Þjóðviljinn - 21.03.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.03.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 21.—22. mars 1981. Smávegis um sögulegt samhengi Árni Bergmann skrifaöi að mörgu leyti ágæta grein „stjórn- mál ásunnudegi” helgina 28. feb. til 1. mars s.l. Greinin var at- hugasemd við grein ritstjóra Timans sem ég hef ekki lesið, en að öðru leyti fjallaöi hún um kristindóm, kirkju og áhrif marx- ismans á samfélagsþróun og lifs- viðhorf. Gallinn er sá að ýmsu er þar slengt saman nokkuð gróf- lega og getum leitt að öðru, á þann hátt sem alls ekki er eins- dæmi og er þvi enn frekar ástæða til að gera athugasemdir við. Hér eiga þó e.t.v. aðrir fremur hlut að máli en Árni Bergmann og taki þeir til si'n sem eiga i réttu hlut* falli við það. Fjallað er um sögulegt sam- hengi kirkju og valdatröllsins sem vill hafa auð og kiigunarvald sem eins konar óhagganleg örlög manna. Kirkjudeildir og þeirra höfðingjarhafi „komiösér i sam- band við tröll valdsins”. Arni vitnar i' mörg ljót orð sem ,,is- lenskir höfuðklerkar predikuðu jafnt sem aörir” um trúarlegt gildi þess að sætta sig við hvers konar órétt, fátækt og vesöld. t beinu framhaldi af þess konar til- vitnunum kemur svo kenning Páfans i Róm annó 1939 um hið ómissandi gildi þessara eiginda fyrir andlega velferö mannsins. Þetta samhengi er náttúrulega sett fram á mettima sjálfsagt i timahraki en ekki litur það betur út fyrir það. Ég efast þó ekki um að þessa frasa sem Arni tlnir til sé hægt að finna i ritum höfuð- klerka landsins en þeir eru ekki representativir fyrir þaö guðsorð sem mest hefur verið lesið með þjóðinni á liðnum öldum.Vidal- ins-postilla var lengi vinsæl með afbrigðum og þar má finna ekki siður mergjaða frasa sem ganga i þveröfuga átt, t.d. þegar höfuð- klerkurinn minnist á örlög þeirra i öðru lifi sem misbeita valdi sinu og auði. Lokakafli greinar- innar fjallar um breytta afstöðu einstakra kirkjunnar manna i Suður-Ameriku og þar er löng til- vitnun i kaþólskan guðfræðing sem sér ýmislegt jákvætt i bar- áttu marxismans gegn félagslegu óréttlæti. Hér má segja að Arni Bergmann fari yfir lækinn til að sækja vatnið þvi að margir góðir sósialistar á tslandi og flokks- bræður hans hafa séð svipaðar sýnirog oröað þær ekki siður en Hans KUng. Hér ber þó ekki að álasa greinarhöfundi þótt Urtakið af guðsorði i grein hans hafi verið skakkt, enda hefur hann ekki ætl- aðsér aö gera skoðanakönnun þvi það viröist vera að verða hættu- legur leikur á tslandi. Hitt er al- varlegra þegar hann talar um sögulega samhengið á þann hátt sem er allt of algengt hjá vissum hópi menntamanna og annarra er gjarna bregða sér i gervi sérfræð- inga um sögulegt samhengi þegar fjallað er um þessi mál. Blandað er saman rómversku kirkjunni á 18. og 19. öld og gjarnan dálitlu af rúsnesk-orthodox-kirkjunni við is- lensku þjóðkirkjuna og úr þessu fengið sögulegt samhengi fyrir allt liöið eins og það leggur sig, klerka, kirkjur og allt trúarlegs eðlis yfir höfuð. Étur svo hver þessisannindi eftir öðrum þangað tilhægt er að vitna tilþess: „Eins og menn vita...” og sjálfstæðis- Prestar mál Þessi kenning, sem aðrir en Árni Bergmann hafa sett fram af miklu meiri sannfæringarkrafti, stenst ekki á tslandi. Við siöa- skiptin var kirkjan tekin yfir af konungsvaldinu og vart verður það skrifaö á reikning hennar einnar sem slikrar. tslenskir em- bættismenn og alþýða voru lengi framan af konungholi og prest- arnir ekki undantekning þar á. En þegar litið er á stjórnrr.ála- sögu 19. aldarinnar kemur i.ljós að fjölmargir prestar voru allt annað en auðmjúkir þjónar danska valdatröllsins. Þeir „beinli'nis sviku” þetta vald. A fleiri sviöum voru þeir óþægir hinum óhagganlegu lögmálum kyrrstöðu og misréttis og raunar má segja að engin ein stétt væri eins óþjálvaldatröllinuog einmitt þeir. Auðvitað má finna undantekn- ingar eins og nafna minn biskup- inn og Fjölnismanninn Pétur Pétursson sem varð ihaldsemin uppmáluð með Þjóðfundinum 1851. Þá voru þeir félagar hans fallnir, Jónas Hallgrimsson, séra Tómas Sæmundsson og bróðir hans Brynjólfur. Þessum mönn- um, sem ýmsir vitna til sem rót- tæklinga þess tima, þótti ekki ónýtt að eiga að guð almáttugan og hjálpræði Krists i sjálfstæðis- baráttunni (sjá Vilhj. Þ. Gisla- son, Jónas Hallgrimsson). Ekki má gleyma þvi alveg i þessu sam- bandiaðPétri hafðitekist að vera umbótasinnaður klerkur á ýms- um sviðum i 15 ár áður en hann féll fýrir danska tröllinu. Annars hefur Þorvaldur Thoroddsen haldið uppi vömum fyrir þennan nafna minn og visast til þess hér. Um þátt presta i sjálfstæðis- stjórnm álunum eftir tima Fjölnismanna má nefna samstarf Jóns Sigurðssonar og SkUla Thoroddsen við ýmsa kunna höfuöklerka. Félagshreyfingar Þjóðfélagsleg staöa islensku prestastéttarinnar á 19. öld er þvi aö mörgu leyti athyglisverð og Aðalfundur Iðnaðarbanka Islands h.f. verður haldinn i Súlnasal Hótel Sögu i Reykjavik, laugardaginn28. mars n.k., kl. 2e.h. DAGSKRA: 1. Venjuleg aöalfundarstörf 2. Breytingar á reglugerð. 3. önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhent- ir hluthöíum eða umboðsmönnum þeirra i afgreiðslu lögfræðideildar bankans Lækjargötu 12, dagana 23. mars til 27. mars, að báðum dögum meðtöldum. Reykjavik, 9. mars 1981 Gunnar J. Friðriksson form. bankaráðs. ekki eingöngu meö tilliti til sjálf- stæðisbaráttunnar. Staða þeirra i stjórnkerfinu gerði það að verk- um að þeir uröu oft hentugur tengiliður milli nýrra og róttækra hugmynda og sóknarbarna sinna. Þeir voru efnahagslega og félags- lega óaðskiljanlegur hluti bænda- samfélagsins Þeir höfðu þvi bæði þekkingu og aðstöðu til þess að koma nýjum hugmyndum og stefnum á framfæri og margar nýjungar slógu I gegn i þjóð- félaginu vegna þessa sem annars hefðu dagað uppi eöa einangrast I áhrifalitlum öfgahópum. Pétur Pétursson félagsfræðingur skrifar Þetta hafði mikla þýðingu fyrir þjóðfélagsþróunina á Islandi fram á þessa öld sérstaklega vegna þess hve snögg umskipti urðu i islensku samfélagi þegar það á nokkrum áratugum breytt- ist (moderniseraðist) úr kyrr- stæðu bændasamfélagi i fjöl- breytt nútima (iðnvætt) sam- félag. Þetta „stökk” hefði orðið lengra og erfiðara ef prestastéttin hefði spyrnt við fótum og stutt gamla valdatröllið og hugmyndir þess um öhagganlegt fyrirkomu- lag. Prestar voru meðal leiðtoga fyrstu félagasamtaka á Islandi á 19. öld. Ekki finnst vottur af prestahatri (anti-clericalism) i fjöldahreyfingum eins og bind- indishreyfingunni, bændahreyf- ingunni, samvinnuhreyfingunni og ungmennafélagshreyfingunni. Presta er gjarnan minnst sem forgöngumanna á stórafmælum ólikustu félagasamtaka. Séra Oddur Gislason er gjarnan nefndur þegar minnst er á upphaf slysavarna á hafi Uti, Þorkels Bjarnasonar var minnst á nýaf- stöðnu 70 ára afmæli Fiskifélags Islands, Arnljótur Ólafsson var fyrsti nUtima hagfræðingur á ís- landi og Þórhallur Bjarnarson forseti BUnaðarfélags Islands og svo mætti áfram telja. Menntamál Merkastur er þó þáttur presta- stéttarinnar og guðfræðinganna i menntamálum þjóöarinnar og ef þessi þáttur er borinn saman við hvernig þessi mál hafa þróast með öðrum þjóðum t.d. i Frakk- landi sést hversu hér er óliku saman aö jafna. Þar hefur þjóðin verið meira og minna klofin i tvennt siöan frá timum stjórnar- byltíngarinnar miklu og fram á okkar daga um það hvernig upp- eldi og menntun skuli fyrir komið og hefur þetta atriöi haft gifurleg áhrif út frá sér á félagsmál og stjórnmál þar i landi. Annars vegar hafa þar ást við ihaldsöm stefna kaþólsku kirkjunnar og hins vegar „veraldlegt” rikis- vald. Aftur á móti hefur nú- timamenntakerfi á tslandi veriö byggt frá grunni af prestum og guðfræðingum. Svo sækja ýmsir menningarsérfræðingar (reyndar bæði tíl hægri og vinstri) efniviö sinn i samhengið sögulega úr frönskum veruleika. Ýmislegt annað hefur verið sótt þangað sem bæði hefur virkaö meira sannfærandi og komið að betri notum. Það er þvi ekki að furða þó íslenskt alþýðufólk setji jafnan hljótt þegar það héyrir slika speki setta fram i alvöru. Hefur þá mörgum áreiðanlega verið hugsað til prestsins sins og átt erfitt með að átta sig á sam- henginu. Með lögum frá 1880 var prest- um gert að skyldu að sjá um að öll böm lærðu að lesa, skrifa og reikna, en þeir höfðu áður séð um lestrarkunnáttu i sambandi við kristindómsfræðsluna. A 19. öld hvöttu margir prestar til þess að stofnaðir væru skólar og hófu sumir þeirra sjálfir tilraunir i þá átt. Biskupar höfðu yfirleitt frá siðaskiptunum sent konungi til- lögur um stofnun barnaskóla og jafnveigrátbænt þá tilþessað auka lestrarkunnáttu alþýðu (sjá Saga Islendinga VI. bindi). Hannes biskup Finnsson braut- ryðjandi upplýsingarstefnunnar á Islandi á 18. öld (ekki fara sögur af frönskum biskupum i þvi hlut- verki) samdi og gaf út alþýðlega fræðslubók sem kom inn á ýmsar fræðigreinar og var hún geysivin- sæl meðalaiþýðu. Sama má segja um lestrarbók Þórarins prófasts i Görðum, en hUn var bókstaflega lesin upp til agna að fróðra manna sögn. Þessi siðarnefndi höfuðklerkur lagði grundvöllinn aö kennaraskóla á Islandi ásamt syni sínum Jóni (sá las guðfræði en lauk ekki prófi) siðar fræðslu- málastjóra. Guðmundar Finn- bogasonar (hann var ekki guð- fræðingur) er oft getið i sam- bandi við upphaf barna- og ung- lingafræðslu og skólaskyldu og það með réttu. Hann samdi fræðslulögin frá 1907 en þarf samt ekki að skyggja á alla hina sem koma við sögu þessara mála á fyrri hluta þessarar aldar. Ég nefni nokkur nöfn i runu: Magnús Helgason, Sigtryggur Guðlaugs- son, Asmundur Guömundsson, Jakob Benediktsson, Asgeir As- geirsson, Freysteinn Gunnars- son, Sigurður Einarsson og Ingi- mar Jónsson. Allir voru þessir menn guðfræöingarog allir vigðir prestar nema tveir. Flestir þessir menn eiga það auk þess sameiginlegt að hafa verið fylgismenn hinnar svoköli- uðu nýju-guðfræði eða frjálslyndu guöfræði sem breiddist Ut innan islensku kirkjunnar um og eftir aldamótin. Þessi stefna vildi samþætta kristna trú og siðaboð- skap visindalegri nútimahugsun og framförum og náði á sitt band meiri hluta prestastéttarinnar. Þeir voru ekki fáir i þessum hópi sem sáu ennig samhengi með mannúðarstefnu sósialismans og kristindóminum s.b. ýmsa af hin- um svokölluðu Strauma-mönn- um, sem var hópur ungra guð- fræðinga og guðfræðistUdenta sem gáfu Ut samnefnt timarit á millistriðsárunum. Auk þess mun ekki að finna eitt einasta dæmi þess að islenska kirkjan sem slik hafi barist gegn hagsmunasam- tökum verkalýðsins. Mér er spurn, er það ekki góð regla að sögulegar staðreyndir og sögu- legt samhengi fylgist að?. Heimspeki Hins vegar má sjá andstæður i heimspeki marxismans þ.e.a.s. dialektiskri efnishyggju annars vegar og þekkingarfræöi flestra guðfræðikenninga. Gaman væri ef einhver hugmyndasögufræð- ingur okkar greindi islenska heimspekihugsun út frá þessu sjónarmiði.Grunar mig að þá muni koma i ljós að flestir af okk- ar frumlegustu hugsuðum hafi á einhvern hátt reynt að koma sér hjá nauðhyggju og vélrænni efnishyggju. En spyrja má hvort þessar andstæður séu mikilvæg- ustu snertipunktar þessara áhrifariku hugmyndakerfa. Svar- ið er að svo er ekki. 1 fyrsta lagi var Karl Marx ekki sérstaklega frumlegur hugsuður þegar um var að ræða trUarbrögð. Borgara- legir heimspekingar voru fyrir- myndir hans. Aftur á móti er samfélagshugsjón þeirra um af- stöðu manna til hver annarra sU sama i öllum aðalatriðum og það er þessi hlið á málinu sem er nær sögulega samhenginu á Islandi. Samtöksósialistaog verkamanna hafa ekki beitt sér gegn kristin- dómi og kirkju á Islandi og i skjöium og samþykktum þeirra (höfundur hefur þó ekki fram- kvæmt tæmandi athugun á þessu) finnast varla merki um slika afstöðu. Sannleikurinn er nefnilega sá að bæði þessi hugmyndakerfi hafa verið troðin i svaðið af valdatröllum með þvi að þau hafa verið notuð til þess að afsaka kúg- un og misbeitingu auðs og valda. Framsækin öfl hafa einnig kennt sig við þau bæði og það er einfald- lega skakkt sögulegt samhengi þegar gefið er i skyn að það sé ný frétt frá Suöur-Ameriku að svo sé tilfellið með kristindóminn. Pétur Pétursson félagsfræðingur 8/31981 Lundi, Sviþjóð. Brigada Nordica 1981 V innuferð til Kúbu Lagt verður af stað uppúr miðjum júni og komið aftur mánuði seinna. Unnið i 3 vikur, ferðast, fræðst, skoðað. 10 Islend- ingar komast með. Umsóknir sendist Vináttufélagi islands og Kúbu, póthólf 318, Rvik. fyrir 31. mars. — Aætlaður kostn- aðuru.þ.b.6300kr. Vináttufélag islands og Kúbu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.