Þjóðviljinn - 16.04.1981, Side 2

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. aprfl 1981. Vildu sjá auðnina... öræfagangan Frans Glslason. komnir með blöðrur þennan áfanga frá Eyvindarkofavers- kvislinni og i Nýjadal. Þetta er lika nokkuð löng leið, rúmlega 30 km. Veðurtepptir i Nýjadal — Hvernig hafði veðrið verið það, sem af var feröinni? — Agætt, en þennan dag gekk hann i norðanáttog kólnaði. Og er við komum í Nýjadal um kvöldið var að skella á hrakviðri. Við vorum samt bjartsýn á aö veðrið batnaði um nóttina þótt hitt sé mála sannast að allra veðra er von á öllum árstimum og ættu allir aö muna það, sem i öræfa- ferðir fara. En okkur varð ekki að voninni um betra veður að morgni því þá var rok og jörð orðin alhvít svo við ákváðum að halda þarna kyrru fyrir um daginn, þann 21. Næsta dag var farið að rofa til svo við ákváðum að halda af stað. Mjög mikið rok var þó ennþá og ég man, að þegar við fórum af stað frá húsinu varð sumt fólkið að skrfða, til þess beinlfnis að fjúka ekki. En á leiðinni að Vonarskarði gekk veðrið niður og er við náðum þangaö um kvöldið var komið hið besta veður. Þarna fundum við óvenjulega sérkennilegt og skemmtilegt tjaldstæði, slétta flöt, þar sem öll tjöldin komust fyrir. Óðru megin við hana var volg laug, — þvf þaö er jarðhiti i Vonarskaröi, — og rétt þar hjá rann kaldur lækur. Morguninn eftir, þann 23. var enn ágætis veður og hélst svo alla leið i öskju. AAínútumenn — Þrátt fyrir þessa töf f Nýja- dal hafði ferðin gengið ágætlega. Við tókum lifinu rólega og fórum okkur hægt milli áningarstaða. — Og Frakkarnir ánægjulegir ferðafélagar? — Já, alvag prýðilegir. En þeir voru ákaflega formfastir. Þeir gengu f ákveðinn minútuf jölda og hvfldu sig svo, og það var eigin- lega sama hvar maður var staddur. Þegar klukkan sagði til þá staðnæmdist hópurinn. Og strákarnir voru ekkert að hlifa stelpunum. Þær urðu að bera sinar byrðar möglunarlaust. En þeirvoru á hinn bóginn mjög hlý- legir við þær þegar komið var I áfangastaðina. Næsti áfangi var við Rjúpna- brekkukvÍsSiiá. Siðan þann 24., héldum vift astir yfir Dyngju- hálsinn og tjadnðum þar á m jög óvenjulegum staö. Þarna eru hraungighólar, ýmislega lagaðir. Frakkarnir völdu sér tjaldstæöi I gfghól, sem er mjög sérkennilega gerður.Hann er sléttur I botninn en umhveríis eru veggir llkt og virkisgaröar þannig, aö þeir, sem tjalda innan I þessum glghól, sjást ekki utan frá. Lá við vistaþrotum — Frá Dyngjuhálsi tókum við stefnuna á Dyngjufjöll. Það tók okkur tvo daga að ganga þangað en þann 26. komum við I öskju. Við gengum gegnum Suður- skaröið, sem er nú ekki I alfara- leið, en ég held mér sé óhætt að segja, að þeir, sem koma I öskju þennan dag niður i Drekagil, en þegar Frakkarnir komu i öskju og sáu þessa stórkostlegu fegurð, sem þar blasti við, þá breyttu þeir áætluninni og ákváðu að gista þarna. 1 náttstað. Súpan farin að sjóöa. um það, gleymi ekki þeirri sjón, sem blasir við þegar Askjan opnast með vatninu undir Þor- valdstindinum. Við tjölduðum þarna við vatniö, ætlunin haföi verið að ganga — Ekki hafiö þið borið með ykkur mat til svona langrar ferðar? — Nei, hann var fhittur I veg fyrir okkur á tvo staöi. Og nú kom einmitt I ljós, að hópurinn var að verða matarlaus, átti ekki mat nema til eins dags, en það var tveggja daga ferð eftir i Herðubreiðarlindir en þar áttu að vera matarbirgðir. Þá var ákveðið aðégfæriá undan, ásamt frönskum pilti, i Herðubreiðar- lindir, og siðan var ætlunin aö við kæmum með mat á móti hópnum. Við fórum þvl beina leið i Dreka- gil og fengum svo bil þaöan daginn eftir i Herðubreiðarlindir. Siðan fór ég til baka með mat á móti hópnum og gekk það sam- kvæmt áætlun. En þannig háttar til á þessu svæði, að þar er hvergi vatn að fá og þegar flokkurinn lagði upp frá Drekagili um morguninn hafði þess ekki verið gætt að hafa með sér vatn, þannig að þessi dagur varð þrautaganga fyrir marga i hópnum, þar sem lika varheitt i veðri. Voru menn þvi orðnir nokkuð þrekaðir af þorsta er komið var að vatni, sem er sunnan undir Herðubreið. En rétt á eftir gerði rigningarskúr, hina fyrstu frá þvi við fórum úr Nýja- dal. I Herðubreiðarlindum var dvalið f heilan dag og þangað kom svo bill og flutti okkur til Mý- vatns. Guð sér fyrir þessu — Ogvar göngutúrnum þá þar með lokið? — Já, honum var það og við höfðum verið 12 daga á göngu. — Og það er nátúrlega margs að minnast frá svona ferðalagi? — Svo sannarlega. Ferðin var skipulögð þannig, að matarbirgð- unum var skipt i þrennt. Fyrstu birgðirnar áttu að endast I Nýja- dal og það stóð heima. Siðan áttum við að fá nýjar birgðir I Herðubreiöarlindum. Voru þær fluttar þangað frá Húsavík, og stóðst það einnig, en mátti þó ekki tæpara tanda, þvi menn voru með seinustu matarbitana I pokunum er birgðastöövunum var náð. Það var ákaflega skemmtilegt að ferðast með þessu fólki, hópurinn var mjög samstilltur og einn maður hafði alveg á hendi alla stjórn. Það var prestur Jean Claude að nafni. Hann var ákveðinn og einbeittur en enginn möglaði. Þegar hann svo hafði tekið sinar ákvarðanir bar hann þærundirokkurFrans. ViðFrans vorum sér I tjaldi og höfðum matarkost út af fyrir okkur. Frakkarnir voru hinsvegar með sam eiginlegan kost og yfir höfuð aö tala var mikil samheldni með Hópurinn staddur við sæluhúsið i Drekagili viö Dyngjufjöll.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.