Þjóðviljinn - 16.03.1980, Page 2

Þjóðviljinn - 16.03.1980, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mars 1980 Edda, Helga og Au&ur: Handrit aft sjónvarpsþáttum. Undir sama þaki — kumpánarnir, Hrafn Gunnlaugsson, Björn Björnsson og Egill Eðvarðsson hafa lagt fram tillögu um að gera áþekka seriuþætti fyrir sjónvarp. A sið- asta fundi útvarpsráös á föstudag var ákvörðun þó frestaö, þar eð nýtt tilboð liggur nú fyrir. Er hér um að ræða tilboö frá þeim Auði Haralds Helgu Thorberg og Eddu Björgvinsdóttur og eru þær tvær siðast nefndu báðar leikkon- ur við Alþýöuleikhúsið. Þær stöll- ur hafa skrifað gamansama framhaldsþætti i sex þáttum sem nefnast samheitinu „Kómedia fyrir 24 tommu tjöld”. Hver þátt- ur mun vera um 25-30 minútna langur og fjallar um þrenn hjón eða eins og þær kynsystur orða það: „þættir sem fjalla um kynj- anna vixlan.” Þaö verður spennandi aö sjá hvort karlaþrenningin eða kvennaþrenningin verður ofan á I úrskurði útvarpsráfts... Sjónvarpið áfram: Margir nýir erlendir framhaldsþættir eru væntanlegir á islenska skjáinn á næstunni. Búið er að kaupa nýja syrpu af Steinaldarmönnunum (Fredda Flintstone og félögum) en frumgláparar Islenska Sjón- varpsins muna eftir þeim. Nú eru þættirnir hins vegar I lit. Þá er búið að festa kaup á 24 nýjum þátttum á „Húsið á sléttunni” eða „Tárast á túndrunni” eins og margir kalla seriuna. Eflaust verður Vel- vakandi ánægður með þessa ráð- stöfun þvi hann hefur margsinnis lýst þvi yfir að þeir séu horn- steinn að uppeldi isl. barna. Astæðan fyrir kaupum Rikisút- varpsins á þessum þáttum voru þó ekki sist þau að til boða stóð „pakki” frá bandarisku sjón- varpsfyrirtæki og höfðu menn þar á áhuga á Holocaust-þáttunum er fjalla um útrýmingu gyöinga á Hitler-timabilinu. Sjónvarpið neyddist hins vegar til aö kaupa „Húsiö á sléttunni” með og einnig ameriskan leynilögregluþætti sem nefnast „KAZ”. Þá má geta þess að Banda- rikjamenn hafa framleitt fyrir sjónvarp hina frægu sögu „Til heljar og heim aftur” eftir James Jones. Þetta er niðursoðin kvik- mynd i þremur þáttum og verður send i islenska sjónvarpinu innan tiðar. - allt K x einumstao Karlslunde Spyrjið um Karlslunde bæklinginn - fjölskylduferðir í sérflokki á ótrúlega hagstæðu verði. Verulegur barnaafsláttur. Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Það var ekki að ástæðulausu sem Karlslunde sló í gegn meðal íslendinga á síðasta ári. dll fjölskyldan finnur sér spennandi verkefni á bað- ströndinni við Eyrarsundið, í íþróttum og leikjum, í skoðun- ar- og skemmtiferðum, heim- sókn í Tívolíið í Kaupmanna- höfn og á frábæra danska veitinga- og skemmtistaði. íbúðirnar í Karislunde eru ein- staklega glæsilegar, búnar ný- tiskulegum húsgögnum í tveim- ur svefnherbergjum, setustofu og fullkomnu eldhúsi með öll- um tilheyrandi eldunaráhöld- um. Stórar svalir og baðher- bergi. Fullkomin þjónustumið- stöð á staðnum með úrvals veitingaaðstöðu og verslunum. Ofsa gaman. Við fengum penicillin og þaö læknar sárasótt og lekanda. Við fengum Pilluna og hún verkar gegn barneignum. Við fengum frjálsari fóstureyðingarlöggjöf sem vann á slysun- um. Við fengum nýttog breytt hugarfar, og eftir það máttum við taka þátt i kynlifi. Karlmenn stóðu ekki lengur i þessu einir. 1 staðinn fengum við fullnægingarskyldu og misstum leyfið til að segja nei. Hvar kom þessi fullnægingarskylda undir? Eigum við aö kenna Kinsey eða einhverjum öðrum einum um hana, eða mynd- aðisthún eins og hvert annaö illgresi sem stingur sér niður i ann- ars góðum aldingarði? Fyrir aldarfjórðungi siöan var máliö að karlmenn fengju sina fullnægingu, eftir allt þá hvildi framhald kynstofnsins á þeirra heröum. Konan var aöeins hinn þjónandi búkur, hennar einka- fullnægingar voru hennar einkamál og áttu jafnvel helst að fara leynt. Þrekœfingar Kinsey og Company keyrðu fram þarfir konunnar. Takk. Næst gerðist það að I friðsömustu húshöldum birtust kröfuspjöld á morgunverðarborðinu: Ég vil fullnægingu. Karlmenn fengu magasár, þarna var komin enn ein kvöð á þreyttar heröar þeirra. Stóryrðum rigndi um menn sem höguðu sér eins og skepnur, hoppuðu þetta á og af eins og hrútar f haga, engin von um full- nægingu við þessar útileguaðstæöur. Þeir fóru að vanda sig. Þeir vönduöu sig svo obosslega, aö samlif og unaður breyttust skyndilega I þrekæfingar og til voru konur sem fhuguðu að hafa samband við vegagerðina og fá lagt slitlag á neðri hluta sinn vegna aukins álags. A bak viö tjöldin rikti samt.og rikir enn, þessi annarlegi tví- skinnungur og verndunarstefna I garö hins viðkvæma karl- manns. Það má ekki fyrir nokkurn mun láta uppi með einu orði, augnaráði, hreyfingu eða hósta, að þarna hafi maöur ient á dýnu með getuleysinu holdi klæddu. Þess I staö skulu konur ydda sér varlega aftur á bak út úr nýstofnuöu sambandinu meö einhverri fáránlegri afsökun eins og að þær hafi fengið vitavarðarstöðu á Hveravöllum. Auövitað erum við fegnar að dagar náðarpíkunnar eru liðnir. Sú var tiðin að konur gengu til sængur I fótsiðum serk sem hafði sisona I nárastaö litiö hnappagat og fyrir ofan þetta gat var bróderaö: Guð blessi fjölskylduna. Samlif og framleiðsla erf- ingja fór slðan fram I gegnum þetta obbulitla siösama gægjugat. En ég get ekki að þvi gert, mikið skelfilega held ég að kynlif hafi verið spennandi á þessum leyndardómsfullu tímum, þegar eldri menn fengu hjartaslag af þvi einu aö sjá pilsfald lyftast svo sá I ökla á stigvéli. Nú er okkur að takast aö svipta öllum blæjum, þaö er oröið svo aögengilegt og venjulegt að konur hafa misst þau forréttindi að segja nei. Forréttindi vegna þess að konur hafa, fram að þessu, ekki farið heim með karlmanni, kastað sér á hann I útidyrunum, slitið tölurnar af skyrtubrjóstinu hans og másaö „hvar er rúmið þitt?”. Og við erum ekki með öllu sáttar við þetta. Það hefur svo margt gleymst eða bara farið forgöröum. Með fullnægingar- skyldunni var okkur peitað um að það gæti verið eðlilegt og gott að vilja hafa samneyti við karlmann án þess að fá heilablóöfall á niöurlaginu. Snyrtilega en skipulega var upprætt allt þetta ó- sjálfráöa og ljúfa úr kynlifi. Nú gengur fólk til sængur með krampa prófskrekks I kviðarholinu, farið á taugum og tæplega fært um aö gleöja aðra eöa sjálft sig. Þvl þaö er ekki lengur aðal- atriðiö aö vera saman og sýna hlýju, heldur að standa upp með gullverðlaun úr þessum rekkjuleikum. Þaö er lika þarna sem baráttan um jafnréttið hefur skotiö geigvænlega yfir markið. I hvert sinn sem fullnægingarkjaftæöið ber á góma er farið á kostum á vel hönnuðum lýsingum eins og: Pilluð irækja, héraskinn, nýtt hraöamet, juöari, nú eða náladofi. Allar þessar lýsingar falla á bakiö á rækjunum og náladofunum, enda óupplýst hvort þeim væri nokkur greiði gerður með þvl að segja þetta við þá sjálfa. Það er nefnilega sannaö mál aó fullvaxnar rækjur verða ekki stærri bara af þvi aö þeim er sagt hversu nettvaxnar þær séu. Þarna er verið,eina ferðina enn, að hlassa allri ábyrgðinni á karlmanninn. Og viö stöndum og hrópum „Viö erum jafnvigar, við erum helmingur mannkyns”. Það ber lítiö á þvl. Hefúr engum dottiö I hug að við erum samábyrg fyrir þessari ágætu og eftirsóknarverðu fullnægingu? Hafa allir gleymt að þetta er ekki spurning um Maraþonhæfileika karlkynsins, heldur um að eiga saman og að leika saman? Við konur höfum kvartað undan aö nöfnin á kynfærum kvenna séu niðrandi. En höfum viö athugaö aö á móti setningum eins og „álika spennandi eins og að hátta hjá blautum froski” og öllum fyrrtöldum oröum um karlmenn, þá hef ég aöeins getað haft upp á tveim álika orðum um frammistöðu kvenna. Þau eru frosið ýsuflak og gólfmotta. Okkur fyrirgefst greinilega meira á þessu sviði en veslings strákunum. Alveg er það undarlegt, eins og talað hefur veriö mikið og ritaö um kynllf undanfarin ár, hvað enn er mikill misskilningur á ferðinni. Ættum viö ekki að reyna að slaka svolitiö á og I staö þessaö dengja svlviröingum yfir frammistöðu hins, aö segja að- eins „viö eigum ekki saman”. Og það er jafn undarlegt aö enn skuli vera til menn sem haga sér eins og hrútarnir. Ég er nærri viss um að ef konur fengju meiri athygli og minni átroðning, þá myndi gólfmottunum fækka.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.