Þjóðviljinn - 11.10.1980, Page 19

Þjóðviljinn - 11.10.1980, Page 19
Helgin 11—12. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Áhorfendum fækkar, mörk sjást sjaldnar, ofbeldi eykst á pöllunum — samt eru þýskir kunnáttumenn sannfærðir um að knattspyrnan i V-Þýskalandi verði sifellt glæsilegri. Þýska deildakeppnin er óefað hin sterkasta á jörðinni, harkan og hraðinn með eindæmum. Nú er ekki gáð að tækni hjá 12 ára strákum, heldur þreki. Og peningamyllan snýst til að lokka áhorfendur á vellina þykir nú vænlegt að flagga forvitnilegum, erlendum leikmönnum. 1 Þýska sambandslýðveldinu gerðist þetta 16. ágúst siðastliðínn kl. 15:30 á niu knattspyrnuvöllum samtimis: Flauta dómarans kallaði miljónir áhorfenda til leiks. Bundesligan var hafin, toppur þýsku deildakeppninnar, 18 árásarsveitir vopnaðar óhljóðum dyggra stuönings- manna á áhorfendapöllum hlupu saman. Hræðilegum tima fót- boltaleysis var lokið. Horfin er ,,hin mikla mús”, Kevin Keegan, 1,69 m að lengd. Eftir 3 ára starf i sparki snýr hann til Bretlands á ný. En Hamborgarliðið fær „keis- arann”, Franz Beckenbauer, heim frá Bandarikjunum, þar sem hann barðist i 4 ár við knöttinn. Framkvæmdastjóri Ham- borgarliðsins hefur orðið: „Við erum stórborgarlið. Og i stór- borgum vill fólk tilbreytingu, al- mennilegar sýningar. Sá sem best býður hlýtur hnossið. Og við ætlum aðbjóða upp á það besta.” Þessi orð Gttnther Netzer eru skýr visbending um stefnu þýska fótboltans: Skrautsýning, skemmtun, afþreying fyrir milj- ónirnar.Að visu skoppa þar ekki enn um grundir gó-gó stúlkur fyrir leiki, eins og hjá kananum, til að koma stuðningsmönnum i stemningu. En framkvæmda- stjórum félaganna er ljóst, að mörgum vallargestum nægir ekki lengur „hrein” knattspyrna. Þjóðverjar hafa gert skoðana- kannanir um viðhorf áhorfenda tii leikjahalds. 1 einni þeirra taldi þriðjungur aöspurðra, að fyrir- komulagi þeirra væri veruiega ábótavant. Hvers vegna sækja menn þá völlinn og hverjir koma þangaö? Fyrst ber að nefna, að áhorf- endum fækkar. Sumir telja það bera vott um traust efnahagsllf Þjóöverja. Þaö er ódýr skemmt- un aðhorfa á knattspyrnu. Þegar harðnar á dalnum hjá launafólki, eykst aðsókn aö knattspyrnu- leikjum, segja þessir menn. Fyrir láglaunamann er það ekkert vit að fara með fjölskylduna út i náttúruna, bensinverðið eitt er nóg til að stoppa hann. Miklu skynsamlegra að fara á vöilinn. Er knattspyrna þá einkum af- þreying fyrir láglaunamenn og atvinnuleysingja? Skoðanakann- anir sýna að minnsta kosti greini- lega, að verulegur hluti áhorf- enda eru láglaunamenn. Þýska knattspyrnusambandið heldur þvi hins vegar fram, að meðal- tekjur vallargesta séu hinar sömu og meðaltekjur i V-Þýskalandi. En aukiö ofbeldi á áhorfenda- pöllunum er staðreynd sem heill- ar sálfræðinga og félagsfræðinga. Margir þeirra hallast að þvi, að ómagar og vanmetagemlingar, sem hvorki ná árangri i einkalifi eða starfi, fái hressilega útrás fyrir bæld vonbrigöi sin i vimu knattspyrnuvallarins. Upphlaup á pöllunum verða oftast milli „einkennisklæddra” hópa stuöningsmanna, sem bera tákn „sins” félags á fatnaði og fánum. Löngu fyrir leiki ber á þeim, reikandi i áfengisþoku, gól- andi. Hvert veltur þýski Uli Hoeness, sem áður spyrnti manna best og hæst og er nú framkvæmdastjóri þýsku meist- aranna Bayern Miinchen, kemst svo að orði um þessa hlið málsins: „Menn, sem ekkert hafa að segja á heimili sinu eða vinnu- stað alla vikuna, blása frá sér þegar þeir koma á völlinn.” 1 meinlausri mynd er þessi blástur ekkert nema hávaði, þegar illa launaðir áhorfendur velja hátekjumönnum óvinaliðsins herfileg hrakyrði. En áðurnefndur Giinther Netzer, framkvæmdastjóri Hamborgarliðsins hefur látið frá sér þessa speki um ólæti og of- beldi: „Það verður að höfða tii skynsemi áhorfenda.” Ahang- endur liösins eru frægir að end- emum fyrir skepnuskap á áhorf- endapöllum. Er liðið gómaði bikar eftir úrslitaleik 1979 umhverföust fagnaðarlætin i æði-, vitstola menn þrömmuðu um, klifu grindur og rár, flæddu um leikvang. Tugir manna lágu slas- aðir eftir blót þetta. Tryggir stuðningsmenn eru hins vegar kjölfesta allra liöa, það vita knattspyrnumenn hvar- vetna, menn sem ekki svikja sitt lið, hversu illa sem þvi gengur i svipinn. Og allt kapp er lagt á að halda sambandinu viö þessar kröftugu sveitir. Þjóðverjar hafa um skeið verið fremstir knattspyrnumenn á jörðinni. Landslið þeirra sigrar jafnt i Evrópukeppni sem Heims- meistarakeppni, þýsku félögin taka alls konar bikara i milli- rikjadeilum um tuöruna. Lands- liðið hefur ekki beðið lægri hlut i 19 leikjum i röð. Slikt hefur ekki áður gerst i knattspyrnusögunni. Og samt finnst áhorfendum skorta á fornan liðsanda og eld- móð. Tæknin og fimin tróðust undir hraöanum og hörkunni. Leikirnir eru ekki fagrir, heldur vekja þeir gæsahúð. Þýskir knattspyrnuaðdáendur fá vatn i munninn, þegar þeir minnast gosvirkniskeiðs fótbolt- ans sins á sjöunda áratugnum, — t.d. er Þjóðverjar gerðust Evrópumeistarar i Belgiu 1972, rótburstuðu Bretann á heimavelli hans sama ár og hrifsuöu heims- meistaratitilinn tveim árum seinna. Jupp Derwall, landsliðs- þjálfarinn meö 19 leikja sigur- göngu að baki, bendir óánægðum áhorfendum á, að einatt skiptist á ris og hnig i knattspyrnunni. Frá- bærir leikmenn komi og fari, gæðum leiksins hraki oft tima- j bundið. Og stoltur bætir þessi j sigursæli foringi við: „Yngri ! Afþreying fyrir láglaunafólk? harðsnúna menn hafið þið ekki séð fyrr.” Þótt menn hafi sitthvað við leikstil þýsku knattspyrnunnar að athuga núna, er það rétt, að aldrei hafa leikmenn verið jafn ungir að árum og um þessar mundir. En ekki tekst að útrýma þeim orðrómi, að knattspyrna þeirra sé tilþrifalitil en ströng þrekraun. „Sjá má þar skó i skó vaða” orti einn gagnrýnandi i háðungarskyni um leik Þjóðverja og Itala. Og nú er breyting á orðin i þjálfun yngstu manna: Þegar metnir eru 12 ára strákar, fer út- koman eftir þreki þeirra en ekki tækni. Og viðhorf þetta gengur eins og rauður þráður beint inni atvinnumennskuna og á toppinn i Bundesligunni. Þjóöverjar breyttu skipulagi deildakeppninnar árin 1963 og 1974 og keppnistimabilið 1980/81 verður hið siðasta sinnar teg- undar. Hyggja ýmsir, að vegur veigaminni félaganna muni minnka svo um munar og at- vinnumönnum fækka. Talið er aö u.þ.b. helmingur liðanna i 2. deild veröi hrein áhugamannafélög upp frá þvi. Hugsanlega kemst gott lag á fjármál og launastiga með nýja kerfinu, en vel gæti svo farið, að þaö gengi af knattspyrn- unni dauðri. Margir lita nefnilega á þessar skipulagsbreytingar sem örþrifaráð ráðþrota fjár- glæframanna. Hvaö bagar þá þýskan fót- bolta? Ekki er nóg meö þverrandi aðsókn og harövitugri átök á áhorfendapöllum, heldur skrúfast peningamyllan hraðar en menn fá við ráðið. Félögin eiga flest i fjárhagserfiöleikum og taka djarfar ákvarðanir tii aö bjarga málunum. Laun leikmanna eru gifurlega há og kaupverð þeirra hefur aukist gegndarlaust. Menn sem ekki komast i landslið eru seldir á tæpa milljón marka.Köln keypti t.d. Rainer Bonhof frá Val- encia fyrir 1.4 milljón marka og tók þá áhættu að afla sér þar með öryrkja. Fyrstudeildarliðin átján hafa eytt rúmum 20 miljónum marka i leikmannakaup fyrir þessa vertiö. Allir eru sammála um, að lengra veröi ekki haldið á þessari braut. En áhorfendur gerast kröfuharðir og félögin hafa verið reiðubúin að kosta miklu til. Þau verða að fá menn á völlinn. Og margir eru hættir að koma á völlinn, nema þeir séu vissir um að þar gerist eitthvaö sem púður er i. Og ein lausn þessa vanda eru útlendingarnir. Þeir skreyta liöin, vekja forvitni. Þaö er ágæt tilbreyting i þvi að sjá fulltrúa fjarlægra svæða hætta lifi og limum á þýskum velli. Útlendingur er alltaf óþekkt stærð, jafnvel sjálfvirk ógnun. Hann er ekki einn af oss. Um hann spinnast gjarnan goðsagnir og honum er alltaf mjög i mun að standa sig. Það mun reynast Þjóðverjum erfitt að hægja ferð peningamyll- unnar, lækka laun eða kaupverð leikmanna. Allt slikt verður aö gerast i samráði innan UEFA, Evrópuknattspyrnusambandsins. Reyni Þjóðverjar upp á eigin spýtur að draga saman seglin, missa þeir umsvifalaust bestu mennina úr landi. Italir taka nú á móti útlendingum með opnum faðmi og reyna þar að auki sem mest þeir mega að rétta knatt- spyrnuna i landinu við eítir fót- boltahneykslin miklu. Þeir vita að erlendir leikmenn eru eitt besta ráðið til að lokka áhorf- endur á völlinn. ólafur II. Torfason endursagöi eftir Weltbild. Tilkynnmg frá Tryggingastofnun ríkisins Á fundi Tryggingaráðs þann 25. júni 1980 var sú ákvörðun tekin, að allar mánaðarlegar bótagreiðslur Tryggingastofnunar rikisins verði frá næstu áramótum afgreiddar inn á reikning hinna tryggðu i lána- stofnunum. Fyrirkomulag þetta mun gilda i Reykjavik svo og i öðrum þeim umdæmum, þar sem þvi verður við komið. Með hliðsjón af ákvörðun þessari eru allir þeir, sem fá greiddar mánaðarlegar bætur frá Tryggingastofnun rikisins, hverrar tegundar, sem þær etu, eindregið hvattir til þess að opna við fyrsta hentugleika bankareikning (sparisjóðsbók, ávisanareikning eða giró) i lánastofn- un, svo framarlega sem þeir hafa ekki gert það nú þegar. Um leið skai Tryggingastofnun rikisins tilkynnt númer banka- reiknings, nafn og nafnnúmer hlutaðeiganda svo og nafn lánastofnun- ar. 1 þessu skyni eru fáanleg sérstök einföld eyðublöð hjá Trygginga- stofnun rikisins og lánastofnunum. Athygli skal vakin á þvi, að jafnframt þvi sem viðskiptamenn Tryggingastofnunar rikisins fá þannig greiðslur sinar lagðar inn á reikning sinn fyrirhafnarlaust og sér að kostnaðarlausu, hljóta þeir með hinu nýja fyrirkomulagi greiðslur sinar þann 10. hvers mánaðar i stað 15. hvers mánaðar. Tekið skal skýrt fram, að þeir viðskiptamenn Tryggingastofnunar rikisins, sem þegar hafa opnað reikning og tilkynnt það Trygginga- stofnuninni, þurfa ekki neinu að breyta. Tilkynningu þessari er aðeins beint til þeirra viðskiptamanna Tryggingastofnunar rikisins, sem ekki hafa þegar fengið sér banka- reikning og tilkynnt það Tryggingastofnuninni TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. fótboltinn?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.