Þjóðviljinn - 28.03.1981, Qupperneq 2
' 2 ‘StÐA — ÞJóÐVirjlNN 'Helgin 28.W29.'marfc • 1981
Framkvæmdanefnd hóf þegar störf, og má
segja að mikill einhugur hafi i upphafi rikt þar.
Hringt var til Simsen og pumpumálið reifað
fyrir talsmanni fyrirtækisins. Af hálfu Simsen
var nefndinni tjáð, að engin ábyrgð væri á
slikum hurðarpumpum, engin pumpuþjónusta
væri á vegum fyrirtækisins, en ef gera ætti við
pumpuna þyrfti að taka „spennuna” af fyrst,
skrúfa siðan pumpuna niður, ná svo i sérstakan
„trekklykil”, sem hefði fylgt pumpunni,
trekkja pumpuna svo upp og bæta einu „palli”
við.
Af einstaklingsframtaki
í þágu sósíalismans
Siðumúlinn i Reykjavik er talsvert athyglis-
verð gata. Á þessu svæði eru ekki aðeins
menningarmiðstöðvar dagblaðanna og sam-
eiginlegt prentverk þeirra merkustu, heldur og
fangabúðir islensku lögreglunnar, svo nokkuð
sé talið.
Við þetta Fleet Street Reykjavikur eiga sem-
sagt heima bæði hin virðulegri dagblöð þjóðar-
innar sem og svartholið og siðdegisblöðin.
Ein af veglegustu byggingunum við götuna
er tvimælalaust Þjóðviljahöllin, en hún er
byggð fyrir rússneska peninga, ef mark er á
Morgunblaðinu takandi, og svo náttúrlega
fyrir happdrættispeninga, frjáls framlög nyt-
samra sakleysingja og i sjálfboðavinnu.
Þegar Þjóðviljahöllin var að risa af grunni á
sinum tima, þótti mörgum sannleikselskandi
stærð hennar og allur iburður með ólikindum.
Að stærð slagar húsið uppi meðal einbýlishús
i Arnarnesi og til að auka á rikmannlega reisn
er bróðurparturinn af neðri hæðinni leigður
undir húsgagnaverslun með rókókómublum.
Á Þjóðviljahöllinni, þessu merka stórhýsi, er
útidyrahurð, og er það raunar mergur þess
máls sem hér fer á eftir.
Það var i byrjun haustmánaðar að starfsfólk
Þjóðviljans þóttist verða þess vart að hitastigið
i stigagangi hússins væri i lægra lagi, og kom
þetta einkum niður á simadömunum, vegna
þess hvernig þær eru staðsettar i byggingunni.
Skotið var á fundi i blaðstjórninni til að reyna
að fá botn i það, hverju þessi næðingur sætti, og
varð niðurstaða þeirrar rannsóknar sú, að
veðurhæð virtist meiri i stigaganginum þegar
útidyrahurðin var opin heldur en þegar henni
var lokað. Æskilegra væri sem sagt að hafa
hurðina lokaða en opna, sérstaklega þegar
svalir heimskautsvindar stæðu uppá húsið.
Þessi niðurstaða var bókuð, og siðan
gleymdist hurðin, sem hélt áfram að standa
opin allan liðlangan daginn allt haustið, eins
og áður.
Um veturnætur fór svo að bera á heilsubresti
hjá simadömum fyrirtækisins. Þetta virtist
vera svona eins og aðkenning af bronkitis,
blöðru- og heilahimnubólgum, svo fram-
kvæmdastjórnin tók af skarið upp á sitt ein-
dæmi, án samráðs við starfsfólkið, og keypti
pumpu hjá Simsen; pumpu, sem er þeirrar
náttúru að hún lokar hurðum, sem ekki er
lokað á eftir sér. Pumpan var svo fest upp á
þjóðhátíðardegi Tyrklands þ. 20. október og
urðu með tilkomu hennar timamót varðandi
starfsskilyrði á Þjóðviljanum.
En Adam var ekki lengi i Paradis. Á miðri
jólaföstunni brast pumpan. í fyrstu veittu
menn þessu litla athygli, og það var ekki fyrr
en verulegur heilsubrestur fór að nýju að gera
vart við sig hjá simadömunum, að ástæða þótti
til að taka málið fyrir á sameiginlegum starfs-
mannafundi á blaðinu.
Á þessum fundi var mjög heitt i kolunum, og
má segja að þetta hafi verið með storma-
samari fundum á blaðinu, en að lokum var
borin upp tillaga frá auglýsingastjóranum,
sem einmitt er staðsettur framarlega i húsa-
kynnum Þjóðviljahallarinnar, um að lima
miða á útidyrahurðina, með orðinu „LOKIД.
Þessi tillaga var felld eftir að útbreiðslu-
stjórinn hafði bent á að nýir sjóndaprir áskrif-
endur, sem kæmu að dyrunum, gætu haldið að
á miðanum stæði „LOKAД.
Endanlega var svo samþykkt með naumum
meirihluta, að á miðanum skyldi standa
„LOKIÐ HURÐINNI”.
Á fundinum var siðan skipuð framkvæmda-
nefnd. sem skyldi freista þess að fá gert við
pumpuna.
Að þessum upplýsingum fengnum tókst
samstaða um að reyna að útvega mann til
framangreindra umsvifa, en fljótlega þriklofn-
aði nefndin útaf þvi, hvernig staðið skyldi að
þeirri ráðningu. Tveir nefndarmanna álitu að
pumpumál heyrðu undir Hjörleif, eins og önnur
orkumál; tveir álitu að hollustuhættir á vinnu-
stað.sem og heilsufar simakvenna Þjóðviljans,
heyrðu undir Svavar heilbrigðismálaráðherra;
en ritstjóri blaðsins sem var oddamaður i
nefndinni vék ekki frá þeirri skoðun að Lúðvik
væri það handgenginn pumpu- og véla-
mönnum, já, og hollustuháttum á vinnu-
stöðum, að hann ætti að skipa mann til að gera
við pumpuna.
Þessi óeining innan nefndarinnar varð svo til
þess, að hvorki gekk né rak i pumpumálum
blaðsins allan janúar og febrúar.
Heilsufari starfsfólksins stórhrakaði vegna
gegnumtrekks, og engin lausri á málinu virtist i
augsýn.
Þá var það núna á miðvikudaginn var,
nánar tiltekið á þjóðhátiðardegi Grikklands og
boðunardegi Mariu, að Gvendur blaðakóngur
— strákur, sem á að fermast i vor, en ber Þjóð-
viljann út, svona með skólanum — spurði ein-
hvern að þvi af hverju ekki væri gert við
huraðarpumpuna. Honum var sagt að það væri
ekki hægt. Þá sagði hinn þrettán ára gamli út-
burðarsveinn: „Lánið þið mér skrúfjárn”. Svo
skrúfaði hann pumpuna niður, trekkti hana
upp, bætti einu palli við, skrúfaði hana svo
upp aftur. Og sjá: Hurðin féll að stöfum og
hefur gert það siðan.
En um leið og Gvendur blaðakóngur
snaraðistút með blaðabunkann undir hendinni,
til að bera boðskap vom til áskrifenda Þjóð-
viljans, kvað hann þessa visu:
Eitt er það sem á að vera
öllum ljóst við þetta blað:
Þegar eitthvað þarf að gera
þá er bara að gera það.
Gunnar sagöi aö aldrei yröi
samþykkt að fjölga þingmönnum
Reykjavikur og Reykjaness og
um leið að fækka þingmönnum i
öðrum kjördæmum til að halda
þingmannatölunni óbreyttri.
Væntanleg breyting á kjördæma-
skipan myndi þvi þýða einhverja
fjölgun þingmanna. Þess skal
getið að Gunnar er formaður
stjörnarskrárnefndar og er þá
a.m.k. einn nefndarmaður búinn
aðlýsa skoðun sinni á þessu máli
opinberlega.
Frestun
Gunnar
Thoroddsen lýsti þeirri skoðun
sinni á almennum stjórnmála-
fundi i Breiðholti s.l. fimmtu-
dagskvöld aö til þess að leysa
vandamálið varðandi misvægi at-
kvæða þá þyrfti aö fjölga þing-
mönnum Reykjavikur og Reykja-
ness. Gunnar sagði að aldrei hefði
tekist að leiðrétta kjördæma-
skipunina nema með fjölgun
þingmanna.
landsfundar Sjálfstæðisflokksins
til hausts var mikiö rædd á fundi
með Gunnari Thoroddsen for-
sætisráðherra s.l. fimmtudags-
kvöld i Breiðholti. Gunnar sagði
m.a. aö i leiðara Visis um ástæður
frestunar heföi verið látið að þvi
liggja að rikisst jórnin stæöi of vel
að vigi til þess að þorandi væri að
boöa til landsfundar nú. 1
leiöaranum hefði verið bent á að
rikisstjórninni hefði tekist að
draga úr verðbólgu, tryggja jafn-
vægi i rikisfjármálum sem og að
tryggja næga atvinnu. Varpaði
Gunnar fram þeirri spurningu
hvort að meðan rikisstjórninni
tækist að framfylgja þessum
þremur höfuðatriðum i stefnu
Gunnar: Leiftursóknin var
dapurlegt og snöggsoðið plagg
Sjálfstæðisflokksins þá mætti
ekki halda landsfund!
Leiftursóknin
var dapurlegt og snöggsoðið
plagg, sagði Gunnar á fyrrnefnd-
um fundi og tóku flestir ræðu-
manna i sama streng. Guöjón
Geir: 1 nýframkomnu frumvarpi
stjórnarandstöðuarms Sjálf-
stæðisflokksins um orkumál er
ekki minnst á þá virkjun sem átti
að vera nr. 1 skv. leiftursókninni.
Hansen sagði t.d. að tilurð leiftur-
sóknarinnar sýndiverst það of-
beldi sem flokksmenn væru beitt-
ir þar sem aöeins 2-3 menn hefðu
verið látnir undirbúa plaggið og
Grétar Norðfjörð sagði að sér
hefði brugðið mjög þegar hann sá
það. Dr. Gunnar sagði aö ekkert
samráð hefði verið haft við sig
um samningu plaggsins og sem
dæmi um þaö hversu illa það var
unniö nefndi hann að i kaflanum
um orkumál hefði verið sagt að
stækkun Búrfellsvirkjunar ætti að
vera forgangsverkefni. Gunnar
sagðist aldrei hafa heyrt minnst á
það i iðnaðarráðherratið sinni að
stækkun Búrfellsvirkjunar ætti að
vera næsta skref, frekar hefði
verið rætt um Sultartanga i þvi
sambandi. Þá sagði Gunnar að
höfundar plaggsins væru reyndar
búnir að gera sér grein fyrir þvi
hversu vitlaust þetta atriði væri
þvi að i frumvarpi sem stjórnar-
andstöðuþingmenn i Sjálfstæðis-
flokknum hefðu lagt fram á Al-
þingi um ný orkuver væri ekki
minnst á þá virkjun sem átti að
vera nr. 1 samkvæmt leiftursókn-
inni.
Borið
hefur á eggjaskorti i verslunur
undanfarnar vikur og i sumur
búðum hafa þau alls ekki fengis’
Astæðan fyrir þessu mun vera s
að hænurnar eru ekki enn búna
' aö jafna sig eftir rafmagnsleysi
um daginn en það þoldu þær afa
illa svo að varpið datt niðui
Segja má þvi að þær séu álika
sigkomnar og Sjálfstæðisflokkui
inn eftir leiftursóknina frægu