Þjóðviljinn - 04.05.1980, Side 9

Þjóðviljinn - 04.05.1980, Side 9
Sunnudagur 4. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 JANNEKENOVERLAND BOKMENNTAFRÆÐINGUR Konur hafa með Janneken • • Overland: Bókmennta- tímaritin verða æ mikilvægari augum karla ur. Aöalpersónur hennar eru einkum ungar konur sem eru aö leita aö nýju kvenhlutverki. Hjá henni er enginn happy end, en persónur hennar eygja þó von i sögulok. Cecilia reynir nýjar leiðir bæöi hvað varðar málnotkun og form og i lýsingum sinum þykir hún nokkuö djörf, sérstaklega i lýs- ingum á karlmönnum og kynlifi. Hún lætur konurnar óhikaö segja hvaö þær vilja og hvað þeim þykir gott. baö kunna ekki allir aö meta. Fleiri sjónarhorn — Eru uppi einhverjar nýjar stefnur i kvennabókmenntum? — Ekki kannski nýjar stefnur, en mér finnst aö ungar konur sem eru að skrifa núna taki vandamálin dálitiö öðrum tökum en fyrr var gert. Eldri höfundar voru stundum nokkuö herskáir, vildu benda á leiöir til betra llfs fyrir konur og þessar leiöir átti helst að fara strax. Núna eru vandamálin gjarnan skoöuö frá fleiri sjónarhornum þannig að æ fleiri hliðar koma upp. t bókmenntaumræðum i Noregi eru þýddar kvennabókmenntir lika mjög á dagskrá. Bók Marilyn Erench, The Womens Room, sem kom út sl. haust.var mjög mikiö rædd og umdeild og karlar ekkert siður en konur tóku þátt i þeirri umræðu. Þeir virtust lesa hana mikið. Sama er að segja um bók frönsku skáldkonunnar Marie Cardinal sem á norsku heitir Gennem aarene.Hún náöi mikl- um vinsældum og var mikið rædd. Sagan er um samband móður og dóttur, dóttirin losnar ekki við móðurbindinguna og er þess vegna ófær um að takast á við hin ytri vandamál. Hún vill ekki verða eins og mamman en finnur sér enga aðra kvenimynd. — Eru margir karlar i kúrsin- um um kvennabókmenntir? — Nei, það hefur aldrei neinn karlmaður tekið þátt i þessum kúrsum. Spenntir tímar — Viltu aö lokum segja lescnd- um blaösins svoiitiö frá timaritinu Vinduet? — Já, það er stærsta bókmenntatimarit i Noregi. Þetta er breitt timarit, ef svo má að orði komast.og fjallar um alls konar bókmenntir. Þar birtast bæði smásögur og kvæði, greinar um bókmenntir hér heima og erlendis o.fl..Saga eftir Svövu Jakobsdótt- ur hefur birst i Vinduet. Um þessar mundir er dálitið spennandi ástand i norskum bókmenntaheimi, þaö eru aö koma fram á sjónarsviðið mörg ný timarit sem fjalla um bókmenntir, dagblöðin hafa ekki rými fyrir menningarlega umfjöllun, þannig að timaritin eru að verða æ mikilvægari. Ég reyni að gera konum skil i Vinduet en gæti þess þó aö það efni verði ekki of fyrirferöarmik- ið, þvi að ég ætla ekki að gera timaritið að kvennablaði. — hs Norski bókmennta- fræðingurinn Janneken Överland var í heimsókn hérá landi í síðustu viku og hélt tvo fyrirlestra í Norræna húsinu. Fjallaði annar um norskar bókmenntir siðari tima með tilliti til kvenna- bókmennta og hinn síðari um tvo norska rithöfunda sem mikið eru lesnir um þessar mundir, þær Liv Költzow og Ceciliu Löveid.Janneken överland ræddi stuttlega við blaða- mann Þjóðviljans áður en hún fór heim á laugar- daginn var og segir fyrst svolitið frá sjálfri sér. — Ég er fædd árið 1946 i Stafangri. Faðir minn starfaði þar, var magister i norskum bókmenntum. Ég fór aö nokkru sömu leið og hann i námi en las lika þýsku og þýskar bókmenntir. Svo kenndi ég um skeið norsku og islensku — ég tala hana ekki — i unglingaskólum en er nú að- stoðarkennari við háskólann i Osló. Ég vinn lika hjá útgáfu- fyrirtæki, starfa þar sem ráðgjafi og les yfir öll nýmorsk handrit sem fyrirtækinu berast. Bókmenntatimaritinu Vinduet ritstýrði ég og einnig hef ég gefið út bók um norska kvenrithöfunda og vinn mikið með konur i rit- höfundastétt i starfi minu við háskólann og víöar. Siðan 1974 hef ég kennt kvennabókmenntir sér- staklega,held i þeirri grein einn kúrs á ári. Konur ekki með — Hvers vegna er nauðsynlegt að fjalla sérstakiega um konur i rithöfundastétt og verk þeirra? — Konur sem fengist hafa við ritstörf hafa verið mjög afskipt- ar. Þær hafa varla verið nefndar hvorki i bókmenntasögum né annars staðar þar sem rit- höfundar eru á dagskrá. Verk þeirra eru heldur ekki tekin i kennslubækur hvorki fyrir æöri né lægri skólastig. Þetta á bæði við um kvenrithöfunda sem náð hafa nokkurri frægð og hinar sem minna eru þekktar. Þetta leiðir til þess að allur sá viði heimur, sem bókmenntirnar eiga aö opna les- endum, er fyrst og fremst séður frá sjónarhóli karla. Konur hafa gegnum aldirnar séð sig sjálfar með augum karla en við vitum að konur og karlar horfa ekki alltaf á málin frá sama sjónarhóli. Mér finnst þvi nauðsynlegt að þau sjónarmið kvenna sem birtast i skrifum þeirra fái að koma fram. — Áhuginn fyrir kvenna- bókmenntum vaknaöi með nýju kvennahreyfingunum og mark- miðið með umfjöllun um þær er þvi pólitiskt, a.m.k. kvenna- pólitiskt. Það kemur lika i ljós þegar farið er að lesa eldri kven- rithöfundana norsku • að þær gagnrýna margar hverjar mjög stöðu kvenna. Camilla Colett gerir það t.d. en hún er fyrsti norski rómanhöfundurinn. Ama- lie Skram fylgir fast á eftir en báðum var staða kvenna ofarlega i huga. Fyrsta skáldsaga Colett kom út 1850 en verk Amalie Skram komu flest út á timabilinu 1880—1890. Bein lína frá hinum eldri — Skrifa konur nú til dags svip- að og þessar og fleiri af eldri kyn- slóöinni? — Það má draga beina linu frá hinum eldri kvenrithöfundum til þeirra sem nú eru að skrifa. Þær bestu i dag eru lika uppteknar af stöðu kvenna og möguleikum þeirra i karlasamfélagi. Björg Vik skrifar mjög áberandi i anda hinna nýju kvennahreyfinga. Liv Költzow fer nokkuð aðrar leiðir, hún skrifar fremur þroskasögur og bæði um konur og karla. Þroskasögur hennar eru reyndar aðallega um unga karlmenn. Þekktust er skáldsagan Historien om Eli en sú bók hefur verið þýdd á þýsku og selst i 50 þús. eintökum i Þýskalandi. Það er afar sjald- gæft að ungur norskur rithöfundur nái svona mikilli hylli erlendis. — Cecilia Löveid skrifar nútimalegar skáldsögur, e.k. atriðasögur og þær fjalla um kon- Frá Geddeild Borgar- spítalans Arnarholti 1 dag frá kl. 13.00 — 18.00 verður haldin sölusýning á handavinnu vistmanna Arnarholts. Sýningin verður á Hallveigar- stöðum. Margt fallegra og góðra muna, t.d. gólf- teppi, málverk, útsaumur, leikföng og margt fleira. Reykjavik, 4. mai 1980. BORGARSPÍTALINN. Orkustofnun óskar eftir að taka á leigu nokkrar jeppa- bifreiðar,þ.á.m. frambyggða rússajeppa. Upplýsingar i sima 83934 kl. 9-10 næstu daga. Blaðberar athugið! Rukkunarheftin eru tilbúin á afgreiðslu blaðsins. Vinsamlega sækið þau strax svo að skil geti farið fram. D/OÐVIUINN Siðumúla 6 S. 81333.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.