstu vikur vegna mikilla anna. Upplýsingar i sima 75600 eða á skrifstof- unni Austurbergi 5. Skólameistari. Hafnarskrifstofan í Reykjavík óskar að ráða sendil. Æskilegt að hann hafi vélhjól. Hafnarskrifstofan Hafnarhúsinu. Happdrætti Þjóðviljans 1979 Allir sem fengið hafa heimsenda happdrættismiða eru hvattir til að gera skil strax. Viðbótarmiðar fást á skrifstofu happdrættisins og hjá umboðsmönnum. Happdrætti Þjóðviljans 1979. Landssmiðjan SÖLVHÓLSGÖTU• 101 REYKJAVIK-SÍMI 20 680-TELEX 2207 Vantarþig hillur-hirslur á lagerinn, verkstæðið, í bílskúrinn eða geymsluna ©DEXION Landssmiöjan hefur ávallt fyrirliggjandi allar gerðiraf Dexion og Apton hillum. Uppistöðurnar eru gataðar og hillurnar skrúfaðar á eða smellt í. Það geturekki verið auðveldara. f—■“““““ öllum þeim fjölmörgu sem heiöruöu minningu Páls Lárussonar, húsasmiöameistara, Egilsstöðum og sýndu okkur samUB og vináttu viB andlát hans og útför færum viB hjartans bestu þakkir. Gufirún Guömundsdóttir, synir og systkini hins látna. Nær hálfa öld á hafi útí Minningarorð um Elias Þórarinsson sjómann frá Ólafsvik 1 dag má eignast á svipstundu ótal kunningja, en aö leita eftir vini, þaB er önnur saga. Hann er þvi vandfundinn i dag á landi voru. Þvi þykir mér heiöur aö þvi aö geta með sanni sagt, að hér er ég aö kveðja einn af fáum sönnum vinum hér i Hafnarfirði. Kynni okkar hófust með þeim hætti, er nú skal frá greina. Þaö bar til einn góöveöurs vordag i mai árið 1960 að ég kom meö skip mitt Hrefnu til Olafsvfkur. Viö vorum á handfæraveiöum viö Jökulinn. Þetta var einn af hinum fógru morgnum, sem Ólafsvlk hefur upp á aö bjóða, rennibliöa og stafalogn. Víkin iöaði öll af lifi. Lagstí var aö bryggju viö Norö- urgaröinn. Trillukarlarnir aö halda til handfæraveiða á vikinni. Þar meö Elias. Honum lá samt ekki meira á en svo, aö hann gaf sér tima til aö taka viö landfest- um frá okkur. Þaö voru snör handtök þar að verki, sýnilegt að hann var ekki að binda skip við bryggju i fyrsta sinn. Kvikur og snar i hreyfingum. Komdu sæll, hver er maðurinn? Elias heiti ég. Markús heiti ég ér frá Hafnarfirði. Hvað er aö kunn- ingi? Bilaður dinamór. Ekki er það gott að verða að koma inn núna, þvi þaö getur oröiö gott fiskiri á vikinni I dag, það er i torfum og veöur allsstaöar. Þaö þýöir ekki aö fást um þaö, þvi' aö við erum meö rafmagn til aö starta i gang svo ég verö aö fá þaö i lag. Hvernig er að fá ráfvirkja hér? Þaðá aö vera ágætt, en þeir koma svona upp Ur átta. Verk- stæöið er hér rétt fyrir ofan. Hvernig er að losna viö saltfisk hér? Það er enginn vandi. Hann Viglundur Jónsson i Hróa kaupir megnið af trillunum og saltar. Er hann traustur greiðslumaöur? Hann Víglundur skal ég segja þér: Hann er traustari en nokkur banki. Pottþéttur maður i einu og öllu. Láttu mig þekkja manninn; meö honum i mörg ár á Fróöa. Er hann heima? Já, hann kom Ur Reykjavik i gærkvöldi. Og ef ég þekki hann réttveröurhann kom- inn á bryggjuna um sjöleytið. Það stendur ekki á honum aö greiöa götu þina, það skal ég segja þér. Þetta er höföingi. Viltu ekki koma og fá þér kaffisopa? Má ekki vera aö þvi, kunnningi. Kem þegarvið komum aö I kvöld, þaö er alveg að koma fallaskipti.' Þar meö var hann rokinn. TrQlan beiö hans og sá guli á vikinni. Þegar svo þeir fóru út höfnina veifaði hann til okkar eins og viö hefðum þekkst alla tið. Um sjöleytiö kom svo Viglund- ur ofan á bryggju, og hann var fljótur aö greiða götu mína á all- an hátt. Viö lönduöum röskum tveimur tonnum af saltfiski. Hann visaöi mér til rafvirkja, og um kvöldiö var viögeröinni lokiö. Um kvöldiö kom svo Elias um borð, þeir höfðu fengið eitt og hálft tonn, voru tveir á trillunni. Sæmilegt það. Þegar Eliasfórfrá boröi varö mér aö orði: Þú átt einhverntimann leiö suöur, þá máttu leita til min, ef þig vanhag- ar um eitthvaö Elias. Þaö getur veriö gott að eiga þig aö siöar kunningi. Þarmeö var hann rok- inn. Elias Þórarinsson var fæddur hinn 20. júni 1917. t húsi sem nefnt var Varmilækur. Foreldrar hans voru hjónin Fanney Guömunds- dóttir og Þórarinn Guðmundsson. Elias var elstur sex barna. Upp- vaxtarár Elíasar voru eins og þá var algengt i Ölafsvik. Atvinnu- leysi meiripartinn af árinu, og fátt um feita drætti. Og það var algengt, að fólk þáöi af sveit. Börn sem urðu aö lifa undir þvj, aö ef foreldri þeirra heföu þegiö fyrir greiöslu af hreppnum, þá var litiö á þessi börn sem annars og þriöja flokks fólk. Og þar sem faöir Eliasar veröur snemma fyr- ir heilsutjóni, hef ég grun um, aö hjálp hafi þau hjón þurft frá hreppnum, og þaö hafi ætlö sett mark sitt á drenginn. A þessum árum var þaö algengt, aö togarafloti landsmanna, og einnig af erlendum þjóöernum skófu fiskimiö Ólafsvíkinga upp i landsteina. Og tiöastir gesta voru þeir er hátiö frelsarans nálgaöist. Þá áttu þeir til meö aö toga á vik- inni meö byrgö ljós, eöa breitt yf- irnafn og einkennisstafi. Svo þaö var ekki glæsilegt upp Ur áramót- um fyrir Ólafsvikinga aö hefja veiöar aö slíkum rányrkjustörf- um nýloknum. Við þessi uppvaxt- arskilyröi á sjó og viö land slitur Elias barnskónum. Hann er far- inn að róa á smábátum aðeins 12 ára gamall. Og þegar fermingin var um garö gengin tekur sjórinn viöhans lifsstarfi til nær fimmtlu ára, þegar heilsa hans er brostin og s jópokinn er lagöur á bakiö og haldiö til lands. Þá er Elias held- ur á hafiö eru hinar stærri trillur talin til stórskipa. A smáskipum fær hann undirstöðuþekkingu i öllu er varöar eftirtekt viö fisk- veiöar, enda margur góöur sjó- maöurinn komið til starfa á hin stærri skip einmitt þaöan,og ekki gefið eftir i aflabrögöum, þegar hin haröa lifsbarátta hófst um frægö og frama á hinum stærri fiskiskipum. Elias tók svokallaö litla punga- próf, sem kallaö var. Hann var ætiö fengsæll aö mér er tjáö. Athyglisgáfur Ellasar voru frá- bærar. Mér hefur veriö tjáö, aö þar sem Elias var i skipsrúmi, hvortheldur hélt um stjórnvölinn sjálfur, eöa var i starfi hjá öörum, sýndi hann rikulega hæfileika. Þegar veður versnaöi og straum- hnútar nálguöust skipið var hann mjög glöggur aö sjá til brota og ó- laga, sem voru aö riöa á skipiö. Hann foröaöi æöi oft slysi, og jafnvel þvi aö menn færu fyrir borð er sjór reið á bátinn. Gæfustund rennur upp. Arið 1937 veröur ung kona fyrir þvi aö missa eiginmann sinn frá fimm ungum börnum. Gyöa Gunnars- dóttir. HUn var gift Randver Kristjánssyni sjómanni. Þetta var þungur harmur fyrir 24 ára konu sem stóö nú uppi meö hinn unga barnahóp. Ég sýni hér að- stæður hinnar ungu ekkju, lif hennar fyrstu árin, þetta er sU mynd, sem ungar ekkjur i þá daga urðuaðbUa viö.Þaöer ann- að i dag, þótt vinamissir sé ekki sársaukalaus hverju sinni. Þegar Gyða er oröin ekkja fær hUn ekknabætur á mánuði-.Kr. 106,04 aura. A þessu átti hUn aö fram- fleyta heimilinu. Þessa peninga sótti hUntil Jdnasar Þorvaldsson- ar kennara og siðar skólastjóra. Hann var einnig oddviti i Ólafs vík þá. HUn haföi engin efni á þvi að kaupa kol í eldinn svo hUn tók upp mó fram á fjalli i sam- vinnu við hjálpsama nágranna. A sumrin varð hUn aö bera mdinn á bakinu framan Ur fjalli og heim. Einnig hlóö hún upp i hrauka til vetrarforða. Einnig má geta þess, aö allan þvott varðhún aö fara meö fram i á, þar sem nú er rafstöðin og allt boriö á höndum, að heiman og heim. Gyða segir mér: Þetta var ekki aðeins mitt lif. Þetta var li'í margrakvenna,sem stóöu isömu sporum og ég. Einn dreng missir hún lOáragamlan af börnum sem hún eignaðist meö Randver heitn- um. Þáhafa þau tekið saman Eli- as og hún. En þaö er áriö 1940, sem þau hefja búskap. Þaö ár eignast þau sitt fyrsta barn. En þauáttueftir aö veröa sex. 5 dæt- ur og einn sonur. Þorbjörg Guö- mundsdóttir fyrrum ljósmóðir i Ólafsvík sagöi mér, aö þaö hafi verið mál manna þar vestra, að Elias heföi verk aö vinna, aöeins 23 ára, þegar hann tekur aö sér ekkjuna með fimm börn. En sam- heldni þeirraGyöu og Elíasar var einstök. Dugnaöur frábær og rik sjálfsbjargarviöleitni. Erfiöleikarnir voru margir. Bakkabær hét hús þeirra, litið og aö falli komiö. Hreppurinn var beöinn um aöstoö, en hún var vægast sagt naumt skömmtuð. Ekknastyrkurinn stóö sem trygg- ing og hjálpin frá hreppnum var endurgreidd. En þeir heiðurs- mennsem veittuþeimhjálp viö ai endurreisa Bakkabæinn tóku ekki eyri fyrir sitt framlag — en þaö voru þeir Steinþór Bjarnason og Hans frá Keldulæk. Gyöa hefur óskaö eftir þvi viö mig að færa öllum þeim sem veittu þeim hjálp viö aö koma upp sinum barnahóp i Ólafsvik á einn eöa annan hátt sérstakar þakkir. Hér er enginn öörum fremri aö mati þeirra Elíasar og Gyöu og i þeirra hjörtum eru allir jafnir. Elias heitinn var eftirsóttur sjómaður, og ávallt I skipsrúmi með fengsælli skipstjórum i Ólafsvik, — Viglundi Jónssyni á Fróöa, Halldóri Jónssyni á Vik- ingi, Guölaugi Guðmundssyni á Glaö. Þetta segir sina sögu af sjó- manninum Eliasi Þórarinssyni. Þau Elias og Gyöa komu upp 10 mannvænlegum börnum I Ólafs- vik.oghafa þau nú öll stofnaö sfn eigin heimili vitt og breitt um landiö. Elias var meira en tveggja manna maki. Han gat lyft stóru Grettistaki, sem aörir i dag leika ekki eftir. Ariö 1962 halda þau frá Ólafsvik til Hafnarfjarðar og kaupa hæö i húsi Tjarnarbraut 27. Þar bjuggu þau siðan. Þaö fór nú sem fyrr að Elias var ekki búinn að vera lengi hér, er hann fer til verka hjá hinu rómaöa fyrirtæki, Einar Þorgilsson og Co. Siöar fer hann til Haraldar Kristjánssonar verkstjóra i Oliustöðinni. Hanner nú sem fyrr eftirsóttur verka- maður. Hann leitar einnig á sjó- inn um tima. Hann var einnig eftirsóttur beitaingamaöur hér um slóðir. Gyöa hefur beöið mig fyrir þakkir til allra er greiddu götu þeirra hér syðra. Sérstakar þakk- ir vill hún færa stjórn sparisjóðs- ins hér i Hafnarfiröi, sem ávallt hefur leyst þeirra vanda með sæmd, ef þau hafa þurft á að halda. Núhin siöari ár var Elías heit- innheilsulitill maöur, sem hjarta- og astmasjúklingur. Þetta var þung byrði sem á heimiliö var lögö. Meö samhjálp samherjans i lifinu var þessi þraut honum ekki eins þung. Gyða Gunnarsdóttir stóö sem fyrr fyrir sinu. Þegar svo var komiö aö Elias gat ekki stundaö sjó gerist hann vaktmaö- ur hjá Hafskip, en það er áriö 1970. Og sinnti þvi starfi til dánardægurs. En Elias andaöist aö kvöldi hins 15. nóvember. Elias baö mig að færa öllum kveöjusfna, sem á einn og annan hátt veittu honum hjálp hin síö- ustu ár i þungbærum veikindum. Eitt nafn skal hér nefnt aö ósk hins látna vinar. Þaö er Arni Gunnlaugsson hrl., sem var honum i einu og öllu sannur vinur i raun, þegar Elias þurftiá aö halda i veikindum sin- um hin siöari ár. Sjálfur get ég ekki þakkaö Eli- asi sem skyldi. En enginn veit hver átt hefur fyrren misst hefur. Minningarorðum minum er lokiö um Elias Þórarinsson frá Ólafsvík, sem skilaði nærri hálfri öld á hafi Uti. Sannan son þjdöar sinnar. Égfæri Gyðu Gunnarsdóttur og börnum þeirra einlæga samUB- arkveöju og fjölskyldum þeirra. Vinurkær.Farþúi friöi. Friöur guö þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Að deyja er það dásamlegasta viö þaö lif sem við lifum. MarkUs B. Þorgeirsson skipstjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.