Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 16. aprii 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Ekki lauslætismenn „íslendingar eru meöalmenn á hæö og vel vaxnir, en ekki ýkja knáir. Fritt konuandlit er fáséð á íslandi. Karlmenn eru löngu hættir að ganga með skegg, þó að þeir séu sýndir þannig i Ferðabók Eggerts ólafssonar. Sú teikning likist alls ekki íslendingi, en gæti vel verið af Sunnmæri i Noregi. Glæpir eru sjaldgæfari meðal islendinga en annarra þjóða, þar sem óhófsmunaður spillir hugar- farinu. Stuldir eru fátiðir og laus- lætismenn geta íslendigar ekki talist, þó að þess séu dæmi aö sami maðurinn hafi hvað eftir annað verið dæmdur fyrir þær sakir.” (Bréf frá íslandi bls. 65) Kossar og hjátrú ,,Þó að fátæktin banni Islend- ingum sömu risnu og forfeður þeirra höfðu, þá vantar þá sist viljann. Þeir veita þann beina með glöðu geði sem þeir framast mega og fögnuðurinn ljómar úr augum þeirra, þegar gesturinn gerir sér hann að góðu. Ef farið er að réttum landssiðum, heilsar gesturinn með kossi á munninn, körlum jafnt sem konum, mæörum og dætrum. Islendingar eru greiðviknir og tryggir og frá- bærlega hlýðnir yfirboðurum sinum. Trúaðir eru þeir og kirkjuræknir, en ekki lausir við hjátrú. Ættjarðarást þeirra verður ekki með orðum lýst og hvergi liður þeim jafnvel og á heimaslóðum. Þess vegna er það afar sjaldgæft að Islendingar setjist að i Kaupmannahöfn, þó að vildarkjör séu i boði.” (Bréf frá tslandi bls. 65-66) Landsins forni ... „....Þannig er lifinu almennast lifað á tslandi. Betri eða lakari afkoma veldur nokkrum mun af eöa á. Þegar stórbændur eta kjöt, smjör og hákarl eða hval, verða hinir fátækari að sætta sig við fisk, blöndu, mjólk, grasagraut og beinastrjúg. Um matvæla skort er ekki að ræöa I landinu og þó hafa hvað eftir annað skolliö yfir það þjakandi hallæri, sem oftast stöfuðu af hafis. Komi hann fyrir alvöru, hættir grasiö að spretta, og þá verður ekki róið til fiskjar fyrir isnum. Ég þarf ekki að geta þess, að viö þurftum ekki að taka upp islenska lifnaðarhætti, meðan við dvöldum i landinu. I blöndu stað gæddum við okkur á portvini og öðrum góðum vinum og franskur matreiðslumaður var önnum kaf- inn viö feitar steikur og fagra búðinga o.s.frv. sem glöddu maga okkar.” (Bréf frá tslandi bls. 73) Hákarl og brennivín „Þegar við vorum boðnir til miðdegisverðar hjá Bjarna land- lækni Pálssyni, báðum við hann að haga máltíðinni að islenskum hætti, svo að við mættum kanna alla hluti. Hér var fylgt góðri sænskri venju og byrjað á staupi af óblönduðu dönsku kornbrenni- vini. Siðan voru okkur bornar tvi- bökur með osti og súru smjöri. Á miðju borði stóð fat með bituðum harðfiski, en aðrir réttir voru góð sauðasteik, kjötsúpa með sýru, sjóbirtingur og kökur. Við snæddum af bestu lyst, en ekki gerðum við súra smjörinu né harðfiskinum mikil skil, en bættum það upp með þvi að taka riflegar til brauðsins en íslend- ingar eiga að venjast. Slikri vildismáltið varð að fylgja ábætir, en það var hvalur og hákarl. Hákarlinn er soðinn, saltaður eða vindþurrkaður og áþekkur þránuöu fleski og svo bragövondur, að litill biti, sem við smökkuðum, 'rak okkur undan borðum fyrr en ætlað var. (Bréf frá tslandi bls. 73) > LACIA #00 CAIUDA Með sérstökum samning- um við LADA-verksmiðj- urnar hefur tekist að fá af- greidda til íslands Lada 1600 sem sérstaklega hefur verið framleiddur fyrir Canada markað. Lada 1600 Canada er að auki búinn nýja //OZON" blöndungn- um sem sparar bensín- notkun um 15% án nokkurs orkutaps. Munið! Varahlutaþjónusta okkar er i sérf/okki. Það var staðfest i könnun Verðiagsstofunnar. Verð ca. kr. 67.890 Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hí. Sudurliindsbcaul 14 - lli lkjauk - Simi .'ItllUMI Ferðabúnaður fyrir bílinn «4 k ií tmtoht X — f * A pX m k II £ VARAHLUT,R Inaust hx aukahlutir Síðumúla 7-9 - Simi 82722 VERKF/ERI interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri Reykjavik TRYGGVABRAUT 14 SKEIFAN 9 S. 2171.5 23515 S.31615 86915 Mesta urvalið, besta þjónustan. Við útvegum yöur atslátt i á bílaleigubilum erlendis. FERMINGAGJAFIR Tjöld — svefnpokar Tjalddýnur — bakpokar og ailt annað í útileguna Póstsendum SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjogötu 7, Örfirisey Reykjavík * Símar: 14093 og 13320

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.