Þjóðviljinn - 21.03.1981, Blaðsíða 13
Helgin 21,—22. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
tónbálkur
Þrumugóður
OTELLO
Það ótrúlega skeði sl.
f immtudagskvöld, að
óperan Otello eftir Verdi
var flutt á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar og það svo glæsilega,
að það skal alltaf þakkað
og munað. Auðvitað er
maður alltaf hálfkviðinn
að heyra óperu á tónleik-
um, að ekki sé talað um
Verdi, sem stílar allt sitt
upp á leiksviðið, þrátt
fyrir músíksnilldina. En
sá kvíði var sannarlega
óþarfur að þessu sinni og
verður þetta að teljast til
stórsigra íslenskrar söng-
listar og meiriháttar
afreka hl jómsveitarinn-
ar.
Auövitað voru ýmsir
smáhnökrar á þessu. Hvernig
má annað vera » þriggja tima
tónverki, sem er ein erfiðasta
ópera allra tíma, i söng og leik?
En þeir hnökrar skiptu akkúrat
engu máli, enda varla greinan-
legir, nema þeim sem hafði
nóturnar sjálfar fyrir augunum,
og leitaði þá uppi.
1 titilhlutverkiö hafði verið
fenginn tenór frá Mexico, Pedro
Verginen, sem raunar er fæddur
á Spáni, en er alheimsstjarna,
Umsjón
Leifur
Þórarinsson
skilst manni. Maður var svoldið
i vafa um hann I byrjun, fannst
hann óþarflega spenntur. Og
kannski svolitið hás? En það
hvarf fljótlega. Og I lokalaginu
,,Niun mi tema” var hann búinn
að ná slikum tökum á manni, að
maður var sem bergnuminn og
satt að segja skælandi einsog
krakki.
En það var Guðmundur Jóns-
son, sem mér fannst vera hetja
kvöldsins. Hann söng Jago,
þetta undarlega og
margslungna, að ekki sé talað
um þrælerfiða, hlutverk af sliku
öryggi, og óbilandi músikþreki,
að ég hef varla orðið eins
undrandi yfir neinu I seinni tið.
Er maöur þó oft hissa þessa
dagana og oft ekki aö ástæðu-
lausu. Bara ef maður hefði nú
fengið að heyra og sjá Guðmund
i þessu á leiksviði, ja drottinn
minn dýri.
Sieglinde Kahman var lika
ótrúlega örugg sem Desde-
móna, tilfinningarik og meö
rödd, sem var eitthvað allt ann-
að en ég hef heyrt frá henni
áður. Hver skyldi trúa að þetta
væri sú sama og söng R.
Strausssöngvana fyrr i vetur?
Sieglinde Kahman sannaði alla-
vega mér, þarna i fyrrakvöld,
að hún er óperusöngkona i stóra
stilnum.
Yfirleitt voru heimamenn
ótrúlega góðir i stærri og
smærri hlutverkum. Sigurður
Björnsson bjartur og klár I
Cassio, Anna Júliana Sveins-
dóttir ágætis Emilia og Kristinn
Hallsson, virðulegur Lodovico.
Már Magnússon og Kristinn
Sigurmundsson voru i minni
hlutverkum og stóðu sig býsna
vel. Sérstaklega var ég
undrandi yfir ýmsu fallegu hjá
þeim siðarnefnda, sem ég hafði
aldrei heyrt i áður. Hann er með
OTELLO.
AttoPrimo.
Giuseppe Verdi.
Flauti I. II.
Ottavino
e Flauto III
L’esterno del Castello.
l'nataverna con pergolato. Gli spaldi nel fondo e il mare. E sera. Lampi, tuor.i, uragano.
Allegro agitato. <J=76.
jr g S iíl
Viole.
Violoncelli.
Contrabbassi.
Allegro agitato. J=76.
mikla og blæfagra bassbaritón-
rödd, og á vonandi eftir að þró-
ast upp I stórsöngvara. Söng-
sveitin Filharmónia var miklu
betri en ég man eftir lengi, og er
kórhlutverkið I Otello þó enginn
barnaleikur. Og mikið voru
stúlkurnar úr Garöabænum
elskulegar, þá stuttu stund sem
þær voru á sviðinu.
Og öllu þessu, einsöngvurum,
kórum og hljómsveit, stjórnaöi
Gilbert Levine af sliku næmi og
skörungskap, að ég er viss um
að þetta er besti maður.
Béla Bartók 100 ára
Mesta tónskáld Ungverja i
þessari öld, og raunar eitt
mesta tónskáld allrar Evrópu,
Béla Bartók, var fæddur 25.
mars 1881. Hann á semsé 100
ára afmæli á miðvikudaginn
kemur. Ekki veit ég hvernig
verður haldið upp á það i öðrum
löndun eða i föðurlandi hans
Ungverjalandi, en hér á tslandi
hefur i það minnsta ekki heyrst
uni neinn sérstakan undir-
búning. Það er nú kannski ekki
nema von, þvi mörgu er að
sinna og kalt I veðri. Og þó eru
þeir ófáir pianónemendurnir,
sem ættu að minnast hans með
þakklæti, þvi fáir hafa samið
jafn skemmtilega fyrir pianó-
byrjendur og hann: Mikrokos-
mos i 0 bókum og ógrynni
barnalaga.
Bartók var sjálfur pianisti
i stórum stil og hélt tónleika
sem slikur út um allar jarðir.
Barnamúsikina samdi hann
fyrir nemendur sina, þvi hann
þurfti lengi að vinna fyrir sér og
sinum sem kennari og kvartaði
aldrei.
Það er hinsvegar langt frá að
hans mestuog bestu tónverk séu
pianóverk og eiginlega ekki
nema fjögur; Sónatan
fyrir tvö pianó og slagverk og
pianókonsertarnir þrir, sem
geta talist i þeim flokki. En þau
eru, í það minnsta sónatan og
annar konsertinn, meðal þess
magnaðasta i tónbókmenntum
aldarinnar. Ég held að frum-
flutningur sónótunnar hér á
landi (Gisli Magnússon, Halldór
Haraldsson, Reynir Sigurðsson
og Oddur Bjömsson) á lista-
hátiðfyrirþrem árum, gleymist
þeim seint sem á hlýddu, i það
minnsta man ég eftir fáu öðru
frá þeim dögum, og var þó ef-
laust margt gott þar með i leið-
inni, heimsfrægt og hamingju-
þrungið.
En annars samdi Bartók svo
mikið af tónverkum að það tæki
hálfan daginn að telja þau upp.
Fyrirutan helstu hljómsveitar-
verkin: Konsert fyrir hljóm-
sveit, fiðlukonsertinn, pianó-
konsertana, og Mandarinann
makalausa, sem er ballett, þá
eru nú kammerverkin hans lik-
lega það sem stendur hjarta
minu (og kannski þinu?) næst.
Kvartettarnir sex eru áreiöan-
lega meðal þess besta sem
samið hefur verið af sliku á
þessari öld. Vitaskuld eru þeir
ekki allir jafnir að gæðum, en
hver þeirra markar ákveðið og
þýðingarmikið spor á þróunar-
ferli þessa meistara. Sumir
þeirra hafa verið fluttir hér á
Béla Bartók áður en hann flýði
til Ameríku.
landi við mikla hrifningu, og
man eg sérstaklega eftir þeim
sjötta með Guðnýju konsert-
meistara ofl., fyrir 2—3 árum á
Háskólatónleikum. A slikum
tónleikum voru Andstæður fyrir
fiðlu, klarinett og pianó einnig
fluttar, að mig minnir i hitti-
fyrra. Þar voru Mark Reedman,
Sigurður I. Snorrason og Gisli
Magnússon að verki, og þurftu
svo sannarlega ekki að skamm-
ast si'n fyrir það.
En mikið hefði nú verið
gaman ef td. okkar ágæta sin-
fóniuhljómsveit hefði munað
eftirBartók i vetur. Auðvitað á
hún fullt i fangi með að gleyma
islensku tónskáldunum. En
Bartók samdi td. svitur i eins-
konar ungverskum vinarstil,
sætar og huggulegar (til að
þéna), sem vel hefði mátt koma
fyrirá einhverju Vinarkvöldinu.
Það hefði meira að segja verið
hægt að láta spila eftir hann
rapsódiu iNaustinu á undan. En
það er nú aldrei að vita hvað
skeður næsta haust. Hvernig
væri að reyna við Músik fyrir
strengi, slagverk og celsetu, eða
kannski herða sig upp i Manda-
rinann? Nei, hann er nú vist ein-
um of magalaus. Helst samt
ekki rúmensku dansana, það
væri svo aumingjalegt.
Eins og áður sagði var Béla
Bartók fæddur 25. mars 1881.
‘I
Foreldrar hans voru efnaðir
smáborgarar i Nagy-Szentmik-
lós i' Ungverjalandi og gátu þvi
komið honum i músiknám hjá
bestu kennurum, strax og hann
hafði lyst og þroska. Þó Bartók
yrðisnemma þekktur, bæði sem
pianisti og tónskáld (gerði
skandal með grini að keisara-
söngaum i' Kossuthsinfóniunni
1903), þá efnaðist hann aldrei
jafnvel á músikinni og foreldr-
arnir á verslun. En hann komst
samt sæmilega af, þar til hann
varð að flýja Evrópu undan
bölvuðum nasistunum. Sú saga
er svolitiö skrýtin, þvi Göbbels
lét ekki set ja hann á bannlista i
fyrstu atrennu* Bartók var,
þrátt fyrir „módernisma”, tal-
inn „þjóðlegt” tónskáld og stolt
Ungverja, sem bjuggu við viður-
kenndan fasisma. Þessu mót-
mælti Bartók kröftuglega, og
fordæmdi nasista opinberlega,
fylkti sér i raðir gyðingatón-
skálda, sem höfðu verið
„strikuð út”, og þar með þýddi
nú ekki mikið fyrir hann að láta
sjá sig á götunum.
Þeir sem kynntust Bartók
persónulega, segja allir að hann
hafi verið einstaklega fágaður,
einlægur og útlitsfagur maður,
en með eindæmum fastur fyrir
ef á skoðanir hans og réttlætis-
kennd var ráðist. Þegar striðið
hófst, 1939, var Bartók staddur i
Bandarikjunum. Þar bjó hann i
sárri f átækt og lést úr næringar-
skorti 26. september 1945.
Amerlska tónskáldafélagið
kostaði jarðarförina.