Þjóðviljinn - 06.08.1981, Side 12

Þjóðviljinn - 06.08.1981, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. ágúst 1981 lærður maður og kynni flestar tóntegundir ritmálsins og léti öngvar nýjungar talmálsins vilj- andifram hjá sér fara, þá held ég hann hafi skjaldan látið kunnáttu sina og iþróttamennsku hlaupa með sig i gönur, né léti undan þeirri freistingu sem bestu orð- listarmönnum verður einatt of- viða að stritast á móti, að láta málið hugsa fyrir sig og kátleg orð og hugvitsamlegar setningar sitja i fyrirrúmi fyrir skýrleika hugsunarinnar. Hann vann rit- störf sin i þágu málstaðar sem hann trúði i alvöru og einlægni, og þessi málstaður útheimti hvasst og óteprulegt orðafar, stundum ivið meinlegt og kom honum þá háðið og skopið i góðar þarfir; ég hef það fyrir satt að i þeirri list hafi hann ekki átt sér jafnoka i is- lenskri blaðamannastétt. Af rit- gerðasafni Magnúsar, Elds er þörf, sem út kom fyrir tveimur árum, þykist ég mega ráða að honum hafi i fyrri daga látið eink- ar vel að semja satirur, þó hann yrði siðar að draga nokkuð þá bókmenntagrein viö sig, liklega af annrikis sökum; eru sumar þessar satirur ritaöar af svo mik- illi snilld að mikið má vera ef þær verða ekki einhvern timann tekn- ar upp i islenskar lestrarbækur; þó held ég að sagan „Islendingar eignast ambassador” beri af þeim öllum. Allt fyrir það hygg ég aðhannhafiskjaldanborið kala til andstæðinga sinna. nema algjör gangi utan og ofan við sjálfan sig, enda sé allt sem lifir bundið saman i allsherjarfélagi, þvi er einstaklingurinn eigi allt sitt undir. Og það kalla ég hamingju manns að mega verja til þess lifi sinu að efla farsæld og menningu náunga sinna og svo þess þjóð- félags sem honum er samastaður i tilverunni. Og þó Magnúsi Kjartanssyni yrði færri lifdaga auðið en hann átti skilið, þá hika ég mér allt fyrir það ekki við að kalla hann hamingjusaman mann, þó ekki væri fyrir aðra sök en þá að hann var um langan aldur einhver einarðastur máls- vari islenskrar þjóömenningar, sjálfstæðis og jafnaðarstefnu, og það á timum þegar mörgum þótti gott að geta skriðið i felur. Og þetta vona ég að geti orðið okkur að huggunaroröum, venslamönn- um og samherjum sem sjáum nú á bak tryggum vini og góðum dreng Friðrik Þórðarson A pianógarmi i næsta nágrenni minu stendur mynd af manni sem situr við setjaravél. Ef grannt er að gáð sést að i handritaklemm- unni er ein af Austragreinum Magnúsar Kjartanssonar. Nú er Magnús dáinn og þar meö verða viss þáttaskil i islenskri stjórnmálasögu og blaða- mennsku. Kjartansson. Það eru áhrif frá þessum tima að enn i dag hrekk ég til að mynda við þegar það byl- ur i eyrum minum i máli að eitt- hvað hafi gerst fyrir nokkrum ár- um siðanli prentsmiðju Þjóðvilj- ans hefði slikt verið talin vond sletta. Ég sá Magnús Kjartansson sið- asti uppi á Grensásdeild Borgar- spitalans. Hann var þar i endur- hæfingu, en hafði frétt af þvi að við Guðriður, starfsmaður Sjálfs- bjargar, vorum þarna að messa og gerði orð eftir okkur. Þá var Magnús illa farinn, en hann hafði ekki misst kimnigáfu sina og tungutak prentsmiðjumálsins þegar hvell rödd hans hljómaði: „Hvað er platöryrkinn að gera hérna?” Og satt var það að dofn- ar hendur minar voru litið mál i samanburöi við þær þjáningar allar sem Magnús þurfti að bera siðustu árin. Siðasta verkefni Magnúsar að málefnum fatlaðra var að þýða leikritið Sterkari en Súpermann eftir Roy Klift. Það verk mun bera marga ávexti á komandi ár- um. Ég veit að margir munu tiunda starf Magnúsar i stjórnmálum og menningarlifi. Ég kýs hinsvegar að lokum að minnast góðra stunda niður á Þjóðvilja. Hver getur til að mynda gleymt þvi þegar einhver hafði sagt eitthvað fyndið á kaffistofunni og þau hlógu saman Magnús Kjartans- ur varð einnig heimili hinna ungu HAUKA þar sem þeir áttu sitt at- hvarf og höfðu sina félagslegu að- stöðu,sem ogi húsiKFUM.að þvi ógleymdu að hinn mæti maður Kjartan Ólafsson var ekki ein- ungis góðvinur heldur og einnig ráðgjafi Haukanna þeirra fyrstu ár og reyndar lengur. Þótt iðkun iþrótta væri að sjálfsögðu aðal- markmiðið i starfi hins unga fé- lags, þá voru viðfangsefnin fleiri og beindust þá einkum að vinna að bættum skilyrðum til iþrótta- iðkana og auka áhuga Hafnfirð- inga fyrir iþróttum. I þvi starfi var hlutur Magnúsar stór, eldleg- ur áhugi hans leiddi til þess að innan Hauka var gefið út hand- skrifað blað „íþróttapilturinn” sem látið var berast milli félaga. A árinu 1934 réðust Haukar i blaðaútgáfu og gáfu út prentað blað er nefnt var Haukar.var það boriðog útbýtt ókeypis i hvert hús i Hafnarfirði. Magnús Kjartansson var i rit- nefnd þess blaðs og skrifaði i það margar greinar um iþróttamál; var hann þá yngstur þeirra er i blaðið skrifuðu, sem voru þó allir innan tvitugsaldurs. Þá var hlutur Magnúsar mikill i þvi stórræði er Haukarnir réðust i að efna til almenns borgarafund- ar i Hafnarfirði þar sem rædd voru skilyrði til iþróttaiðkana og nauðsynlegar úrbætur. Til þessa borgarafundar var sérstaklega boðið bæjarfulltrúum, skólastjór- Haukum þakka ég Magnúsi Kjartanssyni samfylgdina og óska honum góðrar ferðar yfir og handan móðunnar miklu. Hermann Guðmundsson. Þegar Magnús Kjartansson varð ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála sumarið 1971, var hann þegar orðinn þjóðkunnur maður sem ritstjóri og alþingis- maður af skrifum sinum og ræð- um. Hann hafði þvi er hann tók við ráðherrastarfi gifurlega mikla stjórnmálalega og þjóðfélagslega þekkingu og reynslu og hafði mjög ákveðnar skoðanir um upp- byggingu og þróun félagslegrar og heilbrigðislegrar þjónustu, sem hann hafði áður sett fram i ræðu og riti. Atvikin höguðu þvi svo að per- sónulega höfðum við Magnús Kjartansson ekki sést fyrr en hann kom sem húsbóndi i heil- brigðisráðuneytið, en frá fyrstu byrjun tókst milli okkar sam- vinna og samstarf, sem ekki bar skugga á i ráðherratið hans og vináttutengsl, sem héldust æ sið- an. Þegar Magnús Kjartansson varð heiibrigðisráðherra, var heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið ekki orðið eins árs og þvi i mótun, en það var stofnað með breytingu á lögum um IVagnús og Kristrún með Liu Chaú-Si, forseta kinverska alþýðulýðveldisins, i Peking 1964. Tveir góðir húmoristar, meistari Þórbergur og Magnús. ómenni ættu i hlut, og einatt tók hann svari þeirra við mig þegar ég hafði þusað um þá einhverjum stóryrðum. Og þó spjótalög hans væru bæði snörp og beitt, þá skildist mér skjótt i kunningsskap okkar að honum bjó jafnan hlátur i huga inni, og sá hlátur að visu sem stafar af glaðværð og góðu skapi en hvorki ólund né mein- fýsi. Magnúsi heitnum var sú list lagin að geta hnakkrifist i bróð- erni. Og það er trú min að einmitt meö tilbeina þeirrar listar hafi Magnús orðið málstaö sinum — og minum — þarfur maður. A heimili Kjartans Ólafssonar i Hafnarfirði voru orð eins og hug- sjónir, menning, þjóðfrelsi, rétt- læti og jafnaöarstefna ennþá mælt mál og börnunum kennt að bera þau fram feimnislaust; auk þess sem þau hefðu skýra merk- ingu. Þaö var ekki fyrr en löngu siðar, á dögum þeirrar miklu vitsmunaslyðru sem gekk yfir landið á árunum upp úr 1950, að farið var að pukrast með þess- háttar orð. Magnúsi varð þess auöið að halda áfram þeirri jafnaðarstefnu sem honum hafði verið kennd ungum, og bæta þar við sem kynslóð foreldra hans varð frá að hverfa. Verkefnin voru að visu breytileg, vopnin sum hver ný og orðin stundum ivið önnur, en brautin lá einlægt að sama takmarki. Mig brestur visast heimspekislegar ■ rök- semdir fyrir máli minu, en allt fyrir það er mér skapfelldast að trúa þvi að lif hvers manns sé verðmæti sem honum sé ætlað að varðveita og verja i nokkrum til- Hlutskipti Magnúsar var m.a. að halda merki sósialista á lofti i köldu striði. Meistaratök hans á þvi verkefni verða ekki tiunduð hér. Þann þátt munu aðrir rekja. Sá sem þetta ritar hefur hins- vegar iöngun til að segja nokkur orð af öðru tilefni. 1 mörg ár hittumst við Magnús i prentsmiðju Þjóðviljans við það verk að koma málgagninu sam- an. Eftir á að hyggja, i minning- unni, var þessi timi visst æfintýri. Þetta æfintýri i prentsmiðju Þjóðviljans er þó of löng saga til þess að hún verði rakin hér að nokkru ráði. Þó má geta þess að þarna fór fram einskonar uppeldisstarf, óg átti Magnús ekki sist þátt i þvi. Handrit Magnúsar voru skóli i islenskri tungu. í þessum hand- ritum var aldrei slegin feilnóta i móðurmálinu, hvort sem dagarn- ir voru virkir, kosningaslagur eða aðrar annir stóðu sem hæst. Oft gerðist það að setjarar stóðu upp frá vélum sinum til að ræða textameðferð við Magnús son, Guðrún Guðvarðar og Guð- mundur Hjartarson, ásamt svo minni söngfuglum að sjálfsögðu. Hrafn Sæmundsson. Nokkur kveðjuorð frá gömlum félögum í Haukum. Þaö þóttu eigi nein sérstök tið- indi þegar nokkrir drengir á fermingaraldri allir innan KFUM komu saman i húsi þess félags og stofnuðu iþróttafélag 12. april 1931. Þó er það svo að þessi tiltekt hinna 13 drengja varð upphaf að öðru stærra og mótaði stórt spor i iþróttamálum Hafnarfjarðar, svo sem öllum var ljóst þegar félag þetta „Knattspyrnufélagið Hauk- ar” minntist 50 ára afmælis sins i mai mánuði siöast liðnum. A meðal stofnenda Hauka var Magnús Kjartansson, sem var i reynd meira en stofnandi, þar sem heimili hansog foreldra hans Kjartans Ólafssonar bæjarfull- trúa og Sigrúnar Guðmundsdótt- um og kennurum. t troðfullum gamla bæjarþing- salnum gerðu hinir ungu menn grein fyrir áhugamálum sinum, skiptust á skoðunum við bæjar- fulltrúa og fleiri og þótti hlutur þeirra góður. Fullyrða má að borgarafundur þessi hafi haft strax mikil áhrif á framvindu iþróttamála og reynd- ar lengi á eftir, Um nokkurra ára skeið var starfrækt málfunda- deild i Haukum; þar var Magnús mjög virkur, flutti framsöguer- indi og tók þátt i umræðum sem oftast voru mjög liflegar. Þessi málfundastarfsemi Hauka var ungum mönnum góður félags- málaskóli. Margt og mikið meira mætti hér fram taka um bernskuár Hauka og þátt Magnúsar Kjartanssonar, þvi minningarnar hlaðast upp nú þegar Magnús er kvaddur hinstu kveðju, en hér skal staðar numið, en undirstrik- að að brautryðjandastarf hans mun seint verða fullþakkað. Fyrir hönd gamalla félaga i stjórnarráð islands, sem gildi tóku 1. janúar 1970. Það kom þvi, með vissum hætti, i hlut okkar Magnúsar sameigin- lega að móta vinnutilhögun og starf ráðuneytisins og taka af- stöðu til þess á hvaða þætti mála ætti að leggja höfuðáherslu i hinu nýja ráðuneyti. Eitt fyrsta verk Magnúsar eftir að hann varö heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra var að hafa forgöngu um að setja bráða- birgðalög um breytingu á lögum um almannatryggingar þannig, að ýmiss ákvæði þeirra laga, sem áttu að taka gildi hinn 1. janúar 1972, tóku gildi hinn 1. ágúst 1971. Hér var bæði um að ræða ákveðnar hækkanir bóta al- mannatrygginga, en einnig kom þá til framkvæmda nýmælið um tekjutryggingu, sem haldist hefur i lögum siðan og oröið æ stærri þáttur af bótum elli- og örorkulif- eyrisþega. Fyrir 10 árum, þegar Magnús Kjartansson tók við ráðherra- starfi i heilbrigðis- og trygginga- ráðuneyti, þá voru heilbrigðismál dreifbýlisins mjög til umræðu og hafði reynst erfitt um alllangt skeið að fá heilbrigðisstarfslið til starfa úti um landið, en þá voru i gildi hin gömlu læknaskipunar- lög, sem eingöngu gerðu ráð fyrir fastráðnum læknum til starfa við almennar lækningar, en engu öðru heilbrigðisstarfsliði. Vorið 1971 hafði nefnd, sem þá- verandi heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra hafði skipað til að gera tillögur um úrbætur I heil- brigðismálum, skilað áíiti og Kveðja frá Víetnam Osló 30. júli 1981. Kæri vinir. Eftir að hafa fengið hina hryggilegu frétt um andlát okkar ástkæra félaga Magnúsar Kjartanssonar vil ég fyrir hönd vietnamska sendiráðsins og i minu eigin nafni senda ykkur og fjölskyldu félaga Magnúsar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Dauði hans er okkur öllum mikill missir. Samt sem áður mun hann og hið mikilsveiða framlag hans til málstaðar okkar lifa i hjarta okkar um alla framtið. Phan IIoi forstöðumaður sendiráðsins I Osló. Skeytið var sent til íslensku Vietnamhreyfingarinnar og til allra annarra vina á Islandi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.