Þjóðviljinn - 15.11.1980, Page 3

Þjóðviljinn - 15.11.1980, Page 3
Helgin 15. — 16. nóvember 1980 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 3 Benedikt DavIOsson formaður Sambands byggingamanna (lengst til hægri) á tali viö tvo fulltrúa á þingi sambándsins (Ljósm. — gei—) 9. þing Sambands byggingamanna: Vinnuvemd og endurmenntun 9. þing Sambands byggingamanna var sett á Hótel Loftleiðum i gær. Að sögn Benedikts Davíðssonar, formanns sambandsins eru helstu viðfangsefni þingsins kjara- og atvinnumál, vinnuumhverfismál, — sem hafa verið megin- viðfangsefni. S.B.M. á þessu ári og verða einnig ofarlega á baugi á næsta ári, — og fræðslumál, einkum endurmenntunarmál. Um 70 fulltrúar sitja þingið, sem stendur i þrjá daga. I gær hófst þingið með ávarpi Benedikts Daviðssonar formanns S.B.M. og lagðr voru fram skýrslur og fjárhagsáætlun. Að lokum var fyrri umræða um þau mál, sem fyrir þinginu liggja. I dag flytur Gunnar Guttormsson formaður endurmenntunar- nefndar Iðnaðarráðuneytisins ræðu, en siðan verða nefndastörf fram eftir degi. A sunnudag verður siðari umræða og af- greiðsla mála og stjórnarkjör. Benedikt Daviðsson var spurður að þvi i gær, hvort hann teldi hættu á klofningi innan sam- bandsins i kjölfar þess að málarar drógu sig út úr samflot- inu i siðustu kjarasamningum. Hann sagðist ekki hræddur um klofning, þótt eitt aöildarfélag . hefði ekki gengið frá sinum samningum. „Ég býst alls ekki við þvi að það verði til neinna vinslita, þótt málarar telji að hugsanlegt sé að ná betri árangri i kjarasamningum i þvi samfloti sem þeir eru nú i heldur en i heildarsamstarfinu innan Sam- bands byggingamanna,” sagði Benedikt. —-eös Seltirningar: Stjörnu- hátíð Safnaðarnefnd Seltjarnarness heldur skemmtun i Háskólabiói i dag, laugardag, kl. 14, til fjár- öflunar fyrir kirkjubyggingu á ’ Seltjarnarnesi. Margir skemmtikraftar koma fram, og eru þeir flestir Sel- tirningar. Söngur og tónlist verða mest áberandi. Elísabet F. Eiríksdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Elin Sigurvins- dóttir og Magnús Jónsson syngja, Gunnar Kvaran leikur á selló við undirleik Gisla Magnússonar, Trad-kompaniið flytur Dixieland tónlist og tveir kórar syngja: Barnakór Mýrarhúsaskóla og Selkórinn. Guðrún og Ingibjörg Pálsdætur dansa ballett, og Rúrik Haraldsson flytur gamanmál. Kynnir verður Guðmundur Jóns- son óperusöngvari. Aðgöngumiðar gilda sem happ- drættismiðar og verða seldir i Háskólabiói frá kl. 10 i dag. Skemmtun þessi verður ekki endurtekin. —ih Fjármál sveitarfélaga Samband islenskra sveitarfé- laga efnir til ráðstefnu um fjár- mál sveitarfélaga að Hótel Sögu I Reykjavik þriðjudaginn n.k. A ráðstefnunni verður gerð grein fyrir forsendum fjárhags- áætlana sveitarfélaga fyrir næsta ár og fjallað um reynslu sveitar- félaga af gerð framkvæmdaá- ætlana til nokkurra ára i senn. Einnig verður sérstaklega kynnt framkvæmd nýrra laga um Hús- næðisstofnun rikisins og reglu- gerðir. Þá verður rædd hlutdeild sveitarfélaga i fjármögnun sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. steinstYttur Hollenskar.steinstyttur úr muldu grjóti veita varanlega ánægju. Yfir 100 geróir og margar ólíkar stíltegundir. KIRKJUFELL KLAPPARSTÍG 27 SÍMI: 21090. Stærðlr: S.M.L.XL Litir: svart, drapp Stæröir: 10,12,14,16 Litir: svart, drapp Stæröir: S.M.L.XL, Litir: svart, drapp Stæröir: S.M.L.XL Litir: grænt, blátt VATT — yESTI Stæröir: 8-20.S.M.L.XL Litir: blátt, drapp Stæröir: 38, 40,42,44 Litir: grænt, briint Stæröir: S.M.L.XL Litur: blátt Stæröir: S.M.L.XL Litir: drapp, blátt Stæröir: S.M.L.XL Litur: grænt Stæröir: XS.S.M.L.XL Litir: grænt, blátt, drapp Póstsendum Stæröir: S.M.L.XL Litir: blátt, drapp Póstsendum Hverfisgötu 26 Simi 28550 Laugavegi 76 5ími 15425 JAKKAR VINIMUFATABUÐIIM

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.