Þjóðviljinn - 04.05.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.05.1980, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. mai 1980 haldið Siður, sem fram verður Sigurjón Pétursson bauö aldraða félaga úr verkalýðshreyfingunni I Reykajvik ásamt stjórnum félaganna velkomna og fræddi fólk m.a. um sögu Höföa. sem margir gest- anna heimsóttu i fyrsta sinn nú eöa I fyrra á 1. mai. t hófinu hittist fólk sem ekki hafö sést áratugum saman og þá er auövitaö nóg aö spjalla um. Þaö var glatt á hjalla I Höföa 1. mai. en þangaö bauö borgar- stjórn Reykjavikur öldruöum félögum úr verkalýöshreyfing- unni ásamt stjórnum verkalýös- félaganna til siödegisdrykkju. Er þetta í annaö sinn sem slikt er gertog sagöi Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, þegar hann ávarpaöi gestina.aö þessum ágæta siö yröi fram haldiö héöan I frá. Ógerlegt er aö segja til um hversu margir þáöu þetta boö, en 'þarna nutu þeir, sem i áratugi hafa unniö aö uppbyggingu Reykjavlkurborgar, gestrisni borgaryfirvalda og ánægjunnar af þvi aö hitta gamla félaga úr vinnunni og baráttunni. Björn Bjarnasson, fyrrum formaöur Iöju, félags verk- smiöjufólks ávarpaöi borgar- stjórn i lok hófsins og þakkaöi fyrir ánæjulega stund. Siöan var tekiö til viö fjöldasönginn, en myndirnar tala sinu máli um hversu gestirnir nutu boösins. Þær tók ljósmyndari Þjóöviljans — eik. —AI Björn Björnsson, málari i 50 ár, Hjálmar Jónsson, formaöur Málara- félags Reykjavlkur og Skúli Sveinsson fyrrverandi lögreglumaöur og núverandi þingvöröur. Þann fjóröa þekkjum viö ekki. Elfsabet Albertsdóttir, Framsókn, Guöfinna Gfsladóttir, ASB, Bjarnheiöur Jóhannsdóttir, ASB, Anna Sveinsdóttir, Iöju, Sigrlöur Guömundsdóttir, Iöju, Bjarnveig Bjarnadóttir forstööumaöur Asgrfmssafns og ein úr Iöju, sem ekki vildi láta nafns sins getiö. Marla Guöjónsdóttir og Þórdls Arnadóttir ásamt Guörúnu Helga dóttur. Bjarnveig Bjarnadottir, forstööumaöur Asgrlmssafns sagöi þetta vera sina fyrstu heimsókn iHöföa, en i Asgrimssafni eru varöveittir nokkrir munir úr húsinu sem Asgrimur festi á slnum tlma kaup á til þess aö mála eftir. Hér er Bjarnveig á tali viö öddu Báru Sigfúsdóttur og Helgu Rafnsdóttur, starfsmann Þjóöminjasafnsins, en Helga er ekkja lsleifs Högnasonar, þingmanns Sósíalistaflokksins. 1 restina var sungiö svo undir tók I húsinu. Viö planóiö var Birgir tsl. Gunnarsson, en Sigurjón Pétursson leiddi sönginn meö aöstoö þeirra sem fremstir eru á myndinni. Þær Guöbjörg Guömundsdóttir og Þórlaug Bjarnadóttir báöar Iöju- félagar skörtuöu á islenskum búning i tilefni dagsins. Guörún Helgadóttir, borgarfulltrúi, Þorsteinn ö. Stephensen leikari og Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri BSRB ræöa málin ásamt borgarfulltrúunum Björgvin Guömundssyni og Kristjáni Benedikts- syni. Dagbjartur Glslason, sá i miöiö, átti afmæli 2. maf, en hann er fæddur þann dag 1897. Dagbjartur var i Múrarafélagi Reykjavlkur I 50 ár og meöal bygginga sem hann vann viö á sinum tima er Landspitalinn. Meö honum eru Aslaug Johansen félagi I Sókn og Kristvin Guömunds- son, árinu yngri en Dagbjartur. Kristvin hcfur veriö I Verkstjórafélagi Reykjavikur frá 1923. Siguröur Jónsson, Brynjólfur Erlingsson og Steinar Bjarnason eru allir* trésmiöir. Þeir Brynjólfur og Steinar læröu hjá sama meistara og höföuekkisést Inær 30 ár þegar þeir hittust I Höföa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.