Þjóðviljinn - 21.03.1981, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 21.03.1981, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 21,—221. mars 1981. Kveðjuorö Einar Jóelsson frá ísafirði Fæddur 4. júní 1902 — Dáinn 13. mars 1981 Norðan megin á eyrinni við Skutulsfjörð gengur götu gamall maður og fer sér hægt. Hann ber hnýtta hönd fyrir augu, skyggnist fram á spegilsléttan fjörðinn og Djúpið, þar sem Bjarnarnúp ber við himin. Hann kemur auga á trillu og hún fær athygli hans óskipta um stund... Sá sem byrjar sjómennsku aðeins átta vetra gamall og hefur stóran hluta ævi sinnar verið að veltast um miðin i misjöfnum veðrum, fyrst á sexæring og loks á togurum, sá maður er bundinn undarlega sterkum böndum viö hafið. Þar hefur mörg báran verið stór. Hann er til að mynda enn munstraður á vélbátinn Njörð sem nú er lengi búinn að liggja ásamt öðrum skektum á sjávar- botni úti fyrir ystu nesjum. Sem leiftur liða um hugskot hans horfnir félagar... en svo heldur hanngöngu sinniáfram. Feröinni er heitið i lágreist timburhús, rétt ofan við fjörukambinn. Þar verður gerður stuttur stans, þegið bleksvart kaffi og fáeinir molar, og skrafað um málefni liðandi stundar. En ekki verður hjá þvi komist aö svala forvitni ungra húsráðenda um liðna tíð og það er ekki komið að tómum kofa þar sem i hlut á þessi gamli þulur, hvítur fyrir hærum, lotinn, meö hrjúfa reynslu i röddinni. Þessi maður er Einar Jóelsson. Hann veröur lagöur til hinstu hvildar i Bolungarvik i dag. Einar Jóelsson var fæddur 4. júni árið 1902 aö Uppsölum i Seyðisfirði viö Jsafjaröardjúp. Foreldrar hans voru þau Jóel Einarsson frá Kleifum, dóttur- sonur Jóns skálda Jónssonar, og Kristin Aradóttir, Guðmunds- sonar frá Uppsölum. Þegar Einar var aðeins fjögurra ára fékk faðir hans berkla, sem drógu hann til dauða á fáum árum. Fjölskyldan leystist snögglega upp vegna þessara veikinda fööurins og Einar varð að alast upp hja vandalausum, reyndar á svo mörgum bæjum að tala má um flæking. Eftirfermingu varb sjór- inn hans aðal heimili. Þaö eru mikil örlög að alast upp á flækingi milli vandalausra á Islandi f byrjun þessarar aldar. Sú lifsreynsla er hörð, á stundum átakanleg, og undan þeirri byröi hefur margur maðurinn kiknaö, aörir harðnað við mótlætið. Allt að einu setur slik reynsla svip sirm ævilangt á þann sem i hlut á, ekki einasta viðmót og lifsskiln- ing, heldur einnig oft á likamlegt atgervi.Einar Jóelsson trúöi þeim sem þessar linur ritar fyrir mis- jöfnum kjörum bernsku sinnar. Þar var margt með ólikindum og veröur ekki tíundaö hér. En um fáa aðra en Einar finnst mér vlsuorð skáldsins eiga betur viö, þarsem það segir: „Kjörin settu á manninn mark/meitluðu svip og stældu kjark.” Lifsreynsla þeirra sem fæddir eru um si'ðustu aldamót er um margt mjög merkileg. Einar Jóelsson lifði þaö meðal annars að sjá islenska verkalýðsstétt verða af afli og reyndi þaö á eigin kjörum. Sú var tiðin að sjó- mönnum var gert að standa á dekki svo lengi sem þeir héldust vakandi þegar vel bar i veiði, jafnvel sólarhringum saman, án nokkurs svefns. Sá sem ekki var þeim vanda vaxinn gat tekið pok- ann sinn. Sfðan voru Vökulögin sett og Ur þessum þrældómi dró mikiö. Einar lifði það aö sjá þjóðina verða bjargálna, sjá börn sin og barnaböm hljóta betri upp- vaxtarskilyrði en tiðkuðust i hans eigin bernsku. En ekki er öll þróun jafn ánægjuleg. Það þarf sterk bein til að þola góða daga. Einari fannst að margir af fory stumönnum verkalýðs- stéttarinnar hefðu gerst deigir i hinni pólitisku baráttu fyrir þvi samfélagi jafnréttis, sameignar og lýöræöis, sem hann dreymdi um. Þeim draumi má likja við skip sem enn á margar rastir ófarnar. Hann var i hópi, þeirra manna sem héldu sér róttækum og vakandi þar til sláttumaðurinn slyngi kvaddi loks dyra með ljá sinn. Og þaö var ekki hans still að skafa utan af hlutunum þegar talið barst að pólitik, hvorki yfir kaffibolla heima i eldhúsinu þeirra Torfhildar, né á manna- mótum. Málfar hans var kjarnyrt og alþýðlegt á gamla vlsu, gam- ansemin einkennandi þáttur i öllu fasi hans. Einatt sagði hann við mig drynjandi hrjúfri röddu, með striðnisglampa i augum, þegar við hittumst: „Jæja lagsi, hverju viltu nú ljúga i mig i dag?” Eftir að Einar hætti sjómennsku gekk hann að störfum við fiskvinnslu i landi, við saltfiskinn eða i ishúsi. Þá gafst loks nokkur timi til félags- starfa. Einar var söngmaður ágætur allt frá unglingsárum og haföi yndi af starfi sinu með Karlakór tsafjarðar um árabil. Einhvern tima mun hafa komiö til tals að styrkja hann til söng- náms en ekki vildi hann þiggja þá ölmusu. Þótt röddin væri farin að gefa sig siðustu árin, var áhuginn samur og fyrr, og mér er minnis- stætt eittsinn er svo velvildi til að tónlistarmaður gekk i garð er við Einar sátum aö spjalli. Það var ekki að sökum að spyrja, eftir stundarkorn sagði Einar: „Jæja lagsi, troddu nú skammelin”. Og þaö voru kyrjuð karlakórslög, en einnig Nallinn og Ég kveiki á kertum mi'num. Hann yfirgnæfði okkur báða eins og atvinnusöng- vari, þótt hann væri hátt á átt- ræðisaldri. Einar var i fyrsta trúnaðar- mannaráöi verkalýðsfélagsins Baldurs. Hann tók einnig rikan þátt I starfi sósialista og her- stöðvaandstæöinga á Isafirði, þar sem hann lét sig aldrei vanta á fundi. Þaö var ekki áreynslulaust fyrir hann aö staulast viö stafinn sinn upp ótaldar tröppur Alþýðu- hússins i Sjómannastofuna eða á aðra fundarstaöi, en hann lét sig hafa það, enda harður af sér. Það M IJA ...SkiOi? Tökum í umboðssölu allar gerðir af skíðavörum fyrir börn og fullorðna. Seljum einnig hin heimsþekktu skíði, DYNASTAR og ATOMIC. Ef þú vilt kaupa eða selja, komdu þá til okkar. UMBOÐSSALA MEÐ SKÍfíA VÖRUR OG HUÓMFLUTNINGSTÆKl íMJiWfl GRENSÁSVEGI50 108REYKJAVÍK SÍMI: 31290 er einnig til marks um seiglu hans, aö þá fyrst fannst honum timi til kominn aö hætta við flökun og annan starfa frystihúss- ins þegar bólgnir fætur komust ekki lengur f stigvélin. Samt held égað hann hafi aldrei sætt sig við það hlutskipti aö veröa óvinnufær og sitja auöum höndum. Sá sem fer til sjós átta vetra gamall, við ónefnda vosbúð, kann ekki að taka slikum örlögum. Einar kvæntist Torthildi Torta- dóttur frá Asparvik i Stranda- sýslu og sambúð þeirra hafði staöið i 51 árþegarhann andaðist. Þeim varð 6 bama auðið. Tvær telpur dóu kornungar, en upp komust þau Kristin, Jónatan, Sævar og Torfi; þeir tveir siöast- nefndu nú búsettir á tsafirði. Torfhildur var manni sinum allt siðustu árin i erfiðum veikindum hans og hjúkraöi honum af mikilli umhyggju, þótt hún hafi sjálf ekki gengið heil til skógar. Þessar siðustu vikur og daga i tilveru Einars Jóelssonar hefur verið óvenju kalt hér noröur við DjUp og göngin æði snjóþung heim að litla húsinu þeirra Torf- hildar á Bökkunum. Hestfjallið og Folafótur eru al- hvit en tignarleg, og jörð öll i klakaböndum þar sem áður tölti ungur sveinn milli lágreistra bæja: Fótur undir Folafæti, Hestur undir Hestfjaili, Kolakot, Grjóthlað... Allt er nú komið i eyði. „Svo hleypur æskan unga óvissa dauðansleið sem aldur og ellin þunga; allt rennur sama skeið.” Það er sérkennileg til-. viljun að svo skuli viðra þessa siðustu hérvistardaga manns sem átti bernsku fremur óbliöa. Ég vil þakka þeim Einari og Torfhildi margar ánægjustundir og votta bömum þeirra og barna- börnum og öðrum ættmennum samúð, nú þegar gamli maðurinn siglir á önnur mið. Hallur Páll Jónsson. F élagsmálanámsk eið verður haldið dagana 23. mars til 6. apríl og mun það standa i 6 kvöld. Viðfangsefni: Framsögn, ræðumennska, fundarstjórn og fundarreglur. Leiðbeinendur verða Baldvin Halldórsson leikari og Steinþór Jóhannsson frá MFA. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofum félaganna. Verkamannafélagið Dagsbrún Verkakvennafélagið Framsókn. Laugardaginn 21. mars kl. 1(5.00 Danska skáldið UFFE HADER les úr ljóðum sinum og fjallar um skáldskap sinn og nútimaljóðlist i Danmörku. Sunnudaginn 22. mars kl. 17.30 Dagskrá til heiðurs SNORRA HJARTAR- SYNI á vegum Máls og menningar og Norræna hússins. Sverrir Hólmarsson og Hjörtur Pálsson fjalla um ljóðin. Upplestur: Óskar Halldórsson Ragnheiður Árnadóttir Silja Aðalsteinsdóttir Þorleifur Hauksson Guðrún Tómasdóttir syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar lög eftir Atla Heimi Sveinsson og Hallgrim Helgason við ljóð eftir Snorra Hjartarson. Mánudagur 23. mars kl. 20.30 ANDERS KVAM frá Noregi heldur fyrir- lestur: ,,Vegetasjon i byer og tettsteder”. Verið velkomin NORRÆNA HUSIO

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.