Þjóðviljinn - 21.03.1981, Blaðsíða 28
DJÚÐVIUINN
Helgin 21.—22. mars 1981.
Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins iþessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Nafn vikunnar
Finnbogi
Hermannsson
Finnbogi Hermannsson kennari
á Núpi I Dýrafirði var mjög i frétt-
um i vikunni vegna yfirlýsingar
sinnar um tilvist hins umtalaða
leynisamkomulags innan rikis-
stjornarinnar.
— Hvers vegna heldur þú að
spurningin um þetta samkomulag
hafi orðið svona brennandi? Liggur
ekki i hlutarins eðli að samstarfs-
flokkar verði allir að samþykkja
meginmál áður en þau ná fram að
ganga?
Sko, máliö er þaö aö þegar sam-
steypustjórnir eru myndaðar þá
gera þær meö sér málefnasamn-
ing, sem á aö vera svo skýr aö
stefnan i mikilvægum greinum fari
ekki á milli mála. Til dæmis var
geröur stjórnarsáttmáli áriö 1971
þegar vinstri stjórnin tók viö af við-
reisninni og þar stóö skýrum
stöfum aö herinn skyldi hverfa
brott i áföngum á kjörtimabilinu. I
sáttmála núverandi stjórnar heföi
auövitaö átt aö standa skýrt og
skorinort hver stefnan er i þessum
varnarmálum, hvort sem þessi
stefna felur i sér óbreytt ástand eða
eitthvaö annað.
Hitt er annaö aö þaö þarf engin
leyniplögg eöa minnismiöa i máli
sem þessu. Varnarmállandsins eru
svo mikilvæg mál aö enginn einn
ráöherra getur farið með þau eins
og sitt einkamál eins og núverandi
utanrikisráöherra viröist ætla sér
aö gera. Auövitaö á rikisstjórnin öll
aö fjalla um þau svo og alþingi. Og
þaö veröur aö teljast lágmarkssiö-
feröi aö utanrikisráöherra beri jafn
mikilvæg mál undir þingflokkinn.
Hefur þaö ekki verið gert?
— Ekki mér vitanlega.
— I>ú hefur talað um að margir
Frmsóknarmenn hafi áhyggjur af
þeirri uppbyggingu sem á sér stað
þar syöra.
— Já, ég hef látið hafa þaö eftir
mér aö stór geiri úr Framsóknar-
flokknum, og þá ekki bara her-
stöövaandstæðingar lita þessa
þróun mjög alvarlegum augum, og
telja aö þarna sé veriö aö egna
gildru i hugsanlegum átökum.
Framsóknarflokkurinn hefur
marglýst þvi yfir að herinn eigi aö
fara. A 17. flokksþingi Fram-
sóknarmanna I mars 1978 var t.d.
samþykkt stjórnmálaáætlun þar
sem segir aö „á Islandi skuli ekki
vera her á friðartimum, aö þaö sé
algerlega á valdi Islendinga
sjálfra, hvenær hér veröi erlendur
her, að tslendingar hafi ekki eigin
her og ætli ekki aö setja hann á
stofn.” Þar er einnig vlsað á bug
hvers kyns hugmyndum um aö
„Islendingar hafi dvöl varnar-
liösins aö féþúfu.” Ég er þvi alls
ekki aö vinna gegn stefnu flokksins.
Ég vil hins vegar bæta þvi við að
mér finnst ráöherrar Alþýðu-
bandalagsins afskaplega linir I
varnarmálunum. Svavar Gestsson
hefur til dæmis látiö aö þvi liggja
aö byggingar flugskýlanna geti
flokkast undir eölilegt viöhald.
Þetta borðhald átti sér staö i
Fréttabréfi miðstjórnar Alþýðöu-
bandalagsins. Það er þvi þegar
búiö aö éta þessi 3 flugskýli.
— En hvað þá um Framsóknar-
flokkinn? Er hann reiðubúinn að
gera þessar framkvæmdir á vell-
inum að stjórnarsiitaatriði?
Ég geri alls ekki ráö fyrir þvi að
utanrikisráðherra fari með umboð
þorra Framsóknarmanna I þessu
máli.
Sovéskur rann-
sóknarísbrjótur í
R eykja víkurhöfn:
Rannsaka
sjávar-
strauma
og hafísrek
í norður-
höfum
Sove'ski fsbrjóturinn Ottó
Schmith sem er i leiðinni haf-
rannsóknarskip og það eina
sinnar tegundar i Sovetrikjun-
um hvilir nú áhöfn sfna i
Reykjavik, eftir 40 daga úthald i
Norður-ishafinu.
Blaöamönnum var i gær boðið
aö skoða skipið sem liggur viö
Ægisgarö. 84 manna áhöfn er á
skipinu þar af 30 visindamenn,
en heðan heldur skipiö aftur til
rannsóknarstarfa strax eftir
helgi.
Isbrjóturinn Otto Schmith er
nefndur eftir merkum rússnesk-
um heimskautafara sem var
uppi á fyrri helmingi þessarar
aldar og fór meö visinda-
leiöangur tilNoröurpólsins 1934.
Aö sögn yfirmanna skipsins er
megintilgangurinn i yfir-
standandi rannsóknarferð sem
mun taka 80 daga, aö kanna
sjávarstrauma i Noröurhöfum
og einnig hafisrek.
Heimahöfn Otto Schimith er i
Murmansk og þaöan er einnig
stærsti hluti áhafnarinnar.
Skipiö er 73 m. langt og 17 m.
breytt knúiö þremur diesel
vélum, samtals 5400 hestöfl.
— lg-
ítalir
fengu
einvígið
Þvi miður, við tslendingar
fáum ekki að horfa á þá Karpov
og Kortsnoj tefla einvigið um
heimsmeistaratitilinn i skák
næsta su mar. t gær ákvað Friörik
Ólafsson forseti FIDE, eftir við-
ræður við fúlltrúa keppenda, að
láta draga um það hvort einvigið
fari fram I Merano á ttaliu eða
Las Palmas á Kanarieyjum, en
þetta voru þeir staðir sem kapp-
arnir völdu. Og það voru ttalir
sem hrepptu hnossið.
—S.dór
Klimanchin Gemandi skipstjóri sýnir blaðamönnum stjórntæki i brúnni, en skipið er búiö margvis-
legum stjórn- og rannsóknartækjum. Mynd: —Ella.
Svavar um ummœli
Finnboga Hermannssonar:
Að hefna þess í héraði
sem hallast á á alþingi
Mér viröist sem hér sé um að
ræöa mjög erfitt innanflokks-
mál I Framsóknarflokknum og
kemur mér þaö ekki á óvart eft-
irýmsar yfirlýsingar, sem fram
hafa komið frá utanrikis-
ráöherra um málefni
bandariska hersins,” sagði
Svavar Gestsson, félagsmála-
ráöherra, þegar Þjóðviljinn bar
undir hann ummæli Finnboga
Hermannssonar í dálkinum
nafn vikunnar.
Mér skilst aö Finnbogi sé i
þessu viðtali að reyna aö drepa
málinu á dreif meö svig-
urmælum um ráöherra Alþýðu-
bandalagsins og er þaö ekki i
fyrsta sinn sem menn reyna að
hefna þess i héraði, sem hállast
á á alþingi. Afstaöa Alþýöu-
bandalagsins i þessum efnum
hefur komiö mjög skýrt fram,
m.a. i viötali sem Þjóðviljinn
átti viö mig fyrir nokkrum dög-
um. Ég hirði þess vegna ekki
um að elta ólar við ummæli
Finnboga Hermannssonar.
Hann virðist nú vera aö átta sig
beturen áðurá þeim flokki sem
hann hefur lagt lag sitt við,
Framsóknarflokknum, og er
það fagnaðarefni. Hann gæti
kannske á grundvelli þeirrar
reynslu kvatt dyra á ný hjá sin-
um gamla flokki. Ég fullyrði aö
þrátt fyrir allt yröi hann boðinn
velkominn.
— j-
é