Þjóðviljinn - 11.10.1980, Side 9

Þjóðviljinn - 11.10.1980, Side 9
Helgin 11.—12. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — StDA 9 STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI Ólafur Ragnar Grímsson skrifar: I spegli Evrópuráösins: Atvinnuleysi, fríverslunarkreppa og nýfasismi Þióömálabaráttan á fs- landi hefur oftast verið viðfangsefni þessara dálka. I dag verður brugðið á annan vettvang og fjallað um málefni sem upprunnin eru utan land- steina. Þrisvar á ári koma saman til fundar þingmenn frá 21 riki I Evrópu. Á þingi Evrópuráðsins gefur að llta fjölskrúðugt safn fulltrúa fyrir öflugustu skoðana- strauma I vesturhluta álfunnar. Breskir ihaldsmenn, franskir Gaullistar og kristilegir Strauss- styðjendur setja sterkan svip á hægri fylkinguna. Til vinstri eru svo hressir málsvarar frönsku og Itölsku kommúnistaflokkanna, fulltrúar ýmis konar sósialista- flokka að ógleymdri hinni marg- litu kratahjörð. Milli þessara afla er slðan að finna frjálslynda flokka, bændaflokka, þjóöernis- flokka, kristilega flokka og aðra þá sem ekki teljast til þeirra and- stæðu hægri og vinstri fylkinga, sem átök borgara og verkalýðs sköpuðu i flestum rikjum álf- unnar á slðari áratugum nltjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Þessi margbrotna sveit þing- manna er kosin af stjórnmála- flokkum aðildarikjanna til að sitja á þingi Evrópuráðsins. Þegar þingið kemur saman til fundar eru á dagskrá flest öll þau mál, sem ofarlega eru á baugi i okkar heimshluta og þingmenn- irnir telja að eigi erindi á sllkan sameiginlegan vettvang. Þing Evrópuráðsins veitir því eins konar spegilmynd af þeim vanda- málum, sem við er að glima og visar sem áttaviti að helstu áhyggjuefnum. Auðvitaö verður blær umræöunnar á stundum I anda hins klassiska kjaftastils, sem setur á svip flestar alþjóða- stofnanir en upp úr orðaflaumn- um rls þó kjarni hins mikilvæg- asta I þjóðmálaþróun þeirra rlkja, sem eiga fulltrúa á þingi Evrópuráðsins. Fjölbreytt dagskrá Á haustþingi Evrópuráðsins var að venju fjallað um fjölmörg viöfangsefni. Auk umræðna um stefnumótun og störf Evrópu- ráðsins, ályktana um menningar- mál, æskulýðsmál og aðstöðu og réttindi minnihlutahópa I bæði Austur- og Vestur-Evrópu, — en þessir efnisþættir eru oftast til umræöu á hverju ári — fór nú mikill timi I aö ræöa herforingja- byltinguna I Tyrklandi. Þar eð tyrkneski herinn hefur brotiö gegn þeim lýöræðisreglum og mannréttindaákvæðum sem samtök rlkja Evrópuráðsins byggjast á, var samþykkt ályktun um að visa Tyrklandi úr Evrópu- ráöinu á næsta ári, verði lýð- ræðislegum stjórnarháttum ekki komið aftur á I landinu. Þarna sást I hnotskurn munurinn á sönnum lýöræðisanda Evrópu- ráðsþingsins og gervilýðræöisins hjá NATO — hinum „sönnu sam- tökum vestrænna lýöræðisrikja” — þvl að auðvitað dettur NATO- forkólfunum ekki I hug að vlsa Tyrklandi úr NATO, þótt lýöræö- inu sé kollsteypt og stjórnmála- menn og forystumenn verkalýðs- félaga fangelsaðir og jafnvel líf- látnir. A þingi Evrópuráðsins fóru fram ýtarlegar umræður um efna- hagsþróunina á Vesturlöndum og tóku þátt i þeim, auk þingmanna Evrópuráðsins,fulltrúarfrá þeim rikjum ÓECD, sem ekki eiga setu 1 Evrópuráðinu. Hin harönandi kreppa frlverslunarkerfisins og markaös-kapitalismans, sem Ihaldsflokkar álfunnar og hægri sinnaöir kratar hafa staðið vörð um á undanförnum árum, hefur gert það að verkum að veröbólgu- umræða slðustu ára hefur nú vikið fyrir mögnuðum ótta viö af- leiðingarnar af atvinnuleysi milljónanna sem nú magnast i hverri viku I öllum stærstu iðn- rikjum Vestur-Evrópu. I þessari grein verður vikið nokkru nánar aö því hve rikulega hið ógnvekj- andi atvinnuleysisástand mótar nú efnahagsmálaumræðurnar I vesturhluta álfunnar og enn- fremur greint frá ótta þingmanna frá mörgum Evrópuríkjum við þær nýfasistahreyfingar, sem mjög hafa eflst á undanförnum misserum. Vöxtur fasismans er aö margra dómi skilgetið afkvæmi hins gifurlega atvinnuleysis, sérstak- lega atvinnuleysis milljóna ung- menna, sem einkennir efnahags- ástand margra Evrópulanda. At- vinnuleysið er svo aftur afleiðing af þvi stórfellda hruni atvinnu- fyrirtækja i fjölmörgum, mikil- vægustu framleiöslugreinum, sem margir rekja beint til kreddubundinnar framkvæmdar á friverslunarboöskapnum. Það er fróðlegt að vikja um stund frá verðbólgutalinu og frjálshyggju- boðskap Morgunblaðskórs heild- sala og Schevingliðs iðnrekenda, sem allir þekkja hér heima, og lita á ógnir atvinnuleysisins og hætturnar af nýfasismanum sem æ stærri hluti evrópskra þing- manna telur nú til meginvanda- mála. Slik spegilmynd frá þingi Evrópuráðsins getur sýnt, hvaö við kann að taka gangi menn lengi götu hinnar ómenguðu Leiftursóknar. Atvinnuleysið — Afleiðing fríverslunar Meginniðurstaðan af efnahags- málaumræðum þingsins var að hagkerfi Vesturlanda stefnir nú I miklar ógöngur. Þótt verðbólgan sé vissulega áhyggjuefni margra var greinilegt að hinn stórfelldi vöxtur atvinnuleysisins og hætt- urnar sem felast I hinni alþjóö- legu friverslun hafa vakið upp sterka gagnrýni á frjálshyggju- kapitalismann. Daglega bætast þúsundir manna á atvinnuleysis- skrár á meginlandi Evrópu og i Bretlandi. óheftur innflutningur frá Japan og öörum láglauna- svæðum hefur sett hundruð fyrir- tækja á hausinn. Mikilvægir burðarásar atvinnulifsins I mörg- um löndum riða nú til falls. Þegar hægrisinnaðir þingmenn frá Frakklandi og Þýskalandi eru farnir að standa upp á þingi Evrópuráðsins og vara við þvl að drottnun frlverslunarkenning- anna sé að setja stáliönaðinn, bílaiðnaðinn og fataiðnaðinn — þrjár grundvallargreinar I at- vinnulifi þessara landa — á haus-. inn, þá er ljóst að frlverslunar- kreddan á ekki lengur jafnöflugu fylgi að fagna. Krafan um verndun fyrir bflaiðnaðinn, stál- iðnaðinn, fataiðnaðinn og fleiri megin atvinnugreinar hinna öflugu iðnrikja I Vestur-Evrópu er greinilega oröin ærið hávær. Það væri fróðlegt fyrir Davlð Scheving og aðra postula óhefts innflutnings I röðum íslenskra iðnrekenda, áð hlýöa á þá lær- dóma og viðvörunarorö, sem jafnt hægrisinnaðir sem vinstri- sinnaöir þingmenn fluttu á sam- komu Evrópuráðsins. Dæmin frá Bretlandi, helsta vigi hægrisinnaðrar hagstjórnar, settu óhug i marga þingmenn. 1 Bretlandi eru nú yfir tvær milljónir atvinnulausra. t hverri viku hætta nokkrir tugir fyrir- tækja starfsemi sinni og auka fjölda atvinnu- lausra um margar þús- undir. Um 50% allra ungmenna, sem ljúka skólagöngu og halda út á vinnumarkaðinn, fá ekkert starf — atvinnuleysisskráin er þeirra eina framtlö. Breskur þingmaður sagöi I ræðu frá þvi að verksmiðja hefði auglýst eftir þrjátlu lærlingum. Þaö bárust eitt þúsund og þrjú hundruð um- sóknir. Slíkt dæmi sýnir I hnot- skurn hve alvarlegt ástandiö er orðið. Þannig má lengi rekja þann þráð sem spannst ræðu af ræðu. Auövitað voru margir sem enn standa vörð um kenningu hins óhefta markaðskapitalisma en málstaður þeirra átti greinilega I vök að verjast. Friverslunin og hægrisinnuð markaösstjórn hafa leitt iðnrikin út I ógöngur: at- vinnuleysi milljóna launafólks og fallitörlög þúsunda fyrirtækja. Islendingur, sem hlýðir á slíkar umræður, getur varla varist þvi að sjá veröbólguvanda okkar hér i öðru ljósi, þegar samanburður fæst við þá hrikalegu efnahags- þróun, sem æ meira sér staö I öðr- um löndum Evrópu. Atvinnuleysi milljónanna er að margra dómi jarðvegur fyrir þær fasistahreyf- ingar sem sprottiö hafa upp I Bretlandi og flestum löndum á meginlandinu á undanförnum misserum. „Atvinnuleysið er gróðrarstia fasismans”, sagði aldraöur breskur þingmaður sem á sínum tima barðist gegn Hitlers-Þýskalandi. „Þegar milljónir ungmenna ganga at- - vinnulausar um stræti stórborg- anna þá stoðar litið aö boða þeim ágæti frlverslunar og óhefts inn- flutnings”. Þeir sem vilja fórna atvinnufyrirtækjunum á altari markaðskapitalismans, eins og Margrét Thatcher gerir i Bret- landi og Schevings-iðnrekendur vilja gera hér, eru að dómi margra, sem töluðu á þinginu, að sá fræjum fasismans. Ófarir frjálshyggjunnar eru uppsprettu- lind fasismans. Vöxtur fasistahreyfingar Þessi samtenging stórfellds at- vinnuleysis, sem m.a. stafar af óheftum innflutningi, viö sifellt meiri áhrif margvislegra fasista- hreyfinga var sá þáttur umræðn- anna á þinginu sem kom mér I senn mest á óvart og fól I sér ógn- vænlegustu tíðindin. Hér heima hefur litið farið fyrir fréttum af viðgangi nýfasista og endurvakn- ingu nasistahreyfinga á megin- landi Evrópu. Það er helst að ómurinn af hörmulegustu sprengjutilræðunum, eins og ný- verið I MDnchen og Paris, berst til landsins. Hin daglega athafna- semi nýfasista og slfelld aukning á útbreiðslu fasismans hafa aö mestu farið fram hjá okkur. Þessi þróun hefur hins vegar mótað mjög stjórnmálaumræður á meginlandi Evrópu og var talið nauösynlegt að gera baráttuna gegn fasistiskum áróðri og kyn- þáttaofsóknum að sérstöku dag- skráratriöi á þingi Evrópuráðs- ins. 1 ályktun þingsins er lýst mikl- um áhyggjum vegna hins hat- ramma fasistiska áróðurs, sem kemur fram á æ fleiri sviðum I mörgum aðildarríkjanna. Bent var á að sú efnahagslega og félagslega óvissa sem einkennir ástandið I þessum löndum bjóði fasistiskum öflum margvlslega möguleika til aö efla áhrif sin. Rikisstjórnin og þjóðþing Evrópuráösins voru hvött til þess að tryggja öllum rétt til atvinnu. I greinargerð ályktunarinnar er áréttað að atvinnuleysi ung- menna geti stuölað á stórfelldan hátt að viögangi fasistiskra afla og skapað hljómgrunn fyrir of- beldisverk sem örþrifaráö hins atvinnulausa fjölda. I greinargerö ályktunarinnar er að finna ýtarlegar lýsingar á stjórnmálalegum einkennum fas- istaflokka og þeim sögulega lær- dómi sem draga megi af þvi hvernig hrun markaðskerfisins og atvinnuleysi milljóna sköpuðu fasistahreyfingum brautargengi á millistriðsárunum I Þýskalandi og á Itallu. Síöan eru rakin fjöl- mörg dæmi úr stjórnmálallfi sið- ustu missera I Bretlandi, Frakk-, landi, Þýskalandi, Italiu, Spáni, Belglu, Austurriki og fleiri lönd- um sem sýna að fasistar og ný- fasistar gerast nú sifellt umsvifa- meiri. Allir sem tóku til máls á þingi Evrópuráðsins I umræðum um fyrrgreinda ályktun töldu að efnahagsástandiö i þessum lönd- um ætti verulega sök á hinum óhugnallega vexti nýfasista. Það setti að manni hroll að sitja I hin- um stóra fundarsal Evrópuráðs- ins og hlýöa á aldna þingmenn, sem margir höfðu barist i neðan- jarðarhreyfingunum gegn nasist- um á sinum tima, lýsa þvi hve margt I þróun síðustu missera minnti óþyrmilega á ástandiö á áratugnum upp úr 1930. Þessir menn hafa lifað mikla sögu. Þeir þekkja af eigin reynslu hættu- merkin. Þeir skilja betur en flestir aörir hvernig Leiftur- sóknarhagstjórn, grundvölluð á hollustu við markaðskapitalism- ann og úreltar fríverslunar- kreddur, skapar með vaxandi at- vinnuleysi milljóna launafólks, sérstaklega ungmenna, þann jarðveg sem veitir nýfasistum möguleika á fjöldafylgi. Það er mikið lán að íslendingar hafa — enn sem komið er — hafnaö forystu Leiftursóknarafl anna. Þróunin i Evrópu siðustu misseri er alvarleg viðvörun til allra þeirra sem halda að slik hagstjórn stuðli að auknu lýðræði og verndi mannhelgi. Vöxtur fas- istahreyfinganna i skjóli atvinnu- leysisins sýnir að boðberar Leiftursóknarinnar grafa lýðræð- inu gröf og færa mannréttindi á fórnaraltari. Spor sögunnar hræöa. Atburðir siðustu missera eru magnþrungin viðvörun.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.