Þjóðviljinn - 28.11.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.11.1979, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. nóvember 1979 Mibvikudagur 28. nóvember 1979 WÓÐVILJINN — SIÐA 13 ELSA KRISTJÁNSDÓTTIR, ODDVITI, f 3. SÆTI G-LISTANS f REYKJANESI: SVAVA JAKOBSDÓTTIR: Skiptir máli hvort Sjálfstæðisflokkurmn eða verðbólgan stelur af láglaunafólki? Staöan i islenskum stjórn- málum þessa dagana minnir um margt á það ástand sem rikti fyrir einum áratug. Þá hefði hin alræmda „viðreisnar” stjórn Alþýöuflokks og Sjálfstæðisflokks verið viö völd i nær 12 ár. Sú stjórn haföi það að yfirlýstu- markmiöi sinu að rétta við efna- hag landsins og kveða niður verðbólguna. Þegar leið á valdatima þeirrar stjórnar, var alþýðu þessa lands ljóst, að ef hún ætti að eiga nokkra von um mannsæmandi líf I frjálsu Islandi, yrði að koma „viöreisnar” stjórninni frá. Samfelld styrjöld við verkafólk „Viðreisnar” timar Sjálfstæðisflokks og Alþýðunokks einkenndust af samfelldri styrjöld við verkafólk og annaö launafólk, sjálfsagður réttur hvers vinnufærs manns til atvinnu var fótum troðinn undir yfirskini „efnahagsviðreisnar” meö þeim afleiðingum að fjöldi manns varð að leita sér lifs- bjargar i öðrum löndum, aldraö fólk og öryrkjar hafði tæplega til hnifs og skeiöar, félagsleg þjónusta var i lágmarki (t.d. fengu hin örfáu dagheimili sem þá voru til í landinu aðeins smálúsarstyrk á fjárlögum ár hvert i stað lögbundins rikisfram- iags nú). Orkan á gjafverði til auðhringa — Herinn „sverð og skjöldur” Viðreisnarstjórn Alþýöuflokks og Sjálfstæðisflokks neitaði aö taka ákvörðun um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar en seldi erlendum auðhring fallvatnsorku fyrir spottpris um leið og hún boðaöi þjóðinni þann fagnaöar- boðskap alþjóðlegra auðhringa að kjarnorkan væri framtiðin i orku- máium. Þess vegna ætti þjóðin að þakka fyrir aö fá álveriö i Straumsvik. Alþýðuflokkurinn hvatti á þessum árum mjög til inngöngu i Efnahagsbandaiagiö á þeim forsendum, að besta leiðin til aö varöveita sjáifstæði landsins væri aö farga þvi. Innræting allra hernámsflokk- anna varöandi ameriska hersetu hneig i þá átt, aö hér I landi væri ekki lengur „ili nauösyn” heldur „sverð og skjöldur” landsmanna og ötullega var gengiö fram i þvi aö þagga niður alla lýöræðislega umræðu landsmanna um erlenda hersetu. „Glöggt er það enn sem þeir vilja” En af hverju er ég að rifja þetta allt upp nú? Er þetta ekki löngu liðin saga, spyr ef til vill ungt fólk sem nú er að kjósa i fyrsta sinn. Ég er að rifja þetta upp nú, vegna þess að einmitt þessa dagana er sagan að endurtaka sig: Ariö 1959 bar kosningar að með þeim hætti að minnihlutastjórn Alþýöu- flokksins sat að völdum meö stuðningi Sjálfstæðisflokksins og siðan tók við áöurnefnd „virðreisnarstjórn" þessara tveggja flokka. Og nú boöa þessir sömu flokkar nákvæmlega sömu stefnuna og þá var rekin, en miklu harðari. Nú dugir ekki samfelld styrjöld, heldur skal mala allt niður i einu vetfangi meö leiftursókn i trausti þess aö fólk hafi gleymt. Svava Jakobsdóttir: Niðurstaða þessara kosninga verður öriagarik og ábyrgð kjósenda er mikil. Sjálfstæðisflokkurinn boðar stórfeilda kjaraskeröingu til handa verkafólki og launafólki og réttlætir þessa aðför sina með þvi aö veröbólgan steli af láglauna- fólki. En ég spyr: er nokkur munur á þvi hvort það er verö- bólgan eöa Sjálfstæðisflokkurinn sem stelur af láglaunafólki? Og ekki er Alþýðuflokkurinn siöur ákveöinn i aö ná árangri I kjaraskerðingar- og samdráttar- áformum sinum. Um þaö sagöi Eiöur Guönason i stjórnmála- umræöu i útvarpi s.l. mánudag: „Viö munum aftur sprengja stjórn ef viö náum ekki árangri”. Ómæld framtíð í veði Sama vantrú á islenska atvinnuvegi og einkenndi „viðreisnarstjórnina” rikir enn og er haldið fram blygöunarlaust. Boöut er aukin stóriðja i höndum erlendra auðhringa. Nái slik áform fram að ganga bindur það þjóðina um ófyrirsjáanlega framtiö. Nú er þvi ekki aöeins veriö aö kjósa til fjögurra ára — nú er kosiö um efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæöi um ómælda framtiö. Sjaldan hafa þvi mörkin veriö skýrari. en nú. Kjósendur hafa stefnu Alþýöu- flokks og Sjálfstæðisflokks ódulbúna á borðinu. Niöurstaöa þessara kosninga veröur þvi örlagarik og ábyrgö kjósenda mikil. Vinstri menn sameinist Þaö tókst að koma „viöreisnar- stjórninni” frá af þvi aö vinstri öflin I landinu náöu saman. Þaö er ekki siöur brýnt nú en árið 1971 að vinstri menn og launamenn taki höndum saman gegn óþjóö- hollum afturhalds- og kjara- skerðingaröflum. Vinstri menn eru dreiföir — margir einlægir vinstri menn og verkalýössinnar hafa kosið Alþýöuflokkinn og margir einlægir vinstri menn hafa kosið Framsóknarflokkinn, en það verður aldrei of oft sagt, að einmitt sú staöreynd, að vinstri menn eru dreifðir, er veik- leiki vinstri manna og stór þáttur i styrkleika ihaldsins. Undir forustu Alþýðubandalagsins Auövitað er baráttan fyrir samhyggju og samneyslu ströng og stundum veröur ekki betur gert en halda i horfinu i einstökum málum. En þegar við metum störf þeirra vinstri stjórna sem hér hafa veriö viö völd, skulum viö lfta yfir lands- lagiö allt en ekki einblina á einstakar misfellur. Mörgu jákvæöu hafa þessar stjórnir komið til leiöar, en margt er enn ógert. Leiðin til aukinnar sóknar og hertrar baráttu fyrir hugsjónum okkar, er sú ein aö efla Alþýðubandalagiö og tryggja forustu þess i raunverulegri vinstri stjórn. Engin önnur leiö er fær. NÝ OG HERT VIÐREISN BINDUR ÞJÓÐINA UM ÓFYRIRSJÁANLEGA FRAMTÍÐ „Hlutirnir taka oft lengri tlma en nauðsynlegt er.” Elsa Kristjánsdóttir, oddviti i Miðneshreppi skipar 3. sæti G- listans i Reykjaneskjördæmi og gómaði blaðamaður Þjóðviijans hana kvöldstund I siðustu viku, þegar hún átti erindi til Reykja- víkur og var tilgangurinn sá að fræðast ögn um hana sjálfa og störf hennar þar syðra. Elsa er Snæfeilingur, frá Hólkoti i Staðarsveit en hefur búið ásamt manni sinum og tveimur börnum i Sandgerði frá þvi i maímánuði 1974. Þar vinnur hún sem gjaldkeri I Landsbank- anum og I sveitarstjórnarkosn- ingunum I fyrra skipaði hún efsta sæti H-listans, lista Alþýðubanda- iagsins og Framsóknarflokksins, en listinn hlaut tvo menn kjörna. Elsa hefur siðan gegnt oddvita- störfum og hún var fyrst spurð aö þvi hvernig það kom til að hún fór að sinna sveitarstjórnarmáium. „Já, — ef maður vissi það nú”, sagöi Elsa. „Ég var beöin aö taka sæti á listanum fyrir kosningarn- ar siðustu; ég játti þvi eftir nokkra umhugsun og þar með var ég komin á kaf i þetta. Ann- ars má segja að ég sé alin upp við þetta, — pabbi var i hreppsnefnd fyrir vestan svo lengi sem ég man eftir og var einnig hreppstjóri. Fundir voru oft haldnir heima i ,Suðurnesin hafa verið einskis manns land1 Uppbygging atvinnulífsins og iðnþróun eru brýnustu verkefnin stofu svo ég kynntist fljótt um- ræðum um sveitarstjórnarmál. Aður en ég tók sæti I hreppsnefnd- inni i Sandgerði haföi ég verið kjörin endurskoöandi hrepps- reikninganna um nokkurt skeið svo ég haföi nokkra innsýn í f jár- málin og reksturinn. Ahugi minn á þátttöku i stjórnmálum vaknaði eiginiega i Fjölbrautaskólanum i Keflavik”, sagði Elsa, en þetta er þriöji veturinn sem hún stundar þar nám i öldungadeild. „Þar fékk ég m.a. þaö verkefni að skrifa rit- gerð um byggðaþróun á Suöurnesjum, sem varö til þess aö ég kynnti mér þau mál vand- lega.” — Stefnirðu á áframhaidandi nám eftir stúdentsprófið? „Ég fór i Fjölbrautaskólann til þess aö auka þekkinguna og vikka sjóndeildarhringinn. Mig langaði til aö fara I nám og þar sem Fjöl- brautaskólinn var við bæjarvegg- inn og ég hafði aðstöðu til að stunda þetta, skellti ég mér bara. Ég sé ekki eftir þvi og kannski fer ég i háskóla i ellinni”, sagöi hún og hló. „Annars hefur námiö auövitaö gildi I sjálfu sér. Þó maöur afli sér dcki ákveöinna réttinda eöa prófa meö þvi, þá nýtur maöur þess i starfi.” Nóg að gera! — Þú hlýtur að hafa nóg að gera með heimili, i kvöldskóla, hálfs dags vinnu og oddvita- störfin. Attu nokkrar tómstundir? „Já, —þetta fyllir alveg timann og eiginlegar tómstundir eru fáar. Hins vegar má segja aö ég sinni þessu öllu sem tómstunda- ogáhugamálum nema gjaldkera- starfinu auðvitaö.” — Hvað er svo helst að gerast i s vei t ars t j ór na rm á Ium i Sandgerði? „Fyrir utan allra venjulegustu mál eins og lagningu slitlags á götur, og vatns- og skólplagnir, þá hefur verið unniö geysilega mikiö i hafnarframkvæmdum. Þá er bygging nýs iþróttahúss komin á lokastig og kemst þaö væntanlega I gagnið i næsta mán- uöi. 1 kosningabaráttunni I fyrra lögðum við mikla áherslu á að komiö yröi á fót æskulýösstarf- semi Iplássinu og þaö fór af staö i sumar. Ifyrstasinnvarskipulögð sérstök unglingavinna, komið upp starfsvelli fyrir yngri krakkana og iþróttanámskeiöi og sett á fót tómstundanámskeiö i samvinnu „Konur hijóta að verða að takast á við öll pólitlsk vandamál sem upp kunna að koma, hvort sem þau eru svokölluð „kvennamál” eða ekki.” við þau félög sem eru á staönum, — knattspyrnufélagið og kvenfé- lagið. Þetta er enn á byrjunar- stigi og á væntanlega eftir aö þró- ast og m.a. veröur komiö upp skólagöröum á næsta sumri. Þá erum við að koma upp heimilis- þjónustu fyrir sjúkiinga og aldr- aða en ekkert slikt var fyrir hendi.” Dagheimilið strandaði i kerfinu — Finnst þér þd sjá árangur af störfum þfnum i hreppsnefnd- inni? „Mér finnst það, já”, sagði Elsa eftir nokkra umhugsun. „Unglingastarfinu hefur verið mjög vel tekið og áhugi mikill. Að visu taka ýmsir hlutir mjög langan tima og oft lengri en nauö- synlegt er aö þvi er manni finnst. Það var t.d. meiningin að byggja dagheimili á þessu ári, enda er þaö sem fyrir er allt of lítiö og eins i svo slæmu ástandi að ekki er við það unandi. Þessi nauðsyn- lega bygging strandaði hins vegar i kerfinu, eins og sagt er. A fjárhagsáætlun var reiknaö með að húsiö yröi fokhelt á þessu hausti, en teikningarnar eru ekki tilbúnar ennþá! Þaö hafa reynst mörgljón á veginum,enda er þetta ein af þeim framkvæmdum, sem rikið kostar að hluta og þeir þurfa sinn tima. Þá átti einnig á þessu ári að byggja leigu- og söluibúöir á vegum sveitarféiagsins, en framkvæmdir hafa tafist svo að af þvi verður ekki fyrr en á næsta ári. Annað hefur gengið betur og verkefnin eru næg. Umhverfis- málum i hreppnum hefur t.d. veriö allt of litið sinnt og það er brýn nauðsyn að gera stórátak i hirðingu og snyrtingu bæjarins. Næsta sumar er ætlunin að koma upp útivistarsvæöi og eins að að- stoöa fólk við að koma upp göröum viö hús sin með þvi að útvega garöyrkjuráðunauta.” — Nú höfum við eingöngu rætt um sveitarstjórnarmáiin, en þú er nú i framboði tii þings. Yrði ekki mikil breyting að fara að sinna svokölluðum landsmálum? „Það er auðvitað tvennt ólikt að starfa aö sveitarstjórnarmálum og á þingi. A svona litlum stööum verða málin mun persónulegri, — þau eru nær þér og það hefur sina kosti og sina galla. Þú þekkir betur til en jafnframt verða málin viðkvæmari. Hins vegar er þetta mjög skemmtilegt starf einmitt vegna þessarar nálægöar og ég er viss um aö þekking á sveitar- „Kannski fer ég I Háskólann I ellinni.” stjórnarmálum nýtist vel i þing- störfum. Viöfangsefnin eru kannski ekki svo ólik þó þau séu stærri i sniöum. Stóra málið fyrir okkur Suðurnesjabúa er byggðaþróunin og atvinnumálin og þau mál verða t.d. ekki leyst nema skiln- ingur sé fyrir hendi meðal þingmanna. Einskis manns land Suðurnesin hafa i raun verið einskis manns land. Þau teljast vart til landsbyggðarinnar og heldur ekki til höfuðborgar- svæöisins og þau hafa á undan- förnum árum orðið útundan I þeirri uppbyggingu atvinnulifs sem annars staðar hefur orðið. Endurnýjun fiskiskipastólsins hefur verið hægari þar en annars staðar, fiskvinnslustöðvarnar hafa dregist aftur úr i tækjabún- aði og byggingum og ég held að flestum finnist nú kominn timi til að átak sé gert i atvinnumálum og þá sérstaklega iðnaðarupp- byggingu á Suðurnesjum. Þetta ástand á sér sina sögu. A viðreisnarárunum var litiö gert fyrir landsbyggöina alla og fólk flykktist til Reykjavikur I at- vinnuleit. Þegar vinstri stjórnin tók við var landsbyggðin ennþá verr á vegi stödd en Suðurnesin, þar sem atvinna var i þaö minnsta næg. Vinstri stjórnin vatt sér þvi I þau verkefni sem viö blöstu á landsbyggðinni og það bar mikinn árangur. Skipulögö uppbygging atvinnulifs og togarakaupin sneru þessari öfug- þróun viö um allt land. Þetta var brýnast i þá daga, en þýddi um leið aö Suöurnesin drógust aftur úr og á timum hægri stjórnarinn- ar var lika litiö fyrir þau gert. Það var t.d. ekki fyrr en nú i haust að Byggöasjóöur var opn- aöur fyrir lánveitingum til þessa svæöis og þá fyrir forgöngu Geirs Gunnarssonar.” Yfir 15% vinna á Vellinum —Hvernig er atvinnuástandið i Sandgerði? „Þar er næga atvinnu að fá og enginn á atvinnuleysisskrá en fjöldi Sandgerðinga sækir vinnu út fyrir plássiö og eitthvað rúmlega 15% ibúanna hafa framfæri sitt af Vellinum. Atvinnan heima fyrir byggir upp á útgerð, fiskvinnslunni og bygg- ingariönaði, en undanfarin ár hefur mikiö veriö byggt i Sand- gerði. Þó ekki sé hægt að segja að (Ljósm. ÁI). atvinnuleysi sé I Sandgeröi, þá er ég viss um aö ef völ væri á fjölbreyttari störfum t.d. i iðnaði, þá kæmu fleiri á vinnumarkaöinn og færri myndu vinna á Vellinum. Fyrir kvenfólk er t.d. úr mjög fábreyttum störfum aö velja, — ýmist I frystihúsinu eöa á Vellin- um. Þjónustustarfsemi sækj- um viö til Keflavikur, þar eru verslanir, fógeti, lögregla, sjúkrahús og skólar. I sumar var unniö aö könnun á stööu iönaöar á svæöinu en þaö er forsenda fyrir þvi að hægt sé aö byggja upp áætlun um iðnþróun. Maöur hefur þvi von um að þetta sé i sjónmáli núna, en ég tel reyndar aö þaö sem hefur háö allri iðnaöarupp- byggingu á Suöurnesjum sé Völl- urinn.” Sérstaða Suðurnesja — Nú er mikil samvinna milli sveitarfélaganna á Suðurnesjum, og raddir hafa heyrst um að Suðurnesin ættu að vera sérstakt kjördæmi. „Suðurnesin hafa vissulega ákveöna sérstööu i kjördæminu og þessi mikla samvinna hefur ýtt undir þessar raddir. Sveitarfélög- Framhald á bls. 21. Afmælishátíð í Eyjum hefst í dag 1 dag hefst vegleg afmælishátíð i Vestmannaeyjum og stendur hún fram á sunnudag. Þjóðviljinn hafði samband við Val Valsson formann framkvæmdanefndar hátiðarinnar og spurði hann nánar um tildrög hennar. — Hver er aðdragandinn, Valur? — Hann er sá að i þessum mánuði eru 50 ár liðin siðan Alþýöuhúsið var formlega vigt og auk þess er á þessu ári 45 ár siöan Sjómannafélagið Jötunn var stofnað og 40 ár frá þvi að Verka- lýðsfélag Vestmannaeyja var stofnað. Þessi tvö félög ásamt Verkakvennafélaginu Snót eiga Alþýðuhúsið og munu þau öll standa aö afmælishátiöinni i nafni Alþýðuhúsiins. — Hefur Alþýðuhúsið gegnt mikilvægu hlutverki I Eyjum? — Það er vel við hæfi að minnast 50 ára afmælis Alþýðu- hússins með mikilli virðingu. Þaö hefur veriö stökkpallur verka- lýöshreyfingarinnar hér til aö öölast reisn og hleypa nýju lifi i baráttu verkafólks við sjávarsið- una. — Hvernig stendur á þvi að hátiðin er haldin svona rétt fyrir kosningar? — Viö tókum ákvöröun um aö halda hana i júli s.l. og i ágúst var beinagrind aö dagskrá komin. Timinn hafði verið valinn með hliðsjón af þvi að sildar- og loönu- veiöum átti þá aö vera lokiö og verkafólki til sjós og lands heföi þar af leiðandi tima til að njóta þess sem félögin hafa upp á aö bjóða. Húsnæði undir sýningar hafði verið pantað og fastsett löngu fyrir fram og þó aö nokkurt bakslag hafi k'omiö hjá okkur þegar kosningar voru ákveönar i byrjun desember, þá var ómögulegt að fresta þessari hátiö. Við hefðum þá þurft að fresta henni i hálft eöa heilt ár. — Hvað verður um að vera á hátíðinni? — Miöpunktur hennar verbur ráðstefnan „Verkafólk i sjávarút- vegi”. Þar verður þrennt einkum tekiö til umræöu þ.e.a.s.: 1. Gildandi launakerfi s.s. tima- vinnu, ákvæðisvinnu, hlutskipti, bónus og hugsanlegar breytingar, 2. Hinn lángi vinnu- timi og hiö siaukna vinnuálag og 3. Tengsl farandverkafólks og verkalýöshreyfingar. Auk þess verða hér margs konar sýningar og skemmtanir. Einnig munum við gefa út afmælisrit þar sem rakin veröur saga verkalýös- hreyfingarinnar i Eyjum, einkum á fyrri tiö, og saga Alþýöu- hússins. Þetta rit kemur út I dag, sama dag og hátiðin hefst. — Búist þið við mikilli þátt- töku? — Það fer ekkert á milli mála aö pólitikin setur dálitiö strik i Valur Valsson formaður fram- kvæmda- nefndar reikninginn. Fólk aö sunnan sem ætlaði að sækja hátiðina getur ekki komiö vegna anna. Viö von- umst hins vegar eftir góðri þátt- töku og höfum lagt mikið kapp á að auglýsa hátiðina hér heima og sýna fram á að vib getum alveg haldið svona hátiö án stuönings utanaðkomandi manna. — GFr Alþýðuhúsið 50 áraf Jötunn 45 ára og Verkalýðsfélag Vestmanna- eyja 40 ára — Ráðstefnan „ Verkafólk í sjávarútvegi” miðpunktur hátiðarinnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.