Þjóðviljinn - 21.03.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.03.1981, Blaðsíða 15
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 21.—22. mars 1981. Margt mætti betur fara I Hátúni 10 eru eins og tveggja herbergja ibúðir, þar sem bæði búa einstak- lingar og fólk i sambúð. Við iitum inn til Guðlaugar Þorsteinsdóttur sem býr í tveggja herbergja íbúð á fimmtu hæð. Guðlaug hef- ur búið hér síðan 1978. Ég var búin aö vera á flækingi og búa á stö&um sem voru mjög óbæeileair fvrir mig. segir Guö- laug, upp á 4. hæð i húsi niðri í kjallara, I bragga og hvaöeina. Þegar ég fékk inni hérna var ég nýkomin frá Kaupmannahöfn þar sem ég bjó i nokkur ár. Það liggur þá beint viö að spyrja hvar Islendingar séu staddir þegar málefni fatlaöra eru annars vegar. Það er svo margt sem Úanir hafa náð fram sem viö höfum ekki hér. Til dæmis tel ég að ekki sé rétt aö fatlaðir búi i sér húsum einangraðir frá öörum. I Danmörku er séö til þess að a.m.k. ein ibúð i hverri blokk sé fatlaðraibúð. Fólk fær peninga til viðgerða og breytinga i þá veru ef á þarf að halda og þarf ekkert aö greiða til baka. Þali er'Hka gifurlegur munur á lifeyrinum hjá þeim eða okkur. Tryggingabæturnar I Danmörku eru frábærar. Þær nægja full- komlega til framfærslu og fatlað- ir geta átt og rekið bila. Bæturnar eru eins og hverjar aðrar tekjur sem fólk lifir af og ráðstafar og greiðir skatta af eins og aðrir. Það er á einu sviði enn sem er mjög áberandi munur. Ef eitt- hvað breyttist f sambandi við stöðu þeirra fötluðu, þá var séð til þess að þeir fengju nægar upplýs- ingar. Maður fékk senda heim bæklinga þar sem þessir hlutir voru útskýrðir. Hér finnst mér vanta mikið á aö við fáum nægar upplýsingar. Þaðermikiðum þaö aö fólk viti hreinlega ekki um það hvaörétt það hefur. Sækir þú vinnu? Nei, þaö geri ég ekki. Ég tel að það séu rikjandi miklir erfiöleik- ar i atvinnumálum okkar fatlaðra og aðþaðsé mjög erfitt um vik að fá vinnu. Svoer fólkigert erfiðara fyriren þyrfti að vera með þvi til dæmis að um leiö og það fer að vinna missir það tekjutrygging- una hjá Tryggingastofnun. Eins og gefur að skilja þá getur margt komið upp á þegar fatlaöur maður byrjar að vinna, aðstæður á vinnustað henta honum ekki vegna fötlunarinnar o.s.frv. Ef maöurinn gefst upp og hættir þá þarf hann að fara að herja á kerfiö upp á, nýtt til að fá sfnar bætur. Þá er betra aö koma þessu fhrir eins og i Danmörku, þar er örorka manns metin i eitt skipti fyrir öll og bætur greiddar skilyröislaust i samræmi vjö þaö. Ertu ánægð með dvölina hér? Já já ég er þaö og miöað við þær aðstæður sem ég bjó viö áður hér á Islandi, þá er þetta eins og Paradfs. Þaö er töluvert félagslíf hérna, þótt ég hafi lftið sinnt þvi. Ég hef mörg áhugamál sem taka tima minn frá þvf. Ég er ánægð með mitt hlutskipti þótt margt gæti farið betur hér á landi. Fólk er mis- jafnt: sumir kvarta alltaf, aörir aldrei. Ég held aö mikilvægast sé pð finna það besta út úr þvi hlut- skipti sem maður hefur fengið og vinna svo úr þvf það sem hægt er. við Hátún Séð inn eftir ganginum á dvalarheimilinu Úr sal sjúkraþjálfunardeildarinnar. A alþjóðadegi fatlaðra á morgun verða þau timamót að vlgö verður ný sundlaug i Sjáifsbjargarhúsinu. Þar með batna þjálfunarmöguleikar þeirra sem þangað sækja verulega. Sundlaugin: Bætir þjálfunar- möguleikana Kristín Guðmundsdóttir sjúkraþiálfari segir okkur að nægur sé starfskraftur, en húsnæði litið. Það er þó á döfinni að bæta við, t.d. er áætlað að tvöfalda klefapláss, þannig fjölgar þeim sem geta komist í einstaklingsþjálf un um helming. Hún sagðist von- ast til að af þessum fram- kvæmdum gæti orðið í sumar. Sjúkraþjálfararnir sinna heimilismönnum á Hátúninu i hálfu starfi, en afgangurinn af starfinu fer i að sinna utanaö- komandi fólki. Fólk fær tilvisun frá lækni, og þaö eru aðeins þrir staðir á höfuðborgarsvæöinu sem geta sinnt þessu, þ.e. Styrktar- félagshúsið við Háaleitisbraut, og heilsugæslustöðvarnar f Kópa- vogi og i Arbæ. Skiptir tilkoma sundlaugar- innar miklu fyrir ykkur? Sundlaugin breytir þjálfunar- mörguleikum fólks verulega. Og þaö er mikið af mjög hreyfi- hömluöu fólki sem getur hreyft sig i vatni. Sundlaug verður aö vera á staö eins og þessum. Hún leggur a& visu aukiö starf á herðar okkar sem vinnum hérna en meiningin er að bæta við starfsfólki þegar hún er komin i gagniö. Atvinnumál fatlaðra og hækkun lífeyris höfuðmálin á alþjóðaári fatlaðra A morgun, sunnudag, er alþjóðadagur fatlaðra, dagur sem Sjálfsbjörg, lándssamband fatlaðra hefur minnst undanfarin 20 ár. Málefni fatlaðra eru nú meir til umræðu hér á landi en verið hefur um skeið og má ef til vill þakka því að Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst árið 1981 ár fatlaðra. Ýmis félög og félagasamtök hafa starfað að málefnum fatlaðra hér á landi af miklum þrótti og má áreiðanlega segja að þau hafi lyft mörgum Grettis- tökum, þótt eftir standi að Islendingar eru ennþá varla nema hálfdrættingar á við þær þjóðir sem þeir miða sig gjarna við, nágrannalönd okkar í Skandinavíu, þegar málefni þessa þjóðfélags- hóps eru annars vegar. Blaðamaður Þjóðviljans leit við á dögunum að Hátúni 12, þar sem Sjálfs- björg í Reykjavík er til húsa, og leitaði fregna af þeirri starfsemi sem þar fer fram. Það er Theodór A. Jónsson, forstöðumaður dvalarheimilisins að Hátúni 12, sem leysir úr spurningum okkar. — Það var hafist handa við að byggja hér árið 1966, og austur- álman var tekin i notkun 1973. Þar er dvalarheimili fyrir 45 manns. Þar býr fólk i einstak- lingsibúðum, og dvalarheimilið er miöað viö fólk sem ekki er rúmliggjandi, en er flest i hjóla- stólum og þarf á aöstoö að halda allan sólarhringinn. Þarna vinna læknar og hjúkrunarfræðingar, og er greitt með daggjöldum eins og á almennum sjúkrahúsum. Vesturálman var svo tekin I notkun smám saman á árunum 1976-79. Þar höfum við 12 tveggja herbergja ibúðir og 24 einsherbergisibúðir. I þeirri álmu er einnig starfrækt dagvistun sem við byrjuðum með fyrir rúmu ári. Þeir sem eru á dagvistuninni er fólk sem annars hefði þurft að vera eitt heima hjá sér og ekki fengið aðra aðstoð en heima- hjúkrun borgarinnar. Nú getur þetta fólk verið hér frá kl. 9-5 og fær hér hádegismat og kaffi fyrir hádegi og siðdegis. Nú, auk þessa er svo að sjálf- sögðu starfrækt hér endurhæf- ingarstöð, þar sem starfa 4 sjúkraþjálfarar. — Er rekin hér atvinnustarf- semi? — Nei, það er varla hægt að segja. íbúarnir i dvalarheimilinu eru með föndur, en um eiginlegar vinnustofur er ekki að ræða. Hins vegar er Sjálfsbjörg aðili að vinnustofum i húsi öryrkja- bandalagsins hér i næsta húsi, Hátúni 10, og þangaö sækja margir sem dveljast hér. Svo sækja nokkrir af þeim, sem búa hér i íbúðum, vinnu úti i bæ. Erfiðleikar fatlaðra á vinnumarkaði — Hvernig er svo aðstaða fatlaðra á vinnumarkaöinum? — Hún er auövitað afieit. Og það hefur sýnt sig að fötluöu fólki hefur ekki reynst mikil stoð i t.d. endurhæfingarlögunum sem mæla m.a. svo fyrir, aö fatlaöir skuli aö öðru jöfnu sitja fyrir störfum hjá rlki og sveitar- félögum. Ég get lika nefnt lög um vinnumiðlun, en þar segir að eitt af hlutverkum vinnumiölunar sé að útvega öryrkjum og fólki með skerta starfsgetu störf viö þeirra hæfi. Þessu hefur mér vitanlega hvergi verið sinnt sérstaklega, nema hér i Reykjavik siðustu árin. A ráðningarskrifstofu borgarinnar hefur siðustu 4 árin verið starfrækt sérstök deild sem heitir öryrkjadeild Ráðningar- skrifstofu Reykjavikurborgar. — Þú talaðir um endur- hæfingarlögin áðan. Er þaö þitt áilit að þessi lög séu brotin af þeim sem eiga að framfylgja þeim, þ.e.a.s. rikinu og sveitar- félögunum? — Ég get allavega fullyrt, að þessi lög sem eins og ég sagði eiga að tryggja öryrkjum forgang að störfum að jöfnum skilyrðum séu alls ekki nógu virk. Að einangra fatlaða ; — Er það rétt stefna aö byggja sérstakt húsnæði fyrir fatlaða þar sem þeir búa einangraðir frá öðrum þegnum þjóðfélagsins? — Nei, það er nú ekki þaö form sem við erum hrifnastir af. En þegar byrjað var á þessu húsi hér, var raunverulega um það að velja að byggja svona eða ekki neitt. Þannig er, að fyrir u.þ.b. 30 árum samþykkti Alþingi frv. frá Gisla Jónssyni um stofnun erfðafjársjóös til að fjár- magna húsbyggingar fyrir fatla&a. Erfðaf jársjóður fær tekjur sinar i gegnum skattlagn- ingu á erfðafé, og i lögum hans segir að fé úr honum skuli ekki veitt til annars. Þannig var i raun ekki um það að ræða að við gætum byggt blandað húsnæði þar sem byggi fatlað fólk og aðrir á hinum almenna leigumarkaði. 1 Danmörku þar sem húsnæðis- mál fatlaðra hafa þróast einna lengst, hafa samtök fatlaðra og bæjarfélög i sameiningu staðið fyrir byggingum fjölbýlishúsa þar sem mest 1/3 er leigður fötluðum, en 2/3 eru leigðir út á frjálsum markaði. Þetta sjónar- mið, að blanda saman byggingum fyrir fatlaöa og ekki fatlaða, var sem sé komið til sögunnar þegar við hófum framkvæmdir, en okkur var ekki kleift aö fram- fylgja þvi. Eftir er hlutur ríkisins — Er framkvæmdum hér i hús- inu lokið? — Nei, við erum að taka i notkun sundlaug, og við hliðina á henni er óinnréttaður salur. Sjúkraþjálfunin hefur aðeins fengið hluta af þvi plássi sem hún á að fá, og hluti af kjallaranum er einnig ófrágenginn. Ég get ekki sagt nákvæmlega hvenær þessu Theódór A. Jónsson forstöðu- maður Dvalarheimilis Sjálfs- bjargar Rætt við Theodór A. Jónsson forstöðu- mann dvalarheimilis fatlaðra lýkur; ég get bara sagt að viö verðum að fá petta i gagnið sem allra fyrst. — Er mikil eftirspurn eftir plássi hér? — Þaö eru alltaf fyrirliggjandi milli 10 og 20 umsóknir eftir plássi á dvalarheimilinu, en þar losnar skiljanlega litið pláss. Svo vantar tilfinnanlega fleiri ibúðir bæöi hér og hjá öryrkjabandalaginu. — Verður þá byrjað að byggja aftur um leið og þessu veröur lokið hér? — Ég á alls ekki von á að lands- sambandið byggi meira hér. Hins vegar eru mjög stórfelldar fram- kvæmdir i gangi hjá Sjálfsbjörg á Akureyri. Ég tel hins vegar að það sé kominn timi til að rikið fari að gera það sem þvi ber i þessum málum. Við getum taliö upp ýmsar stofnanir, hús öryrkja- bandalagsins hér við Hátún, S.I.B.S. sem rekur Reykjalund og Múlalund, Styrktarfélag vangef- inna með Bjarkarás og Lyngás, Blindrafélagið i Hamrahlið, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra viö Háaleitisbraut, öllu þessu er komið á fót af frjálsum félagssamtökum. Það hefur verið allt of litiö gert af hálfu hins opin- bera i þessum efnum. Þaö er meira að segja svo, að rikiö tekur hluta af erfðafjársjóðnum sem viö töluðum um áðan I eigin not. Umferðarslysin alvarlegust — Nú er oft talað um fyrir- byggjandi aðgeröir i ýmsum málum og þvi væri ekki úr vegi að spyrja: Hver er algengasta fötlunarorsökin? — Það fer ekki á milli mála að alvarlegustu slysin verða i um- ferðinni. Það er óhugnanlega margt fólk sem hefur lent i um- ferðarslysum og brotnað i hryggjarliðum eöa hálsliöum. Það er mjög brýnt að þetta fólk eigi kost á húsnæði þar sem það getur fengið mikla læknishjálp. Það vantar einhvern stað sem yrði eins konar millibil á milli dvalarheimilisins hér og sjúkra- húss. Svo má auðvitað ekki gleyma þvi, að vinnuslys eru mjög tið hér. Ég get nefnt sem dæmi, aö árið 1978 voru skráð hér á landi 1631 vinnuslys. Leggjum mesta áherslu á atvinnumálin og lifeyrismálin — Nú er alþjóöaár fatlaðra. Gerið þið ykkur vonir um að þaö hafi i för með sér breytingar til batna&ar? — Já, auðvitaðgerum við okkur vonir. Það eru einkum tveir flokkar mála sem við leggjum höfuöáherslu á. Þaö eru atvinnu- mál og llfeyrismál. Svo aö við tökum lifeyrismálin, þá verður að gera þá kröfu að örorkulifeyrir hækki hlutfallslega og komist i það horf að fólk geti lifað af lifeyri sinum. Ungt fólk sem lendir i þvi að fatlast er oft mun verr á vegi statt en hinir eldri að þvi leyti, að það á gjarna ekki neitt og verður að lifa á örorkubótum sem varla er ger- legt. Þeir eldri eiga gjarna eigið húsnæði eða hafa a&gang aö lifeyrissjóðum. Þaö er ekki hægt að leigja húsnæði og sjá sér far- borða af örorkubótunum. Svo er til annar hópur á stað eins og hér sem fær skammtaða vasapeninga frá Tryggingastofuninni til þess sem kalla mætti persónu- legar þarfir. Þessi upphæð má nema allt að 25% af örorkulifeyri, og það gera 314 krónur á mánuöi. Fyrir þetta á fólkið aö kaupa sér föt, snyrtivörur, tóbak ef það reykir o.s.frv. Þetta er ekki stór hópur, og það ætti að vera útgjaidalitið fyrir rikið aö tvö- falda þessa upphæð, svo ekki sé farið fram á meira. Svo að við vikjum aöeins aftur að atvinnumálum, þá blandast þar auðvitaö margt inn i, eins og aðstæður á vinnustað. Það er þessi lenska hér að vera alls staðar með nokkrar tröppur upp og nokkrar niður sem viöast. Við gerum okkur ljóst, aö i þessum efnum verða engar stórar og rauhæfar aðgeröir nema i samvinnu við samtök verkafólks og atvinnurekenda. Lárus Agústsson heitir hann, býr i ibúö á Hátúninu og stundar listmálun. Hér er hann i „sinu horni”. Myndir Eila. Þaö er fyrst núna sem verka- lýðshreyfingin á íslandi sýnist vera að vakna til vitundar um að þetta ætti að vera hennar bar- áttumál. Þegar hún styður bar- áttu fatlaðra er hdn yfirleitt að berjast fyrir réttindum fólks úr sinum röðum. Ég skal nefna sem dæmi að sænska Alþýðusambandið hefur i samráði við samtök fatla&ra markað sér langtimastefnu I málum fatlaðara. Ég held að þaö væri ágætt að enda á brýningu til verkalýðs- hreyfingarinnar hér að gera slíkt hið sama. — j Guölaug Þorsteinsdóttir i ibúð sinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.