Þjóðviljinn - 11.10.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.10.1980, Blaðsíða 7
' v"u, nvoo't • t.aiK a Helgin 11.—12. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 VESTFJARÐALÍNAN TEKIN í NOTKUN: Hún sparar 1,5 miljarð Skrifað stendur: „Hinir siðustu verða fyrstir"/ og má segja að þetta sannist á Vestfirðingum nú/ þegar Vesturlínan er tekin i notkun. Þeir hófu nefnilega manna fyrstir baráttu fyrir lagningu byggðalínu/ en eru svo manna siðastir til að fá hana til sin. En betra er seint en í vetur aldrei/og nú er linan komin og verður tekin í notkun i dag. Þessi rafmagnslina mun gerbreyta orkumálum Vestfirð- inga; ,/hún er stórkostleg bót fyrir okkur"/ sagði Aage Steinsson forstöðu- maður tæknideildar Orkubús Vest- fjarða í samtali við Þjóðviljann. Ótrúlegur sparnaöur Aage var nánar spurður um þetta og benti hann á að nú myndi keyrslu disál.véla algerlega hætt nema i Strandaveitu, en aðveitu- stöð þangað er ekki komin og mun ekki koma fyrr en 1982. Keyrsla þeirra diselrafstöðva, sem nú verða stöðvaðar kostaði 1' mill- jarðkróna sl. vetur og sagði Aage að búast mætti við að ef keyra hefði þurft stöðvarnar - næsta vetur heföi kostnaðurinn ekki orðið undir 1 1/2 milljarði króna. Og sparnaðurinn á eftir að verða enn meiri. Fjarvarmaveitur á VestfjörBum fá ekki rafmagn frá þessari linu fyrr en næsta sumar og verða þær þvi um sinn að keyra diselvélar, nú og svo þegar Strandaveita kemur inn i dæmið verður sparnaðurinn enn meiri. Aage Steinsson var spurður um hvort rafmagnsverð myndi lækka á Vestfjörðum vegna þessa og sagöi hann það ekki vera vegna þess að Orkubú Vestfjarða stæði illa fjárhagslega vegna lána sem það hefði neyðst til að taka. Þar að auki myndi Landsvirkjun selja rafmagnið dýrara til Vest- firðinga en annarra landshluta um sinn, eða þar til nýr samning- ur milli þessara aðila verður gerður. Rafmagnsverð mun þvi standa i stað, en ef linan hefði ekki komið til, hefði rafmagns- verðið orðið að hækka næsta vetur. Kostnaðurinn um 8 miljaröar Kristján Jónsson forstjóri RARIK sagöi að kostnaðurinn við lagningu linunnar og aðveitu stööva yrði um 8 miljarðar króna. Og þá geta menn séö að linan verður fljót að borga sig upp ef hún sparar 1 1/2 miljarð króna i diselkeyrslu næsta vetur. Að sögn Kristjáns er linan vestur tekin út úrNorðurlinunniviðHrútatungu i Hrútafirði og þaðan er hún 161,4 km löng að Mjólkárvirkjun. Hún liggur yfir Laxárdalsheiði, Gler- árskóga, fyrir norðan Búðardal, i gegnum Hvammssveit, Sælings- dalsheiði og Saurbæ, yfir Gils- fjörð, um Króksfjarðarnes og Geiradal og Reykhólasveit, Guíu- dal og yfir Þingmannaheiði og Dynjandisheiði. Kristján sagði að linan væri tréstauralina nema þar sem hún færi yfir Gilsf jörð og Þorskaf jörð, þar hefði þurft að steypa og einnig að reisa stálmöstur. Að- spurður um hvort menn óttuðust ekki skemmdir á staurum og linu á hinum veðrasömu og snjóþungu Loks tengist Mjólkárvirkjun landskerfinu þegar straumi verður hleypt á Vestfjarðalinuna. heiðum vestra sagði Kristján að linan væri mjög sterkbyggö og hönnunarforsendur hefðu verið háar. Gert væri ráð fyrir mikilli isingu og háum vindhraöa þar sem linan liggur og þvi væri ekki ástæða til að óttast svo mjög um skemmdir vegna veðurs eöa snjóa og isingar. Hitt væri svo al- veg ljóst að þessi lina gæti bilað eins og allar aðrar linur en samt væri ekki ástæða til að óttast um meiri eða tiðari bilanir á Vestur- iinunni en öðrum rafmagnslinum i landinu. Að lokum sagöi Kristján að flutningsgeta linunnar yrði hvergi fullnýtt til að byrja með, en linan flytur 132 þúsund volta spennu, eða það sama og byggð- arlinan. Siðar mun svo rafmagns- flutningur linunnar vaxa eftir þvi sem þörf krefur. Þola 20 sm ísingu A tveimur stöðum fer Vestur- linan yfir firði, Gilsfjörð og Þorskafjörð og er linuhafið yfir Gilsfjörð 833 m. en yfir Þorska- fjörð 664 m. Arni Bjarni Jónasson verkfræðingur, sem var ráðgjffi við lagningu linunnar yfir þessa firði, var spurður hvorl ekki væri mikil hætta á að linan slitnaði þarna i vondum veðrum að vetri til. Arni kvaðst ekki álita það, á- lagsforsendur hefðu verið mjög strangar og linan þyldi mikið álag þar sem hún fer yfir firöina. Gert væri ráð fyrir að linan þyldi 20 sm. isingu og um væri að ræða 60 tonna vira, þ.e. hver vir þolir 60 tonna álag. Gerð var sérstök könnun á isingu og isreki á þessum tveimur stööum áður en styrkleiki linunnar var ákveöinn. Taldi Arni mjög ótrúlegt að ising á þessum slóðum gæti oröið 20 sm. á linu. Aftur á móti benti Aroj á að vissulega gæti linan bilað þarna> eins og raunar allar rafn agns- linur geta gert, og þá yrði nokkuð tafsamt að gera við úti á fjörð- unum. Hann benti ennfremur á, að þessi linuhöf væru ekki þau lengstu hér á landi, lengsta linu- hafið væri yfir Hvalfjörð, um 900 m. langt. Ljóst er af ummælum þeirra sem gerst þekkja til, að ekki virð- ist vera meiri hætta á bilunum eða öðrum rafmagnstruflunum á Vestfjarðalinunni en öðrum raf- magnslinum hérá landi, þótt hún liggi yfir firði og heiðar, þar sem veður eru oft vond að vetrum og snjóþungi mikill. Eins er ljóst að linan mun gerbreyta rafmagns- málum Vestfirðinga til batnaðar, eins og Aage Steinsson sagði. — S.dór. GOODWYEAR GEFUR 0'RETTA GRIPIÐ FULLKOMIN HJOLBARÐASALA- OG ÞJÓNUSTA Felgum, affelgum og neglum TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING HJ0LBARÐAÞJ0NUSTAN Laugavegi 172 - Símar 28080, 21240 [hIheklahf PRISMA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.