Þjóðviljinn - 21.03.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.03.1981, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS ^■BLADIÐ DWÐVHHNN 32 SÍÐUR Helgin2I.—22. mars 1981 — 67. tbl. 46. árg. Nýttog stærra — selst betur ogbetur Verð kr. 5 UpdJág; Stíífeíítf<SJ(,'löltí*eít« Lítill kútur lék í fjöru og hló, báran hvíta - . r • ■■■ ; ...,íh• ■ v•*«««*, barnsins huga ■■■c- ... ■J^v Orð: Einar Bragi Mynd: Jón Arnar íslendingar munu gefa land undir radarstöðvar, segir bandarískur embœttismaður: Ekki „endanlegar” óskir um nýjar radarstöðvar segir íslenska utanríkisráðuneytið Þaö skal sérstaklega tekiö fram aö engar endanleg- ar óskir liggja fyrir um radaraðstöðu hérlendis, og hefur máliðalls ekki komið til kasta íslenskra stjórn- valda — segir i fréttatilkynningu íslenska utanríkis- ráðuneytisins, sem send var f jölmiðlum á föstudags- kvöld. Þar segir ennfremur: ,,Hvað yfiriysingu eins embætt- ismanns (bandariska her- málaráðuneytisins) varðar, þar sem hann fullyrðir að Islendingar muni gefa land undir radar- stöðvar, leggur ráðuneytið áherslu á, að hér er aðeins um að ræða persónulega skoðun eins embættismanns og hafa banda- risk stjórnvöld ekki sett fram neina ósk um það efni.” Fréttatilkynningu utanrikis- ráðuneytisins fylgir útskrift af umræöum um málefni banda- risku herstöðvarinnar hér, sem fram fóru i undirnefnd fjárveit- inganefndar bandariska þingsins 12. mars 1980. — Þar svarar tals- maöur bandariska varnarmála- ráöuneytisins spurningu um það, hvort á íslandi sé i boði land undir nýjar radarstöðvar með þessum orðum: ,,Oh yes sir, that would definitely be the case as is the case with our base now”. — Já, herra, það væri örugglega mögu- legt á sama hátt og við höfum þar okkar herstöð nú! — Sem sagt enginn vafi hjá bandariska varnarmálaráðu- neytinu. Þjóðviljinn mun eftir helgina greina frá umræðunum i hinni bandarisku þingnefnd, en þar er sitthvað forvitnilegt fyrir islenska lesendur. 1 umræðunum er m.a. fjallaö um hugsanlega byggingu flug- stöðvar á Keflavikurflugvelli að verulegu leyti fyrir bandariskt fé. — Einn þingmanna spyr tals- mann varnarmálaráðuneytisins hvers vegna þetta sé þá ekki fremur borgað sem bein efna- hagsaðstoö við erlent riki, heldur en vera að flokka venjulega flug- stöðvarbyggingu til hernaðarút- gjalda. — Svarið er að form beinnar aöstoðar sé ekki talið við- eigandi! Islenska utanrikisráðuneytið tekur fram i fréttatilkynningu sinni, aö þar sem talað sé um skotfærageymslur hér kostaðar af NATO I umræðum bandarisku þingnefndarinnar, þá sé átt viö skotfærageymslur sem siðast hafiverið veitt fé til á árinu 1978, og að þessum framkvæmdum sé nú lokið. — 1 nóvember s.l. hafi hins vegar veriö samþykkt að leyfa byggingu á húsnæði á Kefla- vikurflugvelli sem nota á „til eft- irlits og viðhalds á flugskeytum”. k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.