Þjóðviljinn - 16.04.1981, Page 12

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Page 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. april 1981. GRANADA spánskari en allt sem spánskt er „Quien no ha visto Granada/ no ha visto nada". Þessi spánski málshátt- ur, sem þýðir — sá sem ekki hefur séð Granada, hefur ekkert séð — segir meira um álit Spánverja á borginni en löng grein. Granadaborg er nefnilega helgidómur í augum þeirra sem unna sameinuðum Spáni og vissulega vill meirihluti Spánverja að land þeirra sé eitt og sam- einað þótt aðskilnaðarsinn- ar finnist víða í héröðum Spánar. En hvað er það þá sem gerir Granada svo merka í augum þeirra sem vilja sameinaðan Spán? Jú, skýringin er afar ein- föld, Spánn var samein- aður f eitt ríki í fyrsta sinn i sögunni þann 1. janúar 1492 og sá atburður fór fram í Granada. Lokaor- usta katólsku konungs- hjónanna Ferdinants og ísabellu geqn Márum, Þar gefur að líta fegurstu Mára-höll heims þegar þau voru_pð vinna Spán úr höndunum þeirra var um Granad^ og Granadahérað. Síðasti konungur Mára á Spáni hét Boabdil og hann gafst upp fyrir þeim Ferdinant og ísabellu síðla árs 1491 og samdist svo um, að upp- gjöf hans færi formlega fram 1. janúar 1492. Þann dag reið hann með hirð sína útúr borginni, hitti þar fyrir Ferdinant og Isa- bellu og afhenti fsabellu borgarlyklana með þess- um orðum, „Hér með af- hendi ég yður lyklana að Paradís". Síðan hélt hann með sitt fólk áleiðis að Gíbraltarsundi og ætlaði yfir um til Marokko, en Spánverjar rufu á þeim griðin, konungur var handtekinn og fangelsaður í Sevilla, þar sem hann endaði Iff sitt. En meira um það síðar. Mexucarsalurinn og innaf bænahiisið, Elsti hluti Granada-borgar, skjannahvft hús með rauðum leirsteinsþökum. Púls Spánar Margt hefur verið ritað um Spán og spönsk málefni i gegnum tiðina og af mismikilli þekkingu og mannviti. Sá sem hefúr ritað um spönsk málefni af einna mestu viti og þö alveg sérstak- lega um-spönsku borgarastyrj- öldina er rithöfundui'inn ijugh Thomas. Hann segir á einum"staö i skrifú'm sinum að sá seVn ekki hafi komið til Granada, hafi ekki komið til Spánar. Má kannski sggja að hér sé sterkt tekið til orða , en nokkurt sannleikskorn er þó i þessum- orðum að finna. ^ Sannleikurinn er sá, að i Granada rikir andriímsloft sem menn finAa tíauðla anaarsstaðar i land- inu. Og þaö er alveg sérstök til- finning sem menn fá við að koma til Granada. Vissulega standa borgirnar Sevilla og Cordoba þar ekki langt að baki, en samt, þar finnur maður ekki sama and- _

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.