Þjóðviljinn - 04.05.1980, Page 12

Þjóðviljinn - 04.05.1980, Page 12
12 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 4. mai 1980 — Til hvers fjandans heldurðu að sé að tala við mig? Ég ætti bara að vera á Forngripasafninu. Það er ekkert orðið í lagi á mér nema kjafturinn og botn- langinn, en læknar segja að það líffæri sé löngu komið úr móð. Ég hef nú líklega aldrei beinlinis verið móðins, enda komumst við af án tískuverslana í mínu ungdæmi. Það var enginn Karnabær í Hróarstung- „Ég þekkti aldrei markið mitt” Halldór Pétursson: „Ég var kominn á fjór&a ár og þaö orö lék á, aö ég hlýddi hvorki guöi né mönn- um”.— Mynd: — gel — — Jæja, Halldór, úr þvi aö ég er nú á annaö borö kominn hingað meö blaö og blýant þá læturöu mig ekki fara alveg tómhentan til baka. — Nú, ég skal þá bulla eitthvaö en þú skrifar bara nógu litiö. Ætli þaö sé ekki best fyrir okkur báöa, og bla&iö lika. Af Njarðvíkurætt hinni yngri — Jæja lagsmaöur, ég er fædd- ur á landinu milli fljótanna, Hróarstungunni, sem liggur á milli Jökulsár og Lagarfljóts, nánar tiltekiö i Hallfriöarstaöa- hjáleigu, 12. sept. 1897. Foreldrar minir voru hjónin Pjetur Sigurös- son frá Fögruhliö i Jökulsárhlið og Elisabet Steinsdóttir, dóttir Steins á Borg i Njarðvik. Þau voru systkinabörn. Það hefur nú löngum veriö siöur íslendinga aö geta ættar sinnar þótt sú ættfærsla sé og hafi verið með gloppum stórum. Ætt min hefur fengið nafniö Njarðvíkurætt hin yngri og er rakin til sr. Jóns Brynjólfssonar prests á Eiöum og Elisabetar konu hans. Þau voru Skaftfell- ingar og af þeim er mikill ættbogi bænda á Suður- og Austurlandi. Sr. Jón viröist hafa veriö merkis- karl en lapti alltaf dauðann úr skel, enda með þungt heimili. Hann viröist hafa vantaö þaö, sem kallaö er fjármálavit, sem fæsta presta skorti. Þetta hefur gengiö aö erfiðum þvi lengi vel áttu þessir ættmenn minir ekki fyrir siöasta andvarpinu. Þó fylgdi sá kostur, aö flest af þessu fólki var vel gefið, söngviö og bókhneigt meö afbrigöum. Sigurður, sonur sr. Jóns, hefur verið talinn höfuð ættarinnar. Hann var kynfrjór mjög, tvikvæntur og átti 28 börn I hjóna- bandi, eitt áöur en hann kvæntist og bætti einu við milli kvenna. Atorkumaöur, karlinn. Og það undarlega var, aö hann bjó vel og átti mikinn bókakost. Þorbjörg móðursystir min sagöi mér, aö hvert barn hans hefði fengiö I arf 30 ríkisdali. Og þá var mikið sungiö i Njarövikurkirkju þegar 12 synir hans tóku lagið. Hálf- bróöir Siguröar var Jón hinn fróöi I Njarðvik, sem viöa er getiö og nokkuð studdi sr. Einar Jónsson viö hans miklu ættfræöi- rannsóknir. Foreldrar minir voru systkinabörn frá Siguröi i Njarö- vik. Móöurætt fööur mins var aftur komin af Þorsteini Jökli, sem frægur er I sögu. Hann stóö af sér Móöuharöindin I afdal á Möðru- dalsfjöllum meö allt sitt fólk. en flutti svo þegar birta tók. Ég er þvi ekki illa ættaður og hef þvi oft undrast þaö, hvaö ég gat oröið mikill afturúrkreistingur. Tuttugu banalegur Þarna átti ég heima þar til ég var kominn á 4. ár og þá var þaö orö komið á, aö ég hlýddi hvorki guði né mönnum. Ég var vist óskapleg skepna Mamma saumaöi mér skinnleista þvi ég var alltaf I pollunum. Leistarnir áttu vist aö halda mér þurrum en ég fann ráö viö þvi. Ef vatniö var ekki nógu djúpt þá kraup ég bara á hnén, slðan steig ég ofan á ristina á mér og þá sprautaöist vatniö yfir mig allan, ráöin skorti mig svo sem ekki. Upp úr öllu þessu vosi veiktist ég og lá þá mina fyrstu banalegu en þær eru nú orönar 20. Mér var sagt, aö þaö hefði bæöi veriö lungnabólga og brjósthimnu- bólga, sem aö mér gekk, minna mátti nú ekki gagn gera. Og I þessum andskota lá ég á hverju ári þar til ég flutti burt úr sveitinni. Ég var auðvitaö hund- skammaöur fyrir þetta vatnssull en ég kenndi þúfunum um þvi á milli þeirra mynduöust pollarnir. Eftir að ég fór aö vitkast eitthvaöfannstmér ég vera fædd- ur utan viö þjóöfélagiö. Ég var alltaf á öndveröri skoöun viö alla aöra. Þetta var eins og aö hafa fæöst á vitlausum staö. Siöan fluttumst viö aö Stóra- Steinsvaði og þá lagaöist nú ýmislegLÞar fannst mér ég byrja aö lifa sjálfstæöu lifi. Þar voru fallegir klettar og þar verptu bæöi hrafn og fálki. Dálitill lækur rann þarna og upp I hann gekk silungur úr fljótinu. Lækurinn var heimur út af fyrir sig og þar undi ég löng- um. Hann kom úr Selvatni en silungurinn komst ekki upp I þaö vegna myllu, sem var I læknum. Hann hrannaðist þvi bara upp I lækinn og ég gat rakaö honum upp meö hrifu. Þetta var ábata- söm útgerö. Ég var sólginn i aö láta segja mér sögur og ævintýri. En fólk entist náttúrlega ekki til þess aö ljúga látlaust i mig sögum og þaö varö til þess aö ég fór að læra aö lesa. Ég las allt, sem ég náöi I: íslendingasögurnar, Noregskon- ungasögurnar, meira aö segja Bibliuna. Það er ekki svo vitlaus bók en varasamt held ég að sé nú aö trúa þar öllu. Hólmi var I Selvatni. Þar verptu kriur, endur o. fl. fuglar. Tekiö var fyrra varpiö úr hólm- anum en hitt látið eiga sig. Þegar ég fór I fyrsta sinn út I hólmann sá ég flórgoða. Hann verpir i hálf- geröu vatni. Ég vildi endilega góma hann og fara meö hann mgh ræöir við Halldór Pétursson um uppvaxtarár hans í Hróarstungu, námsdvöl á Eiöum o. fl. heim i flórinn I fjósinu. Þar hlaut flórgoði að kunna vel viö sig. Þetta voru ógleymanleg ár á Stóra- Steinsvaöi. Og þar var heimsfræg bók A Stóra-Steinsvaði var tvibýli. Þar bjuggu auk foreldra minna Jón Matthiasson og kona hans, Pálina aö nafni. Ekki man ég hvers dóttir hún var, en var, að ég hygg, af svonefndri Longsætt, sem þá var viða um Austfiröi. Ég held þau hafi veriö mjög fátæk og kem ég aö þvi siöar. Þarna, á þessu fátæka heimili, komst fyrsta myndin af feguröinni i samband við heila minn. Bæöi voru þau hjón öldruö og útslitin. Pálina var alltaf i hreinum fötum, þaö var hennar skraut. Ekki skal henni lýst en brún augu hennar man ég vel. Jón var rauödimmur I andliti, svipþungur og fámáll svo ég kynntist honum litt. Þó vakir i mér, aö ýmislegt hafi verið I hann spunniö en sem lifiö hafi tætt af honum. Ég held aö hann hafi fundiö upp klifberann þar sem boginn var hespaður saman svo ekki þurfti annaö en losa um hespuna til þess aö bagg- arnir dyttu af klakknum. Hann fékkst viö smiöar og viögeröir á klossum og skóm og járn og tré var meö i spilinu. Aldrei geröi hann á hlut minn eða okkar i neinu. Hjá Pálinu sat ég oft og fann visi aö feguröinni. 011 baöstofan, sem ekki var nú stór, var sandskúruö og drifahvit og á hverja fjöl var limd mynd. Þær haföi hún klippt út úr blöðum. Ég horföi stjarfur á þessa fegurð. Og þarna sá ég i fyrsta sinn heimsfræga bók, eitt af leikritum i Shakespeares. A titilblaöiö var teiknaður fallegur spói. Sjálfsagt hefur hann fest mér bókina I minni þvi varla hef ég veriö læs og sist á þessa bók. Aftur á móti bendir þaö til þess aö Pálina hafi ekki veriö blá i görnum að eiga svona bók. Liklega hef- ur Einar Long, sonur þeirra, unni. Sá, sem svona hressilega tekur til orða, heitir Halldór og er Pjétursson, löngum kenndur við Snæ- land. en býr nú á Greni- grund 2 A í Kópavogi. teiknað spóann. Hann var völundur, teiknaði myndir fyrir útsaum, handföng úr hreindýrs- hornum smiöaöi hann á göngu- stafi, öil útskorin. Hann var einnig prýöilega skáldmæltur. Bcrn sin flest höföu þau hjón misst, kannski vegna sjúkdóma, sem stafaö hafa af skorti. Friöbjörg dóttir þeirra var móöir Siguröar Guömundssonar, rit- stjóra Þjóöviljans. Ekkert skal ég um þaö segja hvort þau hafa þegið af sveit. En þau áttu blesóttan klár, sem þau höföu vist veösett Tunguhreppi. Sjálfsagt hefur veriö erfitt meö greiöslu þvi einn hreppsnefndar- mannanna kom til aö sækja klár- inn. Mér var sagt, aö Pálina hafi fylgt Blesa grátandi úr hlaöi. Manninum gekkst þá hugur og fór ekki meö hestinn. Hjá þessum manni var vist ævinlega fullt hús matar. En þetta haust lenti Blesi niöur I pytt, og þaö þótti mér gott hjá Pálinu, aö hún sendi annaö hvort hreppsnefndinni eöa mann- inum, sem kom aö sækja klárinn, annaö læriö af honum. 1 vikum Borgarfjaröar bjó heill ættbálkur viö sára fátækt, en margt af þvi fólki var prýöis vel gefið. Þaðan var Guömundur faöir Siguröar ritstjóra. Margt af þessu fólki haföi sérstaka leikarahæfi- leika, sem ekki nutu sin frekar en annað, en Þórhallur, sonur Siguröar, fékk sem betur fer aö njóta sinna hæfileika. Frá Steinsvaði fluttum viö I Geirastaði i Hróarstungu. Þá snérist lifiö viö, þá var ég á áttunda ári og þurfti aö fara aö vinna. En ég var allt af sá helvltis gemlingur til heilsunnar, aö ég gat aldrei unniö i sveit og af þvi leiddi, aö mér varö illa viö alla sveitavinnu. Ég var þvl lélegur til vinnu en það þótti nú ekki gott á þessum árum. Og ómögulegur var ég við fjárgeymslu. Ég var alltaf meö hugann viö eitthvaö annaö en þaö, sem ég átti aö gera og þótti þvi bæði lltilvirkur og Upprunninn á Austurlandi en fyrir löngu „fluttur suður" og hefur lifað þar tímana tvenna. seinvirkur. Ég átti fáeinar kindur en þekkti aldrei markið mitt. A Geirastööum var ég til tvitugs. Atti þá oröiö 20 ær en seldi þær manni I annarri sveit. Fékk fyrir þær allar 50 kr. og svo fáeinar krónur einhverntima seinna. Ég gat aldrei gengiö eftir neinu. Þetta var linnulaus þrældómur I sveitinni á þessum árum. Pabbi sagöi mér einu sinni sögur af tveimur bændum I Jökulsárhliö kannski mér til huggunar. Þeir unnu, a.m.k. um sláttinn, 16—17 tima á sólarhring. A engjarnar höföu þeir meö sér eina smuröa flatköku hvor. Ekki settu þeir sig niöur meðan þeir stýfðu hana úr hnefa heldur stungu orfunum niöur og studdu sig viö hælinn á meðan þeir innbyrtu kökuna. Þar meö lauk hvildinni. Einhvernveginn átti ég erfitt meö aö samlagast þessu umhverfi. Fólkið var svo sem ágætt en það féll ekki að minum hugsunarhætti. Ég eignaöist þvi fáa vini en hélt mér uppi meö ein- hverskonar gálgahúmor. Vina- og frændfólk mitt var flest i Borgarfirðinum. Og þvi vil ég koma hér a& aö þar var ég i barnaskóla part úr vetri. Þar lærði ég margt um lifiö þótt þetta væri bara litið þorp. Þarna bjó gáfaö fólk og ég gleypti I mig all- ar sagnir af öllum tegundum. Borgarfjör&ur var merkilegur staöur á þessum árum — og ég vona aö hann sé þaö enn, — þvi þangaö fluttu gáfaöir menn og menntaöir, eins og Þorsteinn M. Jónsson, sem var mesti kennari, sem ég hef kynnst. Hann stjórn- aöi þarna öllu. Og svo hún Sigur- jóna, konan hans. Þau drifu upp leikhópa, stúku, dans. t Borgar- firöinum var dansaö af guös náö og þarna læröi ég fyrst á kvenfólk en áöur var ég beinlinis hræddur viö það. Hræddur viö kvenfólk!, hugsa&u þér bara. Ég þor&i blátt áfram ekki aö snerta á Alvara lifsins Lærði á kvenfólk í Borgarfirðinum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.