Þjóðviljinn - 04.05.1980, Side 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. mai 1980
George Black: byltingin I Nicaragua er sósialisk, þótt sjálft oröiö
„sósialismi” sé ekki notað. — Ljósm.: —eik.
NICARAGUA
George Black er formaður bresku
samstöðuhreyfingarinnar með
Nicaragua, Nicaragua Solidarity
Committee. Hann er manna
fróðastur um málefni Nicaragua,
hefur dvalist þar tvívegis siðan Sand-
inistar unnu sinn frækilega sigur yfir
Somoza fyrir tæpu ári, og skrifað
bækur um byltinguna þar og
aðdraganda hennar. Við hittum
George að máli og spurðum hann
fyrst um samtökin sem hann stjórnar
og starfsemi þeirra.
LÍNURNAk
r
SKYRAST
— Nicaragua Soldiarity
Committee eru landssamtök, sem
hafa höfuðstöðvar i London og
deildir i 22 borgum i Bretlandi.
Samtökin leggja höfuðáherslu á
að afla nicaraguönsku bylting-
unni stuöning meðal breskra
verkalýðsfélaga, og eru nokkrir
forystumenn verkalýðshreyfing-
arinnar virkir i samtökunum.
Breski Verkamannaflokkurinn
styður samtökin opinberlega og
Alþýöusambandið á fulltrúa i
stjórn þeirra.
Stuðningurinn sem við veitum
'Nicaragua er bæöi i orði og á
borði, og á þvi eina og hálfa ári
sem liðið er frá stofnun þeirra
hafa þau haft milligöngu um að
senda fé til Nicaragua að upphæð
200.000 pund. Þessu fé hefur verið
safnaö af ýmsum samtökum og
stofnunum i Bretlandi. Allt fé sem
við sendum til Nicaragua fer
beint til Sandinistahreyfingar-
innar, og viö höfum samráð við
Sandinista um það til hvers þessu
fé er varið. Núna er lögð höfuð-
áhersla á aö kostalest'rarherferð-
ina miklu, sem hófst I mars. 1
Nicaragua er rúmur helmingur
þjóðarinnar ólæs og óskrifandi,
en stjórnin hefur sett sér það
mark að útrýma ólæsinu á mjög
skömmum tima.
Eitt af verkefnum okkar er að
koma á framfæri upplýsingum
um framvindu mála I Nicaragua.
Meðan borgarastriöið geisaði
voru heimsblöðin uppfull af frétt-
um þaðan, en um leið og Somoza
féll og Sandinistar tóku völdin var
einsog fjölmiölar á Vesturlöndum
misstu áhugann. Þetta er svosem
ekkert einsdæmi, það þykir
fréttaefni þegar fólk er drepið, en
fréttir af málefnum byltingar og
friðsamlegri uppbyggingu eru
ekki eins góð söluvara. Það er
enginn vafi á þvf að þögnin sem
nú rikir um Nicaragua er meðvit-
uð, það þykir ekki tilhlýöilegt að
skýra frá þvf hvernig byltingin
festist f sessi.
Samtök til stuðnings Nicaragua
eru nú virk f 12 löndum Vest-
ur-Evrópu, og hafa þau samband
sfn á milli og framkvæma sam-
ræmdar aögerðir.
Pólitísk þróun
— Hvernig hafa málin þróast i
Nicaragua á þessu tæpa ári sem
liðið er frá falli Somoza?
— Ef við byrjum á pólitikinni,
þá er það að segja aö stefna
stjórnarinnar hefur veriö að
skýrast mjög að undanförnu.
Einsog menn muna var ástandið
oröið þannig i landinu fyrir sigur
Sandinista, að bókstaflega öll
þjóðin var andvfg Somoza og
þjóövarðliði hans. Það var þvi
ekki einlitt lið Sandinista sem
settist að völdum eftir sigurinn,
heldur áttu fulltrúar allra
pólitfskra og stéttarlegra afla i
landinu sæti þar. í rfkisstjórninni
sjálfri voru fimm fulltrúar frá
jafnmörgum hreyfinguni. Þar á
meðal var fulltrúi einkafram-
taksins, Alfonso Robelo úr Lýð-
ræðishreyfingu Nicaragua
(MDN), sem er borgaralegur
flokkur. Einnig átti sæti f stjórn-
inni Violeta Chamorro, ekkja
frjálslynds ritstjóra sem Somoza
haföi látiö myrða. Seta hennar i
stjórninni var fremur táknræn en
pólitisk. Það var einmitt morðið á
Joaqufn Chamorro sem átti stór-
an þátt f að sameina alla and-
stæðinga Somoza-stjórnarinnar
til átaka.
Þessi tvö, Robelo og Violeta
Chamorro, hafa nú fyrir skömmu
sagt sig úr stjórninni. Úrsögn
OPIÐ:
Mánudaga til
föstudaga kl. 9-22
Laugardaga kl. 10-14
Sunnudaga k/. 14-22