Þjóðviljinn - 11.10.1980, Page 22

Þjóðviljinn - 11.10.1980, Page 22
22 StDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.—12. október 1980 Salbjörg Sveinsdóttir Salbjörg Sveinsdóttir Siðastliöið vor fóru fram for- setakosningar I Austurriki. A meðal frambjóðenda var einn nasisti. Hann haföi meöal annars á stefnuskrá sinni aö innlima Austurriki i Þýskaland. A fram- boðsfundum hans var oftast gert uppþot, svo það reyndist erfitt að halda stuðningsmönnum hans og andstæðingum i skefjum.. Mörgum kom það á óvart að þessi maður skyldi yfirleitt hljóta nokkurt fylgi, en hann fékk fleiri atkvæöi en flestir höfðu bilist við. t Vinarborg er starfandi neðan- jarðarhreyfing nasista. Hreyfing þessi samanstendur af gömlum striöskempum og yngra fólki, sem trúir á þessa hugsjón. Lltið sem ekkert ber þó á starfsemi þeirra, en tilviljun varðtil þess að ég komst I kynni við þá fyrsta daginn sem ég dvaldi I Vinarborg. Tilgangurinn með ferð minni á þessar slóðir var þó ekki að hafa upp á Gyðingahöturum eða striöskempum, heldur ætlaði ég aðfara á alþjóðlegt tónlistarnám- skeið, sem haldið er þar ár hvert i júlimánuði. Ég mætti til leiks á mollulegum — Auövitaö, sagði ég. Það upphófst mikiö málæði og handapat þeirra á milli. Ég skildi örfd orð á stangli eins og „útlend- ingur”, „nótt ” og „glæpa- menn” . Mér leist ekkert á blikuna og ákvað að staulast burt með mitt hafurtask. Þá sneri maðurinn sér aö mér og tók af mér eina töskuna. Hann tróð henni inn i Volkswagen-bifreið, sem stóð þar rétt hjá. Ég varö agndofa. Ætlaði mannræfillinn að ræna öllum nótnabókunum min- um? Hann þreif af mér aðra tösku. Ég neitaði að sleppa og jós yfir hann óbótaskömmum á islensku. Þá tók konan hans sig til og reyndi að miöla málum. Hún sannfærði mig um að þau væru bara að reyna aðhjálpa mér. Ég væri útlendingur, það færi bráðum að dimma og það væri ekkert spaug aö vera einn á flæk- ingi i ókunnri borg á kvöldin. Ég ætti það hreinlega á hættu að verða drepin. Ég taldi þaö ósvifni og frekju ef einhver glæpalýður vogaði sér að reyna aö kála mér út af engu. — Er þetta eitthvert glæpa- „Ég skar mig óþægilega úr fjöldanum". Teikn.: Salbjörg Sveinsdóttir N ÆTURGISTIN G hjá nasista í Vínarborg ,,—og svo eruö þér eins og sjómaður i þessum skóm”. Teikn.: Salbjörg Sveinsdóttir sunnudegi og fann strax á flug- vellinum i Vinarborg, að ég skar mig óþægilega Ur fjöldanum. Ég var meðal annars dúðuð I þykka kápu, ullartrefil og gallabuxur. 1 hverju spori glumdi hátt í fóta- búnaðinum — svörtum tré- klossum. Þegar ég ætlaði að yfirgefa flugstöðina rann skyndilega upp fyrir mér sú staöreynd aö það var sunnudagur. Hvilíkur klaufa- skapur. Skrifstofa námskeiðsins var lokuð og ég þyrfti þvi sjálf að útvega mér húsaskjól fyrstu nótt- ina. Þar sem fjárhagurinn leyfði ekki hótel, tók ég það til bragðs að leita uppi eitthvert farfuglaheim- ili. Ég fann eitt slikt I einhverju úthverfi, en það var fullbókað og var auk þess bara fyrir karl- menn. Ég rogaöist þá áfram með allar minar ferðatöskur. Meiri- hluti innihalds þeirra voru nótna- bækur og álika doörantar varð- andi músik. Eftir að hafa bisað við þetta dálitla stund mætti ég manni og konu með hund i bandi. Þau virtu mig fyrir sér eins og þau hefðu séö draug. Þeim var sérstaklega starsynt á klossana. Ég ákvað að spyrja þau til vegar. — Taliö þið ensku? spurði ég. — No, nein. Ég reyndi þá af fremsta megni að gera mig skiljanlega á þýsku ásamt ,tilheyrandi handapati. — Hvert ætlarðu eiginlega? spurði konan. Ég sagöist vera aö leita að ódýru hóteli, sem hýsti lika kvenfólk. — Ertu alein? var spurt. hverfi eða hvaö? spurði ég. Þau hneyksluðust á sveitamann- legri fáfræöi minni og spuröu hvaðan úr veröldinni ég væri. — Frá lslandi, sagöi ég, og þar er fólk ekki drepið upp úr þurru. — Svona. Inn i bilinn með tösk- urnar og komum okkur af stað, skipaði maðurinn. Ég gafst upp og taldi mig engra Urkosta eiga eftir fyrirlestur þeirra um glæpa- lýðinn i Vinarborg. Þau óku mér heim til sin. Sjaldan hef ég orðið jafn undrandi og þegar ég kom inn i stofuna til þeirra. A stærsta veggnum blasti við mér mynd af Adolf Hitler i gylltum ramma. 1 kringum hana var raðaö byssum, rifflum, hnifum og sveöjum af öllum stærðum, SS-merkjum, fánum og orðum ásamt öðrum striðsmunum. Ég varðist að láta i ljós undrun mina og lést ekki taka eftir neinu óvenjulegu. Maðurinn visaði mér beint að veggnum og benti á Hitlersmynd- ina. — Vitið þér hver þetta er? — Já, sagði ég hissa og skelkuð. — Gott. Ég er nasisti, sagði hann, en það er bannað i Austur- riki. Við störfum þvi sem neðan- jarðarhreyfing. Ég góndi til skiptis á manninn og vopnin. — Eru Gyðingar á íslandi? spurði hann. — Kannski nokkrir, örfáir, svaraði ég. — Hvaða skoðun hafið þér á þeim?,spurði hann ógnandi. — Þeir eru fólk eins og við, svaraði ég. — Nein! Nein!,æpti hann fok- vondur. Þeir eru kvikindi! Það ætti að hálshöggva þá alla! Þeir eru ekki fólk heldur skepnur! Hann gerði handahreyfingu við hálsinn á sér til að undirstrika orð sin. Siðan lækkaði hann málróm- inn og sagði: „Nasistahreyfingin er nU orðin alþjóðleg neðanjarð- arhreyfing. Viö munum halda á- fram þar sem frá var horfið 1945. — Jæja, sagði ég. — Og þér, fröken góð, eruð hreinn Arii, afkomandi norrænna vikinga. Hitler hefði orðið hrif- inn! Maðurinn skellihló en hélt siðanáfram: — Svo eruð þér eins og sjómaður á þessum skóm! Mér fannst þetta ekkert fyndið. Ég vissi ekki þá að klossar voru sjaldgæfur fótabún- aður i Vlnarborg. Konan,sem hingað til hafði að- eins hlustað á samræðurnar, bað hann nú að hætta þessu blaðri. Henni fannst vist varhugavert að tala svona við bláókunnugt fólk og þar að auki útlending. HUn bað mig að sýna sér vegabréfið mitt. Það var sjálfsagt. Hún las það gaumgæfilega en fann ekkert at- hugavert við það. Þau reyndu siðan að hringja fyrir mig I tón- listarskólann, þar sem nám- skeiðið var haldið, en árangurs- laust. — Þú gistir bara hérna I nótt og ferð síðan á konsertinn, eða hvað það nU er, I fyrramálið, sagði nas- istinn. Konan tók undir þessa uppástungu og skipaði manninum að bjóöa mér á veitingahús, þvi hún ætlaði ekki að elda neinn kvöldverð. Hún bað hann lika að sýna mér leiðina i neðanjarðar- lestina, sem ég átti að taka til að komast á námskeiðið morguninn eftir. Ég átti engra kosta völ. Égrataði ekkert, þekkti engan og það var farið að dimma. Ég þáði boðið, þótt ég hefði litinn áhuga á þvi að fara á veitingahús við þessar kringumstæður. En við þetta fólkdugðu engin mótmæli. Ég fylgdi nasistanum út i bil og við ókum af stað. Eftir dágóða stund tilkynnti hann mér, að hann ætlaði að kynna mig fyrir nokkr- um félögum sinum i neðanjarðar- hreyfingunni. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds og strengdi þess heit að,ef ég kæmist einhvern tima aftur til tslands, færi ég aldrei þaöan aftur! Við ókum lengi eftir stórum breið- strætum. Húsin voru stór og vold- ug meö þunglamalegu útflúri. — Jæja, sagöi nasistinn. Þá er- um viö komin. Hann stöðvaöi bil- inn fyrir framan gráa hvelfingu. Við gengum niður nokkrar kjallaratröppur. Þar niðri sátu nokkrir menn og þömbuðu bjór. Ég var kynnt fyrir þeim sem is- lenskur arii með vikingablóö i æðum. Mér leið eins og ég væri stólpagripur á nautgripasýningu. Þeir spurðu mig I þaula og vildu fræðast um tsland og tslendinga. Mér var boðinn bjór og súrkál ásamt einhverju sterku,reyktu kjöti. En ég hafði enga lyst á austurrisku eiturbrasi þessa stundina og vildi ekkert þiggja. — Hvað borðiö þið eiginlega á tslandi? spurði einn þeirra. — Fisk, svaraði ég og fann þar með ágæta afsökun til að þurfa ekki að bragða á súrkálinu og þvi sem þvi fylgdi. Ég tók eftir að þeir höfðu allir langa nögl á litlafingri hægri handar. A heimleiðinni fékk ég að vita aö þetta væri kennimerki þeirra til að þeir þekktu hverjir aðra. Seinna um kvöldið þegar við komum aftur á heimili nasistans var búið um mig i sjónvarpsher- berginu. Herberginu deildi ég með gæludýrunum á heimilinu: stórri afriskri eðlu, ýmiskonar skrautfiskum i búri og tveimur gullhömstrum. Hundurinn svaf þóannars staðar. Ég verö að játa að mér varð ekki svefnsamt um nóttina i þessum félagsskap. En húsnæðisvandinn leystist þó strax og ég mætti á námskeiðið, þvi þátttakendurnir gis'tu allir á stúdentaheimili fyrir tónlista- nema. Eftir að hafa dvalið heilt ár i Vinarborg, hef ég kynnst öðrum venjulegri hliðum á borginni og ibúum hennar. Nasistamir hafa sig ekkert I frammi opinberlega og fáir vita annaö en hreyfingin sé útdauð — nema þegar forseta- frambjóðandi með slfkar skoð- anir fær ótrúlega mikið fylgi. Hvaðan skyldu atkvæðin þá koma?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.