Þjóðviljinn - 06.08.1981, Qupperneq 7
Fimmtudagur 6. ágúst 1981 ÞJÓÍDVILJINN — StÐA 7
✓
I minningu
Magnúsar Kjartanssonar
Fæddur 25. febrúar 1919 — Dáinn 28. júlí 1981
Hver eru áhrif einstaklingsins á
pólitiska framvindu? Slikum
spurningum er oft reynt að svara
almennt og sértækt með þvi að
virða fyrir sér feril einstakra for-
ystumanna i stjórnmálum, en
enginn á fu'llnægjandi svör við
þeim og þess vegna leita þessar
spurningar stöðugt á hugann.
Þær verða aldrei áleitnari en á
slikum stundum þegar Magnúsar
Kjartanssonar er minnst. Ahrif
hans á samtiðina voru ótviræð,
stundum engum ljósari en and-
stæðingum hans, sem réðust gegn
Eftir að Magnús steig inn á
vettvang alþingis og rikisstjórnar
kom það vel fram hvernig unnt er
að breyta pólitisku fjöldafylgi
eftir áratuga baráttu i athafnir
sem lengi munu setja mark sitt á
islenskt samfélag. Sem stjórn-
málamaður var Magnús Kjart-
ansson maður fjöldastarfsins.
Honum leiddist sérviskuleg ein-
ræða og honum gramdist þegar
góður málstaður leið fyrir skort á
hugkvæmni og skipulagshæfi-
leikum. 1 forystusveit Sósialista-
flokksins voru vafalaust oft
skipaði sér i forystusveit samtaka
þeirra hér á landi. Þá var boðað
til fyrstu fjöldaaðgerða fatlaðra,
haustið 1979. Þegar ég lit yfir feril
Magnúsar Kjartanssonar — það
eru þau 15—20 ár sem ég þekki til
— minnist ég áherslunnar á
fjöldastarfiö sem megineinkennis
hans sem stjórnmálaleiðtoga.
Þröngsýni og þrætubók voru eitur
i hans beinum.
Með penna sinum kveikti
Magnús neista i brjósti fjöldans.
Penni hans var svo skarpur að
enginn starfandi blaðamaður
hugskoti okkar. Hlátur Magnúsar
og gamanmál hans voru smitandi
og sterk? grinisti var hann með
afbrigðum og fundvis á skoplega
hlið flestra tiöinda.
Það vildi svo til fyrir röö af til-
viljunum sem ekki er efni til að
gera grein fyrir hér að ég var
ráðinn til verka á Þjóðviljanum i
júnimánuði 1964 og starfaði á
blaðinu lengst af siöan sem blaða-
maður i allskonar skrifum með
Magnúsi Kjartanssyni, en hann
lét af starfi við blaðið i júli 1971.
Þaö var mér mikil gæfa að fá að
þessara rikja — úr 12 sjómilum.
Það tókst með öflugu andófi á viö-
reisnarárunum að koma i veg
fyrir aöiid Islands aö Efnahags-
bandalagi Evrópu: „Gegn EBE
og ABD” var kosningakjörorð
okkar 1963 sem sýnir hve nærri lá
að Islendingar yrðu aðilar aö
Efnahagsbandalagi Evrópu.
Þessi mál öll nefni ég vegna þess
að þau ber hæst i skrifum
Magnúsar á þessum áratug og
árangurinn sýnir að með starfi og
upplýsingu við erfiðustu aðstæður
er unnt að vinna sigra. Magnús og
honum af óvenjulegri heift. En
allan þann tima sem hann var rit-
stjóri Þjóðviljans var glöggt tekið
eftir þessum manni. Blaðið var
pólitiskt afl sem enginn gat
gengið framhjá, enda þótt út-
breiðsla blaðsins væri oft litil og
útgáfa þess unnin af miklum van-
efnum. Magnús Kjartansson gat
opnað þúsundunum nýja sýn á
vandamál stór og smá með
skarpri rökhugsun og heitum
orðsins brandi, sem oft var napur
oghæðinn, en umfram alltskýrog
afdráttarlaus.
Þegar Magnús varð forystu-
maður sósialista i Reykjavik
vorið 1967 voru nokkrir i vafa um
að þessi skapheiti ritstjóri hefði
til að bera nægilegt pólitiskt
raunsæi til þess að valda forystu-
hlutverki. Sá vafi þurrkaðist út á
skömmum tima, ekki sist þegar
reyndi á Magnús i vinstri stjórn-
inni 1971—1974. 1 starfi stjórn-
málaleiðtogans kom áratuga-
þjálfun við skriftir Magnúsi
Kjartanssyni að miklum notum,
ræður hans báru oft merki hins
snjalla rithöfundar. Hann átti það
til að fjalla um hversdagslegustu
mál þannig að hann skýrði eðli
þessara mála með nýjum og
ferskum hætti. Ekkert mál er
leiðinlegra orðið i eyrum
almennings en sibyljufjas stjórn-
málamanna um verðbólguna. 1
ræðu gat Magnús Kjartansson
fjallað um þetta leiðigjarna
eilifðarfyrirbæri með þeim hætti
að lengi varð til vitnað. 1 ræðum
sinum og blaðagreinum notaði
hann orð og setningar sem siðan
urðu fleyg eins og þjóðvisan og
enginn veit lengur hver ort hefur.
skiptar skoðanir um pólitiskar
áherslur. Út úr þeim umræðum
spratt Alþýðubandalagið eftir
talsverð átök eins og kunnugt er.
Þá reyndi mjög á Magnús Kjart-
ansson; ég hygg að það hafi verið
einhver erfiðasti þátturinn i póli-
tisku starfi hans, þ.e. timabilið
fyrst um og eftir 1967. 1 alþingis-
kosningunum þá um vorið bauð
formaður Alþýðubandalagsins
fram lista i Reykjavik gegn
G-listanum og fylgi G-listans varð
minna en við áttum von á. And-
stæðingar okkar gerðu sér vonir
um það að takast mætti að ein-
angra stjórnmálasamtök is-
lenskra sósialista. Það mistókst.
Astæðurnar eru margar. 1 fyrsta
lagi þrotlaust starf. 1 annan stað
mikil nákvæmni við val á forystu-
mönnum og I ákvörðunum um
málflutning frá degi til dags. Þá
mæddi mikið á Magnúsi Kjart-
anssyni og nánustu samverka-
mönnum hans. Þriðja ástæðan
fyrir þvi að flokkurinn komst út
úr einangrunartilraunum and-
stæðinganna var sú að forystu-
menn flokksins lögðu allir megin-
áherslu á fjöldastarf, sam-
fylkingu fjöldans og hagsmuna
hans andspænis árásum andstæð-
inganna bæði i verkalýðsmálum
og þjóðfrelsismálum. Magnús
vitnaði oft til fjöldastarfs
Samtaka hernámsandstæðinga
um og eftir 1960 til marks um það
hversu Jangt er unnt að ná með
skipulagshæfileikum, viðsýni og
dugnaði. Það var þess vegna ekki
undarlegt að okkar mati sem
þekktum til að Magnús skyldi
beita sér fyrir fjöldahreyfingu
fatlaðra þegar hann sjálfur
komst nálægt honum. Þegar
Magnús hóf störf sin á Þjóðvilj-
anum sem blaðamaður tóku les-
endur fljótt eftir stil hans, snörp-
um og afhjúpandi. Kristinn E.
Andrésson var þá ritstjóri blaðs-
ins, og það var verk Kristins að
Magnús varð ritstjóri Þjóðvilj-
ans. Sú ákvörðun Kristins varð
hreyfingu islenskra sósialista
mikil gæfa eins og fleira sem
hann kom nálægt á sinni tið.
Greinar Magnúsar urðu fljótt
fleygar; Argus hét hann lengi,
siðan Austri. Þessar greinar voru
oft það fyrsta — stundum eina! —
sem ungir menn lásu i blaðinu á
þeim árum. Þjóðviljinn var
ómissandi blað i umræðu lesend-
anna upp til heiða og inn til dala, i
brúarvinnu eða út til fjarða i sild.
Austra-pistillinn var lesinn og
lesinn aftur, stundum klipptur út
og festur kirfiiega á tjaldsúluna,
hurðina I kaffiskúrnum eða á for-
stjóraskrifstofuna! Það var ekki
að undra þegar Magnús var sett-
ur i steininn um árið að verka-
menn á höfninni söfnuðu fé til að
leysa hann út. Frá þvi greinir á
mynd sem einhvers staðar er til i
fórum Þjóðviljans.
Magnús beitti sér á siðari árum
ekki sem verkstjóri á Þjóðvilj-
anum; hann skrifaði sina leiðara
og Austra-pistla reglulega. Hann
hafði engu að siður mikil sam-
skipti við blaðamennina og prent-
arana, einkum á kvöldvöktunum.
Það voru skemmtilegar stundir
þar sem iðkaðar voru blátt áfram
listrænar orðahnippingar,
kannski ekki prenthæfar, en svo
minnisstæðar að við sem
reyndum geymum þær lengi i
/
fylgjast með starfinu á blaðinu á
þessum árum undir ritstjórn Sig-
urðar Guðmundssonar og
Magnúsar. Þrjú aðalefni voru
efst á dagskrá stjórnmálabarátt-
unnar á þessum árum: 1 fyrsta
lagi baráttan gegn bandariska
hernum og auknum áhrifum hans
sem birtust á öðru hverju heimili
hér i þéttbýlinu með bandariska
hermannasjónvarpinu. I öðru lagi
var það baráttan gegn inngöngu
Islands i Efnahagsbandalagið og
baráttan gegn áhrifum alþjóð-
legra auðhringa hér á landi,
samningunum við Alusuisse. í
þriðja lagi var það baráttan fyrir
bættum lifskjörum allrar alþýðu,
sem var atvinnulaus og landflótta
á siðustu árum viðreisnarfélags
Alþýðuflokks og Sjálfstæðis-
flokks. Hér var þvi i senn um að
ræða baráttu fyrir menningar-
legu sjálfstæði þjóðarinnar, for-
ræði yfir bjargræðisvegum til
lands og sjávar og fyrir tekju-
skiptingu alþýðu i vil, en til
dæmis um kjörin skal þess getið
að á áratug viðreisnarfélagsins
voru lægstu tekjur aldraðra og
öryrkja um þriðjungur af þvi sem
um er að ræða i dag. 1 baráttunni
fyrir efnahagslegu sjálfstæði
landsmanna var við harðvituga
andstæðinga að eiga. Það voru
sömu öflin sem börðust fyrir þvi
að selja raforku landsmanna á
spottpris og fyrir aðild Islands að
Efnahagsbandalaginu. Það voru
sömu aðilar sem beittu sér fyrir
nauðungarsamningunum við
Breta og Vestur-Þjóðverja i land-
helgismálinu, en þeir samningar
byggðust á þvi að landhelgina
mætti aðeins færa út með leyfi
Lúðvik voru ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins i vinstri stjórninni
og niðurstaða þeirrar stjórnar
var sem kunnugt er verulegur
árangur á öllum þeim sviðum
sem áður voru nefnd:
1 fyrsta lagi var sagt upp
nauðungarsamningunum við
Breta og Vestur-Þjóðverja, en
uppsögn þeirra var forsenda sig-
urs i landhelgisdeilunni við út-
færslu landhelginnar i 50 og 200
sjómilur.
t öðru lagi var stöðvuð innrás
erlendra auðhringa i landið með
þeim hætti sem varð i Straums-
vik. (Það er ihugunarvert að ein-
mitt þessa dagana er margt af þvi
að koma i ljós sem Magnús Kjart-
ansson benti á er hann varaöi
þjóðina við afleiðingum
álsamningsins). Vinstristjórnin
beitti sér fyrir alhliða eflingu inn-
lendra atvinnuvega og Magnús
Kjartansson beitti sér sérstak-
lega fyrir þvi sem iðnaðarráð-
herra að íslendingar tækju orku-
lindirnar i sina notkun, i eigin
þágu en ekki erlendra auðhringa.
Vegna þeirrar baráttu er nú svo
komið að enginn stjórnmála-
flokkur, ekki einu sinni Sjálf-
stæðisflokkurinn, lætur sér til
hugar koma að reyna að knýja
fram erlend stóriðjuver sem eru
alfarið i eigu útlendinga á sama
hátt og álverið i Straumsvik.
I þriðja lagi bætti vinstri-
stjórnin með stuðningi verkalýðs-
hreyfingarinnar kaupmátt al-
mennra launa um 20%. Tekju-
trygging aldraðra og öryrkja var
ákveðin, og sú ákvörðun hefur
enn áhrif á daglegt lif aldraðra og
öryrkja. 1 heilbrigðis- og