Þjóðviljinn - 16.04.1981, Side 13

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Side 13
Fimmtudagur 16. aprll 1981. ÞJOÐVILJINN — SIÐA 13 nlmsloft og i Granada. Ef til vill er þaö vitneskjan um sögufrægö Granada sem veldur, þó er ég frekar á þvi aö borgin búi yfir þeim töfrum, sem aörar borgir búa ekki yfir. Fjöllum girt við frjósama sléttu Borgarstæöi Granada er glæsi- legt. Borgin stendur viö rætur hæsta fjallgarös Spánar Sierra Nevada, sem þýöir Snjófjöll. Fjallgaröurinn umlykur borgina á þrjá vegu, en tilvesturs breiöir sig La Vega sléttan, eitt frjósam- asta landbúnaöarhéraö landsins. Á þessari frjósömu sléttu rækta menn flest þaö sem úr móldu vex, enda hitastig afar hagstætt til ávaxtaræktunar svo dæmi sé nefnt. Ab auki, gagnstætt flestum hérööum S-Spánar er enginn vatnsskortur á La Vega sléttunni. 1 SierraNevada snjóar mikið yfir vetrarmánuöina og i hæstu tind- um f jallsins er snjór allt áriö. Þar eru m.a. mörg af frægustu skiða- hótelum Spánar og eru þau starf- rækt jafnt sumar sem vetur. Og fyrir bragðiö er þarna að finna gnægð vatns og ekki bara það, heldur er um að ræða mjög gott vatn, ólikt þvi sem annarsstaðar gerist I suðurhluta Spánar. Fyrir utan kornrækt og ávaxtarækt er mikið um tóbaksrækt á La Vega sléttunni og hinir sérkennilegu þurrkhjallar, sem tóbaksblöðin eru hengd uppi, af þvi aö sólin má ekki skina á þau meðan þau eru aö þorna, eru mjög áberandi þeg- ar farið er um Granadahérað. Umhverfi Granadaborgar, séð frá La Vega sléttunni er glæsi- legt. Sierra Nevada er fagur fjallgaröur og aö sjá snæviþakta tindana bera við bláan himininn á heitum sumardegi er tignarleg sjón. Hæsti fjallstindur Spánar, Picode Mulhacen, 3481 m. að hæð er f Sierra Nevada. Ekki fjarri Granada er lítiö fjall eða hæð er heitir Sorg Márans. Nafnið er dregið af þvi þegar Boabdil, sið- asti konungur Mára á Spáni hafði gefist upp fyrir Ferdinant og fsa- bellu, fór hann uppá fjallið til ab lita Granadaborg augum i siðasta sinn. Með honum var móðir hans, sem sögð var grimmlind og hörð af sér. Þegar Boabdil leit yfir borgina brast hann i grát. Þá sagði móðir hans við hann þau orð sem fleyg hafa orðið. ,,Nú grætur þú eins og kona yfir þvi sem þú gast ekki varið eins og karlmað- ur”. Lftiö sveitaþorp í upphafi Granada er fyrst getið I sögunni á 5. öld f.Kr. Þá hefur sjálfsagt verið um að ræöa sveitaþorp, sem myndast hefur sem miðstöð verslunar og þjónustu viö ibúa hinnar frjósömu La Vega sléttu. Þá nefndist bærinn Elybirge, sem er griskt nafn og er þvi ekki ólik- legt að það hafi veriö á þeim tima sem Grikkir réðu yfir Spáni, raunar Pyreneaskaganum öllum, en þeir lögðu hann undir sig á 7. öld f.Kr. Eftir púnverska striðið siðara náðu Rómverjar að leggja skagann undir sig og höfðu lokið þeim hernaði um 15 árum f.Kr. Þeir nefndu borgina Iliberis en siöar breyttist svo nafnið i Granada. Arið 711 lögðu Márarnir frá N- Afriku Spán undir sig og réðu rikjum þar fram til ársins 1492, sem fyrr segir, þegar katólsku konungshjónin Ferdinant og Isa- bella unnu lokasigur á Boabdil við Granada. Það gefur augaleiö að Márarnir skildu eftir sig óaf- máanleg spor á Spáni.hjá þvi gat ekki fariö þegar litið er til þess hve langt valdaskeið þeirra var, auk þess sem þeir voru ein mesta menningarþjóö veraldar á þess- um tíma. Blómaskeið þeirra var á þeim tima er þeir réðu yfir Spáni einkum framan af. Alhambra, höllin og virkiö. Inngangan i Generalife-garðinn. Garöur kvennanna. eða Paradisargarðurinn eins og Márarnir nefndu hann. Márarnir höföu sérstakt dálæti á Andalúsiu héraði. Ástæöan er eðlileg, loftslag og landslagi þar svipar mjög til N-Afriku þannig að þeir hafa fundið sig heima á þessum slóðum. Borgirnar Cor- doba og Sevilla voru helstu borgir Spánar framanaf valdatima Már- anna., en eftir að þeir misstu þær, Cordoba 1236 og Sevilla 1248 varö Granada höfuðborg þeirra á Spáni og vegur hennar hefur aldrei oröið meiri en á þeim tveim öldum sem hún var höfuð- borg Márarlkisins spænska. Ekki svo að skilja, aö Márarnir höfðu Granada I hávegum allan sinn valdaferil á Spáni, en aldrei eins og eftir fall Cordoba. Mekka sígauna Granada er gjarnan kölluö Mekka slgauna I Evrópu. Hvergi munu samankomnir jafn margir sigaunar á einum stað og þar. Þeir búa þar i sérstöku hverfi sem heitir Sacromonte. Hverfið er I hlíöinni ofan viö elsta hluta Granada borgar, alveg uppundir hinn forna borgarvirkisvegg. Eins og annarsstaðar I veröldinni halda sígaunar mjög vel saman I Granada og búa allir I þessu hverfi. Að koma þangað UDDeftir er eins og að hverfa nokkrar aldir aftur I tímann. Aðeins tvennt minnir þar á nútlmann, raf- magnslínur liggjandi óvarðar ut- an á kalksteinsveggjum og sjón- varpsloftnetin. Tugþúsundir þeirra lifa þarna i hellum, sem grafnir hafa verið inni hliðina og þeir betur stæðu hafa hlaðið upp kalksteinsvegg fyrir framan hellnaopið. Menn spyrja eðlilega hvernig á þvi standi, að sigaunarnir skuli ekki hafa komið sér upp „almennilegum” húsum. Þessu er fljótsvarað. Hellar þess- ir eru afskaplega hentugt hús- næði. Þeir eru svalir I brennandi sumarhitanum og hlýir á köldum vetrum. Þeir eru hoggnir inni klaksteinsblandaðan jarðveg hllðarinnar og þar er hátt til lofts en ekki kannski vitt til veggja. Þegarsvobúiö eraðkalka þá inn- an eru þeir hin vistlegustu hibýli. Eins og annarsstaðar i heimin- um, neita sigaunar þessir að samlagast þjóð landsins sem þeir búa I. Þeir stunda ekki venjulega atvinnu og þeir halda sig i hálf einangruðu hverfi. Þeir lifa á þvi að selja hverskonar smáhluti niður I borginni og þykja aö- gangsharðir sölumenn. I gegnum tiSna hafa slgaunar verið frægir eir og koparsmiðir og eru það enn. Katlar og önnur Ilát úr eir eða kopar þykja betur smlðaðir hjá sigaunum en öðrum. A6 sjálf- sögðu veigra þeir sér ekki viö að betla I Granada frekar en annars- staðar, og þjófóttir þykja þeir Framhald á 14. slðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.