Þjóðviljinn - 20.04.1980, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. aprll 1980
Siöan benti Livingstone á óhrjálegan kofa sem stóB yzt i þorp-
inu. Dyr kofans sneru út aö skógarjaörinum og gluggaop voru
engin. Engan reyk lagöi upp þaðan, enga hreyfingu var aö sjá.
Livingstone hélt helzt aö þetta væri lagerbygging, en spuröi til
öryggis höföingja ættbálksins.
,,Ziz”, svaraöi höföinginn á ensku, ,,ziz is zi hús djöfulsins”
(hér þýöum við þetta, framburður höföingjans var lási).
Livingstone blikkaöi ekki, heldur sagöi kurteisislega: „Nú já,
býr hann hér i þorpinu?”
„Hnnngg,” sagöi höföinginn og leit á Livingstone (hnnngg þýöir
idiót, en þaö vissi doktorinn ekki þá), „þetta er hús bölvunar-
innar
„Já,þér eruö fjölgyöistrúar,” ályktaöi Livingstone.
„Skmm,” sagöi höföinginn og þaö þýddi api, „þarna geymum
viö óhreinar konur
Og seint og siöar meir tókst aö berja þvi inn f hausinn á land-
könnuöinum að hinir villtu þjóöflokkar geymdu konur sinar inni-
lokaöar i myrkri, einangraöar frá samskiptum viö aöra, á
þurrakosti i þungu lofti á meöan þær heföu blæöingar.
En Livingstone gat ekki sagt neinum frá þessu 1 Evrópu.Því
þessa ógeðfelldu hluti ræddu ekki siömenntaöir menn.
Þaö eru til margs konar hringir. Gardinuhringir, vitahringir,
giftingarhringir, lyklahringir, reykhringir, en enginn þeirra fer
eins mikiö i taugarnar á mér og tlöahringurinn.
Umræöur um þennan undarlega hring, sem er nýskriöinn út úr
myrkviönum og húsi bölvunarinnar, hafa flotiö eins og kedd-
sjúbb um siöur blaösins ööru hverju. Fyrst kom þýdd grein um
hin sturlandi áhrif þessa hrings á ýmsar konur og þar næst tvær
greinar um lygarnar i fyrstu greininni.
Seinni greinarnar þóttu mér mjög merkilegur lestur, aöallega
vegna þess aö þær virtust vera sammála þvi aö konur heföu
blæöingar, en þar fyrir utan algjörlega fullkomlega á móti þvi aö
þaö fyrirbrigöi væri viöurkennt og umrætt á nokkurn annan hátt
en jákvætt. Eöa bara alls ekki.
Ég er alveg rosalega fylgjandi jafnrétti, en ég reyni um leiö aö
skilja aö enginn kosningaréttur eöa sömu laun fyrir sömu vinnu
geta losað mig, dóttur mina, dótturdóttur, eöa nokkurn ættliö I
framtiöinni viö þá staöreynd aö viö höfum og munum hafa blæö
ingar. Og þó ég reyni aö segja þrisvar „ég er jafngóö og strák-
arnir” þá kemur þaö ekki i veg fyrir aö ég verö aö setja undir
lekann.
Og auövitaö fer þaö I taugarnar á mér aö einhver skuli hagnast
á þessari likamsstarfsemi, en af hverju æpir enginn yfir mann-
inum sem hefur einkaleyfi á plástri? Hefur nokkur skrifaö grein
um Band-aid verksmiöjurnar?
Viö erum loks búin aö ná þessum hring fram i dagsljósið, þaö
er jafnvel svo langt gengiö aö loksins er farið aö athuga af hverju
sumar konur hafa tiöaverki og aörar ekki. Ekki þaö, aö ég hafi
fregnir af aö niöurstööu hafi veriö náö. Auövitaö er ég, eins og
flestar konur sem finna fyrir þessu mánaöarlega brölti llffær-
anna, sannfærö um aö ef stór hluti karlmanna fengi verki I pung-
inn á 28 daga fresti i 30 ár, þá væri máliö búiö aö vera I rannsókn I
4000 ár.
En ég ætlaöi ekki aö kasta skit i karlmannspungsvínin bér,
svona aldrei þessu vant, heldur skila þessum áróöri kvenna, sem
greinilega aldrei hafa fengiö sting i legiö, til baka á blóöugu
blikkfati. Mér finnst nefnilega undarlegt aö konur sem berjast
fyrir konur skuli taka af þeim þessi nýfengnu réttindi aö hafa
blæöingar og finna fyrir þeim. Nýjustu rökin sem ég hef heyrt
gegn þvi aö ræöa um blæöingar eru þau.aö viökomandi sé á móti
þvi aö svona sé blásiö upp, þaö gefi bara læknum enn einn högg-
staöinn á okkur, þeir geti bara skellt öllu á hormónana.
Og nú syrtir i hormóninn. Ferrosan, sem græddi ekki nóg á
vitamlntöflum, uppgötvaöi á vafasaman hátt aö konur væru
fórnarlömb kyngerlanna og útbjó lyf handa þeim. Grundvöllun
lyfsins er könnun gerö á drukknum vændiskonum á götum úti.
Djöfull hlýtur að hafa veriö erfitt aö standa aö þeirri könnun.
Ég hef aftur á móti lesið nokkrar kannanir, vonandi ekki i
mogganum eöa Readers Digest, sem segja aö ákveöinn hormóni,
östrogeniö, sé I lágmarki frá fimm dögum fyrir blæöingar. Og,
minnkandi magn þessa hvata i blóöinu geti haft áhrif á mót-
stööuafl likamans og geöræn áhrif.
Svo ætla ég aö vitna I þýzkt verksmiöjulif. Risaverksmiöja
sem gekk nærri eingöngu á vinnuafli kvenna i einni einingunni
uppgötvaöi aö vinnuafköst voru i lágmarki, vinnuslys og fjar-
vistir i hámarki hjá konunum siöustu fjóra dagana fyrir blæö-
ingar. En þeir fundu ráö viö vandanum, þeir útbýttu ókeypis ró-
andi töflum til kvennanna þessa fjóra daga, og júreka, þær unnu
eins og tölvuúr.
Ég er á móti þessu. Ég er innilega á móti þvi aö konum sé stiaö
á geöheilsustig eöa pillum troöiö I kokiö á þeim til aö merja úr
þeim meiri vinnu. En ég neita um leiö aö loka augunum fyrir
þeirri staöreyhd aö til eru konur sem finna mikiö fyrir þessum
fáu dögum og ég ris upp eins og piskuö skipshöfn gegn þvf aö þaö
sé tekinn af þeim sá réttur aö finna til. Þvf þá eru konur á móti
konum.
Mér finnst miklu nær aö styöja viö bakiö á þeim eymingjum
sem eiga bágt. Það litur enginn á fótbrotna konu og fussar „þaö
er ekkert aö þér I löppinni annaö en móöursýki”, bara af þvi aö
sá sem segir þaö er óbrotin(n). Fyrir langa löngu las ég ráö-
leggingar dansks kvenlæknis sem aö auki var kvenkyns, svo þaö
má nú kannski treysta henni. Hún haföi fundiö upp kerfi af
mjaömaæfingum sem minnkuöu tiöaverkina, og sem aö auki jók
kynnautn, geri aörir betur, tveir filar i einu höggi.
Slöan tók hún andlega öngþveitiö fyrir. Skipuleggja þessa
daga þannig aö álagiö minnkaöi og sofa tveim tlmum lengur en
maöur (kona) er vanur. Og hún lofaöi minni streitu.
Ég prófaöi þetta allt. Nú passa ég aö vlxlarnir falli ekki þessa
daga og sef eins og framliöin þegar mér dettur I hug, sem er anzi
oft og lengi. Og viti menn, ég er hætt aö berja börnin mln þessa
daga. Steinhætt.
Þessi mynd sýnir Gondzju Bojadziu (efst til hægri) á skemmtiferö meö systur sinni Agusu (stendur viö
hliö hennar meösólhlff ).Myndin er tekin Iskemmtiferö til Nerezi klausturs áriö 1927.
Æskumynd af
móður Teresu
Móðir Teresa í Kalkútta,
sem i fyrra hlaut friðar-
verðlaun Nóbels, er, eins
og kunnugt er, fædd í Júgó-
slavíu. Hún ólst upp í borg-
inni Skopje og hét í þann
tíma Gondza Bojadziu.
Foreldar hennar voru
Albanir að þjóðerni.
Gondza var mjög trúað barn,
segir I frásögn af bernsku Móður
Teresu, sem nýlega birtist I júgó-
slavneska tlmaritinu Review.
Hún var tólf ára þegar hún fór að
hugsa til þess að ferðast til Ind-
lands að hjálpa fátækum. Átján
ára var hún þegar hún ákvað að
gerast nunna, hélt til írlands og
hlaut nunnuheitið systir Maria
Teresa. Þaðan lá svo leiðin til
Indlands.
Móðir og systir Gondzju Boja-
dziu fluttu 1928 til Albaniu og lét-
ust þar 1974.
mmmmmammmmmmmmmm
Albert
Guðmundsson er nú aö koma
sér á skrið sem forsetaefni.
Hann gerir viðreist og hefur
fengið sér góðan meðreiðar-
svein, Svarth..., afsakið Indriða
G. Þorsteinsson rithöfund.
Nýlega gerðust þeir félagar
félagslyndir fyrir norðan og
örkuðu inn á fund hjá Alþýðu-
bandalaginu á Sauðárkróki.
Ragnar Arnalds var i ræöustól
er þeir kumpánar stigu inn i sal-
inn og þótt mál Ragnars væri
merkilegt, beindist athygli allra
engu aö síöur aö þeim fóst-
bræörum.
Albert er maður sem lætur
ekkert tækifæri sér úr greipum
ganga, og hóf þegar langa lof-
gerðarræðu um Ragnar
Arnalds. „Ragnar”, sagði
Albert, ,,er maður sem þorir.
Hann hefur staðið sig sem hetja
i hlutverki fjármálaráðherra,
og miklir menn eru alltaf gagn-
rýndir. En Ragnar er snjall og
maður að minu skapi.”
Fundarmenn tóku máli
Alberts vel, en sagt er að meö-
reiðarsveinninn Indriöi hafi
verið hvitur sem nár...
Guðlaugur
er einnig kominniforsetaslaginn
af kappi. Hann hefur opnaö for-
setaskrifstofu eins og menn
vita. Þar eru nú haldin mikil
herþing og ráðin lögð. Sérstök
bakvarðarsveit kemur þar
reglulega saman og ræðir hvaö
gera skuli næst. Ekki höfum við
nöfn allra bakvarðanna, en
nefna má Valdimar örnólfsson
Guölaugur: öflugt bakvaröarliö
leikfimiskennara, Eystein Jóns-
son fyrrv. ráðherra, Sigurlaugu
frá Vigur og Pál Gislason lækni
og skátahöfðingja...
Geir: Næsti sáttasemjari?
Albert: Ragnar Aralds er maöur
sem þorir og aö minu skapi.
Meira
um Guðlaug Þorvaldsson.
Skyldi svo fara að hann næöi
kjöri sem forseti losnar að sjálf-
sögðu staða sáttasemjara. Bæði
ASI og VSl hafa gert sér þetta
ljóst og nú þegar eru komnir
listar I gang hjá báðum aöilum
um hugsanlega menn I starfið.
Efst á lista hjá ASl,og reyndar
VSl,er Geir Gunnarsson alþing-
ismaður, en einnig hafa önnur
nöfn verið nefnd, eins og Jón
Þorsteinsson og Guðmundur
Vignir Jósepsson sem nú hefur
tekið við sáttasemjarastarfinu i
tvo mánuði meðan Guðlaugur
siglir i slaginn...
Sagt
er að nú sé ekki langt I
frumsýningu á „ööali feör-
anna sem Hrafn Gunnlaugsson
leikstýrir. Mikið hefur gengið á
allt frá þvi að upptökur hófust,
en nú mun kvikmyndin vera á
lokastigi I klippiborði. Þá hefur
þvi verið fleygt að Hrafn hafi
flutt inn tvo klippisérfræðinga
frá Svlþjóð til að vera sér til
halds og trausts við klippingu
myndarinnar...