Þjóðviljinn - 16.04.1981, Síða 9

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Síða 9
Fimmtudagur 16. april 1981. ÞJOÐVILJINN — SIÐA 9 Eitt af þeim löndum utan sólarfreistinga sem hef- ur orðið vel ágengt i að safna til sin ferðamönnum að undanförnu er Irland. írar voru og eru afar vanir breskum ferðamönn- um, og Bretar eru vanir þeirri lifsreynslu, að láta íra skamma Breta almennt eins og hunda á kránni — en bæta þvi svo við: Nei, en þetta á ekki við um þig, góði, þú ert ágætur....En upp á siðkastið hefur mjög f jölgað Frökkum og Þjóðverjum sem leið sina leggja til írlands — og íslendingar eru með i för eins og menn vita. írum tókst að vera öðruvísi A útreiðatúr i Killarney Blaðið Spiegel gefur Irum þá einkunn, að fáar þjóðir hafi skipulagt ferðamál sin með snið- ugri hætti en einmitt þeir. Þeir fóru ekki að eins og ítalir og Spánverjar sem létu gráðug og stór hótelfyrirtæki æða um landið og koma upp stórum „einingum” i hóteliðnaði — „einingum” sem verða gjarna ansi ópersónulegar, svo að enginn veit lengur i hvaða landi hann er. írar samþykkja aðeins fáar hótelbyggingar og engar á strönd landsins. Þess i stað hafa ferða- málastjórar samið við ótal heimili um það hentuga kerfi sem heitir „B and B”, eða „rúm með morgunverði”. Nú um stundir eru um 15 þúsund rúma til ráðstöfun- ar með þessum hætti á bóndabæj- um, i einbýlishúsum eða jafnvel á herragörðum og verðið er einatt 4—6 pund. Það er vel sloppið, frá mörgum sjónarmiðum. Þessum siðum fylgir það og, að ferðamenn eiga miklu betri likur á þvi á Irlandi en annarsstaðar að komast i einhverskonar persónu- legt samband við fólkið. Það er vel hugsanlegt að gesturinn fái ekki aðeins þann morgunverð sem um var samið, heldur verði honum einnig boðið ikvöldte til að ræða landanna gagn og nauðsyj- ar. Ogsvo eru það krárnar, vitan- lega... — áb Flugleiðir geta nú boðið sérstök far- gjöld, sem háð eru ákveðnum reglum um farpöntun, greiðslu og ferðatíma. Far- gjöld þessi eru tiltölulega ódýrustu gjöldin, sem boðin verða í sumar. Apex fargjöldin gilda alla daga nema laugardaga ogsunnudaga. Þau komasér mjög vel fyrir þá sem geta gertgið frá fastmótaðri ferðaáætlun með frágeng- inni farpöntun og greiðslu a.m.k. 14 dögum fyrir brottför. Apex til eftirfarandi borga kosta, sem hér segir: TiPl^aupm.hafpar»V * f kr. 2.539.- TiJ Os1o________________r; : , 1 2.316,- Til Stokkhólms > > . 2.896,- Til Glasgpw--^---,_!____' 1.892.- Til London___________________ 2.189,- Til New York__________________ 3.830,- Til Chicago___________________ 4.096,- Til Luxemborgar____k_________ 2.055,.- Apex fargjöldin gilda um ferðir báðar leiðir. Flugvallarskattur er ekki innifal- inn. Gjöldin eru háð samþykki stjórn- valda og gengi íslensku krónunnar. Apex fargjöldin eru einföld leið til að halda niðri ferðakostnaði fyrir einstakl- inga og hópa. Starfsfólk Flugleiða, söluskrifstofur, umboðsmenn og ferðaskrifstofur gefa allar náfiári ‘upplýsingar um skilmála Apex fargjalda'nna. ' . FLUGLEIDIR Traust fótk hja godu felagi

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.