Þjóðviljinn - 28.11.1979, Blaðsíða 11
MiAvikudagur 28. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Laxeldi í
sjó sem at-
vinnuvegur
Á undanförnum árum
hef ég hér i Þjóðviljanum í
þættinum „Fiskimál"
skrifað f jölda fréttagreina
um laxeldi Nórðmanna í
flotbúrum í sjó. Á þessu
sviði fiskeldis hafa Norð-
menn haft algjöra forustu
síðasta áratuginn, og því
mikið hægt af þeim að
læra. Þróunin í laxeldi
Norðmanna síðustu árin
hefur verið mjög hagstæð
og gefið þeim góðan arð
sem þessa atvinnu stunda.
Allt þetta hef ég upplýst í
greinum mínum um málið.
En hér á landi hafa bæði
ríkisstjórn og Alþingi,
ásamt f jármagnsstofnun
látið sig þetta mál litlu
skipta, það sýna undirtekt-
ir við málið, eftir að Stef án
Jónsson alþingismaður fór
að hreyfa því á Alþingi.
Jóhann J.E. Kúld
fiskimál
Nú vakna menn hinsvegar hér
upp af værum blundi þegar þaö
kemur á daginn, aö fiskeldis-
félagið Tungulax h.f. hefir gert
samning við einn allra stærsta
laxaframleiöanda Noregs um
rannsókn á laxeldisaðstöðu hér og
siðar sameiginlegu framleiöslu-
félagi þar sem Tungulax hefði
meirihluta hlutafjárins. En
samkvæmt islenskum hlutafjár-
lögum sem i gildi eru, þá er slik
félagsstofnun heimil. begar það
kom á daginn i Noregi að nokkur
auðfélög settu fjármagn i laxeldi
þar i landi, þá þótti stórþinginu
það óheppileg þróun og setti lög-
gjöf um laxeldi i flotbúrum, þar
sem framleiðsla hverrar stöðvar
er takmörkuö við visst hámark.
Að sjálfsögðu gátu lögin ekki
virkað aftur fyrir sig, en hins-
vegar komu þau i veg fyrir, að
þróunin yrði sú, að fjársterkir
aðilar leggðu þennan nýja at-
vinnuveg undir sig. Siðan þetta
gerðist hefur laxeldi Norðmanna
veriö byggt upp i frekar litlum
einingum og sú stefna gefist mjög
vel.
Það hefur veriö upplýst aö á
seinustu árum i Noregi þá hafa
þessi frekar litlu laxeldisbú gefið
besta afkomu. Nú selja öll norsku
laxeldisbúin framleiðslu sina i
gegnum eitt sölusamlag, sem hef-
ur gefist mjög vel. Laxeldi i sjó i
Noregi heyrir undir sjávarút-
vegsráðuneytið. Eins og að
framan segir, þá er laxeldi i sjó i
Noregi háð sérstökum lögum, en
algjörlega óháð veiðimálalöggjöf
Noregs sem fjallar um veiði i ám
og vötnum, og tilraunir i þágu
þeirra veiða. Þetta þurfa menn
hér á Islandi að vita, þvi einmitt
þessi aöskilnaður i löggjöf er tal-
inn eiga stóran þátt i þvi, hvað
uppbygging laxeldisbúanna hefur
orðið hröð i Noregi.
Hvernig erum vid
í stakk búnir að
gera laxeldi að
atvinnugrein?
Ef ég væri spurður þessarar
spurningar, þá mundi ég svara
henni á þessa leið;
I fyrsta lagi: Ég tel að viöa hér
við land séu viöunandi skilyrði til
laxeldis, og ekki lakari heldur en i
Noregi. Hér er sjávarhiti mikið
jafnari en þar. I Noregi er sjávar-
hiti mikið breytilegri, eða frá
15—20 stig á celsius að sumrinu og
allt niður undir 0 stig nokkurn
hluta vetrar þegar kaldur
straumur kemur frá Eystrasalti
og heldur norður með ströndinni.
Þá væri hægt hér méö nokkrum
tilkostnaði að halda jöfnum hita á
sjávarbúrum sem höfb væru á
landi, þar sem heitt vatn er til
staðar. Þetta er hinsvegar ekki
fyrir hendi i Noregi. Laxeldisbúið
við Grindavik sem nú er á
reynslustigi er þannig.
í öðru lagi: Þá stöndum við
íslendingar nokkuð vel að vigi
hvað við kemur laxaklaki og
uppeldi seiða sem góö reynsla er
komin af.
1 þriðja lagi: Þá er hér gnótt
hráefna i laxafóður, svo sem
loðna, rækjuúrgangur, rauöátta
og fl.
Þegar hinsvegar þvi sleppir
sem að framan er talið þá er
þekking okkar talsvert i molum.
Nokkrar tilraunir hafa aö visu
verið gerðar með laxeldi i sjó hér
á landi siðustu árin á vegum
Fiskifélagsins og stöðvarinnar i
Kollafirði sem að visu hefur lagt
höfuðáherslu á eldi seiða, svo og
nokkurra einstaklinga. Tilraunin
sem gerð var á Fáskrúðsfiröi á
vegum Pólarsildar h.f. sýndi, þó
laxeldið færi fram i tiltölulega
köldum sjó þar, þá varð
vaxtarhraði fisksins svipaður þvi
sem gerist i Noregi. Hins vegar
hafði fiskvöðvinn á þeim laxi sem
þar var alinn ekki réttan lit,
þegar honum var slátrað, sem
orsakaðist af þvi að efni vantaði i
fóðrið siðustu mánuðina sem set-
ur hinn rauðbleika lit á fisk-
vöðvann. Sem sagt menn skorti
þekkingu á samsetningu fóðurs-
ins. Þetta er hinsvegar ekkert
vandamál lengur i Noregi. Þeir
sem nota blautfóður að stærsta
hluta við fóðrun, þeir þurfa að
hafa tiltæka rauðátu eða rækju-
úrgang til að blanda með fóðrið.
Þá er þar lika framleitt
þurrfóður i stórum stil og selt
laxeldisbúum og hefur það fóður i
sér öll efni sem þarf til góðrar
fóðrunar. Þó samsetning þessa
fóðurs sé leyndarmál
framleiðanda, sem ekki er óeðli-
legt, þar sem það hefur kostað
hann margra ára tilraunir við
fóðrun á laxi, þá er þetta fóður
flutt úr landi i stórum mæli, til
þeirra sem vilja kaupa, og er þar
engin fyrirstaða á. Af framan
sögðu er ljóst, að hægt er að hefja
laxeldi hér á landi i umtals-
veröum mæli nú þegar ef Alþingi
vill stuðla að slikri þróun með
setningu löggjafar og fjármagnS'
fyrirgreiðslu til þeirra sem slikan
atvinnuveg vilja stunda. Gamlar
kreddu-kenningar sem menn hafa
kallað visindi hér, hafa lika staðið
i vegi fyrir laxeldi i sjó á Islandi
fram að þessu þar sem þvi hefur
verið haldið fram að sjórinn væri
of kaldur til laxeldis nema rétt við
suðurströndina. Ég vil bara
benda á, að Atlantshafs-laxinn er
enginn heitsjávarfiskur, heldur
elst hann upp i kaldtempruðum
sjó norður-Atlantshafsins og tek-
ur þar út vöxt sinn, allt frá þvi að
hann gengur úr ánum sem seiöi
og þar til að hann snýr þangað
pfefe-
,,Frá minum sjónarhól tel ég nauðsynlegt og sjálfsagt aö laxeldi hér á
Iandi sé algjörlega I höndum landsmanna sjálfra og að tryggt verði
með löggjöf að framleiðslueiningar verði ekki of stórar, þannig aö
þátttaka fjölda manna beri atvinnugreinina uppi.”
aftur við kynþroska-aldur. Lax-
veiöin við Grænland að sumrinu
og haustinu byggðist ekki á heit-
um sjó þar, heldur góðum átuskil-
yrðum. Sama er að segja um haf-
svæðið austur af Jan Mayen, þar
er sjór að jafnaði nokkuð kaldur,
en einmitt á þessu svæði hófst
laxveiðin þarna meö reknetum og
flotlinu i afliðandi marsmánuði
og stóð langt fram eftir vori. Og
Danir hafa sótt lax á þetta haf-
svæöi allt fram aö þessu. Taki
maður þessar staðreyndir með i
reikninginn þá gæti ég trúað, aö
þeim fjölgaði stöðunum þar sem
hægt væri að stunda laxeldi hér
við ströndina.
Hafbeit og sportveiði
í íslenskum ám
Fram að þessu hefur laxarækt
hér á landi snúist um það nær
eingöngu að framleiða seiöi sem
siðan hefur verið sleppt i sjó til að
alast þar upp til kynþroska-
aldurs. Þessi starfsemi hefur
verið stunduð til þess að auka
laxagengd i ánum og hefur þar
talsvert oröiö ágengt. Ég vil á
engan hátt lasta þessa starfsemi,
þvi hún hefur sjáanlega gert sitt
gagn. En hinsvegar mega menn á
engan hátt blanda þessu saman
við laxeldi i sjó, eins og það er
stundað t.d. i Noregi þar sem
þetta er orðinn uppgripa-atvinnu-
vegur mörg hundruð manna,
sem framleiöa eftirsótta vöru tii
útflutnings og skila umtals-
veröum gjaldeyri i þjóðarbúið.
Þegar menn talr- hér um
„hafbeit” á laxi og seiðum er
sleppt i sjó með það fyrir augum
að þau skili sér aftur i
viökomandi á sem kynþroska lax,
þá munu þessar endurheimtur
Gerir Alþingi
nú loks
skyldu sína
og setur
heildarr
löggjöf um
laxeldi og
tryggir
fjúrmagn til
atvinnu-
greinarinnar?
vera einhversstaöar á bilinu
10—15% miðað við þann seiða-
fjölda sem sleppt er. Þessi starf-
semi er óefað undirstaða þess að
hægt sé að gera veiðar eftirsóttar
fyrir stangaveiöi, og þar
af leiðandi sjálfsögð sem slik, þar
sem hún eykur möguleika þeirra
bænda sem land eiga að
viðkomandi á. Þessi starfsemi
hefur lika orðið til góðs fyrir
komandi fiskeldi, þar sem hún
hefur leitt til mikillar fjölgunar
klakstöðva og aukinnar seiða-
framleiðslu.
Þessa möguleika sem nú þegar
eru fyrir hendi þarf að nota sem
allra fyrst i þágu raunverulegs
laxeldis. Frá minum sjónarhól tel
ég nauðsynlegt og sjálfsagt að
laxeldi hér á landi sé algjörlega i
höndum landsmanna sjálfra og
að það verði tryggt með löggjöf
að framleiðslueiningar veröi ekki
og stórar, þannig aö þátttaka
fjölda manna beri hana uppi.
Þetta hefur reynslan i Noregi
sannað að gefur besta afkomu og
af þeirii reynslu eigum við að
læra.
Sú leið sem Tungulax h.f. hefur
farið i þessu efni að ganga til
samvinnu um laxeldi við erlenda
fjármagnseigendur, er ekki sú
leið sem ég heföi kosið i þessu, á
sviöi laxeldis. En þetta veröur að
skoðast i þvi ljósi aö hér á tslandi
hefur Alþingi, rikisstjórn og pen-
ingastofnanir sofið á verðinum og
ekki gætt skyldu sinnar á þessu
sviði.
Nú eru siðustu forvöö fyrir það
Alþingi sem kosið verður 2.og 3.
desember n.k. aðsetja löggjöf um
laxeldi i sjó sem tryggi framgang
þessa máls i þágu landsmanna
sjálfra.
Verði þetta ekki gert, þá verður
þróunin á komandi árum vafalitið
sú, að sterkir fjármagnseigendur
hér fara út i þessa atvinnugrein i
félagi við erlenda aðila.
Möguleikar þessarar atvinnu-
greinar kalla á aögerðir, á þvi er
litill vafi. Spurningin er þvi þessi:
Gerir næstkomandi Alþingi
skyldu sina og setur heildarlög-
gjöf um laxeldi i sjó á tslandi og
tryggir fjármagn til þessarar
atvinnugreinar, eða sefur það
áfram á verðinum?
15. nóvember 1979.
Fram með kokkabœkumar Félagar í Alþýöubandalaginu og stuðningsmenn G-listans, konur sem karlar, eru beðnir að draga fram kokkabækurnar og huga að bakstri fyrir kjördag- ana. 2. og 3. desember skorti þvi hvorki hnallþórur, kleinur, kökur né heima- bakað og smurt áleggsbrauð. Kjördagana verða mörg hundruð svangir munnar að störfum fyrir flokkinn og áríðandi er, að þeir fái saðningu sem mesta og besta. Og fram nú með kokkabækurnar félagar.