Þjóðviljinn - 06.08.1981, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. ágúst 1981
KÆRLEIKSHEIMILIÐ
vidtalid
Mamma! Skrifar Matti Jó Reykjavikurbréfin
með tánum?
íslenskir lundar í
Bandaríkjunum
Upprennandi sjónvarpsstjörnur
Framkvæmdastjóri Glen Oak dýragarðsins i Peoríu, Chuck Wilken-
hauser, með pysjurnar sinar, en Chuck veiddi þær sjálfur I fyrra-
sumar i Vestmannaeyjum. ;— Ljósm.: —LH.
Það fór heldur illa fyrir
lundapysjunum, sem áttu að
fara i dýragarð i Bandarikjun-
um fyrr i sumar, þegar þeim
var stolið fyrir utan Hótel Loft-
leiðir daginn fyrir brottför.
Þeim fjölgar þvi ekki i ár
islensku lundunum i Bandarikj-
unum, en þar eru 17 fyrir, 8 i
Baltimore og 9 i Peoriu, Illinois.
í Lögbergi-Heimskringlu fyrr
i sumar var sagt frá lundunum
17 og „föður” þeirra, Chuck
Wilkenhauser, framkvæmda-
stjóra Glen Oak dýragarðsins i
Peoriu. Chuck var hér á ferð i
fyrrasumar og með aðstoð
tveggja Vestmannaeyinga varð
hann sér úti um 20 pysjur i
Eyjum. Sérstakur kassi hafði
verið útbúinn fyrir fuglana enda
var löng ferð framundan. í Glen
Oak dýragarðinum beið þeirra
sérhannað svæði meö sundpolli
og holurruen þangað fengu þeir
fyrstu að fara eftir 30 daga sótt-
kvi. Þrjár pysjanna þoldu ekki
flutninginn, en hinar 17 dafna
vel.
I Lögbergi-Heimskringlu seg-
ir að ekki aðeins séu pysjurnar
vinsælustu dýrin i dýragaröin-
um þessa stundina, heldur séu
meöal þeirra upprennandi sjón-
varpsstjörnur. Sérstaklega er
einn fugl tilnefndur, og heitir
hann Eineygur gamli en hann
missti augað vegna sýkingar.
Chuck Wilkenhausen stjórnar
fræðsluþáttum um dýrin i Glen
Oak og heimkynni þeirra i sjón-
varpinu og er Eineveur eamli
orðinn fastur fylginautur hans i
þáttunum. Hann hoppar ákafur
upp á handlegg Chucks, étur úr
lófa hans, spókar sig á herðum
hans og höfði og dillar sér fram-
an i myndavélina. Þess á miili
situr hann prúður á borðinu og
lætur fara litið fyrir sér.
Pysjurnar verða kynþroska
5—6 ára gamlar og þá vonast
Chuck eftir fjölgun i hópnum. A
þjóðhátiðardegi Bandarikj-
anna, 4. júli sl. var opnaður nýr
dýragarður i Baltimore og
þangað fóru 8 pysjur frá Peoriu
fjórar af hvoru kyni. Þess má að
lokum geta aö i Glen Oak dýra-
garðinum var eitt islenskt dýr
fyrir, hryssan Tinna 10 vetra
gömul, sem nýtur mikilla
vinsælda yngstu gestanna.-
Byggt á Lögbergi-
Heimskringlu
Rætt við Gunnlaug
Ragnarsson
rekstrarstjóra
Sogs__________________
Fjölskyldu-
mót að
Sogni
Þaö er ekkert vafamál að af-
staða fóiks til áfengisvanda-
mála hefur breyst mjög á
undanförnum árum. Hvort
tveggja er að þessi eldgamli
hluti af (ó)menningu okkar
hefur verið ræddur frá nýju
sjónarhorni og mikið átak hefur
verið gert til hjálpar þeim sem
þjást af áfengissýki. A þessum
árstima er ekki nema von aö
brennivinsmálin séu rædd, þar
sem i útvarpi glymja varnaðar-
orð vegna feröahelganna, en
margur leggur upp i langferð
með flösku i farangrinum.
Um aðra helgi verður haldið
útimót þeirra sem gist hafa
Sogn, þar sem SAA rekur
stofnun fyrir alkóhólista. Fyrr-
verandi vistmenn ætla að koma
þar saman og skemmta sér án
áfengis eina helgi. Þjóðviljinn
sló á þráðinn til Gunnlaugs
Ragnarssonar rekstrarstjóra á
Sogni, og spurði hann um
starfsemina og mótið.
Gunnlaugur sagði að um
þessar mundir væru þrjú ár
liðin frá þvi að Sogn var tekinn i
notkun. A þessum árum hafa
1200 manns gist stofnunina, en
af þeim hafa 40 komið oftar en
einu sinni. Það lætur nærri að
konur séu rúmlega 1/4 vist-
manna, en karlar 3/4.
Gunnlaugur var þeirrar
skoðunar að það væri erfitt að
meta árangurinn og sýna með
tölum, en þeir sem að
rekstrinum stæðu vissu að
árangurinn væri góður.
Sogn er rekinn með
tryggingargjöldum, eins og
hver önnur sjúkrastofnun, en
daggjöldin eru með þeim lægri,
um 230 kr. Að Sogni vinna 10-11
manns að lækni meðtöldum.
Gunnlaugur sagði að meðal-
aldur vistmanna hefði lækkað
frá þvi að starfið hófst, en það
væri þvi að þakka að hugsunar-
háttur fólks hefði breyst. Það
væri ekkert nema jákvætt um
það að segja að yngra fólk
kæmi; það færi þá fyrr i með-
ferð.
Biðlistinn er ekki langur á
Sogni, en hins vegar þarf að
biða nokkuð til aö kömast inn á
Silungapoll, sem er fyrsti áfangi
meðferðarinnar. Það er flókið
mál að lysa þvi hvernig með-
ferðin fer fram, en að Sogni er
dvalið i 28 daga.
Varðandi mótið sagði Gunn-
laugur að ætlunin væri að
skemmta sér, tjalda á túninu,
grilla og dansa, likt og gerist á
öðrum sumarmótum. Þarna
mæta þeir sem vilja lifa og
skemmta sér án áfengis og það
eru vistmennirnir sjálfir sem
skipuleggja fjölskylduhátiðina.
—ká.
Hvað spörum
við mikinn
tíma?
Arlega verða mörg slys i um-
ferðinni, slys sem oft leiða til
dauöa eða fötlunar af einu eða
öðru tagi. í blaöi sem gefið var
út á Suðurnesjum i tilefni af Ari
fatlaðra er vakin athygli á þvi
að mörg umfcrðarslys stafa af
hraðakstri. Menn eru að flýta
sér i vinnu, á fund, i bió.
Kannski eru þeir bara ,,að gefa
Frá 60 III 70: Þú sparar 86 sek-
úndur, - sami timi og það tekur
þig aö leggja bilnum í stæöi, losa
bílbeltiö, læsa kveikjulásnum,
stiga út úr bílnum og læsa dyr-
unum.
Frá 70 tll 80: Þú sparar 64 sek-
úndur, - sami tími og það tekur I
þig aö ganga frá bílnum aö skrif- |
stofudyrunum.
Frá 80 tll 90: Þú sparar 50 sek-
úndur. - (fyrsta lagi ertu kominn í
berhögg viö lögin, og tíminn sem
þú sparar er sá sami og þaö tekur ]
þig aö snúa þér til afgreiöslu- i
manns og segja nafn þitt og |
erindi.
i” fyrir kunningjana. Um leið
•eggja þcir sjálfa sig og aðra i
óþarfa hættu. En hvað skyldi
maður spara mikinn tima með
þvi að auka meðalhraðann á 10
km kafla?
Frá 90 tll 100: Þú sparar 40 sek-
lúndur, - sami tími og þaö tekur
Iþig aö hengja upp frakkann þinn
|i fatageymslunni.
Frá 100 tll 110: Þú sparar 33
Isekúndur, - saml tlmi og þaO
I tekur a6 laga bindlO, renna grelö-
lunni gegnum hárlö og berja aO
| dyrum.
'Haföu þetta í huga næst þegar
[ þú ekur af staö. Athugaöu þá um
leiö, aö úr Keflavik til Hafnar-
fjaröar eftir Reykjanesbraut
sparar þú aöeins um 5 mínútur
með því aö aka á 100 km/klst
hraöa í staö 80.
Ja, þessar
prest-
kosningar!
„Margir Pétursmenn töldu
sig eiga vis 7 atkvæði frá
Heimismönnum og sú tala
heyrðist lika frá einum Ólafs-
manni. Eftir standa þá þrir
Heimismenn. Bæði Péturs-
menn og ólafsmenn töldu sig
eiga von i tveimur þeirra.
Hvorug fylkingin treysti sér til
að eigna sér atkvæði eins.
Dagblaðið 4. ágúst
Úr fréttabréfi
biskupsstofu:
— Þegar ég spyr, af hverju
ekkert þeirra komi til kirkju,
svara þau, að það sé svo leið-
inlegt að koma þegar engir
komi.!
<
Q
C