Þjóðviljinn - 21.03.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.03.1981, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 21.-22. raars 1981. Útboð Hitaveita Eyra óskar eftir tilboðum i lögn „Aðveituæðar 1. áfanga.” Aðveituæðin er 200 mm við i þvermál, plasteinangruð stálpipa, grafin i jörð. Heildarlengd er um 8,5 km. Útboðsgögn verða afhent gegn 500.- kr. skilatryggingu á skrifstofu Stokkseyrar- hrepps, Hafnargötu 10 Stokkseyri og i Reykjavik á Verkfræðistofunni Fjarhitun h.f.Álftamýri9. Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 9. april 1981 kl. 14.00 á skrifstofu Stokkseyrar- hrepps, Hafnargötu 10, Stokkseyri. Hitaveita Eyra. BHM HÍK Orlofshús Bandalag háskólamanna minnir félags- menn sina á, að frestur til að sækja um or- lofsdvöl næsta sumar i orlofshúsum bandalagsins að Brekku i Biskupstungum rennur út 25. mars. Frestur til að sækja um dvöl i orlofshúsum Hins islenska kennarafélags rennur út 31. mars. Skrifstoíur BHM og HIK eru að Hverfis- götu 26. Simar hjá BHM eru 27877 og 21173 og hjá HIK 21066. Bandalag háskólamanna. Hið isienska kennarafélag. Atvinna óskast Tækniteiknari óskar eftir heilsdagsvinnu. Getur annast öll almenn skrifstofustörf. Upplysingar i sima 45375 um helgina og eftir kl. 6 virka daga. iH Lóðaúthlutun — Reykjavík Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um byggingarrétt á eftirgreindum stööum: A. Við Eyrarlandog Fossvogshverfi: Einbýlishúsalóðir, parhúsalóðir, rað- húsalóðir og f jölbýlishúsalóðir. B. Við öskjuhlíðarskóla: Einbýlishúsalóðir, parhúsalóðir og raðhúsalóðir. C. Á Eiðsgranda 2. áfanga. Einbýlishúsalóðir og raðhúsalóðir. D. Á Eiðsgranda, 3. áfanga. Einbýlishúsalóðir. E. Seljahverfi: Tvær einbýlishúsalóðir með hesthúsaðstöðu F. I Nýjum Miðbæ, 2. áfanga: Raðhúsalóðir og f jölbýlishúsalóðir. Athygli er vakin á því að áætlað gatnagerðar- gjald ber að greiða að fullu í þrennu lagi á þessu ári. Á sama tíma skal greiða 75% af áætluðum tengdum gjöldum. Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar um lóðir til ráðstöfunar svo og skipulags- og út- hlutunarskilmála verða veittar á skrifstofu borgarverkf ræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, alla virka daga kl. 8.20—16.15. Umsóknarfrestur er til og meðó. apríl 1981. Eldri umsóknir þarf að endurnýja og skila á sérstökum eyðublöðum er fást af hent á skrif- stof u borgarverkfræðings. Borgarstjórinn i Reykjavík. Yfirlýsing frá stjórn Byggungí Mosfellssveit Vegna blaðaskrifa um kaup 3. áfanga Byggingarsamvinnu- félags ungs fólks i Mosfellssveit á eldhúsinnréttingum, vill stjórn félagsins og stjóm 3. byggingar- flokks koma eftirfarandi athuga- semdá framfæri: Við afgreiðslu stjórnar á kaupum 3. byggingarflokks á eld- húsinnréttingum i ibúðir sinar, var frá þvi' gengið, að innlendir framleiðendur innréttinga fengju tækifæri til jafns við innflytjendur á að koma vöru sinni á framfæri. Var i þvi sambandi leitað til tveggja framleiðenda og tveggja innflutningsaðila. Að öðru leyti visaði stjórnin ákvörðun um kaup á einstökum innréttingum til þeirra aðila sem ibúðir eiga i 3. áfanga. Byggjendur i 3. áfanga kynntu sér sjálfir þær innréttingar sem i boði voru og tóku ákvörðun um val innréttinga á eigin spýtur. Stjórn Byggingarsamvinnufélags ungs fólks iMosfellssveit litur svo á, að _þeim aðilum, sem valiö hafa að fjárfesta i ibúðarfram- kvæmdum félagsins, sé það i sjálfsvald sett hvemig þeir verji fé sinu til kaupa á innréttingum i ibúðir sinar. Hlutverk stjórnar og framkvæmdastjóra er að fram- kvæma vilja byggjenda i þeim efnum. Stjórnin visar algerlega á bug ásökunum á hendur fram- kvæmdastjóra félagsins, Arnar Kjærnested, um undarlega við- skiptaháttu af hans hálfu, og leggur áherslu á að hlutur hans i þessu máli er fyllilega i samræmi við vilja umbjóðenda hans. Stjórn Byggingarsamvinnu- félags ungs fólks i Mosfellssveit vill að siðustu itreka, að kaup félagsins á eldhúsinnréttingum i ibúðir 3. áfanga eru fram- kvæmdar að vilja þeirra aðila sjálfra, er ibúðir eiga i smiðum i umræddum byggingaráfanga. Stjórn félagsins mun ekki undir neinum kringumstæðum leyfa sér aðtaka ákvörðunarvald af byggj- endum i' þessum málum, sem og öðrum er lúta að innréttingum ibúða þeirra. Ennfremur vonar stjórnin að kúgunarhótanir ein- stakra framleiðenda i þessu efni séu einungsi orðin tóm, enda sé það öllum aðilum fyrir bestu. Samþykkt á stjórnarfundi félagsins 18/3 1981. Ilelga Einarsdóttir. formaður Byggingar- samvinnufélags ungs fölks, Mosfellssveit. Skagfirska söngsveitin heldur hlutaveltu Skagfirska Söngsveitin heldur hlutaveltu , happamarkað og kaffisölu i Drangey,Siðumúla 35, i dag, laugardag, kl. 14. Fjáröflunarnefnd Skagfirsku Söngsveitarinnar hefur unnið ötullega að öflun fjár til styrktar söngfö ■ til Kanada 4. júni nk. og væntir þess að vinir og velunnar- ar kórsins liti við i Drangey á laugardaginn, freisti gæfunnar, fáisér kaffisopa og styrki um leið starfsemikórsins. EYJAFLUG Brekkugötu 1 — Simi 98-1534 A flugvelli 98-1464 |= Hainarf jörður — ~ Lóðaumsóknir Lóðum fyrir ibúðarhús i Hafnarfirði verður úthlutað á næstunni á eftirtöldum stöðum: a) 30 einbýlishúsalóðir við Hraunvang og Suðurvang. b) 12 einbýlis- og parhúsalóðir við Hraunbrún. c) Fjölbýlis- og raðhúsalóðir i Hvammahverfi. Kynningarteikningar af fjölbýlishúsum og raðhúsum i Hvammahverfi, ásamt skipu- lagsuppdráttum af öllum ofangreindum svæðum, verða til sýnis i Húsi Bjarna riddara, Vesturgötu 6, frá 23.-29. þ.m. sem hér segir: mánudag til föstudags kl. 16 til 19 laugardag og sunnudag kl. 14 til 19. Höfundar uppdrátta munu verða á staðn- um á miðvikudag og laugardag kl. 17 til 19. Umsóknareyðublöð fást á sýningarstaðn- um og á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6. Umsóknum skal skila til skrifstofu bæjar- verkfræðings eigi siðar en 13. april n.k. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Bæjarstjóri. PÓST- OG , SfMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða loftskeytamenn/símritara til starfa á Höfn i Hornafirði og i Neskaupstað. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild og stöðvarstjórum á Höfn og i Neskaupstað. Tilkynning Þeir sem telja sig eiga bila á geymslu- svæði ,,Vöku” á Ártúnshöfða, þurfa að gera grein íyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 15. april n.k. Hlutaðeigendur hafi samband við af- greiðslumann „Vöku” að Stórhöfða 3 og greiði áfallandi kostnað. Að áðurnefndum fresti liðnum verður svæðið hreinsað og bilgarmar fluttir á sorphauga á kostnað og ábyrgð eigenda, án frekari viðvörunar. Reykjavik, 16. mars 1981. GATNAMÁLASTJÓRINN í REYKJAVÍK Hreinsunardeild. ® ÚTBOЮ Tilboð óskast i lögn hitaveituæðar meðfram Höfðabakka fyrir Hitaveitu Reykjavikur. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3 gegn 2000 kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 8. april n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYK)AVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.