Þjóðviljinn - 21.03.1981, Blaðsíða 11
Helgin 21,—22. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 11
Leigjendur hafa enga opinbera aðstoö fengið meöan húsbyggjendur og kaupendur hafa aðeins þurft að
borga um 40% af húsnæðiskostnaði. Hitt hefur samfélagiö borgað og þ.á m. leigjendur (Ljósm.: eik).
Viðtal við
Jón frá
Pálmholti
formann
Leigjenda-
samtakanna
Jón frá Pálmholti: Ný löggjöf um
málefni leigjenda er i smfðum
Húsnæöi frumnauðsyn
ekki fjárfestingaratriði
Stjórn Leigjendasamtakanna
gekk á fund fjármálaráðherra nú
i vikunni með erindi um að leiga
verði frádráttarbær til skatts og i
dag, laugardag, kl. 2 eftir hádegi
er borgarafundur á Hótel Borg á
vegum samtakanna. Töluvert
hefur borið á Leigjendasamtök-
unum undanfarin ár og var þvi
ekki úr vegi að fá Jón frá Pálm-
holti formann þeirra i dálitið við-
tal til að spyrja hann um málefni
leigjenda.
— Hvað hefur áunnist, Jón, sið-
an samtökin voru stofnuð?
— Það eru nú orðin 3 ár i vor
siðan Leigjendasamtökin voru
stofnuð. Stofndagurinn er 18. mai
1978 og þá rikti hér allsherjar-
frumskógarlögmál i málefnum
leigjenda. Þeir höfðu ekki til
neins aðila að leita ef upp kom
ágreiningur eða deilur og engin
lög voru til um þessi mál. Nú tæp-
um þremur árum siðar reka
Leigjendasamtökin skrifstofu að
Bókhlöðustig 7 sem fólk getur
leitað til, fengið upplýsingar, að-
stoð og ráðleggingar. Skrifstofan
er opin 3 tima alla virka daga frá
kl. 3 til 6 siðdegis og siminn er
27609. Einnig geta stjórnarmenn
Veitt upplýsingar og aðstoð.
— Er þörfin mikil?
— Þörfin er gifurleg. Fyrst eftir
að leigjendasamtökin voru stofn-
uð og kynnt i fjölmiðlum var
hringt i mig i vinnuna fyrir há-
degi, heim til min i hádeginu, aft-
ur i vinnuna eftir hádegi og heim
til min á kvöldin. Skrifstofan hef-
ur bætt úr geysilega brýnni þörf
þó að hún hafi að sinu leyti búið
við ófullnægjandi aðstöðu.
— Þú nefndir áðan að engin lög
hefðu verið til um málefni
leigjenda. Hefur verið bætt úr
þvi?
— Réttu ári eftir að Leigjenda-
samtökin voru stofnuð voru sam-
þykkt á Alþingi lög um húsaleigu-
samninga og var það nefnd á veg-
um félagsmálaráðuneytisins sem
undirbjó þau. Nú stendur yfir
endurskoðun þessara laga, enda
hefur það sýnt sig að það er til-
hneiging til þess að túlka þau
leigjendum i óhag. Einnig er á
vegum ráðuneytisins unnið að
frekari lagasetningu.
— Um hvað?
— Þau lög sem samþykkt hafa
verið taka aðeins til húsaleigu-
samninga en siðan er ætlun að
setja lög um leiguna sjálfa,
hugsanlega húsaleigustyrki og
þviumlikt.
— Hafa lögin um húsaleigu-
samninga breytt miklu?
— Samkvæmt þeim á að gera
skriflega samninga á eyðublöð
sem annaðhvort eru staðfest af
félagsmálaráðuneytinu eða út-
gefin af þvi.
Ráðuneytið hefur svo gef-
ið út slikt eyðublað og það hefur
með öllu útrýmt gamla samn-
ingseyðublaðinu sem Húseig-
endafélagið gaf út á sinum tima,
enda var það notað sem dæmi i
lagadeild Háskólans um það
hvernig slikt plagg ætti ekki að
vera. Á þvi var aðeins getið um
skyldur annars samningsaðilans
en réttindi hins. Þá hefur almennt
vaknað meiri skilningur á þvi að
það geti verið valkostur að búa i
leiguhúsnæði, að það sé ekki bara
undirmálsfólk sem þar býr.
— Er stór hluti af tslendingum i
leiguhúsnæði?
— Samkvæmt upplýsingum
Hagstofunnar og könnun, sem
Jón Rúnar Sveinsson gerði, búa
tæp 19% íslendinga i leiguhús-
næði en i könnun sem Sókn gekkst
fyrir kom i ljós að 27% þeirra
Sóknarkvenna sem bjuggu á eigin
vegum voru i leiguhúsnæði.
— Bendir þetta ekki til þess að
það sé frekar láglaunafólk sem
býr i leiguhúsnæði?
— Skv. könnun Jóns Rúnars eru
rúmlega 90% leigjenda tilheyr-
andi hinni almennu launþega-
hreyfingu og eru þar með taldir
elli- og örorkuþegar. Rúm 60%
eru innan ASl.
— En hafa ekki húseigendur
töglin og hagldirnar i samskipt-
um við leigjendur vegna skorts á
leiguhúsnæði?
— Þeir eru enn sterkari aðilinn i
samningum þvi að þeir ráða yfir
húsnæðinu og eftirspurn er ekki
fullnægt —langt i frá. Það er ekki
bara i Reykjavik sem skortur er á
leiguibúöum heldur i öllum kaup-
stöðum landsins nema kannski i
Garðabæ. Sums staðar stendur
þetta atvinnulifinu fyrir þrifum.
— Hvernig er ástandið nú á út-
mánuðum?
— Leigumarkaðurinn er ákaf-
lega dreifður og tilviljanakennd-
ur. Hann byggist fyrst og fremst á
ibúðum sem eru til leigu i tak-
markaðan tima af sérstökum
ástæðum. Reykjavikurborg og
ýmis félagasamtök leigja út ibúð-
ir fyrir fólk með sérþarfir og
einnig eru kannski 2—4 einkaaðil-
ar sem hafa það fyrir atvinnu að
leigja út íbúðir. En það virðist
einungis vera gert ráð fyrir að
fólk með sérþarfir þurfi leigu-
ibúðir en allir aðrir lúti lögmálum
frjálshyggjunnar. Astæður fyrir
þessu ástandi eru m.a. þær að
leigjendur njóta engrar lána-
fyrirgreiðslu. Húsnæðisstofnunin
hefur einungis lánað til söluibúða
en i nýju lögunum núna er þó
heimild til að lána sveitarfélögum
80% kostnaðar af byggingu leigu-
húsnæðis.
— Voru ekki byggðar þannig
leiguibúðir fyrir nokkrum árum?
— Fyrir u.þ.b. 10 árum var
áætlað að byggja 1000 leiguibúðir
en aldrei voru byggðar nema um
400 og þær eru nú flestar orðnar
að eignaribúðum.
— Þið haldið þvi fram að þeir
sem kaupa eða byggja þurfi ekki
að greiða nema hluta af kostnað-
inum meðan þeir sem leigja þurfi
að borga fullan húsnæðiskostnað?
Framhald á 26. siðu.
AUa mánudaga frá 25. mai - 14. september.
Óagfiug — þotuflug um Kaupmannahöfn.
Hægt að dveljast þar i bakaleið.
Baðstrendur: Drushba — Zlatni Piatsatsi
Þær bestu og stærstu í Evrópu — sandstrendur.
,1-2-3-4 vikur. Luxus 1. flokks hótel. ' ^
Bað-WC - svalir - stutt á ströndina. -
Matarmiðar eins og peningar i vasa. Hægt að borða hvar
senj er á ströndinni út á þá.
50% uppbót á gjaldeyri.
• Skoðunarferðir með lystiskipum til
Istanbui — Y alta — Odessa.
• Vikuferð til Sofia- Varna i upphafi
ferðar, fyrir þá sem þess óska.
• Þægilegt, temprað
Miðjarðarhafsloftslag.
é Hægt að fara i sjóinn, sem er
hreinn, frá lokum mai.
Ódýrasta land Evrópu.
Verð frá 6.540. — 3 vikur.
Innifalið: flug — hálft fæði -
matarmiðar — leiðsögn
Tekið á móti pöntunum á
skrifstofunni.
Sendum bæklinga.
Kynnið ykkur kjörin.
Opið virka daga kl. 9-17 og
laugardaga kl. 8-12.
é
é
Ferðaskrifstofa
KJARTANS HELCASONAR Gnoðavog 44 - 104 Reykjavik - Simi 86255.