Þjóðviljinn - 28.03.1981, Qupperneq 11
st jórnmál á sunnudegí
Margt hefur verið rætt um
skattamál að undanförnu og
nokkrar breytingar á skattalög-
um hafa verið á döfinni. Þjóðvilj-
inn ræddi við Ragnar Arnalds
fjármálaráðherra um þessi mál
og fer viðtalið hér á eftir.
— Hvaða breytingar á skatta-
lögum eru það, Ragnar, sem þið
stefnið helst að nú á næstu vik-
um?
— Ljóst er að ýmsu þarf að
breyta i gildandi skattalögum að
fenginn reynslu, en ég nefni hér
aðeins þær breytingar sem mestu
máli skipta:
Einstæðir foreldrar
Einstæðir foreldrar komu ekki
nægilega vel út úr álagningu
samkvæmt nýju lögunum, eink-
um einstæðir foreldrar með éitt
barn. Hins vegar var aðra sögu að
segja ef börnin voru mörg. Þegar
farið var að nefna ýmis dæmi um
hækkun skatta á einstæðum for-
eldrum og málið hafði verið rætt
á fundi sem mér var boðið á hjá
Félagi einstæðra foreldra,
skipaði ég nefnd sem fékk það
hlutverk að rannsaka álagningu á
einstæöa foreldra og gera tillögur
einfaldara skattakerfi, sem er
forsenda þess að unnt verði að
taka upp staðgreiðslukerfi skatta.
Húsaleigufrádráttur er hins
vegar til samræmis við hlunnindi
sem húseigendur njóta og sér-
staklega sterk rök fyrir þvi að
hann sé viðurkenndur, a.m.k.
meðan vaxtafrádráttur vegna
ibúðarhúsnæðis er við lýði. En
vafalaust kemur að þvi, að frá-
dráttarliðum tekjuskattslaga
verður enn fækkað verulega með
tilkomu staðgreiðslukerfis.
Eignarskattur aldraðra
Nokkuð hefur verið kvartað yfir
þvi,aðgamaltfólk semlitlareða
engar tekjur hefur nema lifeyri
fái mikla eignarskatta af eigin
húsnæði, þ.e. eignarskatt af
nettóeign í rikissjóö og fasteigna-
skatt af brúttó-eign húsnæðis til
sveitarfélags. Til að
minnka skattgreiðslur aldraðra
mun rikisstjórnin leggja til, að
persónuafsláttur, sem ekki nýtist
til lækkunar tekjuskatts og út-
svars vegna þess hve tekjurnar
eru lágar, geti gengið til lækk-
unar eignarskatta, en þessi
heimild hefur ekki áður verið
málin. Hvað er að segja um
álagningu beinna skatta á siðasta
ári. Nú liggja tölur væntanlega
fyriri höfuðatriðum svo sjá megi
hvort um skattahækkun var að
ræða á árinu 1980. Hvað getur þú
sagt okkur um þetta, Ragnar?
— Já, stjórnarandstæðingar
spöruðu ekki fullyrðingar um það
s.l. vor og sumar, að rikisstjórnin
væri að stórhækka beina skatta.
Þessar fullyrðingar áttu við engin
rök að styðjast hvað varðar beina
skatta til rikisins, en útsvar til
sveitarfélaganna hækkaði hins
vegar litillega.
A s.l. sumri, eftir að álagning
hafði farið fram, þá var mikið á
þvi hamrað að tekjur rikissjóðs af
beinum sköttum yrðu mörgum
miljörðum hærri en reiknað var
með i fjárlögunum. Og þrátt fyrir
rökstudd andmæli min og fleiri
talsmanna rikisstjórnarinnar þá
birti jafnvel stjórnarblaðið Tim-
inn stórar og miklar greinar, sem
áttu að sanna þetta.
En nú liggja fyrir bráðabirgða-
tölur um innheimta skatta i rikis-
sjóð á árinu 1980, óg samkvæmt
þeim, þá nema samanlagðir
tekju- og eignarskattar 60,3
Helgin 28.-29. mars 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Rætt við Ragnar Arnalds
um skattamál:
sömu skattbyrði á lágum tekjum
og miðlungs tekjum og var á sið-
asta ári. Það eru þvi helber
ósannindi hjá stjórnarandstöð-
unni að fyrst séu skattarnir hækk-
aðir áður en til umsaminnar
skattalækkunar kemur. Þvert á
móti höfum við varið 5—6
miljörðum gkr. til þess að fá fyrst
fram þann viðmiðunargrunn,
sem gefið hefði rikinu sömu
tekjur og.i fyrra að teknu tilliti til
verðlags- og launabreytinga. Frá
þessum grunni er svo ákveðin
skattalækkun, sem svarar 1,5% i
kaupi og kostar hún ein sér rikis-
sjóð um 9 miljarða gkr. i álögðum
sköttum.
— En með hvaða hætti kemur
skattalækkunin fram?
— Þar er fyrst að nefna hækkun
persónuafsláttar. Samkvæmt
fjárlögum ætti hann að vera
732.000,- gkr.. Með viðmiðunar-
grunninum sem ég gat um áðan
hækkar hann i 750.000,- gkr. og
þar til viðbótar hækkum við per
sónuafsláttinn upp i 761.000.-gkr..
1980 lækkuðu tekju-
skattarnir tfl ríkisins
Og þeir lækka enn árið 1981
um breytingar. Neíndin skilaöi
áliti 18. mars s.l. og er það megin-
tillaga nefndarinnar, að lágmark
á 10% föstum frádrætti veröi
verulega hækkað, hvað einstæða
foreldra snertir, svo og barna-
bætur.
1 frumvarpi þvi sem nú er til
meðferðar hjá rikisstjórninni er
gert ráð fyrir þvi, að lágmark á
föstum frádrætti hjá einhleyping-
um verði tæpar 8.000 kr. (797.500
gkr.), en hjá einstæðum foreldr-
um veröi fastur frádráttur að lág-
marki tæpar 14.000,- kr. en á s.l.
ári var fastur frádráttur sá sami
hjá einhleypingum og einstæðum
foreldrum eða 550 þús. kr.
Húsaleiga og
vaxtafrádráttur
Samkvæmt gildandi lögum er
vaxtafrádráttur verulega tak-
markaður eins og flestir vita, og
eru vextir þvi aðeins frádráttar-
bærir aðþeir eigirót sinaað rekja
til lána sem tekin hafa verið
vegna byggingar eða kaupa á
eigin húsnæði. Hins vegar var há-
mark vaxtafrádráttar af þessum
ástæðum hækkað allverulega
samkvæmt stjórnarfrumvarpi
sem samþykkt var nú eftir ára-
mótin, áður en framtalsfresti
lauk. Með hliðsjón af þessu og
þar sem eigin húsaleiga er ekki
lengur reiknuð til tekna virðist á
margan hátt sanngjarnt að húsa-
leiga sé að einhverju leyti frá-
dráttarbær, með hliðstæðum
hætti og vextir vegna húsnæðis-
lána. Hagsmunir leigjenda hafa
mjög verið fyrir borð bornir á
undanförnum árum i þjóðlifi
okkar, meðan þeir sem ráðist
hafa i byggingu eöa kaup á ibúð
hafa notið margvislegra hlunn-
inda og m.a. fengið i sinn hlut
verulegan verðbólgugróða auk
skattalækkana vegna vaxtafrá-
dráttar. Eg hef þvi lagt til við
samstarfsaðila okkar að einhver
frádráttur verði leyfður vegna
húsaleigugreiðslna, enda er þess
þá að vænta að húsaleigutekjur
skili sér betur til skatts. Þetta
gæti þá gilt um leigugreiðslur frá
s.l. áramótum viðskattlagningu á
næsta ári.
Fjöldamargir aðrir frádráttar-
liðirhafa komið til umræðu, en ég
held, að menn séu almennt á móti
þvi að fjölga frádráttarliöum i
skattalögum á nýjan leik, þar
sem einmitt var að þvi stefnt með
nýju skattalögunum að fækka
frádráttarliöunum og stefna að
fyrirhendi og hefur þvi verulegur
persónuafsláttur hjá öldruðu
fólki sem býr i eigin húsnæði
fallið niður ónýttur. Heimild er til
þess i gildandi lögum að lækka
tekjuskatt vegna fráfalls maka,
en nú verður gerð tillaga um að
lækka megi eignarskatt af sömu
ástæðu.
Ósanngjörn álagning
dráttarvaxta
Samkvæmt 110. og 112. gr.
skattalaganna fellur allur
ógreiddur skattur i gjalddaga ef
vangreiðsla verður á einni af-
borgun skattsins og eru þá inn-
heimtir dráttarvextir af öllu þvi
sem ógreitt er. Þetta er bersýni-
lega mjög ósanngjörn regla, enda
vitað, að vanskil þurfa ekki alltaf
að vera skattgreiðandanum að
kenna, ýmisskonar mistök geta
átt sér stað og oft er sökin at-
vinnurekandans, sem á að annast
innheimtuna. Ég tel þvi óhjá-
kvæmilegt að breyta reglunni á
þann veg, að ekki falli dráttar-
vextir á hærri fjárhæð en greiða
átti hverju sinni.
Beinu skattarnir
lækkuðu um
3,5 miljarða
— En svo við komum hér inn á
annað efni, sem varðar skatta-
miljörðum gkr., en i fjárlögum
voru tekjur rikisins af þessum
sköttum áætlaðar 63,8 miljarðar
gkr..Og fjárlagatalan var við það
miðuð, að skattbyrðin á árinu
1980 yrði sú sama og orðið hefði
að óbreyttum skattalögum. —
Það sem nú hefur komið i ljós er
að i reynd hafa tekju- og eignar-
skattarnir orðið 3,5 miljörðum
gkr. lægri. Allar upphrópanir
stjórnarandstöðunnar um hækk-
un á beinum sköttum bæði i
fyrravetur og i sumar hafa þvi
reynst marklaust fleipur.
Þetta er gott að hafa i huga,
þegar umræðan um skattamálin
— ekki sist I fjölmiðlum — snýst
oft um þá fullyrðingu stjórnar-
andstöðunnar að skattarnir séu
að stórhækka, þótt þeir hafi
sannanlega lækkað.
Og þeir lækka um
9 miljarða gkr. í ár
— En svo eru það boðaðar
skattalækkanirá árinu 1981. Hvað
er um þær að segja?
— Við höfum samið við verka-
lýðshreyfinguna um skatta-
lækkun sem svarar 1,5% i kaupi.
Aður en við reiknuðum út þessa
skattalækkun þá gerðum við
breytingu á skattstiga og per-
sónuafslætti, svo og á föstum frá-
drætti einstaklinga, — breytingar
sem nauðsynlegar voru til að fá
út, miðað við skattvisitöluna 145,
Þá er það sjúkratrygginga-
gjaldið sem fellur alveg niður af
brúttótekjum sem á árinu 1980
voru neðan við 6.750.000,- gkr..En
sjúkratryggingagjaldið var áður
1,5% á tekjur upp aö 6,5 miljónum
gkr. (miðað við tekjuárið 1980),
og 2% af tekjum þar fyrir ofan.
Þessu til viðbótar koma svo
breytingar á skattþrepum, og
verður heildarniðurstaðan sú, að
framteljendur á tekjubilinu 4—6
miljónir gkr. i brúttótekjur á ár-
inu 1980 fá skattalækkun sem
nemur l,7%afþessum tekjum, og
framteljendur á tekjubilinu 6—8
miljónir gkr. fá lækkun sem
nemur 1,8% af tekjum. Hafi tekj-
urnar i fyrra verið 8—10 miljónir
gkr. þá er skattalækkunin 1,5% af
tekjuupphæðinni, og hafi tekj-
urnar verið á bilinu 10—12
miljónir gkr., þá er skatta-
lækkunin 0,7% af tekjuupphæð-
inni. En á hærri tekjum deyr
skattalækkunin fljótlega út, þvi
það var aldrei ætlunin að lækka
skatta af hæstu tekjum.
Lagaákvæðum um
,,reiknaðar tekjur”
verður að breyta strax
— En hvað um skatta af tekj-
um, sem samkvæmt skattalögun-
um frá 1978 er heimilt að áætla á
menn, jafnvel þótt þeir hafi aldrei
A þessu ári munu beinir skattar til rikissjóös frá fólki meö miölungstekjur og lægri lækka um 9 miljaröa
gamalia króna.
séð þær tekjur. Er ekki meiningin
að þarna verði gerð nokkur breyt-
ing á?
— Þessi mál hafa verið til at-
hugunar. Það er ljóst að nýju
skattalögin hafa ýmsa kosti i
sambandi við skattlagningu
tekna af atvinnurekstri. Tekju-
hugtök skattalaganna voru að-
löguð verðbólguástandinu hér á
landi, og mun það vera i fyrsta
skipti, sem það er gert i veröld-
inni yfirleitt. Með þessari breyt-
ingu var farið út i að skattleggja
verðbólguhagnaðinn kerfis-
bundið. Jafnframt eru tekjur ein-
staklinga greindar skýrt frá
rekstri fyrirtækja, t.d. geta menn
ekki lengur notað rekstrartap
smáfyrirtækja i sinum höndum
til þess að lækka laun, sem þeir fá
úr annarri átt. En þannig gátu
menn áður gert sig skattlausa
þrátt fyrir miklar tekjur.
Hins vegar var gengið talsvert
lengra en þetta i 59. grein skatta-
laganna, þvi þar er beinlinis
heimild til að skattleggja tekjur
sem aldrei hafa orðið til. Atvinnu-
rekendur, þar á meðal einyrkjar
t.d. i' landbúnaði, eiga að reiíína
sér tiltekin lágmarkslaun, sem
rikisskattstjóri ákveður, — og
engu breytir þótt þessi laun snúi
rekstrinum á hvolf þannig að tap
myndist.
Jafnvel þótt skattstjóri og
skattþegn séu innilega sammála
um að tap hafi orðið á rekstrin-
um, og reiknuðu launin séu þvi
ekki raunverulegar tekjur, þá ber
skattyfirvöldum samt samkvæmt
þessari lagagrein að leggja skatt
á þessar reiknuðu tekjur. —
Þarna er alltof langt gengið að
minni hyggju
Ég tel út af fyrir sig eðlilegt að
atvinnurekendur telji sér reiknuð
laun fyrir vinnu sina, og að
öruggar heimildir séu fyrir skatt-
stjóra til að áætla þessi laun, ef
rökstuddur grunur er um undan-
brögð. En hitt getur ekki staöist I
tekjuskattslögum, að leggja skatt
á tekjur, em aldrei urðu til. Alveg
sérstaklega veldur þetta óleysan-
legum vanda hjá einyrkjum og
mönnum með litinn rekstur, sem
ekki geta flutt tap milli ára án
þess aö skaða neyslu sina stór-
lega.Þessum lagaákvæðum
verður þvi að breyta fyrir næstu
álagningu.
Þetta hefur bitnað
á bændum
— Hvað eru það margir skatt-
þegnar, sem þessi lagagrein
snertir?
— Reiknuð laun vegna vinnu við
eigin rekstur fengu rúmlega 13
þúsund einstaklingar á siðasta
ári. Hins vegar myndast ekki tap
vegna slikra reiknaðra launa
nema hjá rúmlega 3000 mönnum
og það eru þeir einir sem fengu
hærri skatt af þessari ástæðu. Af
þessum rúmlega 3000 eruyfir 2000
bændur, en hjá bændum er þetta
sérstaklega ósanngjarnt. Ein-
hleypur bóndi á visitölubúi fékk
td. 3,3 miljónir gkr. i reiknuð
laun, en ef hann kvæntist
hækkuðu reiknuðu launin i 5,7
miljónir gkr. þótt reksturinn væri
nákvæmlega sá sami og áðuF.
Þetta hefur mörgum þótt nokkuð
dýrkeypt kvonfang.
Til samanburðar má nefna að
viðmiðunarlaun hjá tannlæknum,
verkfræðingum og öðrum sér-
menntuöum mönnum voru 8,1
miljón gkr. — og geta menn svo
sjálfir dæmt um það, hvort þessi
hlutföll milli tannlækna og bænda
geti talist eðlileg.
Þótt merkilegt kunni að virð-
ast, þá er ekki mikill hagnaður
fyrir rikissjóð af þessum sköttum
út á reiknuð laun. Tekjur rikisins
hefðu raunar orðið heldur meiri,
ef reglan hefði verið felld niður,
en tekjur sveitarfélaga þá heldur
minni. Stafar þetta af þvi, að þótt
sumir fái hærri skatt vegna þess-
ara reiknuðu tekna þá eru þeir
fleiri, sein skatturinn verður
lægri hjá fyrir bragðið. Þvi
veldur 10% frádráttarheimildin,
sem gildir um laun, en ekki um
hagnað af fyrirtækjum, svo og
það, að persónuafsláttur frá rik-
inu gengur upp i útsvarsgreiðslur
manna i meira mæli en ella væri.
k.